Alþýðublaðið - 30.09.1976, Síða 10

Alþýðublaðið - 30.09.1976, Síða 10
10 Iðnskólinn í Reykjavík Meistaraskólinn 1976—1977 fyrir húsa- smiði og múrara tekur til starfa 11. októ- ber næstkomandi og verður settur kl. 17.00 sama dag i stofu 401. Tekið verður á móti umsóknum um skóla- vist til 6. október i skrifstofu skólans á venjulegum skrifstofutima. Nemendur eru beðnir um að sýna sveins- bréf og ganga þeir fyrir um skólavist, sem eru með 3ja ára sveinsbréf og eldri. Skólagjald er kr. 12.000,- Skólastjóri Styrkur til háskólanáms í Sviss Svissnesk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa íslendingi til háskólanáms i Sviss háskólaáriö 1977-7S. Ætlast er til þess aö umsækjendur hafi iokiö kandídatsprófi eöa sé komnir langt áleiöis I háskólanámi. Þeir sem þegar hafa verið mörg ár i starfi, eöa eru eldri en 35 ára, koma aö öðru jöfnu ekki til greina viö styrkveitingu. Styrkfjárhæö- in nemur 800 svissneskum frönkum á mánuöi fyrir stúd- enta, en allt aö 950 frönkum fyrir kandfdata. Auk þess hlýtur styrkþegi nokkra fjárhæð til bókakaupa og er undanþeginn kennslugjöldum.—Þarsem kennsla i sviss- neskum háskólum fer fram annaðhvort á frönsku eða þýsku, er nauðsynlegt að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á ööru hvoru þessara tungumála. Þurfa þeir að vera undir þaö búnir að á það veröi reynt með prófi. Umsóknum um styrk þennan skal komiö til mennta- málaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 20. október n.k. — Sérstök umsóknareyöublöö fást I ráöuneyt- inu. Menntamálaráðuneytið, 27. september 19760 Styrkir til háskólanáms í Sviss Svissnesk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram i iöndum sem aðild eiga að Evrópuráöinu, fimm styrki til háskólanáms I Sviss háskólaárið 1977*78. — Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma i hlut íslendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaöir til fram- haldsnáms viö háskóla og eru veittir til tiu mánaða náms- dvalar. Styrkfjárhæöin er 950 svissneskir frankar á mán- uði og auk þess fá styrkþegar allt aö 500 franka styrk til bókakaupa. — Þar sem kennsla I svissneskum háskólum fer fram annaðhvort á frönsku eöa þýsku er nauðsynlegt að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á öðru hvoru þessara tungumála. Þurfa þeir að vera undir það búnir aö á það veröi reynt með prófi. Umsækjendur skuli eigi vera eldri en 35 ára og skuiu hafa lokiö háskólaprófi áður en styrktlmabil hefst. Umsóknir um styrki þessa skuiu sendar menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 20. október n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytið, 27. september 1976. Hjúkrunarfræðingur - Ljósmóðir Hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir óskast að Sjúkrahúsinu á Blönduósi nú þegar. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunaikona eða yfirlæknir kl. 9-16 i simum 4206 eða 4207. Til leigu 220 fermetra skrifstofuhæð að Skipholti 3 til leigu frá áramótum. Upplýsingar á skrifstofu VFR og VSl Skipholti 3 frá klukkan 13-17. Verkstjórafélag Reykjavikur. IÞRÓTTIR Fimmtudagur 30. september 1976 bKSð Keflavík - Hamburger SV: ÍBK gerði jafntefli, við eitt bezta lið V-Þýzkalands 1 gærkvöldi náðu Keflvikingar þeim glæsilega árangri að gera jafntefli við V-þýzku bikar- meistarana Hamburger Sport- verein. Var leikur þessi seinni leikur liðanna i Evrópukeppni bikarhafa,en fyrri leik liðanna lauk sem kunnugt er með sigri bjóðverjanna, 3-1. Þjóðver jar undan vindi Keflvikingar hófu leikinn og léku á móti sterkri golu. Það hafði nokkur áhrif á leikinn og allar