Alþýðublaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 6
Föstudagur 15. október 1976 SSSS1 BRÝNT AÐ BÆTA ATVINNUASTAND FATLAÐRA Um siðustu helgi var haldið i Reykjavik landsþing Sjálfbjargar, Landssambands fatlaðra. Þingið sóttu 57 fulltrúar frá 11 deildar- félögum,en alls eru deildarfélög Sjálfsbjargar 13. Þingforsetar voru þeir Sigursveinn D. Kristinsson og Sigurður Guðmundsson. Avörp fluttu þeir Haukur Þórðarson yfirlæknir á Reykjalundi og Karl Brant endurhæfingarfulltrúi. A þinginu voru rædd brýnustu hagsmunarhál fatlaðra, svo sem tryggingamál, farartækjamál og félagsmál. í ályktun þingsins um atvinnumál kemur fram, að fötluðu fólki hafi reynst erfitt að fá atvinnu við sitt hæfi og hafi það þvi neyðst til að eyða ævinni atvinnulaust heima eða á sérstökum stofnunum. Leggur þingið áherzlu á að leysa þurfi atvinnumái þessa hóps hið bráðasta. Þá er þvi beint til rfkis og sveitarfélaga, að þau taki upp samþykkt borgarráðs Reykjavikur frá 18/3 1976, um um skipulagða, sérhæfða vinnu- miðlun fyrir öryrkja, þar sem mikið skorti á að fólk með skerta vinnugetu geti fengið störf við sitt hæfi. Einnig er itrekað til Arkitektafélags Islands, aö viö hönnun þjónustubygginga, sé gert ráð fyrir að fa^lað fólk eigi greiðan aðgang aö. Þá segir i lok ályktunar um atvinnumál, að þeim hópi fatlaðs fólks, sem ekki getur fengið atvinnu á almennum vinnumarkaði þurfi að skapa skilyrði til vinnu á vernduðum vinnustöðum. Er lögö áherzla á að vinnustofa landssambands fatlaðra verði veitt nauðsynleg fjármagnsfyrirgreiðsla tii þess aðhún getihafiðstörfsem fyrst. Félagsmál. í ályktun um féiagsmál er drepið á mörg atriði, sem samtök fatlaöra vilja vekja athygli á og fá framgengt. Hvatt er til þess að haldið sé áfram að styrkja fólk til náms I sjúkra þjálfun og öðrum greinum er varða endurhæfingu, enda njóti landssambandið starfskrafta . þess að námi loknu, eftir samkomulagi. Þá er skoraö á framkvæmda- stjórn að útvega jarönæði undir sumarbúðir fyrir félagsmenn, rætt um þörf á sérstakri ferða- þjónustu fyrir fatlaða, sem ekki geta notað almenningsfarartæki, rætt um nauðsyn á þvi að hefja dans- kennslu fyrir fatlaða, og fleira er þarna nefnt sem varðar félagslif félagsmanna. í lok ályktunarinnar er þvi beint til sanstarfsnefndar samtaka hjólastólar og burðarsetur séu á öllum flugvöllum, söfnum, sundstöðum og stórverzlunum og hliðstæðum stöðum. Einnig að framfylgt verði heimild I lögum um niöurfellingu afnota- gjalda af sima til tekjulausra elli- og örorkulffeyrisþega. Tryggingamál. Þingiö ályktaði, að örorkulifeyrir einstaklinga að viðbættri tekjutryggingu skuli ekki vera lægri en svarar til 80% af almennu dagvinnukaupi, og að örorkulifeyrir einstaklinga án tekjutryggingar verði ekki lægri en sem svarar 40% af almennu dagvinnukaupi. Þá er þeirri áskorun beint til Heilbrigðis- og Tryggingar- málaráðuneytis, að sjúkra- tryggingar greiði að fullu læknishjálp lifeyrisþega, sem dvelja i heimahúsum. Einnig að tryggingakerfið verði gert sveigjanlegra en veriö hefur, þannig að til dæmis opnist möguleikarfyrir lifeyrisþega að fá lán hjá Tryggingastofnun rikisins til lagfæringa eba kaupa á eigin húsnæöi. Þá bendir þingið á þá herfilegu afturför aö lifeyrisþegar þurfi að greiöa sjúkratryggingagjöld, og telur að bráðabirgðalög nr. 95/1976 séu mistök, sem beri að leiðrétta. —ARH BILL ER FOTLUÐUM NAUÐSYN EN HANN ER DÝR AÐ KAUPA OG REKA Sjálfsbjörg, samband lamaðra og fatlaðra, segir i ályktun um farartækjamál frá landsþingi