Alþýðublaðið - 27.10.1976, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 27.10.1976, Blaðsíða 15
bíaSfö' Miðvikudagur 27. október 1976 15 Húsinu. Þrir frá Danmörku, einn frá Sviþjóö, einn frá Noregi og einn frá Finnlandi. Hluti kennslu þeirra fer fram i Norræna Hús- inu. í kjallara hússins hefur verið komið upp málastofu, þar sem Norðurlandamálin öll eru kennd. — Vinalegur sýningar- salur. Við komum rétt timanlega til að ná i seinasta dag sýningar Ragnheiðar Jónsdóttur i kjallara Norræna Hússins. Hún var með sýningu i salnum frá 9-18. okt. Sagði Ragnheiður sýningu sina hafa verið mjög vel sótta, og hef- ur hún selt töluvert af myndum. bað er verst aö fólk kvartar yfir að sýningarnar standi of stutt yfir”.Verð myndanna er frá 15-30 þúsund kr. „Það er ekki mikið verð á þessum sfðustu og verstu timum”, sagði Ragnheið- ur, og sýndi okkur tvær myndir sem hún hlaut verðlaun fyrir i Frechen i Þýskalandi i sumar. „Salurinn hér i Norræna Húsinu, er mjög vinalegur og skemmti- legur”. Ragnheiður hefur haldið tvær einkasýningar hér heima, auk fjölda alþjóðlegra grafik-sýninga viðs vegar um heiminn. Talar islenzku eins og innfæddur. Eftir fræðandi og skemmtilega ferð um salarkynni Norræna Hússins, bauð Erik Sönderholm okkur inn i ibúð sina, sem er f öðr- um enda hússins. Þar býr Erik með þýzkri konu sinni Gertrude, og dóttur Inger, en sonur þeirra les jarðfræði við Hafnarháskóla. Þau hjón tala bæði mjög góða islenzku, þó sérstaklega hann, ef tekið er tillit til þess að hann hef- ur ekki verið búsettur hér á landi sl. 14 ár. Fyrir þann tima var hann sendikennari hér i 7 ár. Að sögn þeirra hjóna gafst litill sem enginn möguleiki á að tala islenzku i Danmörku. Erik Sönderholm og frú, eru bæði mikið tónlistarfólk. Hann leikur á pianó, en frúin á flautu. í Kaupmannahöfn kenndi Gertrude flautuleik, og hyggst hún halda þeirri kennslu áfram hér á landi. islenzkir listmálarar vinsælastir. Uppi á veggjum ibúð- ar þeirra hjóna eru nær eingöngu verk eftir islenzka listamenn. Mest ber á verkum eftir Braga Ásgeirsson og Jón Þorleifsson, og er greinilegt að Sönderholm hefur miklar mætur á þeim listamönn- um. Erik Sönderholm tók við starfi forstöðumanns Norræna Hússins af Maj-Britt Imnander. Hann hef- ur nú gengt starfinu siðan 1. ágúst. Likar vel á íslandi. Sönderholm sagöist lika dvölin á íslandi mjög vel, og kunna vel við land og þjóö. Eitt var þó sem hann kvaðst eiga svolitið erfitt með að sætta sig við. A annars þokkalegt útsýni úr stofugluggan- um hjá honum, skyggir grátt geysistórt steinhús. Húsið skagar upp á milli gamalla fallegra i- búðarhúsa, innan um grasi gróna bletti. Fannst Sönderholm það setja ljótan svip á umhverfiö. —AB Ljósm. AB. ATA Málastofa sendikenn- aranna er vel nýtt. Erik Sönderholm forstöðumaður Norræna Hússins mmm m J Wmm Þarna hafa vinnuaðstöðu þrir sendikennar- ar frá Danmörku, sem skiptast á um að nota plássið. Sá er vinur sem I raun reynist. Hjálpast að við lærdóminn i einum af lestrarbásum safnsins. íbúð Sönderholmhjónanna. A veggjunum má sjá nokkur af islenzkum málverkum, sem eru í miklu uppáhaldi hjá forstöðumannin- um. Hluti bóka-, hljómplötu og grafikmyndasafns Norræna Hússins. Fyrirlestrarsalurinn er tilvalinn fyrir mynda- sýningar eins og þá sem tannlæknanemar eru með hér á myndinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.