Alþýðublaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 6
6 VETTVANGUR Þriðjudagur 5. október 1976 Hreínt út sagt Pólitísk orð — og efndir Eitt af þvi, sem einkennir stjórnmálabaráttu nútimans, og segja má aö rekji nokkuð upp- haf sitt til þeirrar auglýsinga- tækni, sem neyzlusamfélagið hefur þróað með sér, er notkun hljómfagurra vigorða. Póli- tiskra yfirlýsinga, sem vafðar eru i umbúðir og boönar á markaði likt og hver önnur sölu- vara. betta verður enn meira áberandi þegar komnir eru til skjalanna hjá stjórnmálaflokk- unum menn með sérþekkingu á þessu sviði, kunnáttufólk i sölu- tækni og lýðskrumi. Glöggt dæmi um hve slik sölumennska kann að ganga út i öfgar er að finna i bókinni, ,,The Selling of President” sem bandariskur blaðamaður ritaði árið 1968 og fjallaði um kosningu Richards Nixons i embætti forseta Bandarikjanna. Hver sá, sem las bók Joe McGinnis um sölu Nixons, gat vart imyndað sér að þessi for- seti yrði endurkjörinn. En þeim mun meiri hefur undrun hinna sömu oröið þegar hann var ekki aðeins endurkjörinn fjórum árum siðar, heldur með mesta meirihluta atkvæða, sem nokkur Bandarikjaforseti hefur nokkru sinni hlotið. A þvi gat ekki verið nema ein skýring: Afhjúpun blaðamanns- ins og uppfræðsla um blekkingarvef sölumeistaranna hvarf sem dögg fyrir sólu þegar sá mikli vefur var spunninn næsta sinni. Orðum er nefnilega trúað en efndum gleymt þegar kosningar nálgast. Litum i eigin barm Leið atvinnuskrumaranna um pólitiska stigu hinna stóru iðn- aðarrikja ættu að verða okkur hér norður undir heimskauta- baug spor, sem hræða. Við þurfum að gaumgæfa hver er að verða þróun i starfi stjórnmála- flokkanna. Annars vegar sem valdastofnana, hins vegar á starfsháttum þeirra i upplýsingastarfi og fyrir kosn- ingar. bað væri óneitanlega gagnlegt verkefni starfshóp, sem gæti verið myndaður af félagsfræðinemum og blaða- mönnum. Flesta grunar að i skjóli valdasöfnunar flokkanna þrifist óboðinn gróður. bar er án efa enginn flokkur undanskilinn, þótt gróðurinn kunni að vera misjafnlega fjölskrúðugur hver ju sinni og á hverjum stað. Umræður sem miða að þvi að gera einn flokk svo tortryggi- legan i þessum efnum að það dreifi athyglinni frá þvi sem miður fer annars staðar eru ekki einasta haldlausar. bær eru skaðlegar. Hafi menn það að lokatakmarki að bæta sið- ferði stjórnmálanna þá skulu þeir gæta þess að láta hvergi staðarnumið, og umfram allt að vera ekki ósanngjarnir i sókn sinni. Hver á rétt sinna máls- Orðum er trúað — en efndum gleymt HVORT Á AÐ SKIPA VEGI - MANNLÍFIÐ • • bóta og hverjum sakfelldum manni ber að sýna sanngirni. En viðbrögð þeirra, sem telja að sér vegið, mega heldur ekki verða á þann veg að snúast önd- verðir við hverri gagnrýni eða hafa i hótunum.Tilboð um sam- særi þagnarinnar eða hótanir um „högg undir belti” eru jafn ósiðlegt athæfi og gagnrýni, sem ekki fylgir sanngirni. Maðurinn i öndvegi Hér hefur verið vikið að of- notkun pólitiskra vigorða, sem aldrei er ætlað að efna. En til eru lika kjörorð, sem eiga að vera leiðarljós i pólitiskri bar- áttú. Slik kjörorð eru tiðum kjarni þeirrar hugsunar, sem býr að baki hverri stjórnmála- stefnu eða lifsskoðun sem um ræðir. bannig hafa jafnaöar- menn mótað viðhorf sin til allrar tækniþróunar samtimans með það i huga að manneskjan skuli jafnan sitja i öndvegi. Hagvöxtur skuli aldrei keyptur svo dýru verði að honum fylgi skerðing á mannréttindum. Að mati jafnaðarmanna er hag- vöxtur ekki leið til auðsöfnunar, heldur má með hæfilegum hag.. vexti bæta kjör þeirra, sem minna mega sin eða búa við lakari kjör. Annar afrakstur hans á siðan að fara til þess að bæta umhverfi mannsins, i starfi, á heimili eða við tómstundastörf. Efnaleg hagsæld er enginn ávinningur ef henni fylgir lifs- firring. b6tt enginn hafi skil- greint