Alþýðublaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 2
2 STJÖRNMÁL / FRÉTTIR Föstudagur 15. október 1976 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. títbr.stj.: Kristján Einarsson, simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er I Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsinga- deild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar - simi 14900. Prentun: Blaðaprenti h.f. Áskriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. m: t I Jk L jL .jh»H H í eeeesi ím m Ábyrgðarlaus og úrræðalaus ríkisstjórn Ríkisstjórnin hefur snúið sér til Alþýðusambands- ins, Vinnuveitendasambandsins, BSRB og Stéttasam- bands bænda auk stjórnarandstöðuf lokkanna og beðið þessa aðila að tilnefna menn f nefnd til að rannsaka verðbólguna. Með því að leita til þessara aðila og setja upp 12 manna nefnd viðurkennir ríkisstjórnin algert úrræðaleysi i baráttunni við mesta vandamál þjóðar- innar. Eftir tveggja ára setu í stjórnarstólum hafa þeir Geir Hallgrímsson, Ólafur Jóhannesson og fé- lagar þeirra komizt að þeirri niðurstöðu, að þeir telja „NU sérstaka ástæðu til að leita leiða til þess að ná hraða verðbólgunnar niður". Nú á að leita leiða og greina ástæður verðhækkana. Hvað hefur ríkis- stjórnin verið að hugsa á þriðja ár? Furðulegast af öllu í sambandi við þessa nefndar- skipuner, að forsætisráðherra ætlar hinni nýju nefnd að skila tillögum ekki síðar en í febrúarmánuði næsta ár! Það er ætlun hans að f resta öllum aðgerðum gegn verðbólguvandanum fram á næsta ár, nefndin fær f jóra mánuði og eftir það þyrfti að f jalla um málið á Alþingi, svo að sex mánuðir gætu hæglega liðið, án þess að neitt væri aðhaf zt, meðan hin nýja tólf manna nefnd situr á rökstólum. Ekki verður komizt hjá því að álykta að með þessari nefndarskipan ætli ríkisstjórnin að kefla stjórnar andstöðufiokkana og hagsmunasamtökin fram í febrúar og láta verðbólguna vaða áfram allan þann tíma. Þetta er fullkomið ábyrgðarleysi, sem Alþýðu- flokkurinn sættir sig ekki við. Fjárlög verða væntanlega afgreidd fyrir jól, og ætlunin er að Ijúka skattamálum á sama tíma. Hvort tveggja eru þetta veigamikil atriði tengd verðbólgu- vandanum. Er því f ráleitt að afgreiða þau án þess að hafa nokkra hugmynd um, hvernig snúast á gegn vandanum í heild. Alþýðuf lokkurinn hefur ákveðið aðtilnefna mann í hina nýju nefnd, en með ótvíræðum skilyrðum. Þing- menn f lokksins telja ef nahagsvandann vera stærri en svo, að það megi dragast til f ebrúarmánaðar að taka afstöðu til þess, hvernig ráða megi fram úr honum. Þá taka þeir fram, að þeir gefi enga skuldbindingu um að móta ekki sérstaka stef nu á þingi og utan þess í þáttum efnahagsvandans næstu misseri, sem ríkis- stjórnin ætlar að taka sér „frí frá verðbólguvand- anum." Verðhækkanir hafa verið svo óstöðvandi undan- farnar vikur, að landsfólkið lítur varla upp lengur, þegar það heyrir eða les um þær. Það hristir aðeins höf uðiðyfir litlu krónunni nýju, sem er svo létt að hún flýtur á vatni. Er Seðlabankinn að hæðast að ríkis- stjórninni með því að setja slíka mynt í umf erð? Það er ahyglisvert, að langf lestar hækkanir síðustu vikna hafa verið á innlendum vörum, og verður því ekki hægt að kenna erlendri verðbólgu um. Þær eiga rætur sínar í þeirri sjálfvirkni, sem byggð hef ur verið inn í verðlagskerf ið hér á landi, þannig að eitt leiðir af öðru í stöðugum snúning upp á við. Framfærsluvísi- talan hefur enn