Alþýðublaðið - 27.10.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 27.10.1976, Blaðsíða 10
MtÁVER-UTAVER-UTAVER-UTAVER-UTAVER-LITAVERLITAVER FRÉTTIR 11 10 FRÉTTIR Miövikudagur 27. október 1976 bla^fð1 5Sar Miðvikudagur 27. október 1976 Þörungavinnslan h.f.: 125.7 milljón króna tap á rekstrinum það sem af er árinu Reikningslegt tap á rekstri þörunga- vinnslunnar h.f. að Reykhólum, nam 125.7 milljónum króna fyrstu átta mánuði þessa árs. Þetta kemur fram i skýrslu stjórnar Þörungavinnslunnar sem dreift var á fundi með blaðamönnum á mánudag. I skýrslu stjórnarinnar segir „Ljóst er að rekstur fyrirtækis- ins hefur brugðist hrapalega og við fyrstu sýn viröist ekki ljóst, hvernig rekstrargrundvöllur geti verið fyrir starfsemi er far- ið hefur þannig úrskeiðis. Að athuguðu máli telur stjórn félagsins þó rétt að gera frekari tilraun til rekstrar og gera þær ráðstafanir i fjárhagslegum, stjórnunarlegum og tæknilegum efnum sem hugsanlega geta leitt til árangurs.” Það kemur fram i þessari skýrslu að ekki sé unnt að halda rekstri fyrirtækisins áfram nema að til komi stórlega aukið hlutafé er rétt geti eigin fjár- stöðu og séð fyrirtækinu far- borða á fyrirsjáanlegu erfið- leika og uppbyggingartimabili. Þess má geta að hlutafé Þörungavinnslunnar h.f. er 120 m.kr., sem skiptast þannig, að rikið á 90 m.kr., skozka fyrir- tækið Alginate Industries á 17 m.kr., nærliggjandi sveitarfélög 6 m.kr., en 7 milljónir af hluta- féinu er i einstaklingseign. Það kom fram á fundinum að skozki eignaraðilinn hefur boöist til að tvöfalda sitt hlutafé auk þess sem fyrirtækið hefur boðist til að greiða meira fyrir afurðirn- ar, en fyrirtækið kaupir svo tii alla framleiðslu Þörungavinnsl- unnar, og greiðir nú þegar hærra verð en almennt heims- markaðsverð. Orsakir erfiðleikanna 1 skýrslu stjórnarinnar eru raktar orsakir rekstrarerfið- leika þeirra sem hrjáð hafa fyrirtækið. Kemur þar fram, að miklar truflanir urðu á rekstrinum er vatnsmagnið i þeim tveimur borholum sem sjá verksmiðj- unnifyrirheitu vatni, minnkaði, leiddi það til þess, að þurrkaf- köst verksmiðjunnar drógust saman. Þá komu fram nokkrir gallar á tækjum verksmiðjunnar sem ullu rekstrartruflunum, sér- staklega framanaf. Einnig urðu tafir á þvi siðast liðið vor, að fuli starfræksla gæti hafist, þar eð dráttur varð á afgreiðslu fjár- festingarlána. Bilanir á sláttuprömmum hafa valdið því að 5.2% sláttu- daga hafa farið forgörðum en 7.7% af völdum erfiðleika við mjölútskipun og vegna skorts á netum þegar verksmiðja hafði ekki undan öflun. Þannig nýtt- ust ekki nema tæp 60% hugsan- legra sláttudaga, en stefnt hafði verið að 83.5% nýtingu. 