Alþýðublaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 4
4 SJðNARMH) Þriöjudagur 5. ok+óber 1976 uaSfð EKKI ER ALLT GULL SEMGLÓIR þeim mánuöum sem eftir eru af árinukvaöst hann verja til „Evrópu- og Ameríku-flakks”. Svona á lifiö aö vera sagði mað- urinn. Ég var einu sinni að rabba við gamlan mann fyrir norðan um mannflutningana til Kanada i lok siðustu aldar. Ég spurði um á- stæður þess, að allt þetta fólk tók sig upp og flutti vestur um haf, án þess að hafa miklar hugmyndir um, hvað við tæki i þessu fyrir- heitna landi. — O, hann var svo sterkur á- róðurinn fyrir vesturferöunum, drengur minn, sagði sá gamli. — 1 sumum byggðarlögum voru talsmenn Vesturheimsins meö liðugan talanda og gátu notfært sér haröærin og fátæktina á Is- landi til þess að rugla blessaö fólkiö i riminu og lofa þvi gulli og grænum skógum fyrir vest- an. En reyndin varö nú oft sú, aö sama baslið tók við þegar komiö var vestur yfir hafið. En þaö voru alltaf vissir menn sem högnuðust vel á öllu saman. Þannig var nú þaö. Mannflutningar nútim- ans. Vesturferðirnar eru liöin tfð, en blómlegar byggðir Islend- inga í Kanada minna okkur stöðugt á hana. En hvað er að segja um nútiðina? Eru enn „mannflutningar” frá Islandi i einhverri mynd? Eru enn finnanlegir menn sem fara hér um og deila út gylliboðum á báða bóga, og auglýsa hver sitt „gósenland”. Jú, það má á- byggilega finna mörg dæmi um þetta. Að visu er ekki hægt að segja að eiginlegir mannflutn- ingar eigi sér stað i stórum stil i dag, það er að fjöldi Islendinga taki sig upp og flytjist búferlum i fjarlægtland. Tímarnir hafa jú breytzt. í dag fyllir fjöldinn þotubelgi og þeysist til suð- rænna landa, i leit aö (brjóst)birtu og yl. En þetta eru Glansmyndir. En hvort sem um er að ræða áróður fyrir skammtima- eða langtima flutningum fólks á milli landa, þá eru aðferðirnar svipaðar. Aróðursmennirnir, sem gamli maðurinn talaði um hér I upphafi, eru endurbornir i yfirleitt skammtima flutningar. En hingað koma hins vegar alltaf annað slagið menn úr fjarlægum og nærlægum lönd- um og leita að fólki til að flytja með sér fyrir fullt og allt til sinna gósenlanda. Talsverður fjöldi fólks hefur tekið sig upp og flutt alla leið til Ástraliu i leit að betri af- komu. Einnig er Sviþjóö ofar- lega á listanum yfir „drauma- riki”. Svo hafa menn flutttil Al- aska til oliuborunar, til Noregs til þess að hanga utan á borpöll- um við Noregsstrendur, og svona mætti sjálfsagt lengi telja. Meira að segja er tölu- verður hópur tslendinga i Fær- eyjum við ýmiss störf. Ég hitti nokkra þeirra i vor. Einn sagði, að þetta væri aldeilis ágætt lif. Hann vinnur i 3-4 mánuði fyrir góðu kaupi i beinhörðum gjald- eyri (dönskum krónum) og alls kyns gervum. Hver þekkir ekki auglýsingapésa feröaskrif- stofanna um „ævintýraferö- irnar” út og suður, um hið ljúfa lif sem biður þess manns sem skráir sig i þessa og hina ferð- ina. Ég er ekki svo vel sigldur, að ég geti slegið þvi föstu, að megnið af þessum áróðri sé skrum eitt. Liklega er eitthvað til i mörgu af þessu. En ég hefi lesið marga slika bækiinga um landið okkar, og af þeim dreg ég þá ályktun aö eitthvað sé orð- um aukið i þeim. Hver hefur til dæmis séð mynd af Reykjavik i ferðamannapésa, þar sem sjá má Austurstrætið i beljandi vatnsveöri, alla ungu fram- kvæmdastjórana með hörðu svörtu töskurnar sinar á hlaup- um undan veðrinu, og gulnuð haustlaufin fjúka um. Eða hvað segir klausa eins og þessi ók- unnum um „næturlifið” i Reykjavik: „næturllfiö I is- lensku höf.uðborgi'nni kemur erlendum gestum ef til vill spánskt fyrir sjónir. Skemmti- staðir loka snemma, vinveit- ingar eru bannaðar á miðviku- dögum og bjór er ekki leyfilegt að selja. En öllum kemur þó saman um að