lifshamingjuna til fullrar hlítar, þá vitum við það þó, að hún er ekki fólgin i fjárráöum, sem leiða til svonefnds lifs- gæðakapphlaups, né heldur i þvi að eignast tima sem við notum til að auka lifsfirringuna. Kjörorð jaínaðarmanna um að maðurinn, manneskjan, skuli sitja i fyrirrúmi eru að sjálf- sögðu ekki innantóm vigorð, sem hljóma i eyrum fólks i tima og ótima þegar kosningar eru i nánd. bau eru leiðarljós, sem eiga að visa veginn. bað er engin hætta á þvi að við þau verði ekki staðið. En það kann að leynast hætta á þvi að undir vissum kringumstæðum viki þau sæti fyrir öðrum. Slikt má ekki henda. Hlutverk landbúnaðar Fróðlegt væri að igrunda aðeins hvernig túlka beri ofan- greind kjörorð jafnaðarmanna i viðhorfum islenskra jafnaðar- manna til landbúnaðarins. bær hugmyndir hafa verið reifaðar, jafnt meðal ýmissa jafnaðar- manna hérlendis og margra i öðrum flokkum, að það beri að stefna að þvi að draga úr land- búnaði hér á landi, jafnvel leggja sumar greinar hans með öllu niður. Rökin fyrir þessum hug- mýndum eru vissulega athyglisverð. bað má til dæmis benda á með ákveðnum dæmum, að fjárfesting i land- búnaði sé ekki eins arðbær og i ýmsum greinum nýiðnaðar. bað má benda á að laun i land- búnaði jafnist ekki á við það sem sumar aðrar starfsgreinar geta boðið. Og með eflingu útflutningsiðnaðar en inn- flutningi landbúnaðarafurða frá öðrum löndum má kannske út- vega neytendum ódýrari afurðir. Við getum semsé reiknað út i krónum talið hver efnalegur ávinningur yrði af sliku, a.m.k. næstu árin. Slik eru undur hagfræðinnar. En fær nokkur reiknað út svo draga megi af rétta og ákveðna niðurstöðu hvert tjón mannlifið á tslandi bfður við slika röskun á byggðarháttum? A skemmri tima en einum mannsaldri hefur orðið til borgarlif hér á þessu litla landi. Nú er að vaxa úr grasi kynslóð sem þekkir land sitt út um bílgluggann, en ekki af eigin starfi og lifi. bótt við getum reiknað út að með þvi að flytja inn megnið af kjötvöru og mjólkurafurðum komist þessi kynslóð einu sinni oftar á ári til Costa del Sol, þá fylgir eKKi í peirri niðurstöðu nein full- vissa þess að þannig verði komizt hjá þeirri lifsfirringu sem gætir i vaxandi mæli og er óefað ein helzta sök þeirra glæpa og þess rótleysis, sem setur svip sinn á mannlif hér norður undir heimsskautsbaug. Ef við ætlum að kaupa efna- lega hagsæld eins og köttinn i sekknum, þá skulum við þegar i stað hætta öllum lánum til framkvæmda i sveitum landsins. bá skulum við verð- leggja afurðir samkvæmt fullum kostnaðarreikningum og leyfa heildverzlunum i Reykja- vik að útvega sér umboð fyrir argentinskt nautakjöt og danska skinku. bá skulum við útvega bændastéttinni vinnu- búðir á Gáseyri við Eyjafjörð, svo hún geti starfað i'kerskálum nýrrar álverksmiðju. En ef við höfum áhyggjur af þvf umhverfi sem börnum okkar verður búið i skugga verksmiðjanna, þá skulum við taka höndum saman við það fólkjSem lifir og starfar hörðum höndum i sveitum landsins. Ef við viljum setja bætt mannlif i öndvegi, þá skulum við ekki láta töfrahulu tölspekinnar villa okkur sýn. Með þvi að bæta aðbúnað þeirra, sem starfa að landbún- aðarstörfum og huga að leiðum til að auðvelda islenzkum bændum að framleiða sjálfir ódýrari afurðir bæta neytendur eigin hag. Með þvi að viðhalda blómlegri byggð i sveitum landsins gefst börnum borgar- búa kostur á að kynnast af eigin starfi landi sinu og þjóð — og þar öðlast þau skilning, sem ekki er seldur i sjoppulúgunni. bess hefur verið vart i rikari mæli allra siðustu ár, að ungt fólk úr þéttbýli Reykjanes- svæðisins hefur sýnt áhuga á að setjast að i sveitum landsins og sjávarþorpum. bessi þróun þykir kannske ekki reiknings- lega jákvæð á krónumælikvarða skam mtimas jónarmiðanna. bað er dýrara að leggja akvegi og leiða rafmagn út um sveitir landsins