1 skýrslunni segir: „Enda þótt ýmis tæknileg, fjárhagsleg og skipulagsleg vandamál hafi valdið erfiðleikum fram að þessu, er 1 jóst að þau muni leys- ast innan skamms tima.” Tillögur stjórnar I tillögum stjórnar Þörunga- vinnslunnar um aðgerðir kemur fram, að hún telur að þráttfyrir hina miklu rekstrarerfiðleika sem fyrirtækiö hefur komist i, séu sterkar likur á þvi að það geti rétt sig við. Er i tillögunum bent á, að i haust hafi verið gerðar tilraunir með handöflun á þangi i tengsl- um viö notkun þangskurðar- pramma. Með samvinnu þang- skurðarpramma og hand- öflunarmanna er timafrekast og erfiðasta þætti handöflunarinn- ar létt af öflunarmönnunum og sýna bráðabirgðaniðurstöður að með þessu fyrirkomulagi megi auka nýtanlegan tima við hand- skurð verulega. Gefa byrjunartölur til kynna, að með þessum hætti geti hver sláttumaður skorið 3-4 tonn á dag að meðaltali. Segir i skýrslunni að 30-40 handskurðarmenn muni langt til nægja til að sjá verksmiðj- unnifyrirhráefni,og yrði iheild stefnt að öflun sem samsvaraði 4000 tonnum af þurru mjöli sem ættu að nægja til að beinn reksturskostnaður verksmiðj- unnar á árs grundvelli næðist inn. Langtlmaáætlun I langtimaáætlun sem stjórn Þörungavinnslunnar hefur gert, er miðað að þvi að á næsta ári verði unnt að framleiða 2300 tonn af þurru mjöli, en 4000 á öðru ári og stigaaukning þar til náð yrði 6000 tonna framleiðslu 1983. Langtimaáætlunin sýnir rekstrarhalla um 113 milljónir króna á næsta ári, 35 m.k. árið 1978, 5 m .kr. árið 1979 en upp frá þvi vaxandi rekstrarhagnað. Miðað er við að afborganir lána fari fram á árunum 1980-1987 og að hallarekstur fyrstu ára verði fjármagnaður með hlutafjár- aukningu allt að 300 m.kr. fram til ársins 1980, þar af 260 m.kr. vegna þessa árs og næsta. I niðurlagi skýrslu stjórnar Þörungavinnslunnar segir að ljóst sé að horfast verði i augu við verulega aukningu fjár- magns i fyrirtækið ef það á að komast á laggirnar, en þrátt fyrir nokkra óvissu um hvernig ganga muni að koma rekstri i viðeigandi form telji stjórnin sterkar likur á að það takist. Þá er það álit stjórnarinnar, aö framtiðarverðmætasköpun fyrirtækisins sé svo mikil i út- flutningsverðmætum og at- vinnutekjum á efnahagslega vanþróuðu svæði, að góð rök séu fyrir ákvörðun um framhald og þeirri ráðstöfun fjármuna sem af slikri ákvörðun leiðir. —GEK VALSMENN ÁFRAM í AÐRA UMFERÐ Riðu ekki feitum hesti frá þessum leikjum þar sem áhorfendur vantaði Valsmenn áttu ekki í miklum erfiðleikum með „Rauðu drengina” frá Luxemburg i Evrópukeppni bikarhafa i handknatt- leik, en þessi lið léku báða Evrópuleikina i Laugardalshöllinni um helgina. Skoruðu Valsmenn samtals 54 mörk gegn 23 mörkum rauðu drengjanna. Enginn glansleikur. Þrátt fyrir þennan mikla sigur er varla hægt að hrósa Valsmönnum fyrir góðan leik. Fyrri leikurinn fór fram á laugardaginn. Lauk honum með 14 marka mun, 25-11. Flest mörk Valsmanna voru skoruð af linu, eftir laglegar leikfléttur, og ekki var mikið um langskot. Virtust Valsmenn vilja gefa áhorfendum kost á að sjá laglegan handknatt- leik og voru mörg marka Valsmanna gullfalleg. En þeir gerðu sig þó oft seka um slæmar vitleysur. En það er erfitt að ná sinu bezta gegn slökum and- stæðingi. Þvi vissulega voru rauðu drengirnir slakir. Sennilega eru þeir eitt slakasta handknattleiks- liðsem ég hef séð.