Alþýðublaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 12. október 1976 IC verður haldinn fimmtudaginn 14. okt. 1976 kl. 8.30 e.h. i Félagsheimili Kópavogs, niðri. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Kosning fulltrúa á 7. þing Málm- og skipasmiðasambands Islands 3. önnur mál 4. ólafur R. Einarsson sagnfræðingur ræðir um afdrifarikan atburð úr stétta- baráttunni. Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Árbær — Breiðholt INNRITUN i Námsflokka Reykjavikur fer fram sem hér segir: Breiðholtsskóli: Mánudaginn 11. október kl. 19-21. Arbæjarskóli: Þriðjudaginn 12. október kl. 19-21. Fellahellir: Miðvikudaginn 13. október kl. 13-14.30. Kennsla hefst strax að innritun lokinni. Breiðholtsskóli: Barnafatasaumur: mánud. og fimmtud. kl. 7.45-8.25 kr. 8.000.- Kennarar: Helga Friöriksd. og Jóhanna Haraldsd. Enska 1. flokkur:mánud. ogfimmtud. kl. 7.45— 8.25 Kr. 4.000. Enska 2. flokkur:mánud. kl. 8.30-9.55 kr. 4.000 Enska3.flokkur:fimmtud. kl. 8.30-9.55 kr. 4.000 Kennari: Ásdfs Kristjánsdóttir. Enska 4. flokkur: mánud. W. 7.45-9.05 kr. 4.000 Kennari: Matthew James Driscoll. Þýska 1. flokkur:mánud. kl. 7.45-9.05 kr. 4.000 Þýska 2. flokkur.-mánud. kl. 9.10-10.30 kr. 4.000 Kennari: Renata Einarsson. Fellahellir: Leikfimi:mánud.ogmiövikud. kl. 2.00-2.40 kr. 4.000 Kennari: Guðrún Eiriksdóttir Spænska I. fl.:mánud. og miðvikud. kl. 3.10-4.10 kr. 6.000 Kennari: Maria Teresa Jover. Enska I.fl.mánud. og miðvikud. kl. 1.30-2.30 kr. 6.000 Enska II. fl.mánud. og miðvikud kl. 2.35-3.35 kr.6.000 EnskalIIfl.mánud.ogmiðvikud. kl. 1.30-2.30 kr.6.000 Enska IV. fl.mánud. og miðvikud. kl. 2.35-3.35 kr.6.000 Kennari: Matthew James Driscoll. Myndvefnaður:miðvikud. " kl. 2.00-4.00 kr.6.000 Kennari: Alda Friðriksdóttir. Ljósmyndaiðja (kvöldnámskeið) Árbæjarskóli Enska I. og III flokkur: kl. 7.45-9.05 kr. 4.000 Enska II. og IV. flokkur: kl. 9.10-10.30 kr.4.000 Kennarar: John Crapper og Guðmundur Guðjónsson. Þýska I. flokkur: kl. 7.45-9.05 kr. 4.000 Þýska II. flokkur: kl. 9.10-10.30 kr. 4.000. Kennari: Renata Einarsson. MINNING Gunnur Gunnarsdóttir f. 18. 12. 1940, d. 5. 10. 1976. Við ætlum öll að lifa svo lengi. 1 skýrslum er greint frá þvi, að meðalævin sé sifelltaðlengjast og varla nokkurs staðar i heiminum sé hún eins löng og á íslandi. Læknavisindunum fleygir fram og æ fleiri mein má bæta. Samt falla sumirungir. Enn kunna vis- indin ekki ráð við öllu. Og I sér- hvert sinn sem höggvið er skarð i hóp vina, ættmenna og kunningja erum við minnt á þetta. Ströngust er áminningin, þegar hinn brott- kallaði er á bezta aldri. Við vökn- um til vitundar um það, hve litils við megum okkar þrátt fyrir allt. Framfarirnar hafa fært okkur margt, en engu að siður verður það sem okkur er kærara en allt annað frá okkur tekið, án þess við fáum þar nokkru um ráðið. Það er sárt, en þvi verður að una. I dag er kvödd Gunnur Gunn- arsdóttir, Alfaskeiði 107, Hafnar- firði, brottkölluð frá ungum syni, umhyggjusömum eiginmanni og