farið yfir „rauða strikið" svonefnda með þeim afleiðingum, aðl.nóvember eiga laun að hækka um 3,11%. Ekki er það mikil sárabót fyrir lág- launafólkog þvf minni, sem reynslan sýnir, að fylgja muni i kjölfarið margvíslegar hækkanir á nauðsynja- vöru. Það er ótrúlegt, að ríkisstjórnin skuli vera svo ábyrgðarlaus að ætia að bíða 4-6 mánuði með gagn- sókn gegn þessari verðbólgu. Það hefur verið nógur tími í allt sumar og haust, raunar i tvö ár, sem stjórnin hefur setið að völdum. Það getur ekki tekið langan tíma að safna gögnum, jafn margar og hagstofnanir þjóðarinnar eru. Þess vegna er óskiljanlegt, af hverju tólf manna nefndin á ekki að skila áliti fyrr en i febrúar, en það þýðir í raun að hún byrjar ekki að starfa af alvöru fyrr en eftir áramót. Forystumenn annarra þjóða snúa heim úr ferða- lögum eða leggja allt annaðtil hliðar, þegar leysa þarf efnahagsvanda, sem er minni en sá, sem blasir við Is- lendingum. Þvi spyrja menn: Hvað lamar ríkisstjórn okkar? Af hverju stjórnar hún ekki landinu? BGr Tillögur til eflingar byggðastefnu m ■ Milliþinganefnd Alþingis um verðjöfnun vöruflutninga hélt fund með fréttamönnum siðastliðinn þriðjudag. Var þar lögð fram skýrsla með tiUögum og greinargerð. 1 inngangi segir á þessa leið: „Samkvæmt þingsályktun Alþingis frá 10. april 1973 var skipuð nefnd til þess að athuga og gera tillögur um verðjöfnun vöru- flutninga innanlands eða eins og segir i ályktuninni. , '.Alþingi ályktar að kjósa 5 manna milliþinganefnd til þess að: 1. Kanna þátt flutnings- kostnaðar i mismunandi vöruverði i landinu, 2. Skila áliti um, hvort tiltækt væri að jafna kostnað við vöruflutninga með stofnun og starfrækslu verðjöfnunarsjóðs, þannig að verö á allri vöru verði hið sama á öllum stöðum á landinu, sem vöruflutningaskip sigla til og flugvélar og vörubifreiðar halda uppi áætlunarferðum til. 3. Kanna, hver kostnaöur væri af rekstri sliks sjóðs og hver ætla mætti að yrðu þjóðhagsleg áhrif af starfrækslu hans. 4. Gera tillögur um bætt skipuiag vöru- flutninga á sjó og landi og i lofti. Skulu þá m.a. hafðar i huga breytingar á tilhögun flutninga frá helztu viöskiptaborgum Islendinga erlendis til hinna ýmsu hafna á landinu. Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr rikissjóði.” Milliþinganefnd skipuð í nefndina voru kjörnir: Vilhjálmur Hjálmarsson, alþingismaður, formaöur, Gunnar Gislason, alþingismaður, Sverrir Hermannsson, alþingis- isafjöröur. Þingsályktunartillaga: Bættar samgöngur við Vestfirði Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til þings- ályktunar um útgerð sér- staks Vestf jarðaskips á vegum Skipaútgerð- ar rikisins. Flutningsmað- ur tillögunnar er Sighvat - ur Björgvinsson og er hún á þessa leið: Alþingi ályktar að fara þess á leit við rikisstjórnina að hún feli Skipaútgerð rikisins að hefja undirbúning að útgerð á sérstöku Vestfjarðaskipi er annist flut- ninga milli Reykjavikur og vest- firzkra hafna. við þennan undir- búning verði haft samráð við sveitarstjórnir á Vestfjörðum og aðra aðila þar s.s. eins og þá að- ila, sem hafa með höndum flutn- inga á landi og sjó innan fjórðungsins, og leitast við að skipuleggja vöruflutninga i sam- ráði við þá þannig, að vöruflutn- ingar frá Reykjavik til upp- skipunarhafna á Vestfjörðum og frá uppskipunarhöfnum og um fjórðunginn geti gengið greitt og örugglega og sem ódýrast. Jafn- framt verði sérstaklega athugað hvort ekki sé unnt að hefja