Alþýðublaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 3
■slaðfö1 Föstudag ur 15. október 1976 FRÉTTIR 3 ÁRSAFMÆU 200 MÍLNA: „FÓRUM NÆRRI UM HVAÐ BRETARNIR HÉLDU ÞETTA LENGI ÚT” „Ég get get varla sagt aö einn atburöur sé öörum minnisStæöari frá þessu ári sem liöið er fra út- færslunni. Meöan á stnöinu stóö var þetta samfelld röö atburöa og að sjálfsögöu var þetta erfiöur timi. En viö unnum og þaö er m eginatriöið”, sagöi Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgis- gæzlunnar i samtali viö Alþýöublaöiö i gær. 1 dag er eitt ár liðið síðan fiskveiðilandhelgin var færð út i 200 milur. Þá var enn i gildi samkomulag sem gert var viö Breta árið 1973 og rann það ekki út fyrr en 13. nóvember, eða tæpum mánuöi eftir útfærsluna. Fyrstu vikurnar fóru þvi einkum I það, að stugga við vestur-þýzkum togurum, en þann 28. nóvember staðfesti Alþingi samning. við Þjóöverja til tveggja ára. Viðræður viö Breta fóru fram 11. september 1975 i Reykjavik, dagana 23. og 24. október i London og siðan aftur i Reykjavik þann 17. nóvember, fimm dögum eftir að samningurinn frá 1973 rann út. Samkomulag náðist ekki og Bretar sendu freigátur á Islands- mið tilað vernda togara sina fyrir aðgerðum varðskipanna. Gáfust upp 1 liðlega sex mánuði má segja að styrjaldarástand hafi rikt á miðunum. Freigátur og dráttar- bátar Breta gerðu harðvitugar árásir á islenzku varðskipin, en áhafnir þeirra létu engan bilbug á sér finna þrátt fyrir ofureflið. Svo fór að lokum að Bretar gáfust upp og eftir viðræður i Osló um mánaðamótin mai-júni náðist samkomulag um veiðar þeirra hér við land og gildir það til 1. desember. „Viö fórum ákaflega nærri um það hvað Bretarnir myndu halda þetta út lengi, en þó héldum við að það tæki kannski eitthvað lengri tima fyrir þá að átta sig en raun bar vitni”, sagði Pétur Sigurðsson. Varðandi árekstra á miöunum, klippingar og aðra atburði sagði forstjórinn, að þegar þeir atburðir birtust á siðum blaðanna hefði vanalega eitthvað nýtt verið komiö upp sem glima þurfti við. Oft heföi verið skammt stórra högga á milli. Smáskip duga ekki t sambandi við þá reynslu sem fengin er af vörzlu svo vfðáttu- mikillarlandhelgi sagði Pétur, að það væri ljóst að smáskip dygðu ekki við gæzlustörfin. Veöur væru válynd og islenzku fiskiskipin hefðu stækkað svo mikið að nú sæktu þau á fjarlægari og önnur mið en áður. Það yrði að taka tillit til þessa við skipulagningu landhelgisgæzlu. Þáttur flugsins. Pétur Sigurðsson tók fram, að útilokað væri aö hafa gott yfirlit yfir landhelgina nema hafa flugvélar i notkun. An flugsins væri ekki hægt að fylgjast meö þvisem væri að gerast. Tildæmis þyrfti að sannreyna tilkynningar erlendra togara, sem væru hér að veiðum samkvæmt samningum, þegar þeir gæfu upp staöar- ákvarðanir. „SOMDUM UM VOPNA- HLÉ MEÐAN GREITT VAR ÚR FLÆKJUNNI” Útgerð - Fiskverkun Hraðfrystihús Rekum hvers konar fiskverkun og fiskvinnslu Seljum is og beitu Höfum umboð fyrir Oliufélagið Skeljung hf. og Sjóvátryggingafélag tsiands hf. MIÐNES HF. SANDGERÐI Simar 92-7403 (skrifst.). 