aldraðrifósturmóður. Það er sorg á heimilinu að Alfaskeiði 107 og vinir og kunningjar standa agn- dofa i undrun og söknuði. Gunnur var fædd á Norðfirði hinn 18. desember 1940, dóttir Gunnars Guðbrandssonar og Guðlaugar Barneyjar Gunnars- dóttur. Hún ólst upp hjá afa sin- um Gunnari Gislasyni i Holti, Neskaupstað, og konu hans Matt- hildi Guðmundsdóttur. Tólf ára aðaldri missti Gunnur fóstra sinn og afa, sem hún syrgði mjög. Eft ir lát hans fluttust þær Gunnur og Matthildur til Hafnarfjarðar og hafa búið þar siðan. Að loknu gagnfræðaprófi frá Flensborg hélt Gunnur til framhaldsnáms til Bretlands um árs skeið, en hóf siðan störf á skrifstofu Alþýðu- flokksinsog vann þar i nokkur ár. A árinu 1961 flutti Gunnur starfs- vettvang sinn til Hafnarfjarðar og til Verkakvennafélagsins Framtiðarinnar. A skrifstofu þess vann hún í tólf ár. Haustiö 1959 kynntist Gunnur eftirlifandi manni sinum, Frið- birni Hólm, kennara við Lækjar skólann i Hafnarfirði og gengu þau ihjónaband hinn 25. des. 1961. Sama ár fæddist þeim sonurinn Gunnar Björn. Friðbjörn og Gunnur bjuggu sér myndarlegt heimili. En þótt hamingjan væri oft mikil, var mótlætiö lika stund- um þungt. A árinu 1963 urðu þau að sjá á bak hálfs árs gömlum syni sinum, Baldri, og á s.l. ári misstu þau annan son i fæðingu. Ég man Gunni fyrst sem unga glæsilega stúlku. Við vorum skólasystkin i Fiensborg. Gunnur var ein þeirra stúlkna sem maður tók eftir. Ég minnist þess lika að kennarar hennar höfðu orð á þvi, að hún væri næm til náms TROLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiösla. Sendum gegn póstkröfu GIIÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 og góður nemandi. Söm var sag- an, þegar hún hélt út i atvinnulff- ið. Hún var duglegur og traustur starfskraftur, vann störf sin af alúð og samvizkusemi og gerði miklar kröfur til sjálfrar sin. En löngunin eftir meiri þekkingu og kunnattu bjó sifellt með henni og árið 1974 iauk hún t.d. prófi frá einkaritaraskólanum, eftir vetur- setu í honum. Starfhæfni Gunnar og þekkingarlöngun kynntist ég bæði af afspurn og eigin reynslu, þvi að fyrir fáeinum árum störf- uðum við saman um hrið. Nú kveðjum við Gunni brott- kallaöa á bezta aldri frá heimili sinu og fjölskyldu. Ég og fjöl- skylda min vottum eiginmanni, syni, fósturmóður og öðrum ætt- ingjum okkar dýpstu samúð. Kjartan Jóhannsson. 1 dag verður útför Gunnar Gunnarsdóttur gerð frá Þjóð- kirkjunni i Hafnarfirði, Með henni er gengin, langt um aldur fram, ung og glæsileg kona, sem mikiil sviptir er að. Við alþýðuflokksmenn kynnt- umst Gunni i ársbyrjun 1959. Þá réðst hún til starfa á skrifstofum Alþýðuflokksins i Reykjavik. Margir okkar, áhugasamra flokksmanna, lögöum lykkjur á leiðir okkar fyrstu vikur þess árs til þess að sjá og kynnast nýju skrifstofustúlkunni sem fram- kvæmdastjóri flokksins, Lárus Þ. Guðmundsson, nú sóknarprestur að Holti i önundarfirði, hafði ráð- ið til starfa. Og það reyndist satt, sem sagt var, sannarlega hafði séra Lárus fengið óvenju fallega