Alþýðublaðið - 30.09.1976, Side 8

Alþýðublaðið - 30.09.1976, Side 8
8 UR YMSUM ATTUM alþýöu- / Fimmtudagur 30. september 1976 .biaðíð * sstsr jFimmtudagur 30. september 1976 VETTVANGUR 9 Hús ráðherrans Ráðherrahús og verka- manna- bústaðir Grein Halldórs Halldórssonar fréttamanns á Dag- blaðinu um húsa- kaup Halldórs E. Sigurðssonar af ís- lenzka álfélaginu, dótturfyrirtæki Alusuisse, er gerð að umtalsefni í leiður- um Þjóðviljans. Að vísu ,,gleymir'' Þjóðviljinn að geta greinarinnar í Dag- blaðinu, en rekur þó efni hennar ítarlega og bendir á hve góð kjör ráðherrum Framsóknarf lokks- ins bjóðast við hús- byggingar og húsa- kaup. Halldór Eggert Sig- urðsson sauðfjármála- ráðherra fékk nánast hús að gjöf frá dótturfyrir- tæki erlends auöfélags, sem seilst hefur til vax- andi orkukaupa á verði, sem er langt undir þvi, sem islenzk iðnfyrirtæki greiða. Hús þetta er stórt einbýlishús i dýru hverfi með tveim bilskúrum og tilheyrandi. Kaupverðið var svipað og fyrir ibúð i hinum nýju verkamanna- bústöbum, sem reistir eru fyrir láglauna verka- mannafjölskyldur, sem annað hvort búa i heilsu- spillandi húsnæði eða við sérstaklega lök kjör, og af félagslegri þörf er talið réttlátt að aðstoða. Lána- kjör ráðherrans voru næstum hin sömu og i verkamannabústöðunum, 20% kaupverðs við af- hendingu en afgangurinn lánaður til langs tima. A annað þúsund reyk- viskar fjölskyldur verka- fólks sóttu um að komast i þær liðlega 300 ibúðir, sem reistar verða i þess um áfanga. Fullnægbu þó margar fleiri þeim kröf- um, sem gerðar voru um tekjuhámark og ófull- nægjandi aðbúnað og heimilisaðstæður. Or þvi Islenzka álfélag- ið hefur sýnt i verki vilja til þess að leysa islenzk húsnæðisvandamál væri ekki úr vegi að koma til móts við óskir þess. tsal hefur þarna farið inn á nýja braut. Næsta skref væri kannske að leiðrétta að nokkru það raforku- verð, sem félagið fær, og nota mismuninn til að byggja 700 nýjar ibúöir handa láglaunafólki og bjóða þvi ráðherrakjör á afborgunum. Siðan mætti hefja við- ræður við tslenzka járn- blendifélagið, og aðra væntanlega orkukaup- endur. Sigurbjörnssyni hluta I Sogavegi V 136. Gu&ni Þórftarson sclur óöinstorgi h.f. fasteignina Bankastræti 9. Sami selur Gústaf Þór Tryggva- i synio.fl. fasteignina Ingólfsstræti i 18. Sami selur Ingólfi Guönasyni fasteignina óöinsg. 30. Sami selur Ingvari Georgssyni hluta i Barmahliö 17. gjgrlftmiRiBiirflarrl wittn ll.H^ri. V Guðni selur Eins og menn minnast úr Sunnu — Air Viking málinu frá siðasta ári, þá lýsti Guðni Þórðarson þvi yfir að hann ætti sjálfur persónulega eignir að brunabótamati upp á 100 milljónir, sem hann hefði lagt að veði fyrir skuld- bindingum fyrirtækja sinna. Hvað sem segja má annars um aðfarir sam- gönguyfirvalda að fyrir- tækjum Guðna, en bú þeirra biða nú hjá skipta- rétti, þá hefur Guðni nú selt fjórar húseignir, samkvæmt afsalsbréfum innfærðum 30.8.-3.9. s.l. Þetta virðast vera allar húseignir Guðna að und- anskildum eignahlut hans i húseigninni Aðalstræti 9, sem hann á ásamt Guð- jóni Styrkárssyni og fleir- um. Glæpir á gataspjöldum Afbrotamönnum ætti að vera nokkur styrkur i þvi hve illa er að rannsóknar- lögreglu búið. t sjónvarpi kom það fram.þegar rætt var við Magnús Eggerts- son, yfirlögregluþjón i rannsóknarlögreglunni og sýndar myndir af slæmri vinnuaðstöðu, að það kynni að vera hend- ingu háð hvort upp komist um glæpi, þótt marktæk vinnuvitneskja ætti að vera fyrir hendi i upplýs- ingasafni. Með notkun tölvu og réttri flokkun upplýsinga ætti að mega girða fyrir slika hættu. Bankarnir hafa haft efni á að koma sér upp ótal tölvum, riki og sveitarfé- lög hafa komið sér upp tölvum og fjöldi fyrir- tækja og stofnana hafa eignast tölvur eða komizt i vinnutengsl við tölvu. þannig hefur til dæmis Samband isl. samvinnu- félaga eignast stóra