Alþýðublaðið - 30.09.1976, Síða 3

Alþýðublaðið - 30.09.1976, Síða 3
alþyðu ■ Maðið IFimmtudagur 30. september 1976 FRÉTTIR 3 Vono að somningornir leiði til samkomulags — segir Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða um samningana á Súgandafirði Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestfjarða, sagði i viðtali við Alþýðublaðið i gær, að lfnubátarnir lægju enn bundnir við bryggju og enn hefðu samningar ekki tekist. Þó hefðu tekist samningar'við sjó- menn á Súgandafirði um 30% skiptaprósentu. Pétur sagði að útgerðarmenn hefðu verið búnir að samþykkja 29.2%, en sjómenn hefðu ekki getað fallist á það. Sagðist hann geta áællað að þessi 0,8% gæfu um það bil 150 þúsund krónur til viðbótar við hásetahlut yfir úthaldið. Aö visu færi þetta eftir þvi hver aflinn væri, en hér væri miðað við 65 milljón króna afla. Pétur lagði áherzlu á, að þessi linufiskur væri einhver bezti fiskurinn, sem á land kæmi. Aflamagnið gæti hinsvegar aldrei orðið mjög mikið. Einnig benti Pétur á, að mjög erfitt væri að manna linubátana og hjá þeim væru þetta yfirleitt úrvalsmenn. „Það kostar út- gerðarmenn ekki svo litið að þurfa að fá sjómenn annars staðar að, borið saman við það, að ráða sjómenn sem eru búsettir hérna,” sagði Pétur Sigurðsson. — Mundu sjómenn annars- staðar á Vestfjörðum sætta sig við það sem Súgfirðingarnir sömdu um? ,,Ég geri ráð fyrir þvi, enda munu sjómenn á Súgandafirði hafa haft samráð við sjómenn á öðrum stöðUm um þetta.” — Verða þessir samningar á Súgandafirði til þess aö opna leið til samkomulags i hinum félögunum á Vestfjörðum? „Um það get ég ekkert sagt. Ég vona þó aö svo verði. Hér er um úrvals sjómenn að ræða, annað dugar ekki á linu. Svo er lika rétt að hafa i huga að tekju- möguleikar þessara sjómanna eru mjög takmarkaðir, enda þótt gæði aflans séu mikil.” —BJ. Fer eftir hverjir stjórna segir Jón Sigurðsson, forseti Sjómannasambandsins Alþýðublaðið ræddi við Jón Sigurðsson, forseta Sjómanna- sambandsins og spurði hann álits út af þeirri frétt af Vest- fjörðum að samningar hefðu tekist milli sjómanna og útgerðarmanna á Suðureyri. Jón sagði að samkvæmt þeim upplýsingum, sem hann hefði, þá hefðiverið samið um 30% skiptaprósentu á linubátum. Annars hefði Alþýöusamband Vestfjarða samið fyrir aðildar- félögin öll, en það hefði bara ekki tekist að þessu sinni. Jón sagði að þessir samningar á Suðureyri gætu haft áhrif á samningana i öðrum félögum. Það mundi fljótlega koma i ljós. Þegar Jón var spurður um undirskriftasöfnun sjómanna og bráðabirgðalögin sagði hann: „Þessi bráðabirgðalög voru náttúrlega fyrst cgfremst alger- lega óþörf og gjörsamlega ótimabær.” Jón sagðist telja að ráðherr- ann hefði greinilega orðið fyrir áhrifum og þrýstingi frá út- gerðarmönnum, en áhrif þess- ara laga væru algerlega nei- kvæð. Um það, hvorthér væri um al- varlegt fordæmi að ræða sagði Jón, að hann teldi það ekki vera. „Þetta fer eftir þvi hverjir stjórna hverju sinni. Þeir eru ekki margir, sem mundu setja svona lög við þær aðstæður sem voru núna.” Jón sagðist ekki vita betur en undirskriftasöfn- unin væri mjög almenn enda væru sjómenn, upp til hópa, mjög gramir út af þessum lög- um sjávarútvegsráðherra. —BJ. Klofningur innan $FV: Hóparnir þrír en ekki tveir — segir Einar Hannesson for- maður Reykjavíkurfélagsins — Ég er og verð Samtaka- maður, sagði Einar Hannesson fulltrúi hjá Veiðimálastofnuninni, þegar Alþýðublaðið ræddi viö hann i gær um framtið samtak- anna og möguleikann á að þau verði lögð niöur I framhaldi af landsfundi þeirra i lok næsta mánaðar. — Við sem erum einlægir Samtakamenn innan flokksins erum mjög einhuga i okkar af- stöðu. Við viljum halda starfsemi flokksins áfram, gera hann öflugri en hann er nú. Þið hjá Alþýöublaðinu og Þjóðviljanum hafið verið að reyna að stilla þessu þannig upp, að einhverjar tvær fylkingar inn- an Samtakanna væru að takast á um framtið þeirra, það eru þeir sem vilja ganga i Alþýðuflokkinn og þeirsem ganga vilja til liðs við Alþýðubandalagið. En við Samtakamennirnir erum i raun þriðji hópurinn, og eins og ég sagði