sinu, að þær gifur- legu veröhækkanir á bifreiðum sem orðið hafa siðan 1971, eða um 400-500%, geri tekjulitlum ororkulifeyrisþegum ókleift að eignast eða endumýja bifreið. Bent er á, að á hinum Norður- löndúnum sé fötluðum gert miklu auðveldara að eignast bifreið, svo sem með hærri vaxtalausum lánum og styrkj- um. Þá er einnig bent á hina miklu hækkun sem orðið hefur á rekstri bifreiðar á sama tima- bili. í ályktuninni er þess farið á leit viö stjórnvöld, að þau úthluti eftirgjöf aðflutningsgjalda af fimm hundruð bifreiöum til öryrkja á næsta ári. Af bifreiðum sem fara til öryrkja sem ekki komast feröa sinna án farartækis, veröi aöflutnings- gjald fellt niður að fullu. Einnig að öryrkjar hafi frjálst val bifreiðategunda, en ekki að niðurfelling gjaldanna sé bundið viö ákveðnar tegundir. öll þau hjálpartæki semfatlaðir þurfa á að halda i bifreiöum sinum, svo sem sjálfskipting, vökvastýri, aflhemlar, talstöövar og fjar- stýrður rafbúnaður til aö opna óg loka bilskúrshurðum, verði greidd. Er lögð sérstök áherzla á mikilvægi þess að fatlaðir hafi i ökutækjum sinum talstöðvar, vegna öryggis sem þær veita. Þá er lagt til að Tryggingastofn- un veiti lifeyrisþegum vaxta- laus lán til bifreiðakaupa, a.m.k. sem svarar til helmings andvirðis þeirra. Að séð sé til þess aö öryrkjar sem þurfa á ökuréttindum að halda vegna atvinnu, njóti ókeypis öku- kennslu. Þvi er beint til skatta- yfirvalda, að rekstrarkostnaður og afskriftir bifreiða fatlaðra veröi frádráttarbær til skatts. —ARH FÓSTBRÆÐUR VERÐA MEÐ SÖNG, GRÍN 0G Karlakórinn Fóst- styrktarfélaga sina á bræður gengst fyrir föstudags og laugar- skemmtikvöldum fyrir dagskvöldum i október Eini grindvíski myndlistar- maðurinn sýnir á heimaslóðum Vilhjálmur Bergsson, list- málari, opnar málverkasýningu I samkomuhúsinu Festi, Grinda- vik. Sýningin er haldin i boði Grindavikurdeildar Norræna félagsins og bæjarstjórnarinnar og verður opin föstudagskvöld frá kl. 8 - i: og laugardag og sunnu- dag frá klukkan 2 11 siödegis. A sýningunni eru 16 olíu- málverk, máluð á siðastliðnum þrem árum. Þetta er sölusýning og verö myndanna er frá 65 upp i 198 þúsund krónur. Aðgangur aö sýningunni er hins vegar ókeypis. Vilhjálmur er fæddur og uppalinn í Grindavik og mun vera eini Grindvfkingurinn sem gerthefur málaralist aö atvinnu GAMAN og byrjun nóvember- mánaðar. Skemmtan- imar verða haldnar i sinni. Hann stundaöi á sinum tima nám i Kaupmannahöfn og París og hefur haldið allmargar einkasýningar í Reykjavik og Kaupmannahöfn og tekiö þátt i fjölda samsýninga heima og viða erlendis. Þetta er I fyrsta skipti sem hann sýnir verk sfn opinberlega I Grindavik. félagsheimili kórsins að Langholtsvegi 109-111, og hefjast kl. 20.30 öll kvöldin. Margt verður til skemmtunar. Kórinn syngur létt lög, undir stjórn Jónasar Ingimundarson- ar, sem einnig leikur undir á pi- anó. Þá syngur blandaður kór fóstbræðra og eiginkvenna þeirra. Eiginkonur munu flytja skemmtidagskrá um stöðu kon- unnar i hinum ýmsu löndum. Omar Ragnarsson skemmtir og sitthvað fleira. Skemmtuninni iýkur siðan með þvi aö stiginn verður dans. Afhending miöa á þessar skemmtanir fer fram i Fóst- bræðraheimilinu alla fimmtu- daga frá kl. 18520, og föstudaga og laugardaga frá kl. 19.00. Nánari upplýsingar er aðfá isima 85206 á ofangreindum timum I Fóst- bræðraheimilinu. —AB Ein eiginkvenna fóstbræöra I hlutverki sfnu ileikþætti uni stööu konunnar f hinum ýmsu löndum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.