Alþýðublaðið - 27.10.1976, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 27.10.1976, Blaðsíða 12
12 Miðvikudagur 27. október 1976 ' F ramhald af ræðu Björns J ónssonar ekki eru bráönauösynlegar meö tilliti til félagslegrar þjónústu né til aö halda uppi fullri atvinnu, einnig meö gagngeröum breyt- ingum á skattakerfinu,með þvi aö draga úr launamismun,og síöast en ekki sizt meö þvi að byggja stefnuna i fjárfestingarmálum á vitlegum áætlunum og skipulagn- ingu. Allt þetta svigrúm veröur nú aö gernýta til þess aö fullnægja lág- markskröfum launafólks um bærilega afkomu — án þess að stefna i óefni efnahaf þjóðarinar. Þetta veröur aö gerast og þetta er unnt að gera. En á hitt ber einnig að lita að þótt kauphækkanir sé óhjá- kvæmileg forsenda raunveru- legra kjarabóta koma þær fyrir litiö ef ákvarðanir um þær tengj- ast ekki og samræmast annars vegar baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar á öllum þeim sviöum þjóðmálanna sem snerta beina eða ábeina velferð launa- stéttanna og hins vegar þeirri al- mennu efnahagsstefnu sem mörkuö er á pólitiska sviðinu. Sú barátta sem nú er framund- an fyrir þvi að bæta hag launa- manna og sérstaklega þeirra sem verst eru settir, lifeyrisþega og láglaunahópa,getur þvi ekki oröið einskær togstreita um krónur og aura. Hún hlýtur jafnframt aö veröa pólitisk barátta um hina al- mennu efnahagsstefnu, barátta fyrir þvi að horfiö sé frá verö- bólgustefnunni, þvi höfuömeini sem gert hefur kaupgjaldsbarátt- una að verulegu leyti aö Klepps- sandburöi á siðustu timum, bar- áttu fyrir vitlegri fjárfestingar- stefnu og jafnframt baráttu fyrir margvislegum þáttum hags- munamála alþýöu manna sem móta hag hennar og velferð litiö eöa ekki siöur en sjálft kaup- gjaldið, þo'tt þaö sé grundvallar- atriöi,og nefni ég þar sérstaklega skattamálin, tryggingamálin, lif- eyrissjóðsmálin og húsnæöis- málin. Villa, sem breytti allri merkingu Meinleg og alvarleg villa var I frásögn af ræöu Björns Jónssonar, forseta ASl, á þingi Alþýöufiokksins, sem birt var i blaöinu i gær. i blaðinu var haft orörétt eftir Birni: „Sú barátta, sem nú er framundan fyrir þvi aö bæta hag iaunamanna og sérstaklega þeirra, sem verst eru settir, lif- eyrisþega og láglaunahópa, getur þvi ekki oröiö togstreita um krónur og aura.” Hér hefur falliö niöur orö, sem veruleg áhrif hefur á merkingu þessa kafla. Síðasta setningin er rétt á þessa leið: ,,...getur þvi ekki orðiö einber togstreita um krónur og aura.” — Björn er beöinn velviröingar á þessum mistökum. & ShlPAUTf.CRB RlhlSINS m/s Hekla fimmtudag, föstudag og til hádegis á mánudag til Vest- mannaeyja, Austfjaröa- hafna, Þórshafnar, Raufar- hafnar, Húsavikur og Akur- eyrar. Vörumóttaka fer frá Reykjavfk þriöjudag- inn 2. nóvember austur um land I hringferö. Ég hlýt, sakir takmarkaðs ræðutima,að visa varðandi þessi efni til fjölmargs sem hér hefur áður komiöfram á þinginu, m.a. i framsöguerindi formanns flokks- ins, varaformanns og formanns þingflokksins svo og stjórnmála- ályktunar og tillagna verkalýös- málanefndar. En aðeins þetta að lokum: Framundan blasir við hörð bar- átta verkalýöshreyfingarinnar fyrir mannsæmandi lifskjörum, fyrir réttindamálum sinum, fyrir nýrri stefnu i flestum málefnum þjóöarinnar. Þaö er ljóst aö Al- þýðuflokkurinn er enn ekki þess umkominn aö móta þessa baráttu aö öllu leyti, heldur verður þar til aö koma samstarf viö öll þau öfl sem Viö núverandi aöstæöur geta átt meö honum einhverja samleið, en hann getur vissulega átt rikan þátt i aö þessi baráta skili árangri og reynist skref i átt- ina aö hugsjónum jafnaðarstefn- unnar og auknum áhrifum flokks okkar. Til þess að svo geti orðiö þarf