Alþýðublaðið - 30.09.1976, Page 4

Alþýðublaðið - 30.09.1976, Page 4
4 SJðNARMID Fimmtudagur 30. september 1976, ttSHr Vangaveltur um vopna- búnað og her Nokkra undanfarna þriðju- daga hefur sjonvarpiö okkar sýnt sænskættaða þáttalengju um vopnabúnað heimsins. Svi- arnir hafa að minu viti farið nokkuð vel meö umdeildar stað- reyndir, sem ýmsir vildu helzt að lægju i þagnargildi. Þó er ótrúlegt, að nokkuð hafi komiö fram, sem ekki var vitað fyrir. Þeir sem vita vilja hafa að minnsta kosti getað aflað sér vitneskju um flesta eða alla hluti sem fram hafa komið. Til dæmis var ákaflega fróðlegt að fá það staðfest hjá starfs- mönnum Pentagon, sem and- stæðingar hernaðarstefnu hafa haldið fram hér heima um langt árabil, en gjallarhorn hernaðar- ofbeldis á tslandi, Morgun- blaðið, hefur staðfastlega neitað i móðursýkislegum ofstækis- skrifum. Hér á ég við þá aðferð sem hernaðarfurstarnir hafa til að fá hækkuð framlög til hernaðarmála ár hvert. Aðferð Göbbels Þegar liður að afgreiðslu fjár- laga I þinginu vestra, fjölgar ævinlega — mjög skyndilega — sovézkum kafbátum á Atlanz- hafi, sovézkum eldflaugum af súper-delúx-gerðum skýtur upp kollinum á ólíklegustu stöðum með hættulegri trjónufyllingar en nokkru sinni fyrr, skrið- drekar Rússa verða allt i einu stórhættulegir varnarmætti Bandarikjanna og þannig mætti lengi telja. Þessar fréttir, — fengnar frá Pentagon, — eru blásnar út i öllum blöðum hins vestræna heims — og reyndar alls staðar þar sem vestrænt frelsi og lýðræði hefur útibú, svo sem i Hong Kong, Ankara, Santiago, Reykjavik, Braziliu,' Buones Aires, Montevideo, Asuncion, Madrid og viðar. Nytsamir sakleysingjar i rit- stjórnarstólum mogga heims- byggðarinnar taka við þessum áróðursfréttum með gagnrýnis- leysi einfeldningsins, birta þær athugasemdalaust sem hinn afdráttariausa stóra sannieik og þaðsem verra er: trúa þeim aö þvi er virðist. Þegar þessar fréttir hafa birzt nægilega oft og nægilega viða eru þær orönar að sannleika samkvæmt formúlu Göbbels heitins. Þá eru þessar „stað- reyndir” fluttar inn á Banda- rikjaþing og sjá: Aukin framlög til hermála fljúga i gegn. Allir eru kátir, aðmirálarnir skála i hamingju sinni og generálar faðma marskálkaj atvinnunni er borgið, nú er hægt að fram leiöa meira af vopnum til eflingar heimsfriði. Enginn tekur að sjálfsögðu mark á þvi þótt Rússinn sé eitt- hvað að mögla um að hann eigi ekki öll þessi vopn sem um er rætt* herskipin hans séu af sama fjölda á heimshöfunum og að sjálfsögðu hafi hann ekki minnsta áhuga á að ráðast á hinn vestræna heim, — né nokkurn annan heimshluta ef út i það sé farið. Þetta eru fúlir fjandar, hafa ekki lágmarks- áhuga á þeirri lýðræðissort sem hagkvæmust er fyrir alla frelsiselskandi menn, — þeirri vestrænu. Sparka i gamlar konur og éta börn um helgar. Sjálfsagt gengur málið svipað fyrir sig hjá Rússum. Yfirburðir Kananna verða skyndilega ugg- vekjandi og viðbúnaður heima fyrir ekki nándar nærri nógu góður. Auka þarf fjárveitingar til hermála, — og vitaskuld ber að trúa hermálaspekingunum þegar þeir þylja raunir