Alþýðublaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 05.10.1976, Blaðsíða 10
10 Símaskráin 1977 Símnotendur í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garða- og Bessastaðahreppi og Hafnarfirði Vegna útgáfu nýrrar simaskrár er nau5- synlegt að senda skriflega breytingar, ef einhverjar eru, fyrir 1. nóv. n.k. til Skrif- stofu simaskrárinnar, Landssimahúsinu við Austurvöll. Nauðsynlegt er að viðkomandi rétthafi simanúmers tilkynni skriflega um breytingar, ef einhverjar eru. Athugið að skrifa greinilega. AthygJi skal nánar vakin á auglýsingu um breytingar i simaskrána á baksiðu kápu simaskrár 1976, innanverðri. Atvinnu- og viðskiptaskráin verður prentuð i gulum lit og geta simnotendur birt smáauglýsingar þar, sem eru ódyrari en auglýsingar i nafnaská, enda tak- markaður fjöldi auglýsinga sem hægt er að birta i nafnaskránni. Nánari upplýsingar i simum 22356 og 26000 og á skrifstofu simaskrárinnar. Ritstjóri simaskrárinnar RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður VÍFILSSTAÐASPÍ TALI. VINNUMAÐUR óskast til starfa á spitalanum nú þegar. Þarf að vera vanur almennum bústörfum og byggingarvinnu. Litið húsnæði á staðnum gæti fylgt. Nánari upplýsingar veitir umsjónarmaður simi 42800. Reykjavík 4. okt. 1976. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765 ÍÞRðTTIR Þriðjudagur 5. október 1976 Valur, Fram, Haukar og IR sigruðu í fyrstu leikjum Islandsmótsins Islandsmótið i handknattleik hófst um helgina. Voru þá leiknir fjórir leikir i 1. deild karla. Tveir voru i Laugardalshöllinni og tveir i Hafnarfirði. Valur—Þróttur: 21-16 bróttarar byrjuóu leikinn vel, skoruðu þrjú fyrstu mörkin. Þeir komust siðan i 6-3, en þá fóru Valsmenn að taka viö sér. Jóhann Ingi Gunnarsson kom inná og keyrði upp hraðann i sókninni. í hálfleik var staðan 7-7. 1 upphafi siðari hálfleiks var leikurinn i jafnvægi, en þá virtist úthald Þróttaranna bregðast. Þetta notfærðu Valsmenn sér út i æsar, enda i afbragðs formi. Mestur varð munurinn 6 mörk en lokastaöan var 21-16, Val i hag. Þróttararnir leika á stundum prýðis handknattleik, en þeir verða að bæta úthaldiö. Flest mörk þeirra gerðu: Halldór Bragason og Konráð Jónsson, 5 hvor. Valsmenn gerðu margt fallegt i þessum leik og eiga örugglega eftir að blanda sér i toppbar- áttuna i vetur. Flest mörk: Þor- björn Guðmundsson og Jón Karlsson, 6 hvor. Fram—Grótta: 25-21. Framarar sigruðu Gróttumenn heldur auðveldlega á sunnu- daginn. Þeir kafsigldu þá i fyrri hálfleik, höfbu sjö marka forystu, 16-19, og slöppuðu siöan af i siöari hálfleik. Ekki verður með sanni sagt, að leikurinn hafi verið skemmti- legur á að horfa, og markatalan bendir til, að vörnin og mark- varzlan hafi ekki verið upp á það bezta. Eftir að hafa náð sjö marka for- skoti i fyrri hálfleik, virtust Framarar halda, að leikurinn væri búinn. Engin ógnun var i sókn þeirra langtimum saman, og náöu Gróttumenn að saxa aðeins á forskotið á þessum kafla, komu þvi niður i þrjú mörk, 