rekst- ur Vestfjarðaskips mjög bráölega t.d. með þvi að taka tii bráða- brigða á leigu skip til flutning- anna eða með þvi að notast við gamla Herjólf með einhverjum breytingum á meðan verið er að undirbúa kaup eða smiði á skipi, sem hentaði að öllu leyti til að sinna þessu sérstaka verkefni. JSS maður, Haukur Hafstað, framkvæmdarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson, skrif- stofustjóri. Þegar Vilhjálmur Hjálmarsson tók við störfum ráðherra árið 1974 tók Halldór Asgrimsson alþingismaður sæti Vilhjálms i nefndinni sem formaður. Þá lét Gunnar Gislason af störfum i nefndinni þegar hann hvarf af Aiþingi árið 1974. Tillögur nefndarinnar 1. Falli verði frá hugmynd um verðjöfnun allra vöruflutninga með stofnun sérstaks verð- jöfnunarsjóðs. 2. Skattakerfinu verði breytt í þvi skyniað jafna aðstöðumun vegna mismunandi framfærslu- kostnaðar. Hagstofunni verði jafnframt falið að gera könnun á f r a m f æ r s 1 u k o s t n a ð i á mismunandi stöðum á landinu. 3. Framkvæmdastofnun rikisins verði falið: a. að gera áætlun um aðgerðir, þ.á.m. með styrk- veitingum, til að tryggja viðunandi verzlunarþjónustu i dreifbýli og flutningaþjónustu út frá verzlunarmiðstöövum, sem þjóna viðkomandi byggðarlögum, b. að kanna möguleika á endurskipulagningu samgangna til einstakra svæöa i þvi skyni að ná sem ódýrastri tilhögun flutninga fyrir samfélagið i heild, með opinberum styrkjum ef til þarf. Endurskoðaðar verði reglur um styrki til flóabáta, m.a. með almenna samræmingu á flutningastarfsemi i huga. 4. Þjónusta Skipaútgeröar rikisins verði stórbætt og þannig stuðlað að lækkun flutnings- kostnaðar: a. Komiö verði upp aðstöðu i Reykjavtk fyrir vöruafgreiðslu og vörugeymslu þannig að unnt verði að taka á móti vörum til flutnings hvenær sem er (viðskiptavinum verði ekki stefnt aö skipshlip), b. Séð verði fyrir samsvarandu aðstööu á helztu viökomuhöfnum utan Reykjavikur, c. Ferðaáætlun verði við það miðuð að tryggja sem mesta tiðni ferða. Stefnt verði að þvi, að hámarkstimi milli ferða verði u.þ.b. ein vika. Komið verði á sem næst fastri áætlun eftir þvi sem aðstæöur leyfa, d. Gerð verði áætlun um endurnýjun skipakosts Skipaút- gerðarinnar sem kæmi til framkvæmda jafnskjótt og reynsla fæst af þeim aðgerðum sem nefndar eru i liðum a-c hér að ofan. Bætt verði við a.m.k. einu skipi nú þegar: e. Komið verið upp dreifingarkerfi út frá aðalviðkomuhöfnum þannig að flutningaþjónusta Skipaút- gerðarinnar nái til fleiri staða en nú og fækka megi viökomum, f. Flutningar frá Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi verði styrktir þannig aö farmgjöld Skipaútgerðar rikisins verði t.d. helmingi lægri þá leiöina en frá Reykjavik. Greinargerð með þessum tiilögum er mjög itarleg og vel unnin. og verður nánar greint frá einstökum þáttum hennar siðar. —BJ Aðeins almennar frétta myndir 1 opnu blaösins I gær er myndaröö með grein um mútur og fyrirgreiðslu hvers kyns. Myndirnar eru að sjálfsögðu allar almenns eðlis — og til að fyrir- byggja misskilning, sem kann að hafa komiö upp vill Alþýðublaðið taka það fram, að myndirnar eru EINGÖNGU birtar sem almenn dæmi og eiga ekki við nein sérstök tilfelli, nema siður sé. Myndirnar eru valdar úr safni almennra fréttamynda, og við biðjum það fólk, sem kann að þekkjast á þeim, afsökunar á þvi ogfullvissum alla lesendurum aö það á ekkert skylt viö efni greinarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.