Islendingarnir séu félagslynt fólk og góðir til að eiga saman méð kvöldstund. Tungumálaerfiðleikarnir eru mjög hverfandi, enda skilja flestir ensku og geta tjáð sig á henni”. bað er óhættað segja aö hér er hvergi ofsagt. Feröa- skrifstofur fara kannski lika aö bjóða liöinu upp á heimsóknir á Hallærisplanið um helgar, til þessað „kynnast einhverju sér- kennandi fyrir eyjuna”. Fölsk mynd. En þar sem ég er á annað borð farinn að tala um það, þegar verið er að búa til falskar mynd- ir af einhverju, i þvi skyni að gera það meira fyrir aug- að/eyrað, þá get ég ekki stillt mig um , að segja sögu sem tékkneskur vinur minn sagöi mér i vor. Hann sagöi, að Tékk- ar hefðu orðið vitni að mörgu við innrás Varsjárbandalags- herjanna i land beirra 1968. Flest af þvi væri þess eðlis, að litla kátinu vekti að hugsa um þó væru alltaf atriði sem ekki værihægt annaðen brosa að eft- ir á. Til dæmis sá fólk á fyrsta degi innrásar mikinn bægsla- gang sovézkra hermanna fyrir utan skrifstofur tékkneska kommúnistaflokksins I Prag. Þar var stillt upp skriðdrekum ogalls kyns morötólum, og her- menn réðust galvaskir til inn- göngu i húsiö. Ekki var annaö að sjá og heyra en að mikil átök ættu sér stað innan dyra, enda barst gnýr mikill út á götu. Eftir drjúga stund hljóð- gnýrinn og gluggi opn- aðist. I ljós kom sigri hrósandi liösforingi sem kallaði eitthvaö á þá leið, að „þeir” væru sigrað- ir. Voru „þeir” svo leiddir út einn af öðrum og ekiö á brott. TékknesKir áhorfendur að þess- um atburöi undruðust mjög allt þetta, enda þóttust þeir vita, aö allir sem I húsinu höföu veriö, hefðu fyrir löngu veriö flúnir og átti ekki nokkur sála að vera eftir inni i húsinu. En þá tóku þeir eftir þvi, að á þremur stöð- um utanhúss, og innanhúss að auki, voru menn með kvik- myndavél, sem festu alla at- buröarásina rækilega á filmur sinar. Þá tóku Tékkar að skilja. Þetta var býsna sniðug sviö- setning Sovétmanna á baráttunni gegn „gagn- byltingaröflunum” innan tékk- neska flokksins. Tékkar fengu lika oft að sjá þessar filmur, og fleiri slikar næstu daga til að sannfærast, um hvilikar stór- hreingerningar höfðu veriö framkvæmdar i landinu undan- farið. Dæmi um svona lagað má finna viöa, hjá Bandarlkja- mönnum I Vietnam, Bretum á tslandsmiðum og viðar. En þetta sýnir, að oft er hægt á ó- dýran hátt að brengla blessað sjónskyniö okkar. Það er þvi stundum betra að trúa I góðu hófi þvi sem okkur er sagt... Atli Rúnar Halldórsson ...." ................ Islenskubættir Albyðublaðsins eftir Guðna Kolbeinsson Að þessu sinni skulum við fletta Morgunblaðinu frá siðasta þriðjudegi. Ekki er það talin góð Islenska að segja aö einhver hópur saman- standi af einhverjum tilteknum einstaklingum. Þetta orðalag er tvivegis notaö i fyrrnefndu tölu- blaði Morgunblaðsins, á bls. 5 og 33. Vagna hiorwr miéilu samamtendur &höfntn afieihs af 59 mönnum. en svipuð skip dönsku land- helgisgœslunnar eru með 72 manrta áhöfn. Yfirmenn. þ e skipverjar afirir en sjólifiar, eru 19. en sjóliöar eru 40 talsins Helmmgur þeirra gegnir afleins skyldukvöfiom um hermewnahu. en hinir eru I sjóheptum t»l langtima + UM naeatu heigl ervRBtuileg- ur hingafi til lands alþjófilegur dans- og söngflokkur sem 6 undanförnum ferum hefur farlfl vffia um lönd. Flokkurinn, em samanstendur af fólkl víðsveg- ar afi úr heiminum, sýnir þjófi- dansa frá mörgum löndum og f tilheyrandi þjófibánlngum. 1 fyrra tilvikinu væri einfaldast aö segja: er áhöfnin aöeins 59 menn, og i þvi síöara: Flokkur- inn, sem í er fólk víösvegar aö lír heiminum, sýnir þjóödansa...... Litum næst á klausu sem er á bls. 10? lirtum. Er talið að nýting orkunnar fl | þessum flutningum gæti verið rúml |60%, sem er betri nýting en áætlaðl I «r að hægt væri að leiða raforku meðl I sæstreng svipaða vegalengd Yfir-| I borð gervihnattarins sem endurvarp-J laði orkunni yrði sem fyrr segir uml Itveir ferkílómetrar. Hnötturinn yrði á| Ibmut yfir miðbaug sunnanverðu At-| llantshafi í um 40 þúsund km hæö.