Alþýðublaðið - 27.10.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.10.1976, Blaðsíða 1
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER Frá flokksþingi Alþýðuflokksins Sjá bls. 3, 4, 5, 6, 7 og 9 Guðmundarmálið sent saksóknara ásamt 24 öðrum málum sem gæzlufangarnir eiga aðild að í sakadómi Heykjavlkur er lok- iö rannsókn á hvarfi Guðmundar Einarssonar og var málið sent rikissaksóknara i gærdag. Um leið fékk saksóknari i hendur 24 önnur mál þar sem sömu aðilar og ollu hvarfi Guðmundar koma mjög við sögu. örn Höskuldsson gaf Alþýðu- blaðinu þær upplýsingar i gær, að af þessum 24 málum væru 15 vegna innbrota og þjófnaða, sex mál vegna falsana og fjársvika, þar á meðal fjársvik frá pósti og sima að upphæð 950 þúsund krón- ur, ikveikja á Litla-Hrauni árið 1972, sem olli miklum skemmd- um, ein árás og ein óheimil taka á bifreið sem siðan var ekið i klessu og þjófarnir stungu af. Tekið skal fram að þarna komu fleiri aðilar við sögu i sumum málunum heldur en þeir er játuðu á sig morðið á Guðmundi Einarssyni. Langur afbrotaferill Þótt hér hafi vissulega verið talinn upp talsverður listi afbrota þessara aðila hafa þeir komið við sögu i mun fleiri málum. Þessi mál ná ekki aftar en til ársins 1972, en eftir þann tima voru sum- irmannanna i fangelsum af og til vegna afplánunar eldri afbrota. En sá timi sem leið milli fangelsisdvala hefur verið nýttur til hins ýtrasta við glæpaiðjuna. Mönnum er enn i fersku minni ikveikjan að Litla-Hrauni þann 12. marz 1972. Mikill eldur kom upp og skemmdir urðu það mikl- ar að flytja varð fangana sem þarna dvöldu til Reykjavikur. Máttiekki miklu muna að fangar týndu lifi i þeim eldsvoða. Annar ikveikjumanna var Tryggvi Rúnar Leifsson. Likið ekki fundið. Sem fyrr segir hefur sakadóm- ur nú sent saksóknara málsskjöl vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar. Fyrir liggur játning þeirra Kristján Viðars, Sævars Ciecielski og Tryggva Rúnars um áflog viö Guðmund sem leiddu til dauða hans. Lik Guðmundar hef- ur hins vegar enn ekki fundizt. —SG. Nýjar upplýsingar í Geirfinnsmálinu: Vil ekki staðfesta frétt Vísis — segir Örn Höskuldsson ,,Ég vil ekki staöfesta þessa frétt”, sagði örn Höskuldsson rannsóknardómari i samtali við Alþýðublaöiö, er það bar undir hann frétt Visis i gær þar sem fram koma nýjar upplýsingar f Geirfinnsmálinu. 1 frétt Visis segir, að rannsókn sakadóms á Geirfinnsmálinu hafi leitt i ljós, að einn þremenninganna, sem upphaf- lega voru settir i varðhald vegna Guðmundarmálsins, hafi hringt til Geirfinns úr Hafnar- búðum kvöldið sem hann hvarf. Telur Visir aö það hafi verið Kristján Viðar sem hringdi að fyrirlagi Sævars Ciecielskis. Siðar hafi þeir Kristján og Geir- finnur lent i átökum með þeim afleiðingum að Geirfinnur hafi hrapað af kletti niður i fjöru. Einnig segir i frétt Visis i gær, að lfk Guðmundar Einarssonar hafi verið flutt úr Hafnar- fjarðarhrauni i Fossvogskirkju- garð. Sem fyrr segir vildi örn Höskuldsson ekki staðfesta þessa frétt og tók fram að hún væri ekki frá sakadómi komin. —SG. pxrr~~~; K*; ~ r ■ mm Þessir vagnar eru bilaðir, en blða viðgeröar. Verksmiðjugallar í nýju strætisvögnunum Frá 23. febrúar 1975 og fram i júni mánuð 76 bættust alls 10 nýir, vagnar af Benz- gerð i flota Strætisvagna Reykjavikur. Þegar farið var að aka þessum vögnum, fór að bera á tiðum bilunum i gírkössum og sjálfskiptingu, og hafa þeir langfiestir verið teknir til viðgerðar. Að sögn Haraldar Þórðar- sonar, forstöðumanns tækni- deildar SVR, hefur máli þessu verið visað til umboðs- aðiia framleiðanda og vinna þeir að viðunandi lausn þess. Ekki hafa enn sem komið er fengizt neinar bætur vegna þess tjóns sem þessar tíðu bilanir hafa valdið, nema i formi varahluta og vinnu að mestum hluta, en eins og fyrr sagði hafa framleiðendur vagnanna tekið málið til athugunar. Sem stendur eru fjórir hinna nýju vagna óökufærir vegna girkassabilana og biða þeir viðgerðar. JSS. Leigubifreiðarstjórar: Geta nú krafizt fyrirframgreiðslu , ■ \ , í Heimsókn í Norræna húsið Sjá myndir og texta á bls. 14 og 15 Alþýðublaðið greindi frá þvi fyrir skömmu, að leigubifrciða- stjórum sé nú heimilt að banna farþegum reykingar og neyzlu matvæla i bifreiðumsinum. Þá cr þeim einnig heimilt að krefja farþega um fyrirframgreiðslu ökugjalds og eins að þeir grciði ökugjald aö fullu, eða að hluta, ef þeir hyggjast yfirgefa bifreiðina skamma stund. Að sögn Guðmundar Valdi- marssonar hjá Frama, félagi sjálfseignarbifreiðastjóra, voru fyrrgreind ákvæði tekin upp að fenginni reynslu, þvi talsverð brögð hafa verið að þvi, að menn reyni að komast undan að greiða tilskilið ökugjald. Sagðist Guðmundur sjálfur hafa orðið reynslunni rikari um siðustu helgi, þegar einn þeirra farþega sem hann ók um borg- ina, „týndist” skyndilega, þegar að þvi kom að greiða öku- galdið, sem var hátt á þriðja þúsund króna. Það fór þó betur en á horfðist að þessu sinni, þvi maðurinn kom daginn eftir og greiddi skuld sina. En þetta sýnir að það er full þörf á, að koma i veg fyrir að svona nokkuð geti gerzt, sagði Guðmundur, þvi bifreiðastjórar hafa margir hverjir orðið fyrir talsverðum tekjumissi af þess- um sökum.” JSS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.