Alþýðublaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 15.10.1976, Blaðsíða 14
14 FRÁ MORGNI. ■ ■ Föstudagur 15. október 1976 FRETTA- GETRAUN 1. Hver er konan? 2. Hve margir vestur-þvzkir togarar hafa heimild til að stunda veiðar hér? 3. Hve margir togarar hafa verið strikaðir út? 4. Um hve mörg stig hefur vísitalan hækkað siðan i ágúst? 5. Kaup á almennum vinnumarkaði mun hækka um næstu mánaðamót. Hve mikið? 6. 1 blaðinu i gær var sagt frá óvenjulegum og litt þekktum sjúkdómi, sem nú er farið að bera á meðal barna. Hvernig lýsir hann sér? 7. í blaðinu i gær birtist mynd af Sviadrottningu, i fullum skrúða. Hver tók myndina? 8. Eftir hvern var útvarpsleik- ritið sem flutt var í gær? 9. Um hvað fjallaöi dagbók blaðamanns i gær? 10. Hver er þjóðardrykkur Rússa? Með bros á vör SVOR •I5JPOA QBJIAQnV '01 •QiOJjjq IJQBIOU 9 dnB5( u«a '6 •puniJOHY UBIIV ‘8 •UBpU/ÍUI -sptiQJiq ‘uossiin iJBUuaq ’i ■uin|5iýs 80 uinjiOA ugag isí»inQpisi9iu j -9 % irt: uiq s •Srs 93 1 JI3AX £ "8£ Z , •BU05iJBUnj5inl'l| ‘ ji119Pb8i3H SJOfqiSui 1 FARIÐ VEL MEÐ KASSETTURNAR Kassettusegulbands- tæki og kassettur verða að vera mjög vel úr garði gerðar eigi full- komin hljómgæði að nást. Segulbandið rennur mjög hægt um tækið, eða á hraðanum 4.6 cm á sekúndu, — og breiddin á hljóðsporinu á bandinu er ekki nema 0.6 mm. En það er ekki einungis nauðsynlegt að tækin séu vel úr garði gerð, meðferð eigandans verður einn- ig að vera góð og hann verður að fara eftir leiðbeiningum. Sláið kassettunni flatri við lærið. Það kemur stundum fyrir að bandið vefst ójafnt upp á spól- una. Þetta getur virkað sem hemill og jafnvel stöðvað tækið algjörlega. Þetta er auðvitað mjög hvimleitt sérstaklega þeg- ar verið er að taka upp úr út- varpi eða frá einhverju sem ^ekki verður endurtekið.___ Til er einfalt ráð til þess að koma i veg fyrir að slikir hlutir sem þessi gerist. Reynið að slá kassettunni flatri á báðar hliðar á lærið. Við það jafnast bandið á spólunni. Kassettur sem lengi hafa legið i hanskahólfi bifreið- ar hafa ekki sist gott af þessari meðferð. Nauðsynlegt er að spila ailar kassettur endrum og eins. Ekki ætti að láta kassettur liggja lengi óspilaðar. Astæðan er sú að þar sem bandið er svo þétt vafið sem raun ber vitni er hætta á smitun (með þvi er átt við að segulmerkin kópierist milli laga i uppvafinni spól- unni). Þvi er eins og fyrr segir nauðsynlegt að spila allar kasetturi gegn endrum og eins . Þá er eigendum kassettutækja einnig ráðlegt að spóla kassett- una hratt eina umferö eftir hverja upptöku. Hreinsið hljóðhausinn eftir hverja 30 tima Gæði segulbandsupptöku fara mikið eftir þvi hve gott sam- band er milli bandsins og hljóð- haussins (picupsins). Ef sam- bandið er slæmt er orsökin oft á tiðum sú að bandið hefur ryk- fallið. Kassettur ættu þvi ávallt að liggja i plasthulstri þegar Sláið kassettunni á lærið, við það jafnast bandíð á spólunni. þær eru ekki i notkun. En einnig er nauðsynlegt að hreinsa hljóð- hausinn öðru hvoru. Það er gert með þvi að nota sérstakar hreinsikassettur, sem fást i hljómtækjaverzlunum og viðar. Hreinsikassettur ætti að spila yfir eftir hverja 30 tima notkun. FRAMHALDS5AGAN Staðgengill stjörnunnar ^ Þjónn! Stöðvið þá sem reyna að yfirgefa húsið. Ég hef verið rændur! eftir Ray Bentinck strákur, með alla sina beisbolta- leiki og menntaskólavini. Hún andvarpaði aftur. — En mér þótti vænt um fiflið! — Hvers vegna ferðu ekki aftur til hans? Paula hló. — Hann tæki mig aldrei aftur! Það hefur alltof mikið komið fyrir frá þvi, að ég fór frá honum, og ég held, að það liöi ekki á löngu þangað til, að hann sækir um skilnað. Og þá fer ég kannski að hugsa um þann fjórða... — Er erfitt að fá skilnað i Bandarikjunum? spurði Shirley með áhuga. — Dwight hefur áreiðanlega sent einkalögreglu á eftir mér og þeir fylgjast með okkur Max, sagði Paula kæruleysislega. — Þessi Glen Mallory þinn gæti vel verið einn þeirra, og ef hann er það, hefur hann sitt hvað að segja, þegar heim kemur. — Þvi trúi ég ekki! — Þú átt við, að þú viljir ekki trúa þvi, sagði Paula hæönislega. — Þú reynir enn að telja þér trú um, að vinátta milli tveggja skapheitra manneskja eins og okkar Max geti verið vináttan ein. Reyndu nú að verða fullorðin, Shirley! Þúnærð aldreilmann, ef þú skiptir ekki um skoðun á viss- um hlutum, og jafnvel þá nærðu aldrei i minnmann! Shirley spratt upp úr rúminu og tók sloppinn sinn. — Ég