Alþýðublaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 16
Vinnumálalöggjöfin
mætir andstöðu
Við upphaf nýs lög-
gjafarþings eru farin
að berast mótmæli
gegn frumvarpi þvi að
nýrri vinnumálalög-
gjöf, sem rikisstjórnin
hefur lagt fram.
Félag nema i byggingariön,
sem hélt fund hinn 30. sept. s.l.
samþykkti eftirfarandi:
„Félag nema i byggingariðn
mótmælir harölega frumvarpi
að nýrri vinnulöggjöf, sem nú
nýlega hefur komiö fram.
Frumvarp þetta mun ef aö
lögum veröur, stórlega rýra
réttarstööu verkalýöshreyfing-
arinnar og skerða samnings- og
verkfallsrétt hennar.
Bent skal á að frumvarp þetta
er samiö án nokkurs samráös
við A.S.I. en hinsvegar viröist
Félagsmálaráöuneytiö vera
oröiö einskonar afgreiöslustofn-
un fyrir Vinnuveitendasam-
bandiö.
Gera má ráö fyrir aö stjórn-
völd reyni aö fá frumvarpiö
samþykkt strax á fyrstu vikum
þingsins og koma þannig 1 veg
fyrirað A.S.t. þingiö geti fjallað
um það.
Félag nema i byggingariön
hvetur verkalýöshreyfinguna til
að standa vörö um sjálfsögö
réttindi sin og mótmæla harö-
lega sliku gerræöi.”
Rauðsokkar vilja rót-
tæk mótmæli
Þá hefur blaöinu einnig borizt
svohljóöandi samþykkt:
„Starfshópur Rauðsokka-
hreyfingarinnar um verkalýös-
mál, skorar á miöstjórn ASI og
verkalýösfélögin aö mæta af
fullri.hörku og meö róttækum
aðgerðum tillögu rikisstjórnar-
innar aö nýrri vinnumálalög-
gjöf. I henni felst stórfelld
skeröing á réttindum verka-
lýösins og verkalýðsfélaganna.
Starfshópurinn lýsir yfir full-
um stuðningi við þær aögeröir
er beinast gegn þessari nýju
árás rikisvaldsins á réttindi
verkafólks og Rauðsokkar eru
reiðubUnar til samstarfs um
gagnaðgerðir.”
Meinatæknar reiðu-
búnir
Meinatæknar hafa á aöalfundi
sinum, sem haldinn var 5. þessa
mánaöar, samþykkt svohljóö-
andi yfirlysingu:
„M.T.I. vill lýsa yfir megnri
óánægju meö úrskurö kjara-
nefndar, sem féll siöastliöiö
sumar. Eins og málum er nú
háttað í þjóöfélaginu er augljóst
að ekki er möguleiki fyrir meg-
inþorra opinberra starfsmanna
að framfleyta sér á þeim laun-
um, sem þeim var þar Uthlutað.
Meinatæknar lýsa ennfremur
yfir fullum stuöningi viö þær
mótmælaaögeröir, sem nú fara
fram hjá ýmsum launþegum
hins opinbera til að knýja fram
leiðréttingu sinna mála og eru
jafnframt reiöubúnir til hliö-
stæðra aögerða.”
Hvetja til órofa sam-
stöðu
Almennur fundur i Vélstjóra-
félagi Suöurnesja, haldinn 10.
október 1976, telur einsýnt aö
með þeirri breytingu á vinnu-
löggjöfinni sem stefnt er aö yröi
réttur launþega til þess aö
fylgja eftir kröfum sinum i
kjaramálabaráttunni stórlega
skertur. Hvetur fundurinn til
órofa samstööu allra launþega
til aö koma i veg fyrir áform
vinnuveitenda og afturhaldsins i
landinu.
—RS
HÁLKA Á
FJALLVEGUM
— norðanlands og austan
Alþýðublaðið hafði
samband við Arnkel
Helgason hjá Vegagerð
rikisins og bað hann að
skýra frá ástandi vega
þessa dagana.
Sagði Arnkell að
ástand vega væri viðast
hvar með eðlilegu móti,
en bætti þvi við að nú
væri farið að gæta
hálku á næstu fjallveg-
um norðan lands og
austan, hvergi væri þó
verulegur snjór til fyrir-
stöðu.
Um ástand þjóðvega
álmennt sagði hann, að undir
haustið, vildi bera talsvert á
vatnsholum i vegum, en þaö væri
kannski engin breyting frá þvi
sem verið hefur hér á Suöurlandi i
sumar, þar sem veriö hafa eilifar
rigningar. Noröanlands hafa veg-
ir batnað mikiö eftir aö þurrka-
timabilinu lauk og hægt var að
hefla þá á nýjan leik, en erfitt hef-
ur reynzt að hefla vegi fyrir norö-
an vegna þurrka, strax og tiö
leyföi var farin yfirferö yfir alla
vegi þar.
