Alþýðublaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 3
FRETTIR 3 Iðnaðarráðuneytíð felldi niður fjárveitingu: HITAVEITAN í NÝTT HÚSNÆÐI Föstudaginn 1. október tók Hitaveita Reykjavikur viö þvi húsi, sem hún lét reisa viö Grensásveg. Skrifað var undir verksamn- inga 9. september 1975. Bygg- ingaráætlun hefur staðist full- komlega, og segja má, að fram- kvæmdirnar hafi verið einum mánuði á undan áætl- un. Upphafleg kostnaðar- áætlun hljóöaðiupp á 69 milljón- ir, en vegna verðhækkana og ýmissa breytinga, mun kostn- aður við bygginguna vera 80 milljónir. Allurfrágangur á húsinu er til mikillar fyrirmyndar og eru forráðamenn Hitaveitunnar hæstánægðir með alla vinnu. Það var byggingaverktaka- félagið Siguröur & Július h.f., sem sá um byggingarfram- kvæmdir. Jóhannes Zoéga, Hitaveitu- stjóri, tók við húsinu, fyrir hönd Hitaveitunnar. Hann sagði, að i húsinu myndu vinna og hafa að- stöðu, um 50 manns, en alls vinna 75 manns við Hitaveituna. Þarna munu vera til húsa við- gerðarflokkar Hitaveitunnar, geymsla fyrir vélar, verkfæri og efni, verkstæði, matsalur og fleira. Jóhannes Zoega, Hitaveitustjóri, og Sigurður Sigurjóns- son, framkvæmdarstjóri verk takafyrirtækisins Sigurður & Július h.f. Rafvirkjar og rafverktakar hafa undanfarið haldiö mjög mörg námskeið viðsvegar um landið, til endurmenntunar raf- iðnaðarmönnum. Námskeið þessi eru haldin um hverja helgi og sums staðar fleiri en eitt um hverja heigi. Iðnaðarráðuneytið hefur styrkt námskeiðahald þetta með fjárframlagi, en hefur nú skyndilega skorið fjárveitingu sina niður um 1.200.000 krónur semhefur þær afleiðingar að fella þarf niður þau námskeið sem fyrirhuguð voru til áramóta. Það eru námskeið i Vestmannaeyjum, Reykjavik, á Selfossi, Akranesi, Akureyri, Egilstöðum, ísafirði og i Keflavik. Sums staðar höfðu verið ráðgerð fleiri en eitt náms- skeiö. o Að sögn starfsmanns Félags isl. rafvirkja kemur sér þetta mjög illa fyrir rafiðnaðar- menn. Þróun i rafiðnaði er mjög ör, og þvi mjög nauðsynlegt fyrir iðnaðarmenn og verktaka að halda þekkingu sinni við. Með þessum niðurskurði komist færri menn i endurmenntunina og það sé afleitt. Sifellt fleiri verksmiðj- ur séu reistar hér á landi i alls konar iðnaði og það sé nauðsyn- legt að rafiðnaðarmenn hér á landi séu i standi til að veita þá þjónustu sem nauðsynleg er. Námskeið þau sem hér um ræð- ireru dönsk að uppruna og leigja rafvirkjafélagið og rafverktakar þau. Framlag hins opinbera greiddi hluta af kostnaði, en auk þess greiddu þátttakendúr nám- skeiðsgjald. Sagði starfsmaður- inn, að þessi námskeið væru skipulögð fyrir árið i einu og þess vegna hábölvað þegar svona færi. -hm. hillusamstæðan er komin Meira hillusamstæöan býður upp á meiri möguleika, en þig grun- ar. Fáanleg í palisander og hnotu. nusgagnave Reykja\íkur BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11940 . PRENTARAR MÓTMÆLA Fulltrúaráðsfundur • Hins islenzka prentarafélags, lýsir yfir fyllsta stuðningi við aðgerðir ASB, vegna lokunar mjólkurbúða Mjólkursamsölunnar. Telur HÍP lokun mjólkurbúð- anna aðailega neikvæða hvað varðar tvö atriði. a) 1 eldri hverfum borgarinnar verður erfiðara að nálgast mjólk- ina vegna þess, að matvöruverzl- anir þar hafa langflestar ekki að- stöðu til mjólkursölu og fækkar þess vegna mjólkursölustöðum. b) Atvinnuástand er ekki það gott i borginni, að konur sem starfað hafa við mjólkursölu, geti með góðu móti fengið vinnu við önnur störf og loforð kaupmanna þar um eru ekki fullnægjandi enn sem komið er. Lokun mjólkurbúðanna leiðir þvi bæði til aukins atvinnuleysis og fjölda borgarbúa verður gert erfiðara að nálgast pá vöru sem seld hefur verið í verzlunum Mjólkursamsölunnar. Er fyllsta ástæða að hætta við framkvæmd lokunarinnar. SJALFKJORIÐ í SÓKN Frestur til aö