| Á bls. 15 er viðtal við prófessoi Hans Leygraf pianókennara. Þai segir m.a.: [•ðlsiendingM.erv temkappnisfæfir vifi hin NorfctfJiwdio. Þofi t mjög i naufieyniegi, fyrif yUoJt pfi senda tóniistarmenn erlendis. þer hefa þeir tækifæri til afi kynnast fjötbreyttara ( tónlistarllfi og þvl sem er afi gerast á tónlistarsvifiinu erlendis og slfiur ' hætta é þvi afl haii riirinmáal td' " — Augljóst er að á tveimur stöð- um er eitthvað bogiö við klaus- una. Er sökin að öllum likindum pröfarkalesarans. Tilvisunar- setningin i fyrstu málsgreininni hefur Iíkast til verið svo frá hendi blaðamannsins: sem er betri nýt- ing en áætlaö er að hægt væri að fá með þvi að leiða raforku meö sæstreng svipaða vegalengd. öllu erfiðara er að ráða I sið- ustu málsgreinina. Hægt er að fá vit í hana með þvi t.a.m. að sleppa oröinu „miðbaug”, engum getum verður hér að þvi leitt hvort það er rétt lausn. Ef til vill var með þessum sið- ustu aðfinnslum farið út fyrir svið þessa þáttar, en ég lit svo á að þarna séu á feröinni málfarslegir gallar, enda þ6tt naumast sé hægt að tala um málvillur. A bls. 13 skrifar Bragi Asgeirs- son um myndlist á einföldu máli og vel skiljanlegu og væri vel ef ævinlega væri þannig skrifað um iistir. Orðið erlendiser staðaratviks- orð sem felur i sér dvöl en ekki hreyfingu. Þvl telst rangt aö tala um að fara erlendis eða senda einhvern erlendis. Hægt er að dveljast erlendis, fara utaneða til útlanda, og á sama hátt senda einhvern utan eða til útlanda. Á bls. 16 er fljótfærnisleg villa, og yrði skólanemandi, sem gerði slika vilíu, sakaður um að hafa ekki lesið stilinn sinn yfir: I oruTosuð I, og tekur 2700 lítra. |Yrði hýsifl sett niflur á skífla- I svæðinu, en tankur sem vatn er I flutt I. komifl fyrir í gömlu I snyrtiherbergjunum og tengd- I ur þeim. Ætti þessi snyrtiafl- Hér ætti auövitað að standa: ,...en tanki, sem vatn er flutt I, komiö fyrir i gömlu snyrtiher- bergjunum.... A bls. 20 og 21 er grein eftir Yuri Ilichev um islenska knattspyrnu og þó einkum lið Vals. Þar segir um Dýra Guðmundsson að hann hafi góðan skilning á leiknum „og þeirri „taktik” semlögðer upp.” Ekki er gott að tala um að leggja upp „taRtik”.Hér mun um það að ræða að Dýri hafi góðan skilning á þeirri „taktik” (leikaö- ferð?) sem ákveðiö hefur veriö aö beita. Og enn skulum við lita á tvær málsgreinar úr þessari grein rússneska þjálfarans: nefna ólaf markvörð Magnús, Ottar, tJlfar, Kristján óg Guðmund. Þetta .| eru mjög lofandi knattspyrnumenn, sem eiga eftir að vaxa sem slikir, þróa knattspyrnu sína, krafta og tækni mefl knöttinn. Allir hafa þessir leikmenn knattspyrnuna í sér og þeirra tími mun koma. greinilega á íeik hans, sem varðl daufari. Guflmundur er mjög lof- I andi leikmaöur og ef hann þjálfar I sig Kkamlega fyrir rtæsta keppnis-H tfmabil er ég sannfærflur um afl | hann á eftir að verða frAmúr-1 skarandi/ Þótt gott sé á ensku að tala um „a promising player” er ekki góð islenska að tala um lofandi leik- menn. Fram til þessa hafa slikir veriö nefndir efnilegirog fer vísast best á þvi aö kalla þá svo áfram. Látum þetta nægja. Ýmsu smá- legu hefur verið sleppt sem e.t.v. heföi ekki siður verið ástæða til að nefna en sumt það sem hér hefur verið tiundað. Svo er t.a.m. um nafnorðið þéttbýlandi og hljóöfæraleikarana sem frömdu fjöruga irska dansa.Ennfremur hefur flestallt hið hrósveröa verið látið liggja i þagnargildi. LITIÐÍ MORGUNBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.