92-7405 (i'iskverkun) og 92-7418 (hraðfrystihús). - rætt við Baldur Halldórsson, stýrimann Varðskipið Oðinn lá við Ingólfs- garð i gær þegar útsendarar Alþýðublaösins voru þar á stjái. Að sjálfsögðu vippuðu þeir sér fimlega um borð og rákust brátt á Baldur Halldórsson yfirstýrimað- ur á Óðni. Þar sem Alþýöublaðs- menn voru tveir saman tókst þeim að hrekja stýrimanninn til káetu hans og ræddu þar við hann nokkra stund um þetta ár 200 milna. Baldur var stýrimaður á Ægi þegar 200 milurnar tóku gildi og var á þvi skipi allan timann sem átökin stóðu. Skipherra var fyrst Gunnar Ólafsson, en um áramót- in tók Þröstur Sigtryggsson við stjórn og var með skipið lengst af vetrinum, en undir lokin var Bjarni Helgason þar skipherra. „Þetta fór nú frekar rólega af stað alit saman eins og venja hef- ur verið þegar landhelgin er færð út. Það er byrjaö á að aðvara togarana og tilkynna þeim að þeir séu að ólöglegum veiöum”, sagöi Baldur Halldórsson. En leikurinn fór brátt að æsast eftir að Bretar sendu freigátur og dráttarbáta á vettvang. Skotið að Primellu Við spyrjum Baldur hvort skip- verjar hafi ekki verið orðnir taugaveiklaðir i öllum þessum látum. Hann tók þvi viðs f jarri og tók fram, að menn heföu miklu frekar orðið þreyttir þegar að- gerðaleysi rikti heldur en þegar varðskipin fengu að athafna sig að vild. Minnisstæöur atburöur? „Ja, þessir árekstrar eru nátt- úrlega minnisstæðirsvo og þegar við skutum á Primellu. Þaö var þann 13. mai sem sá atburður átti sérstaö.aö viðá Ægi reyndum að taka brezka togarann Primellu út af Vestfjörðum. Við skutum nokkrum lausum skotum að tog- aranum og einnig föstu skoti og hefðum liklega getaö tdciö hann ef Nimrod þota heföi ekki komið til sögunnar. Flugmennirnir hót- uöu að gera árás á okkur ef við hættum ekki aö skjóta á togarann og þvi var aöförinni hætt”, segir Baldur og dæsir mæðulega. Var greinilegt að þarna fannst honum gott tækifæri hafa farið forgörð- um. Vopnahlé vegna flækju „Annars var það anzi skemmti- legur atburður þegar Barði frá » Neskaupstað og brezkur togari lentu i þvi aö vörpur þeirra flækt- ust saman. Þarna virtist liggja við miklum átökum þar sem hvorugur vildi láta sig, en við komum á vettvang og stilltum til friðar. Meðan verið var aö greiöa úr flækjunni var gert formlegt vopnahlé, það eina sem samið var um á miöunum sjálfum. Þrir varðskipsmenn fóru um borö i togarann til að fylgjast með er greitt var úr flækunni en þarna voru bæði Ægir og Þór, dráttar- bátar og togarar. Varöskipin lof- uðu að áreita ekki togarana með- an á þessu stæði og dráttarbát- amir hétu þvi á móti að láta af ásiglingatilraunum á meðan. Vopnahléð stóö raunar til kvölds, en síöan hófst leikurinn á ný.” Megum vel við una Nú spyrjum við Baldur hvort hann hafi verið ánægður meö frammistöðu gæzlunnar i striö- inu. Hann sagöist telja að árang- ur hefði orðiö vel við unandi. Klippt var á togvira fjölda tog- ara” og þegar við fengum eitt- hvað að gera gekk alveg undan okkur”, sagði Baldur og brosti ánægjulega. Margt fleira bar á góma i þessu spjalli. Meðal annars sagðist Baldur hafa farið um borð i brezkan togara eftir að striöinu lauk. Ægismenn höföu mikið og lengi reynt aö klippa á togvira þessa togara á sinum tima. Nú var farið um borð til að mæla möskva og skipstjóri hans og Baldur rifjuðu upp þessar gömlu erjur i mesta bróðerni. Og von- andi heyra átök eins og þau er áttu sér stað á liðnum vetri nú sögunni til fyrir fullt og allt. En verkefni varöskipanna eru óþrjótandi þótt ekki þurfi að striða við Bretann. Hver vill ekki SPARA GJALDEYRi, þegar innlenda varan er BETRI og á JAFN HAGSTÆÐU VERÐI? Við framleiðum úr beztu hráefnum: Linu — alla sverleika. Teinatóg: Staple fiber, sérstaklega stamt — hvitt með bíáum þræði PEP gamla góða grænýrótta teinatogið. PPF, filmukaðall blár. með hvitum þræði. Færatóg: PE, grænt með gulum þræði. Kúluhankaefni úr Sísal. Steinahankaefni PPF blátt. Botnvörpunet og vörpugarn. STAKKHOLTI 4 Reykjavík —SG

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.