sinar. Hver ætti að vita staðreynd- irnar ef ekki þeir? Að bæta líf eða eyða því Þannig hafa þeir sem atvinnu hafa af drápstækninni makað krók sinn i gegnum árin. Sænsku sjónvarpsþættirnir hafa afhjúpað leikföng þessara manna, — sjálfstýrðar eld- flaugar með kjarnorkuoddum, sem geta fundið skotmörk sin sjálfar og lagt i eyði nokkrar milljónaborgir á einu bretti. Þannig er milljarðahundruðum á milljaröahundruð ofan eytt i að fullkomna möguleika mannsins til aö útrýma sjálfum sér, meðan alþýða þessara landa býr við siversnandi lifs- kjör og gildir þá einu hvort talað er um Austur- eða Vestur- Evrópu. Þær fjárhæðir sem þannig fara i leikfangasmiði hálærðra drápsérfræðinga eru slikar, að þriðji heimurinn svo- kallaði myndi ekki þurfa að liöa þann skort sem hann liður ef þessu fjármagni væri ráðstafað til að bæta lifið en ekki eyða þvi. Spurningar En þessir þættir hafa einnig vakið spurningar með fólki: Er allur þessi vopnabúnaður nauðsynlegur? Eykur hann likurnar á varanlegum heims- friði? Og siðast en ekki sizt: Hvert er gildi herstöðva þegar stórveldin státa af vopnabúnaði eins og þeim sem sýndur hefur verið I þessum þáttum? Persónulega tel ég að svara megi tveim fyrstu spurn- ingunum neitandi. Nauðsyn þessa búnaðar er engin og þaðan af siður eykur hann heimsfriðinn. En spurningin sem ef til vill snýr mest að okkur Islendingum er einmitt sú siðasta: Hvert er gildi her- stöðva við þessar aðstæður? Ég fæ ekki betur séð en að þessir þættir hafi flett ofan af þeirri eilifðarlygi, að herinn á Miðnes- heiði sé hér til varnar islenzku þjóðinni. I fyrsta lagi er akkúrat engin vörn í þessari herstöð gegn nýmóðins rafeinda- vopnum, sjálfstýrðum eld- flaugum og dauðageislum. I öðru lagi er hlutverk her- stöðvarinnar að aðvara Banda- rikin gegn yfirvofandi árás. Hún er útvarðarstöö. Þessar staðhæfingar hafa að visu oft verið settar fram áður, en aldrei verið staðfestar svo berlega sem i þessum sænsku þáttum. Auk þess hefur þeim ævinlega verið mótmælt i Morgunblaðinu og raunar fleiri blöðum sem hafa talið það nauðsynlegt að bera blak af stórþjóðinni i vestri, hvitþvo hana i augum hins efafulla almúga. Til þess liggja margar ástæður, tilfinningalegar og efnahagslegar. Þeir menn finnast vissulega sem trúa þvi eins og nýju neti enn i dag að herjans Rússinn komi að vörmu spori ef herinn fari héðan, auk þess sem Islendingar séu ekkert of góðir til að greiða þennan toll fyrir að fá að teljast til vest- rænna lýðræðisþjóða (lesist: að vera i NATO). En mig grunar að þeir séu fleiri sem tekið hafa afstöðu með hernum af hreinum efnahagslegum ástæðum. Hann þýðir peningar. Peningar og her I þessum hópi eru tii að mynda framsóknarmenn, sem vifa það að fjárhágslegu valdi SÍS væri stefnt i alvarlegan voða ef herinn yrði látinn fara. Hermang Sambandsins er slikt að vöxtum, að þaö myndi missa feiknalega fjármuni úr aski sinum i herlausu landi. Þetta er meðal annars ástæðan til þess að Timinn hefur alla tið verið hallur undir herinn og að kaup- félagsstjórar úti á landi voru yfirleitt i fremstu röð I undir- skriftasöfnun