Alþýðublaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.10.1976, Blaðsíða 4
4 SJÓNARMID Þriðjudagur 12. október 1976 SSSS' NU ER NOG KOMIÐ AF SVO GOÐU Miklum skelfilegum breytingum hefur þjóð- félagið okkar tekið á siðustu áratugum eða öllu heldur á siðasta áratug. Það er engu likara en að allt sé að fara úr böndunum, og hefur þó keyrt úr hófi á siðustu mánuðum. Varla er hægt að opna dagblað lengur án þess að fá kligju af öllum þeim sora sem þar vellur um siður, enda tilgangurinn sá i flest- um tilfellum, að ganga svo út yfir landamæri alls siðferðis, að menn fái nóg i eitt skipti fyrir öll. Þá er engin hætta á, að hreyft verði við vissum málum, sem gætu reynst hættuleg pólitiskum frama ein- hvers gosans, eða ein- hvers flokksins i heild. Liklega er a6 minnsta kosti nokkur hluti þeirra blaðaskrifa semátthafasérstaö undanfariö bein afleiðing þeirrar öldu glæpaverka og svika, sem geng- iö hefur yfir að undanförnu. Tilgangurinn helgar meðalið. Undanfarna mánuöi hafa morgunblööin og siödegisblööin veriö yfirfull af fréttum um alls kyns svika- og glæpastarfsemi. Skrif blaðanna um þessi mál hafa verið mjög á tvær hliðar. Sumir hafa eingöngu haldiö sig viö staöreyndir, meöan aörir hafa látið ,,fantasiu”-fákinn geysa um grundir. En hvaö sem þvi liður, hafa viöbrögö al- mennings verið á eina lund. Blööin hafa selst eins og heitar lummur, og vart var um annaö rætt manna á meöal meöan ó- sköpin voru að ganga yfir. Hvaða máli skpptir þaö hvernig okkur gengur aö selja fiskinn okkar á erlendum mörk- uðum, hve miklu heyi bændum hefur tekist aö ná I hlöðu fyrir veturinn, eöa hvemig horfur eru I iönaöarmálum, þegar hægt er aö fylla síöur blaðanna meö æsifréttum. Þetta er einmitt þaö sem fólk- iö „viU” lesa, og þvi svæsnara þeim mun betra. Svo virðist, sem þaö hafi gleymst, aö þaö er hægt aö móta smekk lesandans, og beina athygli hans aö þeim málefnum sem auka fremur viösypi hans og almennan fróö- leik, heldur en hitt. Þetta ER HÆGT, ef viljinn er fyrir hendi. En þvi miöur hefur sölu- mennskan veriö látin ganga fyr- ir manngildishugsjónum fram tU þessa, og þvi fer sem fer. Hvað er til ráða? En nú er glæpaaldan aö mestu gengin yfir, aö þvi er virðist, og þvi fátt um fina drætti i blaða- heiminum. En hvaö er hægt aö gera til aö halda almenningi viö efniö, og um fram allt — reyna aö halda sölunni i sæmilegu horfi. Jú, ekki má deyja ráöa- laus, þó_ svo illa hafi viljað til að ósköpunum linnti. Þvi hafa skriffinnar sumra blaö- anna a.m.k. tekiö þann kostinn, aö hefja firnamikla rógsherferö áhendur einstaklingum og sam- tökum. Viröist engu máli skipta hvort þeir, sem verða fyrir að- kasti rógberanna, hafi tök á aö bera hönd fyrir höfuð sér eöur ei. Allt er tint til, og reynt að gera sem mest úr hverju máli. Nú skipta röksemdir eöa sannanir engu máli lengur. Ef máliö er svo vaxið aö þaö gefi tilefni til aö finna höggstaö á einhverjum, og helst aö draga mannorö viökomandi I skitinn, ja, þá er tilgangnum náö. Það er sannarlega þess viröi, aö velta þvi fyrir sér, af hvaöa rótum slik skrif sem þessi eru sprottin.Hvaöaöfleru eiginlega aö verki þarna? í sumum tilfelllum ræöur sölumennskan sennilega mestu um geröir þeirra manna sem standa að slikum óþverraskrif- um. En i öörum tilvikum, er engu likara en aö menn fái þarna kærkomiö tækifæri til aö þjóna lund sinni. Að þeir bein- linis njóti þess, aö grufla upp mál sem betur mættu kyrr liggja, oft vegna þess, að hlut- aðeigendur eru þess ekki um- komnir aö verja málstað sinn, fyrir aldurs sakir eöa af öðrum ástæöum. Siöan er lopinn teygö- ur, og beinlinis velt sér upp úr rógi og slúðri, aö þvi er virðist með einstakri ánægju. Fólkið er búið að fá nóg. En slikt og þvilikt getur ekki gengið endalaust. Einhvern tima HLÝTUR þessi vitleysa aö laka enda, og þvi fyrr þeim mun betra. Er mér ekki grunlaust um, að almenningur sé búinn aö fá nóg, og meir en það, af slikri framleiðslu. Aö minnsta kosti hefur þaö veriö samhljóma álit þess fólks sem undirrituö hefur rætt viö, aö nú hafi loks veriö fariö út fyrir mörk alls mann- legs velsæmis, og jafnframt hafi þau blöö, sem aö sóðaskrifunum hafa staðið, sett verulega ofan. Þvi ættu þeir, sem hafa skemmt skrattanum og sjálfum sér á þennan hátt, aö stinga pennan- um i vasann áður en það er um seinan. Jóhanna S. Sigþórsdóttir Alþingi kemur saman Þáttur þessi átti að birtast