en inn i þéttbýl borgar- hverfi. En þetta fólk horfir lengra. bað er að lita til framtiðarinnar og vill frekar búa börnum sinum heimili i umhverfi vinnusamra handa. Meðal fólks sem gengur þreytt til hvildar og endurnærist til nýrra átaka. breytist af vinnu en ekki taugaspennu, og þarf ekki að mæta lifsfirringu með vimulyfjum. betta skulum við hafa i huga, þegar við skipum mannlifinu i öndvegi. BjarniSigtryggsson Magnafsláttur á umferðarsektum? Alþýðublaðinu hefur borizt skrá yfir meginflokka brota, sem sekt- arheimiid lögregiustjóra nær til og leiðbeiningar um upphæð sekta. Skrá þessi er hin fróðlegasta lesning, en ekki verður séð hvern- ig fáliðaðar lögreglusveitir okkar eiga að geta framfylgt hinum ýmsu ákvæðum heimildarinnar. A skránni er listi yfir brot sem flest eru framin daglega hér i borginni án þess að nokkuð sé að- hafzt. Brot gegn umferöarlögum Skráin hefst á upptalningu á brotum gegn umferöalögum, sem heimildin nær yfir. bar er meðal annars kveðið á um að standi lög- reglustjóri mann að þvi að aka um án fullnægjandi Ijósabúnaðar hafi hann heimild til þess aö krefja viðkomandi um kr. 6500. Bilaö útblásturskerfi getur kost- að mann að ailt að 5000 kr., sama er að segja um óvirkan handhem- il og ófullkomin skráningar- merki. Oft vill það brenna við að öku- menn hirði ekki um að skipta um ónothæfa hjólbarða, þrátt fyrir að sannað hafi verið meö tölum að slíkir hjólbarðar geta verið hættulegir umferðaröryggi. Lög- reglustjórar hafa heimild til þess að láta menn sæta sektum fyrir slíkt, allt að 3.000 kr. fyrir einn ónothæfan og siðan 2000 kr. fyrir hvern til viðbótar. Nokkuö er þetta einkennilegt þvi maður skyldi ætla að þvi hættulegri sem útbúnaöur bilsins er þeim mun hærri skyldi sektin vera, en hér er boðið uppá einhverskonar magn- afslátt. Börn og aðrir sem nota reiðhjói ættu að veita þvi athygli að sé búnaöi sliks ökutækis áfátt hefur lögreglustjóri heimild til að krefja viðkomandi um 2000 kr. Ef vanrækt er að tilkynna eig- endaskipti ökutækja getur það varðaö sektum allt að 5000 kr. bað er vist vissara að gæta þess að hafa ökusirteinið ávalt meö í b%ilnum. Vanræki maður slfkt getur hann orðið 1000 krónum fá- tækari. Brot á fyrirmælum í öku- skfrteini um að nota gleraugu við akstur varða 2000 kr. sekt. bað kemur nokkuð oft fyrir að ökumenn virða að vettugi rauöa Ijósið á götuvitanum, sérstaklega ef umferð er litil. Slik óþolinmæði getur kostað 15000 kr. Gangandi vegfarendur eiga sinn rétt I umferðinni, þótt öku- menn virðist sumir hverjir ekki hafa minnstu hugmynd um það. Gangbrautir eru eitt af þeim tækjum sem sérstaklega eru ætl- uð gangandi fólki til verndar. Lögreglustjórum er heimilt að krefja þann mann, sem ekki stöðvar við gangbraut, um 10.000 krónur. Alltof margir árekstrar verða vegna þess að ökumenn gæta þess ekki að hafa nægilega langt á milli farartækja sinna. Slik óvar- kárni varðar sektum að upphæð 6.000 krónur. baö varöar sektum að fara upp fyrir leyfilegan hámarkshraða. Ef ekið er á vegi þar sem há- markshraöi er 45 km er sektin 8000 kr. Sektirnar fara siðan stig- hækkandi með auknum hraða. Röng notkun stefnuljósa er allt- of algeng i umfcröinni og til eru þeir sem sýna af sér það fádæma gáleysi aö nota þau alls ekki. Slfkt varðar sektum aö upphæð 3000 kr. Ekki er vfst að þeir unglingar sem stunda vélhjólaakstur viti til fulls hvað þeim er leyfilegt. Til dæmis er lögreglustjóra heimilt að krefja þá sem aka tveim bif- vélhjólum samsiða um 4000 kr. Sömu viöurlög liggja við þvf að aka vélhjóli um gangstiga. bá er einnig óleyfilegt að flytja farþega á vélhjóli og varðar 5000 króna sekt ef útaf er brugðiö. bessi upptalning verður látin nægja enda er samvizkan efa- laust farin að bæra á sér hjá ýms- um. — ES

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.