Varins lands, auk þess sem forsytumenn SIS- báknsins beittu sér mjög i undirskriftasöfnuninni. Þá gætu fiskmarkaðir I Ameriku verið i hættu staddir ef sú ákvörðun yrði tekin aö herinn færi. Leyfi til flugferða gætu verið dregin til baka, og þannig mætti lengi telja. Peningasjónarmiðið hefur þannig ekki látið undan siga siöan Bandarikjamenn keyptu tslendinga til að ganga I NATÓ og leyfa hér herstöðvar, þrátt fyrir yfirlýstan vilja islenzku þjóðarinnar. Það sem er þó sýnu verra: Það eru einmitt stærstu og útbreiddustu blöðin á landinu sem eru gefin út af þessum aðilum, Morgunblaðið og Timinn. Og áróður þessara blaða fer þvi óneitanlega mun viðar en minni blaðanna og þeir eru margir sem aldrei sjá annað skrifað um herinn á tslandi en þau skrif sem i þessum blöðum eru. Og það verður að segjast eins og er: Það er ákaflega ein- hæft og óhollt fóður. Sérstak lega þó þegar málpipurnar eru jafnvel kaþólskari en Washing- tonpáfinn, eins og iðulega vill brenna við um þá Styrmi og Matthias, — að ekki sé talað um aöstoðarmann Þórarins á Tim- anum, litla núllið. Þannig virðist mér ljóst, að þrátt fyrir það, hve sænsku þættirnir i sjónvarpinu eru vel gerðir og leiða margan sannleik I ljós, þá sé enn eftir sá vandinn sem mestur er, — að kveða niður peningafurstana sem hafa fjárhagslegan akk af veru hers- ins hér og beita áróðursvélum sinum til að telja fólki trú um þá lifslygi að hann sé hér til verndar Islenzku þjóöinni. Haukur Már i ÖMURLEGT ÁSTAND Er það nokkur furða? Varla getur hjá þvi farið, að landsmönnum hafi hnykkt við, að heyra um þá aumlegu aðbúð rannsóknarlögreglunnar I Reykjavik, sem lýst var i sjón- varpinu i fyrrakvöld. Það fer nú héðanaf að verða skiljanlegra en áður, hvers- vegna svo hægt gengur, sem raun er á, að upplýsa ýmiss- konar misferli, þegar sleppir búðahnupli og drykkjulátum sérstakra „kunningja”. I sjálfu sér má segja, að það gegni meiri furöu, að eitthvað upplýsist þó af brotum, viö aðstæöurnar, sem lýst var. Ollum má hér eftir vera ljóst, hversu gersamlega vanmegna rannsóknarlögreglan hlýtur að vera, þegar hún stendur frammi fyrir stórafbrotum eins og morðum og viðtækum fjár- svikum, smygli á öðrum lands- hornum, sem þó tengjast höfuð- borgarsvæöinu og koma, eða geta komiö i hennar hlut aö fara höndum um. Þegar svo hér við bætist, að lítill hluti lögreglumannanna, ef nokkur hefur hlotið nokkra þjálfun eða kunnáttu i að rann- saka stórglæpi eftir nútima aðferðum, er ekki á góöu von. Eitt ljósasta dæmið um þetta getuleysi birtist auövitað I þvi að skjalasafnið, þar með talið fingrafarasafnið, virtist vera I svo megnri óreiðu, að undrum sætti. Gagnasafn, hvort sem um er að ræða rituö skjöl eða fingraför, taka auðvitað upp sitt rými i geymslum. Um það þarf, enginn að villast. En jafnauð- velt er að sjá, að sömu skjölin, sem sett eru holt og bolt niöur i geymslur, taka alls ekki meira rými, þó þeim sé raðað eftir skipulagi. Munurinn er bara sá, að i öðru tilfellinu eru þau aðgengileg og tiltölulega auðvelt að finna þaö, sem verið er að svipast eftir en i hinu tilfellinu