Alþýðublaðið - 30.09.1976, Page 16
FIMMTUD AGUR
30. SEPTEMBER 1976
Gat í öryggisþjónustu við sjómenn:
■**!- 5- ■
Bátar <r Brei
tilkynningarskyldunnar
vantar
Mikilvægur liður i við-
leitninni til að tryggja
öryggi islenzkra sjó-
manna sem bezt er til
kynnrngaskylda is-
lenzkra fiskiskipa, sem
Slysavarnafélag islands
hefur starfrækt um
nokkurt skeið i Reykja-
vik. Byggist hann á þvi
að starfsmenn til-
kynningarskyldunnar
safna daglega upp-
lýsingum um stað-
setningu sem flestra
fiskiskipa i veiðiflotan-
um: hvort viðkomandi
skip sé á veiðum og þá
hvar, eða hvort það sé
staðsett i höfn.
A timabilinu frá 1. mai til 30.
september tilkynna skipstjórn-
armenn sig einu sinni á sólar-
hring og er þá staðin vakt i miö-
stöð tilkynningarskyldunnar frá
klukkan 8.00 til 24.00. En frá 1.
október til 1. mai lengist varð-
staðan i 24 klukkustundir á
sólarhring og á þvi timabili er
skipstjórnarmönnum gert skylt
að tilkynna sig tvisvar á sólar-
hring — kl. 10-13.30 og 20.00-
22.00.
Alþýðublaðið hafði i gær sam-
band .við Guðjón Halldórsson,
starfsmann tilkynningar-
skyldunnar og spurði um
reynsluna sem fengizt hefur af
starfsemi hennar frá upphafi.
— Það má segja að reynslan
af þessu sé afar góð, sagöi
Guðjón, og tilkynningaskyldan
ermikið notuð af aðstandendum
sjómanna, útgerðarmönnum og
fleirum, auk þess sem öryggi
sjómannanna hefur auðvitað
stóraukist með tilkomu hennar.
1 fyrstu var nokkur misbrest-
ur á þvi að menn tilkynntu sig
almennt reglulega, enda urðu
menn að læra þetta eins og
annað. En ástandið hefur farið
batnandi með árunum, þó alltaf
kom i fyrir að m önnum veröi það
á, að gleyma tilkynningarskyld-
Sumir vildu leyna góðu
miðunum!
Hér áður var það stundum
viðkvæðiö, þegar viö gengum á
eftir sumum skipstjórnarmönn-
um að tilkynna sig, aö þeir
kærðu sig ekkert um þaö að
ljóstra þvi upp i talstöðvunum
hvar þeir væru staddir, ef þeir
höfðu lent i miklum fiski. En
menn sáu fljótlega að það var
ekki siður hægt að finna þá með
fullkomnum tækjum um borð i
skipunum sjálfum, ef viljinn var
fyrir hendi, og fóru að tilkynna
sig möglunarlaust. Þeir sjá lika
alltaf betur og betur mikilvægi
þessarar starfsemi.
1 dag er ástandið all-gott og
skipin tilkynna sig orðið reglu-
lega án margra undantekninga.
Þó verð ég að segja það, að
ákveðin skip telja sig ekki þurfa
á okkar þjónustu að halda. Til
dæmis nota stóru togararnir úr
Reykjavik alls ekki til-
kynningarskylduna, að Engey
undanskilinni, og sömu sögu er
að segja um stóru togarana úr
Hafnarfirði. Allir minni skut-
togararnir eru hins vegar til
fyrirmyndar, hvað þetta snert-
ir. En það er nú einu sinni
þannig, að þó að tilkynningar-
skyldan sé lögboðin, þá höfum
við ekki viljað fara þá leiðina að
beita einhvers konar refsingum
við þá sem ekki sinna henni,
heldur viljum við að menn skilji
mikilvægi hennar af eigin raun.
Örbylgjuloftnet vantar
En þó að við séum búin aö
byggja upp ágætt net stöðva um
landið og náum yfir flest þeirra
svæða sem bátarnir halda sig,
þá er ekki þvi að neita aö göt eru
i þvi, og það er liklega stærsta
vandamálið hjá okkur nú. Til
dæmis vantar Breiðafjörðinn
inn i þetta net okkar, þannig að
aUt að 100 bátar, sem stunda þar
veiðar, eru fyrir utan til-
kynningarskylduna. Sama er að
segja um hluta Vestfjarða, það
er Patreksfjörð og næsta ná-
grenni. Það stafar af þvi að
engin strandstöðvanna nær til
þessara svæða. Við höfum bent
á, að bygging örbylgjustöðva á
Snæfellsnesi og við Látrabjarg
mundi leysa þennan vanda, en
svo virðist sem fjármagn skorti
til verkefnisins. Það myndi auð-
vitað gjörbreyta allri aöstöðu
okkar ef byggt yröi upp kerfi ör-
bylgjuloftneta um land allt, en
það er þvi miður ekki i sjónmáli.
