Alþýðublaðið - 02.11.1976, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 02.11.1976, Qupperneq 2
2 STJÖRNMAL MÉiéééff Þriðjudagur 2. nóvember 1976. SSSfSTs Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Árni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aösetur ritstjórnar er i Sfðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftarsimi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuöi og 60 krónur i lausasölu. Um hvað á að semja? f síðastliðinni viku urðu á Alþingi miklar umræð- ur um landhelgis- samninginn við Breta, sem ríkisstjórnin gerði í júnímánuði. Staðfesting samningsins liggur nú fyrir þingi, og er það næsta tilgangslítil af- greiðsla, þar sem samningurinn rennur út eftir fjórar vikur. Enda þóttdeilthafi verið um þá ákvörðun ríkisstjórnar- innar að gera samninginn og láta staðfestingu Alþingis bíða, er þetta stutt allmörgum fordæm- um. Er Ijóst, að hér er eitt af mörgum vandamál- um, sem bíða nýrrar stjórnarskrár: Hvaða alþjóða samninga á Alþingi að staðfesta, áður en þeir taka gildi? Um þetta vantar skýr stjórnarskrárákvæði, skýra hugsun. Kjarni umræðnanna var auðvitað ekki samningurinn frá síðasta vori, heldur það, sem framundan er. Ráðherr- ar reyndust ófáanlegir til að segja orð um við horf sín, nema hvað þeir töldu það sjálfsagt að tala við aðra, sem vildu við okkur tala um landhelgina. Þeir nefndu þó gagnkvæma samninga, og forsætis- ráðherra hefur sagt, að hann bíði eftir fregnum frá Brussel um það, sem Efnahagsbandalagið hef- ur að bjóða okkur. Fróðlegt er að líta yfir liðið ár og íhuga samningaviðræður. f fyrstu kom hinn annálaði Hattersley og ræddi þrí- vegis við okkar menn. Hann hafði fáránlega óraunsæjar hugmyndir og vildi semja um rúm- lega 100.000 lestir fyrir brezka togara. Þá voru til ýmsir aðilar hér á landi, sem vildu semja, en það hefði sennilega orðið um 80- 90.000 lestir. Sem betur fer var andstaða gegn slíkum samningum sterk, ekki aðeins stjórnarand- staðan, heldur innan stjórnarf lokkanna, og ríkisstjórnin ákvað að semja ekki. Þegar loks var samið í júní í Osló, var aflamag ið um 50.000 lestir, og má þakka það skynsamlegri andstöðu gegn samning- um, stjórnarandstöðu og ýmsum stjórnarsinnum, að ekki var samið fyrr um tvöfalí það magn. Það er eitt að vilja semja og að semja um hvað sem er. Tregða í þessum efn- um reyndist þarna hyggi- leg stefna fyrir (sland. Nú er framundan nýr samningur. Augljóst er af fregnum, að Bretar leggja mikla áherzlu á framhaldssamninga og Efnahagsbandalagið mun taka þá upp mjög fljótlega. Það er furðu- legt hve ríkisstjórnin er skoðanalaus um þetta mál. Hún er svo uppþemd af diplómatískri kurteisi að hún þorir ekkert að segja, þótt landsmenn gruni hana um græsku. Varla fer á milli mála, að allur þorri þjóðarinnar er þeirrar skoðunar í dag, að íslendingar séu ekki aflögufærir um fiskafla — og hafi lítiðað sækja að ströndum grannþjóða í svipinn. Það væri dipló- matí í þágu okkar að gera sem mest úr þessu og myndi styrkja ráðherr- ana okkar, ef þeir neyð- ast til viðræðna um frek- ari f iskveiðiréttindi ann- arra. Þeir verða að ætla þessari höfuðstaðreynd málsins stól við viðræðu- borðið, hvað sem kann að verða upp á teningnum eftir nokkur ár, sérstak- lega ef þorskstofninn réttir við. Ríkisstjórnin er ein- kennilega snauð af samningaviti, og á það alveg sérstaklega við um Sjálfstæðisflokkinn. Það er örlítið raunsærra hljóðið í Framsóknar- mönnum, þótt ekki kveði þeir fast að orði. Sjálfstæðismenn réðu ferðinni, þegar samn- ingsaðstöðu gagnvart Bandaríkjamönnum á Kef lavíkurf lugvelli var kastað á glæ og skrifað undirá einum degi, þegar Kissinger brosti til okkar. I mesta hita landhelgis- málsins gáfu ráðamenn Sjálfstæðisf lokksins sífellt út yfirlýsingar, sem slógu sterkustu vopnin úr höndum okkar Islendinga. Þannig er það enn. Ihaldsráðherrarnir ættu að byggja upp varnir okkar gegn ásókn Efna- hagsbandalagsins