Þeir börðust þó af mikilli elju og krafti. Markvarzlan var þó þeirra bezti punktur. Hætt er við þvi, að Valsmenn mæti meiri mótstöðu i annarri umferð. Ef þeir ætla að eiga möguleika á að komast enn lengra, verða þeir að sýna betri leik en þeir gerðu um helgina. Seinni leikurinn endaði 29-12 og var hann mjög keimlikur fyrri leiknum. Ahorfendur voru sára- fáir. —ATA JLITAVER-LITAVER-LITAVER-LITAVER-LITAVER-LITAVER-LITAVER-LITAVEá PUNDIÐ FELLUR TEPPIN LÆKKA VERÐ PER. FERM. Litavers verðlisti yfir GÓLFTEPPI komið á gólfið Einnig seijum við teppin þvert af rúllu og þá lækkar verðið enn meir Nú er tækifærið fyrir alla þá sem eru í gólf - teppahugleiðingum KOMIÐ — SJÁIÐ — SANNFÆRIZT Lítið við Bouquet ..3,364 Regency og Bohemia .. 3,250 Orion Sherwood .. 2,680 Jupiter .. 2,150 Aquorius Ria .. 3,250 Harvard Ria .. 2,500 Florence .. 3,364 = Zeppelin .. 3,660 Sf. Lawrence .. 2,680 Madison .. 2,680 'Elizabethan Senator.. .. 2,950 því það hefur ávallt borgað sig M3Avin-H3Avin-u3AVin'H3AVin-n3AVin-y3Avin-a3Avin-a3Avih Nýr flugvöllur á Sauðárkróki Siðastliðinn laugardag var formlega tekinn í notkun nýr flugvöllur á Sauðárkróki. Flug- brautin er 2014 metra löng, og er hún þvi lengsta sinnar tegundar á islandi, utan Kefla- vikurflugvallar. Arið 1973 var samþykkt fjár- veiting fyrir flugvöíl á Sauð- árkróki, og hófust framkvæmdir við flugbrautargerðina þá um sumarið. Var upphaflega gert ráð fyrir, að brautin yrði aðeins 1400 metra löng, en sú lengd dugar sæmilega fyrir innanlandsflug Fokker Friendship vélanna. Siðar samþykkti flugráð, að brautin yrði byggð i fulla lengd, eða 2000 metra. Nú hefur, eins og áður sagði, verið lokið við undírbyggingu brautarinnar i fulla lengd, og kostnaður við flugbrautina og hafin upp setning ljósabúnaöar. önnur athafnasvæði um 95 Er gert ráð fyrir að heildar- milljónir króna, fjarskipta- og kostnaður við flugvöllinn með aðflugskerfi 23 milljónir króna, ljósabúnaði og blindaðflugskerfi, ljósaútbúnað 9 milljónir króna og verði I árslok 1976 um 125 annar kostnaður um 1 milljón milljónir króna. Þar af er króna. Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra var við- staddur opnun Sauðár- króksflugvallar og kvaðst hann fagna mjög, þeim áfanga sem nú hefði náðst. Þróun sú, sem átt hefði sér stað i vöruflutningum hér á landi, sýndi að slíkur flug- völlur yrði til ómetanlegs gagns fyrir Skagafjörð og nágranna- héruðin. Afhenti ráðherra siðan flugumferðarstjórn og flugráði völlin til varöveislu. jss Verkamannafélagið Fram á Sauðárkróki: ALVARLEGUR HNEKKIR FYRIR ATVINNULÍF A SAUÐÁRKRÓKI til þessarar beiðni Verkamanna- væntanlega gert á næsta fundi félagsins Fram, en það verður ráðsins. —GEK SJONVARPSEINVIGI D0LE 0G M0NDALE Vegna upplýsinga um hugsan- legan samdrátt i starfsemi og framleiðslu Sútunarverksmiðj- unnar Loðskinns hf. á Sauðár- króki