En fyrir mestu er þó að
skilningur sé sem mestur á
þýðingu þess sem við höfum og
getum gert i dag,og ég tel aö i
þeim efnum sé ástand gott.
Reynslan hefur kennt okkur að
oft eru það sömu aðilarnir sem
hafa vanrækt tilkynningar-
skylduna og við höfum þá gjarn-
an gripið til þess að skrifa þeim
bréf og hvetja þá til þess að
sinna þessum skyldum sinum.
Undirtektirnar hafa yfirleitt
veriö afar góðar og þeir hafa
lagað sig mikið.
Aö lokum vii ég nota tækifærið
til aö færa öllum starfsmönnum
strandstöðvanna þakkir fyrir
samstarfið og raunar öllum
semviö höfum átt samskipti við.
Það er ekki siöur almenningur,
og þá sérstaklega aðstandendur
skipsmanna sem við höfum
mikil og góð samskipti við i okk-
ar starfi, sagði Guðjón Hall-
dórsson aö lokum.
—ARH
FULLTRUAKJÖR TIL ALÞÝÐUSAMBANDSÞINGS
Alþýðusambandsþing verður
haldið hér i Reykjavik vikuna frá
29. nóvember til 3. desember.
Frestur til að skila framboðs-
listum til fulltrúakjörs til ASt-
þings er þegar runnin út i fjórum
félögum. Fulltrúar þessara
féiaga eru þvi sjálfkjörnir.
Féiag Járniðnaðarmanna,
Reykjavik, á sex fulltrúa á
þinginu. Þeir verða nú: Jón
Jónsson, Tryggvi Benediktsson,
Snorri Jónsson, Brynjólfur
Steinsson. Guömundur Sn.
Jónasson og Gisli Sigurhansson.
Trésmiðafélag Reykjavikur
fær sjö fulltrúa, þeir eru:
Benedikt Daviðsson. Jón Snorri
Þorleifsson, Grétar Þorsteinsson,
Hannes Helgason, Páll
Jörundsson, Þórhallur
Eiririksson, Eggert Kristmund-
sson.
Verzlunarmannafélag
Reykjavikur verður með 35
fulltrúa á Alþýðusambandsþingi.
Þeir eru, sem hér segir:
Guðmundur H. Garöarsson,
Magnús L. Sveinsson. Hannes Þ.
Sigurðsson, Bjarni Felixsson,
Helgi E. Guöbrandsson, Óttar
Októsson, Elis Adolphsson, Bragi
Lárusson, Auður Torfadóttir,
Sigrún Jóhannsdóttir, Pétur
Maack, Jón tvarsson, Ingibjörg
R. Guðmundsdóttir, Klemenz
Hermannsson, Jóhanna
Sigurðardóttir, Björn Þór-
hallsson, Ragnar Guðmundsson,
Böðvar Pétursson, Guðmundur
Jónsson, Soffia Johnson, Stella M.
Jónsdóttir, Grétar Hannesson,
Guðmundur Karlsson, Clafur
Hannibalsson, Björk Thomsen,
Teitur Jensson, Sólveig Sveins-
dóttir, Erna Björnsdóttir, Gunn-
laugur E. Danielsson, Reynir
Jósepsson, Ottó J. Ólafsson,
Kristján Sigurðsson, Sigrún.
J óh a n n s d ó 11 i r , Oddgeir
Bárðarson og Gisli Gislason.
Verkalýðsfélagið Eining nær
yfir allstórt svæði. Flcstir félag-
amir eru reyndar á Akureyri, en
auk þess eru sérstakar deildir á
Dalvik, ólafsfirði, Hrisey og
Grenivik. Fulltrúar Einingar
verða 15 og eru þeir sem hér
segir: Björn Jónsson, forseti ASt,
Eirikur Agústsson, Dalvik,
Gunnar J. Gunnarsson, Akureyri,
Gunnar Stefánsson, Grenivik,
Heiðrún Stefánsdóttir, Akureyri,
Helgi Asgrimsson, Dalvik,
Jakobina Magnúsdóttir,
Akureyri, Jón Helgason,
Akureyri, Jóhann Sigurðsson,
Hrisey, ólöf Jónasdóttir,
Akureyri, Sigvaldi Einarsson,
Ólafsfirði, Svan Ingólfsson,
Akureyri, Una Arnadóttir, ólafs-
firði, Unnur Björnsdóttir,
Akureyri og Þórarinn Þorbjar-
narson, Akureyri.