20-17. Þá tóku Framarar smá kipp og skoruðu fjögur mörk gegn engu og lauk leiknum með sigri Fram, 25-21. Flest mörk Gróttu skoruðu: Arni Indriöason, 7, Björn Pétursson og Þór Ottesen 5 hvor. Mörk Framara: Pálmi Pálmason, 8, Arnar Guðlaugsson og Guðmundur Sveinsson 3 hvor. Haukar—Vikingur: 23- 21 Vikingar, með alla sina góðu leikmenn, virðat ekki eiga auð- velt að ná saman. A sunnudaginn töpuðu þeir fyrir Haukum, með 23-21. Leikurinn var nokkuð jafn i upphafi fyrri hálfleiks. Haukar tóku forystuna með marki Arnórs Guðmundssonar, en þetta mark var jafnframt fyrsta mark Islandsmótsins. Leikurinn var jafn upp i 5-5, en þá skoruðu Haukarnir þrjú mörk i röð. 1 hálf- leik var staðan 11-9, Haukum i vil. Skömmu fyrir leikslok var staðan 21-18, Haukum i vil, en þá skoruðu 'VIkingar þrjú mörk og jöfnuðu. Var nú spennan i hámarki, en Haukarnir léku skynsamiega og skoruðu tvö siðustu mörk leiks- ins. Leikurinn var allskemmti- legur og margt fallegt sást i leiknum. Flest mörk Vikings skoruðu: Þorbergur Aðalsteinsson, 8, Ólafur Einarsson, 4. Flest mörk Haukanna: Hörður Sigmarsson, 9, Frosti Sæ- mundsson, 5. ÍR—FH: 20-19 Leikur IR og FH var sannar- lega undarlegur. IR-ingar kaf- sigldu FH-inga I fyrri hálfleik og i leikhléi var staðan 17-6. I siðari hálfleiknum skoruðu IR-ingar ekki nema þrjú mörk, en þau nægðu samt til sigurs. I fyrri hálfleiknum var ekki heil brú I leik FH-inga, en allt, sem IR-ingar gerðu heppnaðist. Þetta snerist svo algerlega við I seinni hálfleik. FH-ingar mættu ákveðnir til leiks, og tveimur minútum fyrir leikslok tókst þeim að jafna, 19-19. Siðasta mark leiksins skoruðu svo IR-ingar og tryggðu sér sigurinn i þessum undarlega leik. Það má geta þess, að eftir leikinn voru mikil skrilslæti, og áttu þar leikmenn FH og áhorf- endur hlut að máli. Slika fram- komu á alls ekki að liöa og væri athugandi að setja liðið i heima- leikjabann. Flest mörk FH-inga: Geir Hall- steinsson, 7, Viðar Simonarson, 6. Flest mörk IR-inga: Brynjólfur Markússon, 6, Viihjálmur Sigur- geirsson, 4. —ATA/PB Fjölmennasta Islandsmótið tslandsmót það i handknatt- leik, sem hófst um helgina, er langfjölmennasta mót, sem haldið hefur verið á vegum HSÍ. A mótinu eru aldursflokkarnir 10. Það eru 6 aldursflokkar kvenna. t meistaraflokki karla er liðunum skipt i 3 deildir. 1 fyrstu deild eru 8 lið, I annarri deild einnig 8 lið en 11 lið I 3. deild. I meistaraflokki kvenna er liðunum skipt I 2 deildir, 8 lið og 1. deild og 9 lið i annarri deild. Um 30 félög og Iþróttabanda- lög viðs vegar af að landinu senda 129 karlaflokka og 63 kvennaflokka til keppni í tslandsmótinu. Leikir verða alls 673 og væglega áætiuð tala keppenda er 3800. Fjöldi leiðbeinenda á mótinu er áætlaður nær 500, og dóm- arar, sem dæma á landsmótum i vetur verða nálægt 300. Þessir kappleikir fara fram i átta húsum á jafnmörgum stöðum á landinu, en þeir eru: Akranes, Reykjavik, Sel- tjarnarnes, Garðabær, Hafnar- fjörður, Njarðvik, Vestmanna- eyjar og Akureyri. —ATA 10 kvennalandsleikir og 15 karlalandsleikir í vetur Fréttabréf Handknattleiks- sambands tslands er nýkomið út. Þar er að finna ýmsan fróðleik um handknattleiksvertiðina, sem nýbyrjuð er. Landsleikir 8-10 landsleikir fyrir A-lið verða leiknir á þessu keppnisári. Fysta verkefnið er Norðurlandameist- aramótið, sem haldið verður i Sviþjóð dagana 12.