sóknarlotur Keflvikinga enduðu með langri sendingu og hárri.en vindurinn tók þá knött- inn og bar hann langt af leið. Keflvikingarnir léku afger- andi varnarleik, og sóttu Þjóð- verjarnir ákaft. Þeir komust þó ekki langt með vörn Keflviking- anna. Reyndu þeir þá að skjóta langskotum, og voru þeir ótrú- lega skotvissir. Varði Þorsteinn Olafsson á köflum mjög vel og var ekki að skapa óþarfa hættu með þvi að reyna að gripa föst skot, heldur sló boltann yfir. Á 24. minútu komust tveir Þjóðverjar inn i vitateiginn og áttu bara markvörðinn eftir, en misskildu þá hvor annan. Minútu siðar skaut Arno Steffenhagen þrumuskoti af löngu færi, en Þorsteinn rétt náði að slá boltann yfir. Bezta tækifæri ÍBK i hálfleiknum Á 27. minútu fengu Kefl- vikingar sitt bezta færi i fyrri hálfleik. Dæmd var aukaspyrna á Hamburger-liðið rétt fyrir ut- an vitateig Þjóðverjanna. Or þessari aukaspyrnu varð heil- mikil leikflétta sem fáir botnuðu i, og alls ekki Þjóðverjarnir. Einar Gunnarsson og Ólafur Júliusson hlupu að boltanum. Einar hljóp yfir boltann en Ólaf- ur sendi boltann undir Einar til Jóns Ólafs Jónssonar. Þetta er allt hefðoundið og áttu menn von á skoti, en Jón Olafur sendi stungubolta inn fyrir varnar- vegg Þjóðverjanna á Steinar, sem var mjög nálægt þvi að skora. Veiútfærð aukaspyrna en svo flókin, að hún getur varla gengið mjög oft. Nú upphófst mikil skotkeppni á vellinum. 1 þeirri keppni tóku þó aðeins Þjóðverjarnir þátt. Þeim var farið að leiðast þófið og sáu að róðurinn yrði þeim þyrngri i seinni hálfleik, þvi þá yrði vindurinn iandlitið. Á 34. minútu var hætta mikil við mark Suðurnesjamanna. Rann boltinn milli Þjóðverj- anna og þegar Kurt Eigl ætiaði að reka endahnútinn á sóknina, náði Guðni Kjartansson að pota i knöttinn. Rann hann eftir marklinunni og þaðan framhjá stönginni.Minútu siðar bjargaði Þorsteinn enn giæsilega. Willi Reimann komst innfyrir og skaut af þriggja metra færi, en Þorsteinn náði að krafsa i bolt- ann. Slysamark. Eins og flest mörk, sem Is- lendingar hafa fengið á sig á móti erlendum liðum i sumar hér heima a.m.k.lvar mark það, sem Þjóðverjar skoruðu á 40. minútu mikið slysamark. Steffenhagen lék upp vinstri kantinn og inn i vitateig Kefl- vikinga. Þorsteinn kom á móti og lokaði markinu. Gaf Steffen- hagen þá háa sendingu að markinu. Þorsteinn ætlaði að bakka, en rann i drullunni, sem er i markinu, og datt. Eftirleik- urinn var þvi auðveldur fyrir Willi Reimann. Seinni hálfleikur Ekki verður beinlinis sagt, að fyrri hálfleikurinn hafi verið leiðinlegur, en það er aldrei skemmtilegtað horfa á leik, þar sem islenzka liðið er stöðugt i vörn. Aftur á móti var töluvert að gerast á vellinum og landinn varðist vel. I seinni hálfleik fengu Kefl- vikingar vindinn i bakið og jafnaðist leikurinn við það. Fækkaði nú tækifærum og meira varum miðvallarþóf, um leið varð leikurinn leiðinlegri. Eins og fyrri daginn var það vel tekin aukaspyrna sem skapaði Keflvikingum næsta tækifæri. ólafur Júliusson skaut beint og fór boltinn i stöng. Þetta var á 14. minútu. A 22. minútu voru Þjóðverj- arnir svo næstum búnir að bæta öðru marki við, en Astráður Gunnarsson bjargaði á linu. Keflvlkingar jafna. Leikurinn var alveg koðnaður niður á þessu stigi málsins. Báðir aðilar virtust búnir að sætta sig við úrslitin. En þá gerðist hið óvænta.Keflvikingar jafna. Gisli Torfason var að dóla með boltann á eiginn vallar- helmingi. Tók hann lifinu svo rólega, að áhorfendur héldu að hann væri hættur. Gekk fram og aftur um völlinn. En Gisli vissi hvað hann var að gera þvi nú sóttu skyndilega að honum