gerði stjórn og trúnaðar- mannaráð Verkamannafélagsins Fram á Sauðárkróki ályktun, þar sem þvi er lýst yfir, að vegna þess með hverjum hætti umrædd sút- unarverksmiðja hefur verið rekin að undanförnu, yrði það alvarleg- ur hnekkir fyrir atvinnulif á Sauðárkróki ef verksmiðjan neyðist til að fækka starfsliði sinu og draga úr framleiðslu. Telur fundur stjórnar og trúnaöarmannaráðs, að mikla nauðsyn beri til, að auka starf- semina og gera hana fjölbreytt- ari. Þá væntir fundurinn þess, að framvegis verði þannig á málum haldið, að verksmiðjan fái nægi- legt hráefni til vinnslu og geti með þvi móti skotið styrkari stoð- um undir atvinnulif á Sauðár- króki og veitt þvi meiri kjölfestu. Var þessi ályktun send Fram- leiðsiuráði lartdbúnaðarins með ósk um stuðning ráðsins. I viðtali við Svein Tryggvason, framkvæmdastjóra Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, kom fram að ráðið hefur ekki tekið afstöðu Sjónvarpseinvigi varaforseta- efna i forsetakosningunum i Bandarikjunum, þeirra Robert Dole, republikana og.Walter Mondale frambjóðenda demo- krata, verður sýnt i ameriska bókasafninu að Neshaga 16 i kvöld, miðvikudagskvöld, klukk- an 20.30. Sýningin er öllun opin og ekki sizt er blaðamönnum, sem fylgjast með forsetakosningunum vestra bent á þessa sýningu. 1 siðustu viku sýndi bókasafnið eitt af einvigum Ford og Carters við góða aðsókn. —SG. Hvort hefur betur Vísir eða Dagblaðið? Rúmlega ár er nú liðið siðan hafin var útgáfa annars siðdegisblaðs i Reykjavik. Mis- jafnar skoðanir voru á lofti við útkomu blaðsins, og þvi spáð að annað hvort blaðið, Visir eða Dagblaðið, gæfist fljótlega upp i baráttunni og hætti að koma út. Bæði blöðin seljast vel enn i dag. En hvernig gengur baráttan? Alþýðublaðið hafði samband við ritstjóra Dagblaðsins og framkvæmdastjóra Visis, og siðar er ætlunin að fá upplýs- ingar hjá öðrum dagblöðum um hvernig útgáfan gangi. Dagblaðið. Að sögn ritstjóra Dagblaðsins er blaðið gefið út i frá 23—28 þús. eintökum daglega. Meðal- tal er um 24.200 eintök. Mest er prentað á mánudögum. Um 5.000 blöð eru send út á landsbyggðina, og eru það bæði áskrifendur og lausasaia. Askrifendur að Dagblaðinu eru um 9.000. Fyrstu dagana eftir útkomu blaðsins var það prentað dag- lega i 27—28 þús. eintökum. U.þ.b. mánuði siðar var upplag komið niður i 21.000 eintök, en siðar hefur talan farið hækkandi og eru nýjustu tölur frá 23—28 þús. eintök. Tekjur Dagblaðsins eru um 20 milljónir á mánuði, en um aug- lýsingatekjur gat Jónas Kristjánsson ekki sagt, þar sem þær væru mjög breytilegar. Af þessum tölum er ljóst að daglega ætti að seljast i lausa- sölu um 14—19 þús. eintök af Dagblaðinu. Visir „Af þeim tölum sem ég hef úr prentsmiðju Morgunblaösins, þar sem bæði Morgunblaðið og Dagblaðið eru prentuð, en þær eru: Morgunblaðið 35.000 eintök og Dagblaðið rúmlega 20.000 eintök, sé ég að Visir er annað stærsta blað landsins”, sagði Daviö Guðmundsson