Alþýðublaðið - 21.09.1976, Síða 10

Alþýðublaðið - 21.09.1976, Síða 10
iÞRðTTIR Þriðjudagur 21. september 1976 jbíaSw1’ Auglýsing um breytingu á staðfestu aðalskipulagi Reykjavíkur 1962-’83. Meö tilvisun til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964, auglýsast hér meö breytingar á staöfestu aöalskipulagi Reykjavikur. Breytingarnar eru sem hér segir: 1. Breyting á legu Hringbrautar — Miklu- brautar, sbr. uppdrátt Þróunarstofnun- ar Reykjavikurborgar, merktur nr. 2, m. 1:2000, dags. i október 1975. 2. Skipulag Reykjavikurflugvallar, að þvi er varðar legu flugbrauta og staðsetn- ingu flugstarfsemi, tillaga 2, m. 1:5000, dags. i desember 1975. Ofangreindir uppdrættir, ásamt greinargeröum, eru til sýnis á skrifstofu borgarverkfræöings, Skúlatúni 2, 3. hæö, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, og at- hugasemdir ef einhverjar eru, skulu hafa borist borgar- verkfræöingi, skipulagsdeild, Skúlatúni 2 innan 8 vikna frá birtingu hennar, sbr. 17. gr. áminnstra laga. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir breytingunum. Borgarverkfræðingurinn i Reykjavík — skipulagsdeild — Reykjavik, 17. september 1976 Aðalsteinn Richter, skipulagsstjóri Reykjavikurborgar. 0RÐSENDING frá lönlánasjóði í framhaldi af þeirri endurskoðun á út- lánakjörum fjárfestingarlánasjóða, sem ' átt hefur sér stað að undanförnu, hefur verið ákveðið að lánakjör á útlánum Iðn- lánasjóðs séu þessi: Byggingalán: Vextir 11.5%. p.a., auk 50% af hækkun byggingarvisitölu á lánstim- anum. Vélalán: Vextir 14% p.a., auk 15 % af hækkun byggingarvisitölu á lánstiman- um. Ofangreind útlánakjör ná til allra þeirra lána, sem afgreidd eru eftir 15. september 1976, annarra en þeirra, þar sem lánsskjöl hafa þegar verið útbúin og afhent. Rétt er að benda á það, að breyting þessi nær ekki til eldri lána. Reykjavik, 16. september 1976 IÐNLÁNASJÓÐUR Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Huröir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen f allflestum litum. Skiptum á einum degi meö \lagsfyrirvara fyrir ákveöiö verö. Reyniö viöskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. Konan mín Sigriður Elisabet Guðmundsdóttir andaöist föstudaginn 17. þ.m. í Borgarspitalanum. Sigurður Hólmsteinn Jónsson. Reykjavíkurmótið: VALSMENN TÖPUÐU TVEIM FYRSTU LEIKJUM SÍNUM Um helgina hófst Reykjavikurmótið i handknattleik. Á laug- ardag og sunnudag voru leiknir alls sex leikir. Voru þeir flestir spenn- andi og sæmilega vel leiknir. Einnamestkom á óvart, að Valsmenn skyldu tapa báðum sin- um leikjum, fyrst gegn Vikingi og siðan gegn Ármanni. Fyrsti leikur mótsins. Fyrsti leikur mótsins var leikur Vals og Reykjavikurmeistara Vikings. Leikurinn var jafn og spennandi og þokkalega leikinn. Er hálf minúta var til leiksloka, var staðan 23-22 Val i hag. A þess- um 30 sekúndum tókst Víkingum Sérprent- un úr Alþýðu- blaðinu notuð til skýringar Sérprentun úr Alþýðublaðinu Skipting tollhliða á Keflavíkurfiugvelli: Gefur góða raun — Ég get ekki annað sagt en reynslan af þessari skiptingu sé góö. Þetta auöveldar starf tolt- gæzlunnar og hraöar allri af- greiðslu, sagöi Þorgeir Þor- steinsson lögreglustjóri á Kefla- vikurflugvelli f samtali viö Al- þýðublaðið. Hann var spurður um hvern- ig þaö heföi gefizt aö hafa tvö hliö fyrir farþega sem koma til landsins, grænt fyrir þá sem ekki hafa tollskyldan varning meöferöis og rauöa hliöiö sem þeir fara i gegn um er vilja toll- skoöun. Þetta fyrirkomulag hefur ver- iö viö lýöi í nokkra mánuöi og þegar fólk fer um græna hliöið jafngildir þaö yfirlýsingu viökomandi um aö það hafi hreinan skjöld gagnvart tollin- um. Að sjálfsögðu eru geröar athuganir samt sem áöur viö og viö og kemur fyrir, aö sumir ætli aölaumast i gegn á fölskum forsendum. En I heild hefur þetta gefizt mjög vel. Meöan allir foru um sama hliðið vildi það brenna við, að fólk fullyrti aö þaö hefði ekki verið spurt hvort það væri með tollskyldan varning þegar hann fannst viö skoöun. Stóö þá staö- hæfing gegn staðhæfingu og geröi tollgæzlunni erfitt um vik. En ef fólk er í einhverjum vafa um hvort það sé meö leyfilegan skammt eöa meira á þaö hik- laustað fara um rauöa hliöiö og er þá ekki hægt aö ákæra þaö fyrir tilraun til smygls. Þorgeir Þorsteinsson sagði, aö enn heföi tollgæzlan of litið rými til aö annast skoöun. Þetta stæði þó til bóta og fyrir næsta sumar ætti stækkun athafna- svæöis tollgæzlunnar aö verða lokið. Stofna aðdáendaklúbb Vegnagóörar aösóknar á knatt- spyrnuleiki Vals i sumar, hyggjast stuöningsmenn Vals stofna meö sér klúbb. Markmið þessa klúbbs verður að safna stuöningsmönnum Vals saman á Vals leikjum, heima og aö heiman. Stofnfundurinn er fyrirhugaöur i kvöld, fimmtudaginn 16. september klukkan 8. Veröur fundurinn haldinn i félagsheimili Vals, aö Hliöarenda og eru allir velkomnir. Þeír, sem ekki komast á fundinn en hafa ághuga á aö gerast félagar, vinsamlega tilkynni þátttöku i sima 11134. Bjórdósanáma Yfirvöld i finnska bænum Lahti hafa nú orðið að aka á öskuhauga bæjarins tonnavis af klóaksúrgangi, til að stööva bjórþyrsta unglinga bæjarins við að grafa i ruslinu. Þessi sorpgröftur unglinganna hófst þegar það fréttist í siðustu viku, að brugghús nokkurt hefði grafið 40.000 bjórdósir á haugunum, vegna þess aö umbúðirnar voru ryögaöar. Unga fólkið varð sér úti um graftrartæki og með þeirra hjálp hafði það upp úr krafs- inu 1.500 bjórdósir sem verið höfðu undir fleiri tonnum af rusli. Þeir neituðu að hætta þessari námuvinnslu sinni þar til bæjaryfirvöld fundu upp á þvi illþefjandi snjallræði að flytja klóaksúrgang i tonnatali á öskuhaugana. Þá gáfust ungmennin upp. — SB Auglýsing óskar að ráða starfsmann á skrifstofu. Starfið er: Simaþjónusta, vélritun, bók- hald og fleira. Starfið er margþætt og snertir alla þætti Reiknistofunnar og þjónustu við banka og sparisjóði. Skriflegar umsóknir sendist Reiknistofu bankanna, Digranesvegi 5, Kópavogi, fyrir 27. september 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.