skila framboðs- listum til kjörs fulltrúa til Al- þýðusambandsþings hjá Starfs- stúlknafélaginu Sókn rann út á hádegi i gær. Aðeins einn listi kom fram, listi stjórnar og trún- aðarmannaráðs. ísland — Noregur í dag leika unglingalandslið Is- lands og Noregs, 16-18 ára, fyrri leik sinn i Evrópu keppni ung- linga i knattspyrnu og fer leikur- inn fram á Laugardalsvellinum. tslenzka liðið er skipað eftir- töldum leikmönnum: Markverðir: Rúnar Sverrisson, Þrótti Guðmundur Baldursson, Fram. Aðrir leikmenn: Guðmundur Kjartansson, Val, Börkur Ingvason, KR, Ottó Hreinsson, Þrótti, Sverrir Einarsson, Þrótti, Úlfar Hróars- son, Val, Rafn Rafnsson, Fram, Sigurður Björgvinsson, tBK, Þór- ir Sigfússon, tBK, Hilmar Hilmarsson, Val, Einar ólafsson, tBK, Jón Orri Guðmundsson, UBK, Pétur Pétursson, 1A, Magnús Jónsson, KR, Helgi Helgason, Völsungi. Fulltrúar Sóknar á þing ASt i haust eru þvi sjálfkjörnir og fara nöfn þeirra hér á eftir: Aðalheið- ur Bjarnfreðsdóttir, Ester Jóns- dóttir, Dagmar Karlsdóttir, Guð- rún Bergsdóttir, Halldóra Sveins- dóttir, Maria Jóhannesdóttir, Sig- riður Jónasdóttir, Bjarney Guðmundsdóttir, Elin Jónsdóttir, Margrét Auðunsdóttir, Guðný Sigurðardóttir og Eygerður Bjarnfreðsdóttir. __jjj menn Félag járniðnaðarmanna hélt félgasfund 28. sept. sl., og voru þá eftirfarandi ályktanir samþykkt- arsamhljóða: ,, Félagsfundur i Félagi járn- iðnaðarmanna, haldinn 28. sept- ember 1976, mótmælir setningu bráðabirgðalaga sem binda kjör islenzkra sjómanna og hindra frjálsa samningagerð sjóm'anna- félaganna. Félagsfundur lýsir fyllsta stuðningi við baráttu sjómanna gegn lagabindingu launakjara þeirra”. Hænsnabúið 6 Ásmundarstöðum: Fjörefni fyrir 20% Reykvíkinga Það safnaðist heldur stærri lager hjá mörgum eggjafram- leiðendum isumar en veriðhefur siðustu árin, sagði Gunnar Jó- hannsson á Ásmundarstöðum i Rangárvallasýslu i viðtali nýlega. — En auðvitað er erfittað segja um það enn sem komið er, hvort offramleiðsla verður á eggjum i ár, enda hafa jólin venjulega hirt upp allar birgðir sem safnazt hafa. Það verður þvi ekki fyrr en eftir áramótin sem sést hvort af- gangur muni verða af eggjafram- leiðslu ársins. Gunnar sagði, að Asmundar- staðabúið framleiddi nú egg sem svaraði a.m.k. 20% allrar eggjasölu á Reykjavikursvæðinu. Væru i dag um 35.000 fuglar i varpi i búinu og afrakstur dagsins væri þetta 15-17.000 egg. Hann sagði að búið annaði tæplega eftirspurn i höfuðborginni og hefði svo verið allt þetta ár. Tals- vert verðfall var á eggjum i sumar, þannig að dæmi voru til þess að útsöluverð i sumum verzlunum i Reykjavik var lægra en skráð heildsöluverð. Stafaði þetta af undirboði vissra aðila á eggjamarkaðnum. Nú hefur það ástand lagazt og verðið er að rétta við á ný. — Ég er þvi ekki svartsýnn á framtiðina, sagði Gunnar Jóhannsson að lokum. —ARH BRAÐABIRGÐALOGUM 0G BREYTINGARTILLÖGUM Þá samþykkti fundurinn eftir- farandi vegna tillögu félagsmála- ráðuneytisins um breytingar á lögum um stéttarfélög og vinnu- deilur: ,,’Félagsfundur i Félagi járn- iðnaðarmanna, haldinn 28. sept- ember ’76, hefur f jallað um breyt- ingartiliögur á lögum um stéttar- félög og vinnudeilur, sem kynntar hafa verið verkalýðsfélögum. Fé- lagsfundurinn litur svo á að i öll- um höfuðatriðum miði breyt- ingartillögurnar að þvi að skerða réttarstöðu verkalýðshreyfingar- Þvi mótmælir félagsfundurinn þessum breytingum á núverandi lögum um stéttarfélög og vinnu- deilur og skorar á öll verkalýðsfé- lög i landinu að sameinast i öflugri andstöðu við breytingar- tillögurnar Félagsfundurinn telur það ögr- un við verkalýðshreyfinguna ef frumvarp með fyrirhuguðum breytingum verður lagt fyrir al- þingi-. -hm. MEIRA Rafiðnaðarmenn urðu að hætta við námskeiðahald

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.