Alþýðublaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 16
FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1976 Könnun á notkun almenningsvagna Hugað að bættu skipulagi umferðar næstu 20 árin Dagana 19. og 20. október fer fram könnun á notkun almenn- ingsvagna á höfuðborgar- svæðinu Nær könnunin til þriggja rekstraraðila SVR, SVK og Landleiða. Þróunarstofnun Reykjavikurborgar stendur fyrir könnun þessari i samvinnu við rekstraraðila Tilgangur könnunarinnar er að afla upplýsinga um ferðir al- mennings með almennings- vögnunum. Upplýsingar um ferðamynstur með vögnunum er nauðsynlegt til að bæta þjón- ustu almenningsvagna með nú- verandi vagnflota. Þróunarstofnun Reykjavikur- borgar vill einnig með könnun þessari kanna notkun al- menningsvagna i hinum ýmsu hverfum .borgarinnar. Hvort munur sé á notkun þeirra eftir hverfum eða bæjarhlutum. Upplýsingar um þetta eru mjög mikilvægar við gerö áætlana um þróun almenningsvagna- kerfisins á höfuðborgarsvæöinu, t.d. næstu 10 árin. Notkun einkabila hefur fariö vaxandi með hverju árinu. Skipulagsnefnd Reykjavikur um almenningsvagnaumferð telur nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hvernig umferð verður i borginni næstu 20 árin, og með það i huga hanna gatna- gerð þannig að tekið sé tiilit til einkabila og unnt sé að auka notkun almenningsvagna. A vissum timum koma svo- nefndir álagstoppar i um- ferðinni. Gott væri, ef hægt væri að draga úr þeim toppum með notkun almenningsvagna. Eftir könnun þessa verður leitazt við að bæta þjónustu almennings- vagnanna eftir svörum notenda vagnanna. Könnun sem þessi var gerð árið 1962 i Reykjavik, og náði hún tii eigenda einkabila og al- menningsvagna. í þeirrikönnun svöruðu 74% eigenda einkabila, og þótti það góð þátttaka. A fundi með biaðamönnum hjá Þróunarstofnun Reykjavikur- borgar i gær kom fram að alltaf er halli á rekstri almennings- vagna. Til aö minnka þennan rekstrarhalla þarf farþegaf jöldi vagnanna að aukast um helming miðað við það sem nú er. Ef svo aftur á móti, farþega- fjöldi ykist um helming, væri ekki til nógur vagnafjöldi undir allan þennan fjölda. Af þvileiðir að rekstrarhalli yrði áfram á vögnunum. Með könnuninni um notkun vagnanna ætti einnig að koma fram, hvar mestur farþega- fjöldi er, og samkvæmt þeim upplýsingum myndu rekstraraðilar reyna að bæta úr skorti á biðskýlum og þess hátt- ar þjónustu við notendur al- menningsvagna. Sem fyrr segir fer könnunin fram þriðjudaginn 19. okt. og miðvikudaginn 20. okt. Könnunin fer þannig fram, að hver farþegi, lOára og eldri, fær afhentan spurnarseðil og blýant með tilmælum um að svara 6 spurningum sem á seðlinum eru. Spurt er um hvaöan og hvert fólk er að fara, tilgang ferðarinnar, aldur farþega og hvort hann hafi skipt um vagn. Farþegar eru siðan beðnir um að afhenda seðilinn viö útgöngu- dyr um leið og þeir stiga úr vagninum. I hverjum vagni verða tveir starfsmenn könnun- arinnar, annar við inngöngudyr en hinn við útgöngudyr. Börn 5-10 ára fá afhentan spurnarseðil, en þau eiga ekki að fylla hann út, heldur aðeins afhenda hann við útgöngudyr eins og aðrir farþegar. Ef farþegar eru i vafa um, hvernig fylla beri út spurnar- seðlana, geta þeir snúið sér til starfsmanna könnunarinnar, sem munu aðstoða farþega eftir þvi sem tækifæri gefst. Meðfylgjandi sýnishorn af út- fylltum spurnarseðli sýnir, hvernig farþegi sem býr i Hraunbæ 299 en vinnur i Austur- stræti 16, hefur fyllt út seöil sinn. Hann tekur leið 10 niður á Hiemm, en tekur þar t.d. leið 2 niður á Lækjartorg. Meðfylgj- andi sýnishorn er þá fyllt út i seinni vagninum. —AB Nagladekkin undir í „Aðalvertiðin i nagladekkjum cr að hefjast hjá okkur á morg- un,” sagði Þorkell Kristins- son, þegar blaðr.maður og ljós- myndari Alþýðublaðsins litu inn á Hjóbarðaverkstæðið Múla f gær. Haustvertíðin er hafin Þorkell rekur þetta fyrirtæki sjálfur við annan mann, en það er nafni hans Guðvarðarson. Auk þess vinna þarna aukamenn þeg- ar mikið er