þetta þing og ekki siöur starfiö sem biöur okkar allra aö þvi loknu aö sanna svo aö ekki veröi um villzt aö eftir 60 ára starf flokksins sé hann enn sem fyrr trúr uppruna sinum aö hann sé öllu ööru fremur flokkur verka- lýösstéttarinnar reiöubúinn til aö vinna af öllu þvi afli og atgervi sem honum er gefiö innan verka- lýössamtakanna fyrir verkalýös- samtökin og viö hliö verkalýös- samtakanna. Oft var þörf en nú er nauðsyn, jafnt fyrir flokkinn sem launa- fólkíö, — alla alþýöu manna i þessu landi. Glapsýn hellisins Oddur A. Sigurjónsson svarar athuga- semd Össurar Skarphéðinssonar Ef ég man rétt, talar Francis gamli Bacon ein- hversstaðar um fólk, sem aðeins sér heiminn út úr sínum eigin hellisdyrum. Hann leyfir sér að kalla þennan eiginleika „glap- sýn hellisins", enda muni æði margt á skorta, af því, sem heimurinn hefur að sýna og bjóða, í hugar- heimi þess. Ekki er því að neita, að hellismunnar kunna að vera misvíðir, en trúlega fáir svo, að þaðan gefi yf irsýn um veröld alla, og mætti raunar fyrr vera gott! Auövitaö verö ég aö hafa það eins og hvert annað „hundsbit” þótt össur Skarp- héöinsson sé miölungi ánægöur meö mig og min sjónarmið, sem glögglega kemur fram i grein hans um námslán og jafn- rétti i Alþýðublaöinu I gær. Það mun eiga aö vera svar viö smápistli minum um allt þaö moldviöri, sem sumir náms- manna hafa verið aö þyrla upp um sin bágu kjör. Hér hafa vissulega ekki allir átt óskiliö mál, en vitanlega veröur aö etja einhverjum á foraðið. Þaö er gömul saga. Vegna þess að össur Skarphéöinsson virðist hafa „gleymt” að ræöa það, sem þó var uppistaöa greinar- korns mins og þó vitnar hann I greinarkorniö oft og viöa dá lítið sundurslitiö, vil ég árétta, að einmitt kröfur námsfólks, um að þvi beri meiri aðstoð fjárhagslega meöan á námi stendur, en er hlutskipti launa- fólks sem vinnur höröum höndum, olli þvi aö ég stakk niöur penna. Mér er ekki og hefur aldrei verið nein launung á, aö telja heimilisfeöur eöa mæöur sem hafa aöeins þessa handbjörg sina á aö lifa og standa undir skattgjöldum i viöbót, ásamt fleira sem heimilishaldi áhrærir, séu hart haldin. En það er nokkur langur vegur milli sliks fólks um kjör og kosti, og námsfólks, sem hefur aöeins fyrir sjálfu sér aö sjá. Ef kröfur þess eiga að stuðla að jafnrétti verð ég aö játa, að ég hefi þá misskilið það hugtak. Við búum nú einu sinni i þessu landi með kostum þess og göllum. Það er furðuleg hug- mynd, aö þeim, sem eru aö gutla við bóknám, og jafnvel þótt harðar sé keyrt, beri endi- lega stærri hlutur en hinum, sem undir kostnaöi við þaö standa. Vitanlega þýðir ekkert fyrir námsmenn, að reyna til aö bregða yfir sig einhverri helgi- slepju um hugsjónabaráttu, til þess aö veröa aö loknu námi sérstakar þjóðfélagsstoöir. Þetta gerir fólkið örugglega fyrst og fremst vegna áhuga á sjálfu sér og sinum hugöar- efnum. Engin ástæöa er til aö lasta það, enda mætti nytsemdin af náminu koma fram sem eins- konar hliðarverkun . Ekki skal ég fortaka, að þeir séu til, sem leggja námserfiðiö á sig sem hugsjónastarf. En þaö kæmi mér fremur á óvart, aö finnist þeir, sé það fólkið, sem hæst hefur um kröfugeröir á hendur öðrum. Þetta er i raun og veru mergur þessa máls. Það er alger misskilningur, aö þjóöfélagið skuldi össuri Skarphéðinssyni og hans likum eitt eöa neitt. Þvet á móti hefur þetta þjóöfélag af fátækt sinni gefið honum og þeim öörum ' kost á sæmilega staögóöri undirbúningsmenntun, hvortsem hún hefur veriö nýtt eöa ekki. Þjóöfélagiö hefur enn- fremur gefiö kost á aöstoð við frekara nám, aðstoð, sem ekki ætti siður aö duga en launakjör almennt veröa aö duga almenn- ingi, meöan svo stendur sem nú er. Þaö