móð- urtölvu, sem þjónar fjölg- andi útibúum, alla leið til Akureyrar. Væri ekki hægt að koma tölvustöð fyrir i húsakynnum rann- sóknarlögreglunnar og tengja hana með simalinu einhverri stórri tölvu með umfram getu? Með sömu þróun i bankaviðskiptum og verið hefur undanfarin ár væri ekki úr vegi að rannsóknarlögreglan kæmist á beina linu til tölvu Reikningsstofnunar bankanna! —BS — Viö spöruðum 50 manns með því að kaupa tölvuna, en nú vinna 51 við að halda henni við. Dieter Luckas Tönn pússuð til Tilbúinn gómur. Ef til vil! eiga þessar tennur eftir að brosa við þér. SK0RTUR Á MENNTUÐUM TANNSMIÐUM A ISLANDI Tannsmiði er ein af þeim iðngreinum, sem al- menningur veit litið um. Hvað gerist eftir að við förum til tannlæknisins og biðjum um góm, brú, stálgrindur, spangir eða hvað þetta allt heitir nú? Fer tannlæknirinn inn i bakherbergið sitt og tálgar tennurnar til? Heldur fannst okkur það ósennilegt og þar sem til eru fyrirtæki sem heita tannsmiðaverkstæði, var ekki óiiklegt, að þar væri skýringin komin. Til þess að forvitnast um, hvernig slik smiði færi fram, fóru blaðamenn Alþýðublaðsins i heimsókn á Tannsmiðaverkstæðíð Ármúla ii6, en eigandi þess er Dieter Luckas. Dieter Luckas, eða Lúkas Karlsson eins og hann heitir núna eftir að hann fékk islenzkan rikis- borgararétt, kom fyrst til íslands árið 1965. Hann er þýzkur að ætt og tannsmiður að meímt. Fyrst eftir komuna til landsins vann hann við tannsmiðar hjá Hæng Þorsteinssyni tannlækni, en árið 1972 stofnaði hann sitt eigið tannsmiða- verkstæði sem hann rekur ásamt eiginkonu sinni. Fyrstu árin var verkstæðið staðsett i Hátúni, en i febrúar siðast liðnum var tannsmiðavinnustofan flutt i nýtt og rúmgott húsnæði i Ármúlanum. Blaðamenn Alþýðublaðsins byrjuðu á þvi að spyrja Dieter hvort ekki væri dýrt að setja á stofn slika stofu. Hann sagði :"Jú vissulega er það dýrt, ætli stofa sem þessi kosti ekki um 19 milljónir i dag, en það var byrjað á smiði þessarar stofu fyrir fjórum árum siðan og þessi fjögur ár hafa allar minar tekjur runnið i fyrirtækið, til þess að koma þvi i það horf sem það nú er. Sérstaklega hefur þetta verið erfitt vegna þess að mjög litla fyrirgreiðslu hefur verið að fá i bönkum og lánastofnunum”. Hvað starfa margir á stofunni? ,,A stofunni starfa nú 15 manns að okkur hjónunum meðtöldum, en okkur vantar núna nauð- synlega að minnsta kosti þrjá menn til viðbótar, en slikir menn liggja bara ekki á lausu um þessar mundir. Hér á íslandi er mjög tilfinnanlegur skortur á menntuðum tannsmiðum og að minu áliti er það fyllilega tima- bært að þeir sem með þessi mál fara hér ihugi þanri möguleika að styrkja einn eða fleiri til að full- nema sig i tannsmiðum erlendis. Verkefni send utan t dag er mikið af verkefnum sem þurfa sérfræðilegrar úr- lausnar við send utan, en þau verkefni væri öll hægt að vinna héref til staðar væri sérfrasðingur eða vel menntaðir tannsmiðir." Hvernig er tannsmiðanámi háttað á tslandi? „Núna er allt óvist með tann- smiðanám á tslandi, þvi um þessar mundir er verið að endurskoða námið og er sú endur- skoðun i höndum ráðuneytisins. En venjan hefur veriö sú, að islenzkir tannsmiöir hafa hlotið menntun sina við að vinna að tannsmiðum á tannlæknastofum undir handleiðslu viðkomandi tannlæknis. Ariö 1963 var siðan stofnaður eins mánaðar skóli fyrir þetta fólk og var sá skóli rekinn af tannlæknafélaginu. En eins og ég sagði áöan, þá er þetta mál i athugun og liggur fyrir að þessari skipan verði breytt og meðan svo er liggur öll kennsla i tannsmiðum niðri. Vonandi er þess þó ekki langt að biða að ákvörðun verði tekin um framtiðarskipulag þessara mála.” Er mikið um nýjungar á sviði tannsmiða? ,,Já,tannsmiði fleygir mjög ört fram og sifellt eru að koma fram nýjungar. Þar af leiðandi er það talsvert verk að fylgjast með þvi helzta sem fram