áðan, viljum við halda starfinu áfram. — Er Reykjavikurfélagið á þessari skoðun? — Þessi mál eru öll i deiglunni núna, en aðalfundur félagsins i Reykjavik verður haldinn i næstu viku og siðan verður haldinn fundur 18. október, þar sem mörkuð verður stefna fyrir lands- fundinn og kosnir fulltrúar á hann. En ég held ég megi fullyrða að ég tali fyrir munn allrar stjórnarinnar I Reykjavik þegar ég segi, að við viljum halda starf- semi flokksins áfram. Hins vegar er þvi ekki að neita að visst hættuástand hefur skapazt vegna skrifa ykkar um þessi mál, og ályktunar þeirra á Vestfjörðum. Ég get raunar sagt þér það, að það hafa margir vinstrimenn komið að máli við okkur i Reykja- vikurfélaginu og sagt, að þeir mættu ekki til þess hugsa að Samtökin legðust niður. Ég vil láta reyna á það hvort þetta fólk er tilbúið til samstarfs við okkur hér i Reykjavik. Svo má ekki — Ég veit ekki á hverju þessir menn byggja fullyrðingar sinar, sagði Kári Arnórsson skóiastjóri, þegar við spuröum hann um þau ummæli ólafs Ragnars Grims- sonar og Jóns Baldvins Hanni- balssonar, að áhugi til samstarfs við Alþýðuflokkinn væri útbreidd- ur meðal flokksmanna Samtaka Frjálslyndra og vinstri manna i Norðurlandskjördæmi eystra. Kári var i framboöi fyrir SFV i Norðurlandskjördæmi eystra i siðustu alþingiskosningum. — Þarna nyrðra vartekin upp samvinna við Alþýðuflokkinn um siðustu bæjarstjornarkosningar, og hún hefur haldist siðan, en gleyma þvi, að við höfum þing- mann SFV hér i borginni, Magnús Torfa Ólafsson, sem ég lýsi minu fyllsta trausti á, sagði Einar Hannesson að lokum. —hm. þennan samrunaáhuga hef ég aldrei orðið var við. — Hvað vilja flokksmenn þarna þá gera? — Þeir vilja halda áfram starf- semi Samtakanna. — Hvað um þig sjálfan? — Ég ætla ekkert að tjá mig um það aö sinni. En ég hef ekki gert ráð fyrir þeim möguleika að Samtökin verði lögð niður og sé raunar ekkert sem mælir með þvi á þessu stigi. Maður hafðiað sjálfsögðu heyrt um vilja þeirra Vestfirðinga i málefnum flokksins, en þó kom mér þessi ályktun þeirra mjög á óvart og held að hún sé mjög Verða Samtökin lögð niður? SÉ EKKERT SEM MÆLIR MEÐ ÞVÍ — seg/r Kári Arnórsson skólastjóri Nýir strætisvagnar til SVK Strætisvagnar Kópavogs hyggjast á næstunni endurnýja að nokkru vagnflota sinn. Væntan- legir eru til landsins þrir nýir vagnar. Vagnar þessir eru af sömu tegund og flestir fyrri vagn- ar SVK, frá Leyland verksmiðj- unum i Danmörku. Er hér um sams konar vagna og Strætis- vagnar Kaupmannahafnar hafa notað, og munu þeir hafa reynzt mjög vel. Vagnarnir sem SVK hefur pantað, munu vera nokkuð betur úr garði gerðir en þeir vagnar sem i umferð eru. Fyrsta vagninum var skipað upp i morg- un, annar er væntariegur um áramótin, og sá þriðji um áramótin 1977—78. AB Upplestur í Norræna- húsinu í kvöld Norski rithöfundurinn Torstein Bugge Höverstad les úr verkum Kári Arnórsson. ób'mabær, eins og málin standa nú. Annars kemur þetta allt i ljós á landsfundinum i næsta mánuði. —h m. sinum I Norræna húsinu i kvöld kl. 20:30. Torstein Bugge Höverstad er 32 ára gamall, rithöfundur, þýðandi og útvarpsstarfsmaður. Hannhlaut norræna ferðastyrkinn 1976 (Nordisk Reisestipend) til Islandsfararinnar. Hér hefur hann dvalist undanfarið til að kynna sér land og þjóö, en hann hefur sérstakan áhuga á þvi, hvernig smáþjóðum farnast i skiptum sinum viö ýmsa alþjóð- lega þrýstihópa. 1 ritum hins norska höfundar speglast einnig þessi þjóðfélagsáhugi hans á margvislegan hátt, en hann hefur þegar sent frá sér 13 bækur, „Astrokart” (1967, ljóð), „ökonomipakken NGSTKRK”, (1969, ljóö og annað), „Björnen og vinteren”, (1973, ljóð) ásamt 3 öðrum bókina „Tidene skifter”, (1976), sem er þýðing ýmissa evrópskra verkamanna- og baráttusöngva allt frá 1500 til þessa dags. Torstein Bugge Höverstad vinnur nú aö bók sem hann nefnir „Lupus vulgaris, ell- er: Den almindelige hus-ulv”, en sú bók er með oröum höfundar „dikt-roman”. Upplestur hins norska rithöf- undar er á vegum Rithöfunda- sambands Islands og Norræna hússins.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.