með því að tala um augljós vandkvæði okkar á að láta nokkurn ugga fyrst um sinn, hvað sem síðar verður. En þeir gera það ekki, heldur gefa þeir með hinni diplómatísku þögn Bretum og öðrum bandaiagsþjóðum undir fótinn. Þá vantar sýnilega diplómatíska hörku! , -O r Klofningur þegar kominn í borgara- stjórnina sænsku Kreppa innan hinnar nýju sænsku ríkisstjórnar er á döfinni — áður en stjórnin hefur raunverulega hafið stjórnarstörf, segir sænska blaðið Arbetet í Málmey. Það er kjarnorkan og afstaðan til lausnar orku- málanna, sem gæti orðið nægilegt sprengiefni til að rjúfa stjórnarsamstarf borgaraf lokkanna þriggja, sem náðu meirihluta í kosn- ingunum í haust. Orðalag stefnuræðu Fáildins for- sætisráðherra að þvi er varðar af- stöðu stjórnarinnar til áframhald- andi bvggingar kjarnorkuversins Barsebtck 2, er svo loðið, að Olle Johansson orkumálaráöherra er nánast falið að túlka það sem hann vill. Hinir flokksforingjarnir i stjórninni, Bohman og Ahlmark, eru afar óánægðir meö þennan gang mála, og telja sig vera að svikja kosningalofórö, en þau loforð áttu hvað stærstan þátt i aö fella stjórn jafnaðarmanna. OAð falla..! Þessi skemmtilega teikning birtist skömmu eftir þingkosning- arnar I Sviþjóð i timariti sænska Aiþýðusambandsins. Hún á að sýna fall Olofs Palme, fyrrum forsætisráðherra, og textinn er eitthvað á þessa leið: ,,Það er engin skömm aö falla, en það er skömm aö liggja”. Siðan er Palme látinn steyta hnefa og segja: „Komiö bara aftur”. EIN- DÁLKURINN Hvers vegna eru bókasöfn svona lágt skrifuð? Bókasafniö nefnist ársrit Is- lenzkra bókavarða, og er það nýkomiö út i þriðja sinn. Þar er I forystugrein fjallað um ofan- greinda spurningu, og þar segir: „Hvers vegna eru bókasöfn svona lágt skrifuð?” 1974 skrifaði Eirikur Hreinn Finnbogason þáverandi borgarbókavörður leiðara i Bókasafnið. Hann sagði m.a.: „Sum islenzk sveitarfélög hafa unnið stórvirki i bókasafnsmálum sinum, reist ný og góð hús yfir starfsemina og reynt að veita henni viðunandi rekstrarfé. En islenzka rikið hefur gætt þess vel að halda sig fjarri slikum mennigarfra mkvæmdum. ” Þetta voru hörð orð en eigi aö siður blákaldur raunveruleikinn. Ýmsir trúðu samt á bjartari framtið einkum var það álit margra að rikið mundi á siðast liðnum vetribæta hlut sinn, þegar fréttist að loksins ætti að afgreiða bókasafnslög. Þvi i fyrri gerð frumvarpsins um almennings- bókasöfn var gert ráð fyrir veru- legri hlutdeild rikisins bæði i rekstri og eins i byggingu nýrra bókhlaða. Sú varð þó ekki raunin. Alþingi samþykkti að visu ný lög sem fela i sér nokkra hagsbót fyrir söfnin. En fjárframlög koma samkvæmt þeim eingöngu frá sveitarfélögunum. Hvers verða þau megnug? Við reiknum með að kaupstaöir og stærri byggðarlög muni reyna að fara eftir ákvæðunum um rekstrarframlög, en mjög ósenni- legt er að á slikum verðbólgu- timum sem við lifum, muni þau þess umkomin að reisa góðar eða stórar bókhlöður. Hver verður svo hlutur hinna smærri sveitarfélaga? Gunnar Markússon I Þorlákshöfn sagði á fundi bókavarða i vetur: „Hér er öll vinna gefin og hér er aldrei hægt að fá nýja bók fyrir jól. Annar bókavörður varpaði fram þeirri spurningu á áöur- greindum fundi: „Hvers vegna eru bókasöfn svona lágt skrifuð?” Þetta er einmitt spurning sem brennur á vörum allra bókavarða i landinu i dag. Hvers vegna eru skipulögð stórhverfi i sjálfri höfuðborginni án þess að þar sé gert ráð fyrir bókasafni? Hvers vegna veitir rikið fé i danshúsbyggingar en forsmáir stofnanir sem dreifa bókum til almennings? Hafa valdamenn á Islandi aldrei komið á bókasöfn á Norðurlöndum, þar sem þau skipa veglegastan sess i menntakerfi viðkomandi landa sem alhliða menningarstofnanir. H.J. og H.H. TRÚLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiösla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 Auglýsingasími Alþýðu blaðsins 14906

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.