einir þri'r Þjóðverjar, varð Ólafur Júliusson þá skyndilega laus, og fékk hann boltann frá Gisla. Ólafur sendi langa sendingu fram og Þjóðverjarnir sem höfðu hálfsofnað meðan á göngutúr Gisla stóð, áttuðu sig einum of seint, Steinar Jó- hannesson náði knettinum og skaut framhjá Rudi Kargus, markverði. Laglega unnið að þessu marki hjá Keflvikingum. Gerðist leikurinn eftir þetta þófkenndur og fátt yljaði fáum áhorfendum, sem skulfu i kuldanum. Þá var það, að Einar Gunnarsson braut á Hans-Jiirg- en Ripp (7). Rétti Einar honum höndina, en Ripp bandaði hon- um frá sér. Eftir þetta mátti hann ekki koma við boltann , þvi þá fékk hann að heyra það frá áhorfendum, sem voru guðs lif- andi fegnir að fá tækifæri til að öskra. Hafði þetta mikil áhrif á Ripp, sem gerði hverja vitleys- una á fætur annarri eftir þetta. Lauk nú leiknum og voru allir ánægðir, Þjóðverjarnir komast áfram i keppninni og Kefl- vikingum tókst að ná jafntefli á móti einu bezta félagsliði V- Þýzkalands. Keflvikingarnir áttu flestir ágætan dag, þó voru þeir Ólafur Júliusson, Gisli Torfason og Einar Gunnarsson beztir. Þjóðverjarnir ollu nokkrum vonbrigðum, voru ekki eins góðir og við var búizt. Dómaratrióið var irskt, og komust þeir einstaklega vel frá hlutverki sinu. —ATA Ali er beztur Ennþá er Ali beztur. Það sann- aði hann siðastliðna nótt, er hann sigraði þann mann, er hann hefur átt i mestum erfiðleikum með allan sinn feril. Ekki var sigurinn þó stór, hann sigraði naumlega á stigum eftir 15 lotur. Allir þrir dómarar leiks- ins voru sammála um, að Ali hafi átt sigurinn skilið. Tveir dæmdu 8-7, Ali i vil, en sá þriðji dæmdi 8- 6, Ali i hag og eitt jafntefli. Bardagaaðferð. Bardagaaðferðin skiptir miklu máli. Svo virðist, sem Norton hafi eitthvert tangarhald á Ali, þvi i öll skipti sem þeir hafa keppt, hafa úrslitin ráðizt á stigum, ekk- ert rothögg. Eitt sinn fyrir keppn- ina við Norton sagði Áli: ,,Ef svo óliklega vildi til, að Norton slysaðist til að sigra mig, yrði það ekki eins afleitt f yrir m ig og margir halda. Norton yrði að keppa við Foreman, en Foreman leikur sér að Norton. Foreman get ég svo sigrað með aðra hönd bundna fyrir aftan bak og yrði ég þá fyrsti hnefaleikakappinn i heimi, sem ynni heimsmeistara- titilinn i þriðja skipti”. Engir smápeningar Fyrir keppnina á þriðjudags- nóttina fékk Ali 6 milljón dollara og auk þess prósentur af gróða, en Norton fékk 1,1 milljón doll- ara. Það eru greinilega engir smápeningar i veði. En það er varla það, sem freistar Ali. Ali á sér stórfurðulega sögu. Árið 1960 varð hann Ólympiu- meistari. Það varð upphaf frægð- arferils hans. A ferli sinum sem atvinnumaður, hefur hann keppt 55 leiki, tapað tvisvar, fyrir Fraz- ier 1971, þegar hann var næsta æfingalaus og fyrir Norton 1973, þegar Norton kjálkabraut hann, en unnið alla aðra. 17sinnumhef- ur hann varið titil sinn. Ali var sviptur titli sinum vegna þess að hann neitaði að gegna herþjónustu. En Ali kom aftur, vann sig upp i úrslitaleik við Frazier ’71, en tapaði. Þá héldu margir, að Ali væri búinn að syngja sitt fegursta i boxinu. En það var öðru nær. Ali kom enn einu sinni, sigraði Foreman i úr- slitaleik og hefur haldið titlinum siðan. ' Hvort sem menn eru hrifnir af boxi eða ekki, er ekki hægt að segja annað um manninn, en að hann sé einn skemmtilegasti og litrikasti iþróttamaður, sem uppi hefur verið, og tvimælalaust er hann langbezti boxarinn. —ATA Fyrir leikinn var Ali i góðri þjálfun og 9 pundum léttari en hann var siðast þegar hann keppti við Norton.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.