að gera, eða allt upp i fimm menn. Verkstæðið er reyndar ekki mjög stórt og aðeins er hægt aö taka inn einn bil i einu. Þó geta þeir afgreitt, á einum degi, allt upp i 40 bfia. „Þetta er erfið vinna þegar mikið er að gera,” sagði Þorkell Kristinsson. „Við vinnum hérna alla daga vikunnar nema sunnudaga og yfirleitt er unnið til klukkan 8 á hverju kvöldi.” Það er sem sagt i dag, 15. októ- ber, sem menn geta farið að setja nagladekkin undir. Auðvitað hafa hjólbarðar hækkað f verði eins og allt annað I þessu verðbólguþjóð- félagi okkar. Þó sögöu þeir félag- ar að dekkin hefðu ekki hækkað, frá þvi i fyrra, meira en um 30%. Hinsvegar hefði vinna hækkað um u.þ.b. 50-60% frá þvi i fyrra. Þá var öldin önnur í fjósinu í Múla Nagladekk undir fólksvagn, þ .e. ný dekk, kosta nú 11.000.- krónur, en sóluð nagladekk kosta 7.500.- krónur. Sumardekkin und- ir sömu bila kosta hinsvegar 9.000.- krónur ný en 5.500.- krónur, sóluð. Að visu er hægt að fá dekk negld þarna á verkstæðinu. Þorkeil Guövarðsson sagði að það færu um það bil 80 naglar undir dekkið, en hver nagli kostar 19 krónur. Það er óhætt að segja að nú sé öldin önnur i fjósinu i Múla. Þetta hús var byggt árið 1926 og þarna voru kýr i góðu yfirlæti alit fram dag undir 1960. Um tima var þarna rekin blikksmiðja og nú er þarna hjólbarðaverkstæði, eins og áður segir. Svo er líka naglavertíð á vorin Þegar blaðamaöur og ljós- myndari iitu þarna inn f gær var reyndar ekki mikið um að vera, enda átti vertiðin ekki að byrja fyrr en i dag. Þeir nafnarnir sögðu að verkefnin væru þau helzt, að selja ný og sóluð dekk, bæta og sjóða i dekk, affelga og skipta um dekk. Auk þess væru ýmiskonar lagfæringar, sem þeir gerðu fyrir viðskiptavinina. Þorkell Kristinsson sagði að aö- staöan væri nægileg þegar litið væri á verkefnin yfir allt árið. Að visu væri nokkuð erfitt að athafna sig á haustin, þ.e.a.s. eftir 15. okt- óber og svo aftur á vorin, þegar nagladekkin eru tekin undan i kring um 1. mai. „Það eru svona þrir mánuðir á ári, sem nóg er að gera. Hina mánuðina er þetta litið og þá lifir maður á afrakstri vor- og haustvertiðanna sagði Þorkell Kristinsson að lokum. —BJ alþýðu blaðiö Heyrt: Að ekki muni’liða á löngu þar til upp úr sjóði meðal jarðvisindamanna um afstöðuna tilástandsins á Kröflusvæðinu. Mörgum þeirra þykir súrt i broti, að st jó rnm ála m önnunum skuli nú hafa tekist að koma allri ábyrgðinni af framgangi verksins yfir á visindamennina. Ljóst er, að hópur jarðvisinda- manna telur það mjög áhættusamt að halda áfram virkjun Kröflu og að það brjóti i bága við allar skynsamlegar niöurstöður. o Séð: t athugasemdum við fjárlagafrum varpið: „Fangamál, ýmis kostnaöur. Þessi liður hækkar um 17,5 milljónir króna og kemur þannig fram i einstökum viðfangs- efnum: Bygging rikis- fangelsa og vinnuhæla 15,7 milljónir (verður 30 milljónir), sjúkra- kostnaður refsifanga 1,1 milljón, fangahjálp 490 þúsund krónur, geð- lækninga- og sálfræðiþjón- usta viö refsifanga 434 þús- und krónur, en kostnaður við námskeið fangavarða lækkar um 210 þúsund krónur. o Tekið eftir: Að fréttastofa útvarpsins hafði það eftir Timanum i gær, að dr. Bragi Jósepsson hefði verið skipaður i stöðu rann- sóknarlögreglumanns við sakadóm Reykjavikur. Mun þetta vera i fyrsta skipti að útvarpið skýrir frá slikri stöðuveitingu, og virðist i þessu sambandi ekki vandað til heimildar. o Frétt: Að fjármálaráð- herra sé nú að láta rann- saka hvernig Dagblaðið komst yfir upplýsingar úr fjárlagafrumvarpinu áður en það var formlega lagt fram á Alþingi. Það þóttu mikil tiðindi, þegar Dag- blaðið birti upplýsingar úr frumvarpinu áður en helftin af þingmönnum hafði séð það. Ráðherra vill nú komast að þvi hvar „lekinn” er I kerfinu. o Séð: i Hagtölummánaðar- ins: Aö skuldir tslendinga við útlönd i lok júni- mánaðar s.l. námu 73,4 milljörðum króna eða 73.484 milljónum króna. í árslok 1970 námu skuldirn- ar 23,3 milljörðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.