kemur. Með þvi að vera áskrifandi að erlendum timaritum sem fjalla um þessi mál getur maður fylgzt með flestu þvi sem fram kemur erlendis. En vitaskuld er ekki alltaf nóg að lesa um hlutina það getur oft verið nauðsynlegt að fara út og kynna sér málin betur og gefst tannsmiðum kostur á mörgum námskeiðum erlendis sem auglýst eru i þessum timaritum. Ég fer sjálfur að meðaltali einu sinni til tvisvar á ári utan til að setjast á skólabekk. En slik ferðalög eru afskaplega dýr og þvi reyni ég að velja af kostgæfni úrþeim námskeiðum sem til boða standa og fara aðeins á þau sem aö minu mati eru brýnust.” Litið framboð af menntuðum tannsmiðum Eru ávallt næg verkefni fyrir jafn stóra tannsmiðastofu og þá sem þú rekur? „Já.hjá okkur er yfirdrifið nóg að gera, en að visu þá er álagið á okkur mismikið eftir árstiðum. Litil fyrirgreiðsla. Til dæmis yfir sumarmánuðina þegar margir tannlæknar fara i sumarfri, þá kemur alltaf nokkur samdráttur i starfsemina, en það hef ég brúað með þvi að taka verkefni erlendis frá. Erlendis er nefnilega af greiðslutlmi tannsmiðapantana miklu lengri en tiðkast hér á landi. Þar er af- greiðslutiminn frá 3-5 vikur á meðan að pantanir á Islandi eru afgreiddar á 4 dögum til viku. Aftur á móti er alltaf nokkuð af verkefnum sent héðan og út en það eru verkefni þar sem við þörfnumst sérfræðilegrar aðstoðar. Annars hrjáir það okkur aðallega hér, að framboð á lærðum tannsmiðum er allt of litið. Ég hef reynt að fá fólk erlendis frá, en það gengur misjafnlega vel vegna þess að laun tannsmiða á Islandi eru alls ekki sambærileg við laun sem þetta fólk fær erlendis. Samt sem áður hefur mér tekizt að fá nokkra til starfa hér,en vandamálið viðþá erhvað þeir dveljast stutt. Oftast er þetta ungt fólk sem kemur hingað til að kynnast landinu og sjaldnast dvelur það lengur en eitt ár.” Sólbjört Aðalsteinsdóttir er verkstjóri á tannsmiöa- verkstæöinu og báðum við hana að útskýra i stuttu máli hvað gerist, þegar þú ætlar að fá þér góm. t gegnum tannlækni Til þess að fá góm, getur þú ekki gengið inn á tann- smiðaverkstæði og beðið um góm númer þrjú og hálft, þó að sumir virðist halda, aö málið sé mjög einfalt. Fyrst ferð þú til tannlæknis, sem tekur mót af gómnum i sérstakt mótefni, er hann notar. Mót þetta er sent tannsmiðnum, sem býr til gipsafsteypu af mótinu og gerir mátskeiðar. A þessu stigi málsins tekur tannlæknirinn aftur mál, og tann- læknirinn tekur svokallað samanbit, en það er til að geta stillt tönnunum rétt i góminn. Stundum er nauðsynlegt að fara allt upp i fjórar ferðir i upp- stillingu, en yfirleitt nægir ein ferð. Sjúklingur þarf sem sagt að fara þrisvar til fjórum sinnum til tannlæknisins, er hann ætlar að fá sér góm. Plastefni t gómana er notað plastefni, en i tennur er notað einskonar plast og postulin. Meðan verið er að móta tennurnar og góminn, er notað vax, sem siðan er skipt yfir i plast. Undir venjulegum kringum- stæðum dugar gómur i 5-7 ár. Þetta er annars mjög einstak- lingsbundið. Gómarnir rýrna mishratt hjá fólki. Rýrni gómurinn, fara menn að bita fastar saman, og við það verður átakið við kjálkaliðinn skakkt. Það er þvi þrennt, sem fær fólk til að fá sér nýjan góm: tJtlit, losnun og rýrnun. Stálvinna Auk þess að búa til góma, er ýmisleg önnur vinna. Stálvinna er t.d. mjög mikil. Stálgrindur eru notaðar til að fylla upp i bil, þar sem vantar tennur. Kemur stálgrind oft i stað brúar, en munurinn á brú og stálgrind er sá, að brúin er föst upp i munninum, en ekki stálgrindin. Einnig eru smiðaðar tannréttingagrindur, og svo mætti lengi telja. Sem fyrr segir, er öll vinna i sarnráði við tannlækni. GEK/ATA ab. myndir ATA Svona kemur pöntunin frá tannlækninum f þessu tæki er gómurinn mótaður Hér er gómurinn og tennurnar finpússaðar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.