i I laugardagsblaði, en vék sæti vegna þrengsla. Fyrstu mál á dagskrá? Akveðið er aö Alþingi Islend- inga komi saman næsta mánu- dag og setjist á rökstóla, skulum viö vona, fremur en stóla ann- ars eölis. Aö þessu sinni munu augu fleiri landsmanna beinast að þvi en oft áöur. Enginn vafi leikur á, aö nú eru fleiri stórmál á döfinni hér en verið hafa um hriö og þaö er hreint ekki litilvægt á hvern hátt þau ráöást. Vænta má, aö fjárlögin komi einna fyrst i dagsljósið af fyrir- ætlunum stjórnvalda, ef aö venju fer. Litið hefur spurzt út um þann mikla lagabáik, en þó hefur aðeins kvisazt, aö enn veröi haldiö áfram á markaöri braut.sem er hækkun ofan á all- ar þær hækkanir, sem geröar hafa veriö undanfarin ár. Sjald- an bregöur nær vana sinum, er gamalt máltæki. Auðvitaö er þaö ekki nóg, að blina á niðurstöðutölur. Miklu meira máli skiptir, hvernig verja á þvi fé, sem rikinu áskotnast. Vitanlega geta fjár- lög aldrei oröið þau sömu og upphaflega frumvarpiö gerir ráð fyrir. En þessi frumgerö þeirra sýnir viöhorf og áætlanir rikisstjórnarinnar um rikisbú- skapinn á komandi ári. Þau eru þvi fróölegt plagg fyrst og fremst i þvi efni. Engin ástæða er til þess frek- ar á þessu stigi málsins, aö ræöa þetta, þar eð leyndardómurinn kemur brátt i ljós. Varla getur hjá þvi fariö, aö skattamálin verði eitt af þvi, sem stjórnvöld taka snemma til bæna á komandi þingi. Rikis- skattstjóri hefur variö löngum tima ogeflaustmikilli vinnu i aö gaumgæfaþessi viökvæmu mál, aö tilhlutan rikisvaldsins. Eng- inn vafi þarf aö leika á þvi, aö jafn starfhæfur maöur og kunn- ugur öllum hnútum I skattakerf- inu, hefur þar ýmislegt aö leggja til mála um úrbætur. Þaö kom greinilega fram I sjónvarpsþættinum um skatta- mál, aö viöhorf hans er i fyrsta lagi, aö skattþunginn eigi að liggja hlutfallslega jafntá öllum gjaldþegnum. I ööru lagi, aö til- lögur hans myndu eingöngu verða fræöilegs eðlis út frá þessu ofannefnda grundvallar- sjónarmiöi. Hitt kom lika jafn- ljóst fram, að hann gæti borið nokkurn efa i brjósti um viðhorf pólitiskra valda- og ráöamanna, en þaö væru þeir, sem réöu á- kvöröunum. Gagnlegt væri og fróölegt, aö almenningur ætti kost á aö sjá tillögur rikisskattstjóra „ómengaöar”, svo unnt væri að bera þær samán viö hina pólitisku ákvöröun. Þaö yröi eflaust uppspretta málefna- legra umræöna, ef þetta tvennt fer mjög á mis. Þá gæfist llka kostur á aö bera saman orö og efndir um leið- réttingar meö hliösjón af fræöi- legri umfjöllun rikisskattstj. Gera veröur ráö fyrir, aö dómsmálin veröi einnig eitt af fyrstu málum sem Alþingi fær til umfjöllunar. Slikt er ekki ófyrirsynju, svo mjög sem þar þykir fara úr- skeiöis. Landsmenn geta ekki unað lengur (og eru raunar fyrir löngu dauöþreyttir á) viö þann seinagang mála, sem tröllriöur dómskerfinu. Þaö eitt aö láta lok stórmála dragast allt að ára tug, sem dæmi er um, er vitan- lega óþolandi. Hundruö og jafn- vel allt upp i heilt þúsund mála, sem hanga um hálsinn á rikis- saksóknara, bera ófagurt vitni. Þrátt fyrir allt sýnist meiri þörf á, aö veita honum aöstoö viö aö koma alvarlegri málum áfram, en aö þyngja byröi hans meö þvi að „stúdera” klámblöö i tugatali, nema ætlaö sé sem dægrastytting, til þess aö hafa á náttborðinu. Er þó hér ekki á neinn hátt að þvi ýjaö, aö klám sé til neinna þrifa, nema siður sé. I beinu framhaldi af þessu öllu, verður aö gera ráö fyrir, að fram komi ákvaröanir um upplýsingaskyldu stjórnvalda og aö svipt veröi þeirri hulu af aögerðum, sem geöþótti margra embættismanna hefur um þau sveipað. Myndi þaö án efa áorka þvi aö hreinsa loftið, ef skynsamlega er aö unniö. Brátt rennur upp sú stund, aö samningurinn um fiskveiöirétt Breta i islenzkri lögsögu taki enda. Þjóðinni er þaö ekki neitt hnýsnismál, aö frétta af viðhorfi stjórnvalda til þess, hvaö þá eigi viö að taka. Þess verður aö krefjast, aö þaö mál veröi rætt fyrir opnum tjöldum og öll rök vegin og metin, en fari á engan hátt eftir geöþótta misviturrar fámenniskliku. Hér hefur fátt eitt veriö taliö. En vissulega munu ladsmenn veita nána athygli hvaö þaö er, sem rikisstjórnin veitir forgang og vinnur ötullegast aö, þegar i upphafi Alþingis. Þaö segir sina sögu um hvers vænta megi af störfum þingsins, sem enginn getur litiö á ööruvisi en al- varlega. í HREINSKILNI SAGT Oddur A. Sigurjónsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.