Þá má geta þess, aö snjóruön-
ingar á Holtavöröuheiöi verði
meö svipuöu sniði á vetri kom-
anda og veriö hefur undanfarna
vetur og hefur snjómokstursregl-
um ekki veriö breytt, verður heiö-
in rudd tvisvar i viku þegar meö
þarf, á þriðjudögum og föstudög-
um. —GEK
Tölvu-
útdráttur
hjá happ-
drættum
— hefst upp úr
næstu mán-
aðamótum
öll stærstu happdrættin hér
á iandi stefna nú að þvi aö
taka tölvu i þjónustu sina viö
útdrátt vinninga. Undirbún-
ingi að tölvudrætti i Happ-
drætti Háskólans er lokiö og ef
að fer sem horfir verður dreg-
ið þar með þessum hætti 1 okt-
óber, en gert er ráö fyrir að I
nóvember verði sama aöferö
tekin upp hjá hinum happ-
drættunum tveimur.
Til þess aö unnt sé að nota
tölvu I þessu skyni verður aö
útbúa forrit eöa prógramm
sem tölvan vinnur eftir. Gerö
þessa forrits fór fram undir
eftirliti stjórnskipaðra eftir-
litsmanna og sérfræöinga
þeirra.
Þaö er tölva reiknistofnunar
Háskólans sem fær þaö hlut-
verkað dreifa peningum niður
á þátttakendur happdrætt-
anna.
Tölvuvinnsla sem þessi
hefur lengi veriö viö lýöi hjá
happdrættum erlendis og er
núsvokomiöað mjög erfitt er
aö útvega gögn til aö fram-
kvæma Utdrátt vinninga meö
eldri aöferöum.
ES
Sjálfkjörið
í Snót og í
Bolungarvík
Verkalýðs og sjómannafélag
Bolungavikur: Einn listi kom
fram til kjörs fulltrúa á Alþýðu-
sambandsþing, listi stjórnar og
trúnaðarmannaráðs. FulltrUar
félagsins eru þvi sjálfkjörnir, en
þeir eru: Karvel Pálmason og
Vagn Hrólfsson.
Verkakvennafélagið Snót,
Vestmannaeyjum: Listi stjórnar
og trúnaöarmannaráös var sjálf-
kjörinn i Snót. Listann skipa : Vil-
borg Sigurðardóttir, Jóhanna
Friöriksdóttir og Anna Erlends-
dóttir.
Skátar í Kópavogi
kaupa gúmmíbát
Hjálparsveit skáta i Kópavogi
festi nýverið kaup á gúmmi-
björgunarbáti, til taks fyrir lög-
regluna ef á þarf aö halda. Meö
kaupunum er bætt úr brýnni
þörf, þar sem umferö smábátá
viö innanveröan Skerjafjörö
hefur aukizt stórlega hin siöari
ár.
Hjálparsveitina skipa nú um
40 félagar á svokölluðum út-
köllunarlista. A sveitin tvo
jeppa, innréttaöa sem sjúkra-
bila, auk fjallabils til fóiksflutn-
inga.
Sveitin hefur i gegnum árin
veitt margvislega aðstoð, en
ánægjulegasti atburöur i sögu
hennar, gerðist vafalaust sl. ár,
er félagar Hjálparsveitarinnar
fundu litinn dreng heilan á húfi,
eftir að hafa verið týndur i
nokkurn tima i Kjarrhólma.
Telja félagsmenn það vera
beztu uppskeruna af starfi
sveitarinnar.
AB
Lögregluþjónar og hjálparsveitarmenn við æfingu á nýja björgunarbátnum.
ÞRIÐJUDAGUR
12. OKTOBER 1976
alþýðu
blaöiö
Lesið: I Þjóðólfi: „Héraös
læknirinn á Selfossi vittur.
— Almennur hreppsfundur
haidinn aö Þingborg,
Hraungerðishreppi, þann
II. júni 1976, átelur harö-
lega það sleifarlag, sem
rikir i iæknisþjónustu
Self osslæ knishéraös. ”
o
Séð: I Hagtiöindum: Aö
fyrstu átta mánuöi ársins
fluttu Islendingar inn fisk
og unniö fiskmeti fyrir 20,2
milljónir króna. (Hver
hefði trúaö þvi, aö Islend-
ingar flyttu fisk til lands-
ins). Þá voru fluttar inn
drykkjarvörur fyrir 244
milljónir króna, lyfja- og
lækningavörur fyrir 631,4
milljónir, sprengiefni og
vörur til flugelda fyrir 52
milljónir og húsgögn fyrir
272 milljónir króna.
o
Frétt: Aö starf Krabba-
meinsfélagsins meðal
skólabarna til aö sporna
gegn reykingum, hafi borib
rikulegan ávöxt. I ýmsum
skólum hefur orðið algjör
breyting á afstööu barna til
reykinga, og nú verði þeir
fremur Utundan en hitt,
sem reykja.
o
Frétt: Að á næstunni megi
búast við nokkrum deilum
og jafnvel átökum i þing-
flokki Sjálfstæöisflokksins
vegna afstööu einstakra
þingmanna til stjórnar-
samstarfsins. Vitaö er, að
allmargir þingmenn eru
mjög óánægðir með störf
rikisstjórnarinnar og vildu
helzt að stjórnarsamstarfiö
yrði rofið og efnt til nýrra
kosninga.
o
Frétt: AÐ ræöur þeirra
Kristjáns Thorlaciusar,
formanns BSRB, og Björns
Jónssonar, forseta ASI, á
þingi BSRB, sem hófst i
gærmorgun, bendi til þess,
aö þessi samtök hyggi á
mun nánara samstarf en
verið hefur I þeim átökum
um kjaramálin, sem fram-
undan eru.
—BJ