framkvæmdastjóri Visis. Annað vildi Davið ekki láta hafa eftir sér. Samkvæmt heimildum úr Media Scandinavia 1976 árgangi en þar er að finna upplýsingar um fjölmiðla á Norðurlöndum, er Visir gefinn út i 27.000 eintök- um daglega. Þar er ekki að finna upplagstölu Dagblaðsins. — AB. MARGIR L0GÐU LEIÐ SINA í FYRIRTÆKIN Á AKUREYRI í SÍÐUSTU VIKU Mörg iðnfyrirtæki á Akureyri sýndu framleiðslu sina i miðbæ Akureyrar á meðan á iðnkynningarvikunni stóð. Meðal annars kynntu fyrirtækin Sana og Kaffibrennsla Akureyrar hluta framleiðslu sinnar á þann hátt, að 3 siðustu daga voru ókeypis veitingar á kaffi og Valash i Hafnarstræti fyrir hvern sem hafa vildi. Öhætt er að segja að vegfarendum hafi þótt nýlunda að þvi að skola göturykinu niður með þessum kjaradrykkjum, enda var löng biðröö við drykkjarám- ur og kaffikönnur i miðbænum allan timann sem veitt var. Santoskaffið rann út. Þröstur Sigurðsson framkvæmda- stjóri Kaffibrennslunnar sagði i sam- tali, að ekki væri vitað hversu mikið magn af kaffi hefði verið drukkið i miðbænum þessa daga, en það hefði verið mikið. Var alltaf óslitin biðröð við veitingastaðinn, en veitingum var hætt um kl. 17 á sunnudag, vegna slæms veðurs. Mikil framleiðsluaukning. Þröstur Sigurðsson sagði að sölu- aukning framleiðslu Kaffibrennslunn- ar væri mikil i ár, miðað við fyrri ár. Sérstaklega sagði hann eftirtektarvert hve salan hefði aukizt við þá breyt- ingu, að framleiða Braga- og Santos- kaffi i loftþéttum umbúðum. Hófst sú framleiðsla i byrjun mai á þessu ári. Framleiðsluverðmæti Kaffibrennsl- unnar á siðasta ári, var nálægt 244 milljónum króna, en að likindum verður það 80—90% meira i ár. Taka ber þó með i reikninginn, að kaffi hef- ur hækkaö mikið að krónutölu á sama timabili. Fjöldi manna skoðaði Sana Magnús Þórisson framkvæmda- stjóri ölgerðarinnar Sana á Akureyri, sagði i viðtali, að margt manna hefði heimsótt verksmiðjuna þá tvo daga sem hún stóð opin gestum, i iðnkynn- ingarvikunni. Gestirnir fengu auðvitað að dreypa á framleiðslu verksmiðj- unnar i leiðinni og voru þar drukknir yfir 80 kassar af öli og gosdrykkjum. Að auki veitti verksmiðjan gestum miðbæjarins af framleiðslu sinni, og hurfu þar á annað þúsund litrar af öli eins og dögg fyrir sólu. Búizt er við að framleiðsluverðmæti Sana verði um 138 milljónir króna á þessu ári, en það þýðir um 2% framléiðsluaukningu frá fyrra ári. Verksmiðjan framleiddi þá 258 þús. litra af gosdrykkjum, 635 þús. litra af öli og 357 þús. litra af ávaxtasafa. Um helmingur þessa magns er seldur á Reykjavikursvæðinu. —ARll Islendingar í Kaupmannahöfn FJÖLBREYTT STARF I JÓNSHÚSI I vetur verður sem undanfarið, rekin starfsemi i Húsi Jóns Sigurðssonar i Kaupmannahöfn, fyrir námsmenn og aðra tslendinga búsetta i Kaupmanna- höfn. Hús Jóns Sigurðssonar er opið alla virka daga frá kl. 6—10 og laugar- daga og sunnudaga frá kl. 4—10. Hægl er að fá að lita i öll islenzku dagblöðin horfa á litasjónvarp, eða rabba