-24. nóvember. I febrúarmánuði fáum við svo heimsókn Færeyinga, Hollend- inga og annað hvort Kanada- manna eða Bandarikjamanna. Verður þetta 4 landa keppni og fer fram dagana 18.-20. febrúar. Dagana 16. og 17. april verða háðir 2 landsleikir við V-Þjóð- verja hér heima. Karlaliðið mun einnig hafa næg verkefni. A þessu keppnisári verða leiknir 10-15 landsleikir heima og að heiman, siðan hefst b-keppni Heimsmeistarakeppn- innar. Hún fer fram i Austurriki dagana 25. febrúar til 6. marz. 1 riðli með Islendingum i b-keppn- inni eru A-Þýzkaland og efsta liðið úr c-keppninni, en sú keppni fer fram i nóvember. Þeir landsleikir, sem þegar er búið að ákveða, eru: Danmörk — Island 12. des. i Dan- mörku. Island — Tékkósióvakia 27. og 28. jan. hér heima. Pólland — tsland A-Þýzkaland — tsland Rússland — Island Þetta er 41anda keppni, sem fram fer i A-Þýzkalandi dagana 14.-16. desember n.k. ísland —Pólland 22. og 23. janúar hér heima. Island — Pólland V-Þýzkaland 5. og 6. febrúar hér heima. Landsliðsþjálfarinn Sem kunnugt er hefur verið ráðinn sérstakur landsliðsþjálf- ari, og mun hann þjálfa öll is- lenzku handknattleikslandsliðin. Hann heitir Janus Cerwinski og er pólskur. 15. september kom hann i sólar hringsheimsókn til viðræðna við stjórnarmenn HSI. Hann er væntanlegur alkominn til starfa 15. október. Evrópukeppnin Islenzk lið taka þátt I Evrópu- keppni meistaraliða bæði i karla- og kvennaflokki. 1 kvennaflokki eru 19 þátttöku- þjóðir og eru Framstúlkurnar fulltrúar tslands. Aðeins verða leiknir 3 ieikir I fyrstu umferð og situr Fram yfir i Jjeirri umferð. I karlaflokki eru 25 þátttöku- þjóðir og verður FH þátttakandi Islands. I fyrstu umferð leikur FH gegn færeyska liðinu Vest- manna Itrottarfelag. Fyrri leik- urinn fer fram hér heima þann 9. október n.k. Dómarar verða norskir. I Evrópukeppni bikarhafa fer engin keppni fram i kvennaflokki, þar sem ekki var nægileg þátt- taka. 1 karlaflokki eru 26 þátttöku- þjóðir og er Valur islenzki þátt- takandinn. Mótherjar Valsmanna i fyrstu umferð verða Red Boys Differdange frá Luxemborg. Leikirnir verða báðir háðir hér heima og fara fram dagana 23. og 24. október. Dómarar verða frá Danmörku. Dómarar til Noregs og Sviþjóðar Beiðni hefur borizt frá Norska handknattleikssambandinu um að Islenzkir dómarar dæmi landsleiki i Noregi 9. og 10. október n.k. og i Sviþjóð 12. október. Hér er um að ræða 2 karlalandsleiki, Noregur—Dan- mörk, og 1 kvennalandsleik, Sviþjóð—Pólland. Dómaranefnd HSÍ hefur ákveðið að Hannes Þ. Sigurðs- son og Kari Jóhannsson dæmi þessa leiki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.