Allsherjaratkvæðagreiðsla
hefur þegar verið ákveðin í eftir-
farandi félögum: Hið islenzka
prentarafélag, Verkalýðsfélag
Rangæinga, Verkalýös og
sjóm annafélag Keflavikur,
Landssamband vörubilastjóra,
Verkalýðsfélag Akraness, Félag
ieirfinnsmálið:
Þaðhlýturóneitanlega að vekja
nokkra athygli, að sakadómur
hefur ekki séð ástæðu til að yfir-
heyra frekar þá fjóra menn sem
sátu mánuðum saman i gæzlu-
varöhaldi á liðnum vetri vegna
meintrar aöildar aö Geirfinns-
málinu. Eftir þvi sem Alþýöu-
blaðið kemst næst hafa þeir fjór-
menningar ekki fengið neina
beiðni frá sakadómi um að gefa
frekari skýrslur.
Alþýöublaðinu tókst ekki að ná
tali af Erni Höskuldssyni rann-
sóknardómara i gær til þess að fá
skýringu á þessu. Svo virðist sem
þessir fjórmenningar séu hvorki
islenzkra hljómlistarmanna og
Félag afgreiðslustúlkna i brauða
og mjólkurbúðum.
Alþýöublaðið mun birta fréttir
af fulltrúakjöri til Alþýðu-
sambandsþings jafnóðum og þær
berast.
sýknaðir eða sakfelldir af opin-
berri hálfu. Eftir að þeir voru
látnir lausir úr gæzluvarðhaldi
þurftu þeir aö mæta hjá saka-
dómara einu sinni i viku til þess
eins að láta vita að þeir væru á
landinu. Sú mætingarskylda var
siðan felld niöur og ekkert frekar
við þessa menn talaö.
Rétt er að geta þess, að þegar
þeir voru látnir lausir úr varð-
haldi, upplýsti sakadómur að
þessirmenn hefðu eindregið neit-
að þvi að eiga nokkra aðild að
hvarfi Geirfinns Einarssonar, en
þeir voru handteknir á grundvelli
framburðar Erlu Bolladóttur.-SG
Engar frekari yfirheyrslur
yfir fjórmenningunum
alþýðu
blaöið
Frétt: Að margir þing-
menn hyggist taka rösk-
lega á málum, þegar Al-
þingi kemur saman á ný.
Má búast við, að hin ýmsu
glæpa- og spillingamál setji
mjög svip sinn á störf
Alþingis fyrstu vikurnar og
að þingmenn muni krefjast
úrbóta og raunhæfra at-
hafna til að stöðva sukkið.
o
Frétt: Að ekki sé loku fyrir
það skotið, að tveir til þrir
ávisanasvika-hringar hafi
starfað i Reykjavik og séu
jafnvel starfandi ennþá.
Verið er að kanna þessi
mál og væntanlega kemur
hiö sanna i ljós áður en
langt um liður.
o
Lesið: t Visi i gær: „Seðla-
bankanum var á siðasta ári
falið að innheimta 550
milljónir króna i innstæðu-
lausum ávisunum og i árs-
lok hafði tekist að ná inn
um 480 milljónum af þess-
ari upphæð.”
I leiðara Timans i gær:
„Sfðustu mánuði hafa and-
stæðingar Framsóknar-
flokksins lagt mikið kapp á
þann áróður, að Fram-
sóknarflokkurinn væri
spilltari en aðrirflokkar og
hverskonar fjárbrallsmenn
söfnuðust undir merki hans
og leituðu þar trausts og
vemdar.” í lok leiðarans
segir svo: „En umræðun-
um um þessi mál er ekki
lokið, og sitthvað getur átt
eftir að koma i ljós, sem
ekki aðeins hnekkir róg-
sögunum um Framsóknar-
menn og Framsóknar-
flokkinn, heldur leiöir i
ljós, að oft hefur i þessu
sambandi verið kastað
grjóti úr glerhúsi. Gagn-
kvæmar ásakanir og upp-
ljóstranir mega þó ekki
verða höfuðuppistaða þess-
ara umræðna, heldur að
reynt sé aö sameinast um
að uppræta brotin og
styrkja réttarfarið. A þvi
sviöi biöa mikil verkefni
næsta þings.og þjóðin mun
fylgjast vel með þvi hverjir
eiga þar drýgstan hlut.”
o
Séð: Einnig i Timanum i
gær, ,,A viðavangi”.: „Það
er að sjálfsögðu ánægju-
legt, ef þeim Þjóðvilja-
mönnum tekst að selja blað
sitt út á viðtöl við Fram-
sóknarmenn, þvi að ekki
virðist blaðið seljast neitt
aukalega, þegar tekin eru
viðtöl við Alþýðubanda-
lagsforingjana. Og kannski
er þar komin skýringin á
þvi, hvers vegna Þjóðvilj-
inn vill ekki taka einkavið-
tal við Lúðvik Jósefsson,
skattasérfræðing Alþýöu-
bandalagsins.”