sam- an. Fjölbreytt félagsstarf verður rekið i vetur á vegum félaganna tslendinga- félag — Námsmannafélag. Söngur er vinsæll hjá Islendingun- um, og eru söngæfingar i St. Páls- kirkju, þar sem allir söngglaðir eru velkomnir. Fyrirhugað er einnig aí stofna söngflokk i Jónshúsi. Fótbolta- a^fingareru iökaðar af miklu kappi, og farið til Sviþjóðar i keppnisferðir. Sér- stök kvennakvöld eru haldin, þar sem kvenfólkið kemur saman með handa- vinnu, syngur ogskemmtir sér. Einnig er opið hús fyrir eldri tslendinga, þar sem boðið er upp á ódýrt kaffi, sýndar myndir að heiman, sungið og skemmt sér á annan hátt. Þá eru íslendinga- slóðir i Kaupmannahöfn heimsóttar, og fer Svavar Sigmundsson lektor fyrir hópnum. Ekki má gleyma Hangikjötsveizl- unni. Þar er boðið upp á gómsælt lambakjöt, ættuðu aí norðlenzkum mosaþembum, kartöflujafning, a ía Þykkvabær, og öl. Fjöldasöngur og tækifæri vcrður gefið á að stiga polka og ræl. Sósialislar i Kaupmannahöfn fá einn- íg sinn skerf. Gengizt er fyrir kynning- um á stefnum vinstri hópa á íslandi. Kynnt verða Eik (Eining kommúnista og verkalýðsstéttarinnar), KFl (Kommúnistafélag Islands) Fylkingin og Alþýðubandalagið. I Jónshúsi er bókasafn sem öllum lslendingum er heimill aðgangur að. En ekki er lif námsmanna á Kaup- mannahöfn einn dans á rósum.Lána- mál þeirra hafa verið i ólestri eins og annarra. 1 tilkynningu sem P'INK fékk frá Menntamálaráðuneytinu segir, að úthlutun haustlána hefjist væntanlega um miðjan nóvember. og ráðuneytið vænti þessfastlega að nú komist regla á starfsemi lánasjóðsins og lán verði eftirleiðis afgreidd á auglýsum tima. Eru námsmenn næsta óhressir yfir þessari afgreiðslu mála, og segja orðalag tilkynningarinnar ekki gefa tilefni til neinnar bjartsýni. —AB Nagladekkin engin skylda 15. október gekk i gildi timi snjóhjól- barðanna. Margir vilja halda að eftir þann tima sé skylda að aka með neglda hjólbarða, en svo er ekki. Nægilegt er að vera með hjólbarða með grófu mynstri, sem hægt er svo að bregöa undir keðjum, þegar viðnám þeirra er ekki nægilegt. Umdeilt er einnig hvort negldir hjólbarðar veiti i reynd aukið öryggi i- umferðinni. I auðu færi er hemlunarvegalengd lengri og öryggið þar af leiðandi minna. Staðreynd er að þessi búnaður veitir ökumönnum falska öryggis- kennd, þannig að margir auka hraðann og aka hraðar en færið leyfir og hemlunarvegalengdin reynist of löng, þegar draga þarf úr hraða eða nema staðar. Athygli skal einnig vakin á þvi að negldir hjólbarðar eru ekki eini löglegi búnaðurinn til vetrar- aksturs og engin skylda er þvi að nota þennan búnað. Notkun negldra hjól- barða kostar borgarbúa allt að 200 milljónir króna arlega i viðhald á mal- bikuðum götum. þannig að stytting á þeim tima sem negldir hjólbarðar eu i notkun sparar umtalsverðar fjárhæðir i minnkandi sliti á malbikinu, segir i frétt frá gatnamálastjóranum i Reykjavik. —AB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.