er einnig hlutskipti fólks, aö þurfa aö greiða þær skuldir, sem þaö stofnar til á lifsleiöinni, Þessvegna er þaö fremur laust við reisn, að námsfólk mögli við sliku. Er þaö máske til aö ástunda jafnrétti?! Abendingu mina um, aö þeir séru trúlega fremur fáir, sem hafa andlega orku til aö tvi- skipta huganum milli náms og heimilishalds, hefur össur vitanlega látið framhjá sér fara! Langur kapituli um platinska sambúö, sem áöur hafi tiðkazt en nú sé afsiöa (!) og rétt fólks til aö geta og ala börn , er alger- lega út i hött. Það verður vitanlega aö vera ákvöröun hvers og eins, hvaöa hvötum hann eöa hún vill þjóna. Þaö er sannarlega reiöilaust af mér — þó væri. En þá kröfu veröur jafnframt aö gera til þeirra, sem menn vilja heita, aö þeir standi þá mannlega viö ákvöröunina, hvorki meira né minna. Það eru tilfundin fárán- legheit, ef menn halda, eins og össur viröist gera, aö ég telji þaö einhver ja ógæfu aö eignast börn. Auðvitaö gæti svo fariö, ef þau rækta meö sér rangsnúið hugarfar eöa eru aö ööru leyti misheppnuð. En þaö verður hér ekki frekar rætt. islenzk þjóö hefur i aldanna rás tekiö þá áhættu aö búa hér á hjara veraldar og hefur undir þvi risið. Mannlifið hér kann aö vera hart og aga landsins börn strangt. Flestum hefur oröið það hvöt til þess aö haröna viö raunina, en ekki setjast niöur og gráta yfir imyndaöri vonzku samferöamanna. Þvi miður virðast sjást æ fleiri merki þess, aö yngra fólkið sé að slitna frá sinni fornu lifsrót. Þetta er ekki allskostar þess sök. Ýmisskonar umbrot i þjóöfélaginu og breytt gildismat á þvi hvað sé mannlegt og nauö- synlegt veldur hér miklu um. En þess heföi vissulega mátt vænta, að þeir, sem leggja út á lærdómsbrautina, legöu sig nokkuð fram um aö sjá og skilja eitthvað viðar um en frá þröngum hellisdyrum. Að ekki sé talað um, aö nudda sér upp viö jafnrétti meöan þeir krefja rikulegri hlutar en al- menningur verður við aö búa. Þaö minnir meira á hiö forna stef Obstfelders: „Jeg er vist kommet paa en fejl Klode. Her er saa underligt!” heldur er lif- andi og hugsandi fólk, sem kennir til i stormum sinna tiða. Skinn af úlfum, kanínum og þ vottabj ör num Eigendur Pelsins, framan við nokkuð af pelsa- úrvalinu. Volks wagenei gendur Höfnm fyrirliggjandi: Bretti — Huröir -• Vélarlok — Geymslulok á Wollcswagen i allflestum litum. Skipium i einum degi meö \iagsfyrirvara fyrir ákveöiö verö. Reyniö viöskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssoitar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. Pelsar eru alltaf vinsæl vara. Hér á landi hefur þó ekki veriö um mjög mikla sölu á þeim til þessa. Nú ætti aö veröa ráðin bót á þvi, þar sem opnuð hefur veriö sérverzlun meö pelsa. Verzlunin Pelsinn var opnuð fyrir skömmu að Njálsgötu 14, af hjónunum Ester ólafsdóttur og Karli J. Steingrímssyni. Verzlunin er i litlu en vistlegu kjallarahúsnæöi, inni i miðju ibúðahverfi. Perlsar verzlunarinnar eru af öllum stærðum og gerðum. Stórir, litlir, dýrir og ódýrir. Verð pelsanna er mismunandi, eftir þvi af hvaöa skepnu þeir eru. Odýrustu pelsarnir eru kaninu- pelsarnir á 45 þúsund. Veröiö er siðan allt upp i hálfa milljón, ef einhvern fýsir i þvottabjarnar- pels. — Þaö er mjög góð fjárfesting i að kaupa pels. Þaö er rétt eins og gull. Pelsar halda sér vel, og fara ekki úr tizku,þvier enginn svikinn af aö eiga góöan pels, sagöi Ester ólafsdóttir. Pelsarnir eru aöallega fluttir inn frá Englandi, Danmörku, Svi- þjóð og Finnlandi. Verzlunin Pelsinn er opin frá kl. 1-6 alla virka daga. Laugardaga er opið frá kl. 10.-12. —AB Ritstjórn Alþýðublaðsins er í j: Síðumúla 11 - Sími 81866 |

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.