getur það kostað ærið erfiði, að finna gögnin, ef þau þá finnast! Vel má vera, að varla sé við þvi að búast, að venjulegir lög- reglumenn séu æfðir i þvi að skipuleggja hagkvæma röðun skjala, og þarf raunar ekki óbreytta lögreglumenn til. Hver sem komið hefur I sal ráðu- neytisstjóra dómsmálaráðu- neytisins, getur auðveldlega séð allt annað en harðsoðna skipu- lagningu. Þar liggja bunkarnir á borðum, hillum og gólfi. En ráðuneytisstjórinn er ótrúlega fimur að fiska upp þaö, sem um er spurt og hann þarf á að halda hverju sinni. Það er hans iþrótt. En auðvitað er það siður en svo nein minnkun fyrir einn eða neinn, sem ekki kann til skipu- lags, að fá aöstoð, til þess að koma lagi á grautinn! Menn geta svona rétt hugsaö sér, hvernig hr. Schutz hefur lit- ist á ástandið, hafi hann virt það fyrir sér, manni, sem alinn er upp við hina alkunnu þýzku ná- kvæmni. Er þó ekki þvi til aö dreifa, aö hann hafi látið opin- berlega I ljós furðu sina. Það er eflaust vegna kurteisi, sem ekki er ástæða til að vanþakka. Margt er það, sem mönnum óhjákvæmilega flýgur I hug, vegna þeirrar smáglætu, sem varð fyrir augum I sjónvarps- fréttunum frá rannsóknarlög- reglunni. Skorturinn á tækjakosti er eitt. En vitanlega er næsta til - gangslaust að hafa tæki, sem menn hafa hvorki húsrúm fyrir, né kunnáttu til að handleika. Ég hefi margoft leyft mér að benda á i þessum þáttum, hversu rik sú nauðsyn er, að vinda bráðan bug að menntun lögreglumanna i þessu skyni. Það er ekki sagt neinum til vanvirðu I hópnum, heldur aðeins til að benda á kaldar staðreyndir. Ekki skulu annir rannsóknar- lögreglumannanna dregnar i efa. En þá kemur að þvl, sem vekja má furðu. Hversvegna eru mál, sem aðrir hafa þegar hafið frumrannsókn á, og orðið nokkuð ágengt i, tekin úr þeirra höndum og hlaðiö á þessa þraut- pindu menn, sem þegar hafa fullar hendur? Mergurinn málsins hlýtur að vera, að brotamál upplýsist, en ekki þaö, að einhverjir sérstakir menn fari með þau, sizt ef þeir eru önnum kafnir upp fyrir höfuð i öðru. Það hefur flogið fyrir, að hr. Schutz hafi boðið aðstoð sina til þess að mennta og þjálfa rann- sóknarlögreglumenn, eða mann, sem yrði svo fær um að hagnýta sér nýjustu tækni til upplýsingar alvarlegri glæpa- mála. Sé það rétt, ber auðvitað að taka þvi fegins hendi. Hrylli- leg glæpamál eru þvi miður orðin staðreynd hér, og það þýðir ekki annað en her- væðast, til þess að geta upplýst þau hispurslaust. Enda þótt enn séu ekki gengin i gildi ný lög um rannsóknarlög- reglu m.m., sem dómsmálaráð- herra lagði fram frumvarp að á siðasta Alþingi, verður að telja hafið yfir allan efa, að sú hneisa hendi ekki þingið aftur, að láta þau, eða önnur svipllk, sem menn yröu sammála um, aftur lenda I glatkistuna. Það þolir þvl enga bið, að rannsóknarlögreglan fái eðli- lega þjálfun, og annað eins hefur nú verið syndgað upp á náðina eins og að láta, sem væntanleg lög liggi fyrir þegar, i þvi efni. Þessu ömurlega ástandi verður að létta. Oddur A. Sigurjónsson II HREINSKILNI SAGT '

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.