Alþýðublaðið - 30.09.1976, Page 1
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER
Áskriftar-
síminn er
14-900
I BLAÐINU I DAG
Tannsmíði
Tannsmifti er eitthvað sem almenningur
veit litið um. Alþýðublaðið heimsótti á
dögunum eina stærstu tannsmiðastofu
landsins. Frá þeirri heimsókn er greint i
máli og myndum i blaðinu i dag.
Sjá opnu.
Láglaunamenn
Milljónir lægst launuðu verkamanna i
þriðja heiminum hafa orðið illa úti i
kreppunni vegna þess að lágmarkslaun
þeirra hafa ekki hækkað i samræmi við
vöruverð.
Sjá bls 5.
!Sr
SDi_
Engar yfirheyrslur
Það hlýtur óneitanlega að vekja nokkra
athygli, að sakadómur hefur ekki séð
ástæðu til að yfirheyra frekar þá fjóra
menn sem sátu mánuðum saman i gæzlu-
varðhaldi á liðnum vetri vegna meintrar
aðildar að Geirfinnsmálinu.
Sjá baksiðu.
,aer:
Spítalavist
Fyrrverandi starfsstúlka á sjúkrahúsi,
sendi Horninu bréf, þar sem hún undrast
að sjúklingur skuli ekki tryggður fyrir þvi
að Pétur eða Páll geti komist að þvi i
hvaða tilgangi hann var lagður inn á
sjúkrahús. $já „|s. ,3
Bri
,OLj
ÞQ
GJALDÞROT AIR VIKING:
Ljóst að 200 millj.
fást ekki areiddar
Litlar likur eru á að
gengið verði frá upp-
gjöri þrotabús Air Vik-
ing á þessu ári. Ekki er
enn búið að ganga frá
bókhaldi fyrirtækisins á
þann hátt að aðgengilegt
sé að vinna úr þvi. Lýst-
ar kröfur námu 330
milljónum króna auk
vaxta og kostnaðar.
Ekki er hægt að sjá að
þrotabúið eigi nokkrar
kröfur á hendur Guðna
Þórðarsyni en hins veg-
ar telur Sunna sig eiga
kröfur á hendur þrota-
búinu.
í skiptarétti Reykjavikur hefur
þegar verið greitt upp I forgangs-
kröfur. Þannig hefur t.d. flug-
mönnum Air Viking og flugvél-
stjórum verið borguð út þriggja
mánaða laun sem þeir áttu inni,
en þó hafa ekki allar fjárkröfur
þeirra verið greiddar enda sumar
umdeilanlegar. Skiptaréttur hef-
ur einnig greitt gjöld til lifeyris-
sjóða sem starfsmenn Air Viking
voru meðlimir i.
Það liggur ljóst fyrir að nokkrir
aðilar tapa verulegum fjárhæð-
um við gjaldþrot Air Viking. Þó
liggur ekki ljóst fyrir enn sem
komið er hvaða aðili fær stærstan
skell. Mobil Oil i Englandi er með
kröfu að upphæð um 44 milljónir
króna. Oliufélagið h.f. er með
kröfu að upphæö 75 milljónir,
Samvinnubankinn 30 milljónir og
Alþýöubanki 25 milljónir. Einnig
er til staðar sameiginleg krafa
Alþýðubanka, Samvinnubanka og
Oliufélagsins að upphæð 26
milljónir.
Tvö hundruð milljónir
Ekki liggur ljóst fyrir nákvæm-
lega hvaða upphæð tapast við
gjaldþrot Air Viking. En þar sem
lýstar kröfur nema 330 milljónum
enflugvélar félagsins voru seldar
á 120 milljónir liggur þó fyrir
mismunur að upphæð 210 milljón-
ir. Sú upphæð á þó sennilega eftir
að lækka eitthvað, þar sem ein-
staka kröfum hefur verið tvilýst.
Amóti þeirri lækkun kemur siðan
allur kostnaður og vextir og þvi
ekki f jarri lagi að um 200 milljón-
ir króna fáist ekki greiddar.-SG
Nýjar aðferðir við þangskurð:
!□?
GÆTI TEKIÐ 3-4 AR AÐ K0MA
REKSTRINUM í VIÐUNANDI H0RF
Kjarabaráttan
Hækkanir i krónum eru ekki einhlitar:
margir aðrir þættir eru ekki siður mikil-
vægirtil að tryggja verkafólki og þjóðinni
allri þá hagsæld, sem hún hefur unnið fyr-
ir.
’ot
Sjá bls. 2.
rr-T1
L.IL y : V« ;
_CZ) CTTT3 <
r_30CDC“n
cz
Trr»nocrrrT®c3r
íco-s
“TOi
Tekin hefur verið
ákvörðun um að fresta
um viku, að loka fyrir
rafmagn til Þörunga-
vinnsiunnar að Reykhól-
um á Barðaströnd, þrátt
fyrir 2.7 milljón króna
skuld verksmiðjunnar við
Rafmagnsveitur rikisins.
Alþýðublaðið hafði i
gær samband við stjórnarformann
verksmiðjunnar, Vilhjálm Lúð-
viksson, en hann var þá staddur á
Reykhólum. Aðspurður um hvað
valdið hefði þeim rekstrarerfið-
leikum sem verksmiðjan hefur átt
við að striða sagði hann: Þar réðu
mestu skortur á heitu vatni og léleg
afköst þangskurðarpramma fyrr i
sumar. Astandið var i raun og veru
voðalegt, verksmiðjan afkastaði
einungis helmingi þess sem þurft
hefði til að endar næðu saman.
Þetta var á þeim árstima sem væn-
legastur er til þangskurðar.
Hvað er til ráða?
Er við inntum Vilhjálm eftir þvi
til hvaða úrræða þeir hyggðust
gripa til bjargar rekstri verksmiðj-
unar, kvað hann helst koma til
greina annars konar virkjun vinnu-
afls, en upphaflega hefði verið gert
ráð fyrir. Þar er átt við öflun þangs
með handskurði og vélskurði. Til-
raunir, sem gerðar hafa verið með
þetta fyrirkomulag, hafa gefið
góða raun og er áætlað að halda
þeim eitthvað áfram.
Við spurðum Vilhjálm hve lang-
an tima það tæki verksmiðjuna að
aðlagast að fullu nýjum vinnsluað-
ferðum. Hann kvað það óvist, en
reikna mætti með allt að 3-4 árum.
Það eru hluthafar sem taka
ákvörðun um áframhald reksturs-
ins, og veltur þar mest á afstöðu
rikisstjórnar og alþingis, þar eð
rikið á um 75% hlutafjár i verK-
smiðjunni. Þá sagði Vilhjálmur að
nauðsynlegt væri að taka ákvöröun
þessa fyrir næstu áramót.
Hvað um reksturinn i vet-
ur?
„Við erum búnir að draga seglin
saman svo sem unnt er”, sagði Vil-
hjálmur er við inntum hann eftir
þvi hvernig rekstrinum verði hátt-
að i vetur. „Það má segja, að nú
séum við i varnarstööu’-’.
Ef ákvörðun hluthafa verður á
þann veg, að verksmiðjunni veröi
tryggður áframhaldandi rekstrar-
grundvöllur, verður strax eftir ára-
möt hafist handa um nauðsynlegan
undirbúning: viðhald og áfram-
haldandi þróun nýrra þang-
skurðaraðferða. Þá verða teknar
upp viðræður við ibua grannsveit-
anna, þvi ljóst er að þörf verður
fyrir aukinn vinnukraft með
breyttri þangskurðartækni. ES