vil ekki sofahérna! Ég hata þig! Nú fer ég og sofna inni h já þér! Hún fór út að herbergi Paulu, en Paula hljóp á eftir henni og náði henni, áður en henni tókst að opna. — Komdu aftur, Shirley! sagði hún biðjandi. — Fyrirgefðu... ég get ekki stillt mig um að hneyksla þig! Þú mátt ekki fara frá mér af þvi.... Hún þagnaði. Shirley elti augnaráð hennar og sá blóma- öskju á snyrtiborðinu. Gegnum gagnsætt lokið sá hún, að þetta var harpa gerð úr fjólum og liljum, og við hliðina á öskjunni lá eins og hjá kransinum, sem Luke hafði sent á afmæli Paulu, hvitt spjald með svartri sorgarrönd. Kyrrðin var rofin af veinum Paulu. A spjaldinu stóð dag- setning, nákvæmlega viku siðar. Shirley tókst að fá Paulu með sér inn i hitt herbergið, en svo náði hún i Max og Silverstein, meðan Paula lá ein eftir, veinandi og kjökrandi móðursýkilega. — Það er frá Luke! Dánardægur mitt... Max og Barney skoðuöu allan garðinn, en þar var ekkert að sjá. Allt benti til þess, að einhver i húsinu hefði sett blómaöskjuna inn til Paulu. Óvinur Paulu var á næstu grösum.... 18. kafli Paula lá i rúminu næstu tvo daga. Hún hvorki borðaði né tal- aði, og siðast heimtaði þorps- læknirinn, að taugalæknir væri sóttur. Shirley kenndi i brjósti um hana. og gerði sitt bezta til að hjálpa henni, en hún vorkenndi Silverstein lika. — Við getum ekki haldið svona áfram! sagði hann örvinglaður. — Hver ónýtur dag- ur kostar stórfé! Hvers vegna þurfti hún að brotna núna, þegar aðeins tvær vikur eru eftir? Taugarnar! Hvað með minar taugar? Ég hef lagt allt mitt i þessa mynd! — Ég lika, sagði Max argur. — Hvað sagði læknirinn, Shirley? — Sérfræðingurinn kemur eft ir matinn, sagði hún. — Hann ákveöur, hvort hún geti farið á fætur. • — Hún liggur bara i rúminu, af þvi að henni finnst hún öruggari bar! sagði Silverstein. — Nú, ef hún vill hafa það svona fær Shirley tækifærið! Við hefjum upptökur á morgun og Shirley kemur i Paulu stað! Fyrir nokkrum vikum hefði Shirley orðið yfir sig hrifin, en Max, Silverstein og Paula höfðu gagnrýnt leikhæfileika hennar svo mjög, að hana langaði ekki lengur til að verða kvikmynda- leikkona. — Ég get það ekki, sagði hún. —■ Auðvitaö getur hún það ekki! Max var reiður. — Gagn- rýnendur sæju strax muninn, þó að áhorfendur gerðu það ekki! — Við getum beint myndavél- unum mest að þér, sagöi Silver- stein. — Þetta er litið ástaratriði. Þau mestu eru siðast. — Shirley getur ekki leikið ást- arhlutverk! sagði Max samanbit- inn. — Kenndu henni það! Leyfum henni að reyna! urraði Silver- stein. Max leit hugsandi á Shir- ley, en loks kinkaöi hann kolli, Shirley! Og svo útskýrði hann fyrir henni, hvað átti að gera. Farðarinn leysti hlutverk sitt svo vel af hendi, að fæstir hefðu séð mun á Shirley og Paulu, þegar Shirley kom loks á sinn stað fyrir framan myndavélarnar. Hún reyndi að leika eins vel og henni var unnt Silversteins vegna, en henni fannst hún verða þung og klunnaleg i hvert skipti sem Max reyndi að faðma hana að sér. — Hættið! hrópaöi Silverstein. Þau byrjuðu aftur á atriðinu eftir að Shirley hafði fengið ný fyrir- mæli. Rauða hárið var greitt þannig, að sem minnst sást af andlitinu, en sem mest af friðu andliti Max. Hann lék frábærlega vel, en þessir ástriöulausu leik- húskossar höfðu engin áhrif á Shirley. Fyrst varð Max reiður! — Þetta er ástaratriði! hrópaði hann. — Reyndu að láta eins og þér þyki gott að kyssa mig! Hvað er að þér? — Ég get það ekki! Ég.... ég vil það ekki! kjökraði Shirley. • — Vitleysa! sagði Max reiður. — Biddu I tiu minútur, Walt, ég ætla að æfa þetta með henni i ein- rúmi. Hann hlustaði ekki á mót- mæli Shirley, en dró hana með sér inn i bókaherbergið. Þar tók hann um axlir hennar og horfði rann- sakandi á hana. — Ég held, að þú sért hrædd við vélarnar af þvi, að þú hefur verið gagnrýnd of mikið, sagði hann rólega. — En þú getur gert það skollans mikiö betur. Ég veit það! Shirley ætlaði að neita, en hann gaf henni ekki færi á þvi. Hann dró hana að sér og kyssti hana þangað til, að hún var rjóð og KOSTABOÐ á kjarapöílum KJÖT & FISKUR B re iðholti Si 111 i 7 12011 — 74201 <W5 P0STSENDUM TRULOFUNARHRINGA l3ol).imics TLcifSBon l.iugal)cai 30 ^iiiii 19 209 . .1 DUAA Síðumúla 23 /ími 04900 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari sími 11463 önnumstaila málningarvinnu jr- úti og inni — gerum upp gömul húsgögh >

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.