stúlku til starfa á skrifstofuna. Um mitt ár 1959 kom svo að ,því, að við Gunnur urðum samstarfsmenn á skrifstofum Alþýðuflokksins. Það samstarf stóð síðan um 2-3 ára skeiö, allt þar til hún réðst til starfa hjá Verkakvennafélaginu Framtið- inni i Hafnarfirði, auk þess sem hún annaðist heimilisstörf sin. Það hefur aldrei verið auðvelt að starfa á skrifstofum flokksins okkar. Bæði gat verið, sem enn er, valt að treysta á launagreiðsl- ur, húsakynnin þröng, starfsað- staða örðug og verkefnin jafnan svo mörg og mikil að ekki sá út úr. Það reynir þvi mikið á skap oghæfni þess fólks, sem þar ræðst til starfa. Þótt ung væri axlaöi Gunnur léttilega erfitt starf sitt sem aðalskrifstofustúlka flokks- ins. Hún lét sig ekki muna um að sinna mörgum verkefnum i einu og þótt leitað væri til hennar i önnum úr mörgum áttum i einu tók hún þvi öllu með jafnaðar- geði og brosi á vör. Aldrei sá ég hana skipta skapi i öllu því arga- þrasi sem fylgir störfum á skrif- stofum stjórnmálaflokks. Ætið reyndi hún að gera gott úr öilu og lagði aðeins gott eitt til mála. Aldrei fór hún misjöfnum orðum um nokkurn mann, heldur bar hún þvert á móti i bætifláka fyrir þá, sem fyrir gagnrýni urðu og lagði á betri veg það, sem miður fór. Oft kom hún á skemmtanir flokksfólksins. Það var okkur alltaf fagnaðarefni, ekki aðeins vegna þess hve okkur þótti ánægjulegt að hafa svo fallega stúlku i okkar hópi, heldur lika vegna þess, að hún átti afar gott með að blanda geði við fólk og átti létt með að gleðjast með glöðum. — Eftir að hún hafði stofnað heimiliog fjölskyldu i Hafnarfirði meö eftirlifandi eiginmanni sin- um, Friðbirni Hólm, þótti henni hægara að leita sér starfa þar syðra. Hún réðst þvi til Verka- kvennafélagsins Framtiðarinnar og starfaði þar um 12 ára skeið. Hún mun i raun hafa verið skrif-. stofustjóri félagsins allan þann tima og stýrt skrifstofu þess af myndarskap og festu. Mér kom ekki á óvart að svo skyldi fara, þvi að festan og öryggið var svo rikt i hennar fari þann tima, sem við störfuðum saman. Það er harmsefni, að Gunnur skuli horfin á brott svo ung. Ég veitaðég mæli fyrir munn f jölda alþýðuflókksmanná um land alit þegarég læti ljósi þakklæti okkar fyrir þau miklu og góðu störf, sem hún vann á skrifstofum Alþýðu- flokksins forðum daga. sannar- lega munum við geyma i minn- ingu okkar myndina af þessari friðu, duglegu og giaðværu stúlku, sem ætið reyndist okkur sönn hjálparhella. öil vottum við eftirlifandi eiginmanni hennar, Friðbirni Hólm, syni þeirra ungum, Gunn- ari Birni, og móður, Matthildi Guðmundsdóttur, einlæga samúð i þeirra miklu sorg. Megi náð og blessun fylgja Gunni á þeim ómælisleiðum, sem hún fetar nú. Sigurður E. Guömundsson. Gunnar Andersson, fræðslufulltrúi frá Stokkhólmi flytur fyrirlestur í Norræna húsinu þriðjudaginn 12. október 1976 kl. 20:30um „RadioochTV som hfálpmedeli utbildningen av barn och vuxna.” Umræður að erindi loknu. Aðgangur er ölium heimill Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.