Alþýðublaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 2. nóvember 1976. lfER KALÝÐS MÁL 3 Þorsteinn Pjetursson skrifar: Samstarf laun- þegasamtaka á Norðurlöndum Fulltrúaráð verka lýðssa mbanda á Norðurlöndum stofnað 1972 Forustumönnum verkalýðs- samtakanna á Norðurlöndum hafði lengi verið það Ijóst, að brýna nauðsyn bæri til þess að skipuleggja samskipti verkalýðs- félaganna og koma á auknum kynnum, skiptast á upplýsingum og bera saman starfshætti og starfsaðferðir með það fyrir augum að nýta sameiginlega það sem best hefði gefist i hverju landi um sig. Grundvöllurinn að lausn fyrr- greindra vandamála var lagður með stofnun Fulltrúaráös norrænu verkalýðssamtakanna árið 1972. Þessi samtök eru þannig upp- byggð aö hvert Alþýðusamband velur tvo fulltrúa í stjórnina auk þess er öðrum hliðstæðum samtökum heimil þátttaka t.d. starfsmannasamtökum og ýmsum sérgreinasamböndum, svo og samtökum sem sérhæfa sig um lausn hverskonar vanda- mála sem tengd eru verkalýðs- málum og hagsmunum launþega. Núverandi formaður Fulltrúa- ráösins er Tor Aspengren, formaður Norska Alþýðu- sambandsins, af Islands hálfu hafa þeir Snorri Jónsson og Öskar Hallgrimsson átt sæti i stjórninni frá öndverðu. Snorri Jónsson Þau 4 ár sem samtökin hafa starfað hafa þau leyst af hendi mikið og fjölþætt starf, haldið margar ráðstefnur um fjölda við- fangsefna og miðlað upplýsingum milli aðildarrikjanna. Stór þáttur starfsins fer fram á vegum starfshópa sem skipaðir eru sér- hæfðum fulltrúum. Starfshópar þessir kanna mál sem undir þá heyra, veita greinagóöar leiðbeiningar sem öll verka- lýðsfélög innan Alþýðusam- bandanna og önnur tengd samtök eiga greiðan aðgang aö. Norræna Fulltrúaráðið er til húsa hjá Sænska Alþýðu- sambandinu, sem annast fjár- reiður og fleira varðandi tæknileg framkvæmdaatriði. Aðildarfélögin greiöa árlega 10 aura af hverjum félagsmanni i skatt til samtakanna. Þessi samtök eru einnig mjög virk i ýmsum alþjóðamálum, eru i nánum tengslum við Alþjóða- samband frjálsra verkalýðs- félaga. Evrópusamband verka- lýðssamtakanna og Alþjóöa- vinnumálastofnunina. Þá láta þessi samtök einnig til sin taka ýms önnur alþjóðleg vandamál, svo sem baráttuna gegn hringa- valdinu, mengunarhættunni, aðstoð viö frumstæðar þjóðir, og þannig mætti lengi telja. Við höfum gert allt of litið að þvi að hagnýta okkur þessi samtök og það feikna magn upplýsinga sem þau hafa viðað að sér um málefni verkalýðs- hreyfingarinnar og viðhorf hennar til þjóðlegra og alþjóð- legra vandamála. Þ.P. Tor Aspengren ,,Höfum ákveðið, að bjóða út aukið hlutafé, 30 milljónir kr.” „Væntum styrks frá verkalýðshreyf. ingunni til að rétta hag og áKt bankans ÍL Eins og kunnugt er ákváðu eig- endur Alþýöubankans h/f, að hervæðast til nýrrar sóknar á fundi, sem haldinn var 25. okt. ■s.l. Alþýöublaðið fékk stutt viðtal viö Stefán M. Gunnarsson, bankastjóra og leitaði frétta um ástand og horfur. „Lausafjárstaða bankans er ekki nægilega sterk eins og nú standa sakir”, sagði banka- stjórinn i upphafi, ,,þar ber ýmislegt til, auk þess áfalls, sem bankinn varð fyrir. Segja má, að sparifjáraukning hafi ekki orðiö, en það hefur þó haldizt i horfinu frá 1. júni s.l. Viö höfum ákveöið að bjóða út aukiö hlutafé um 30 milljónir. Við væntum styrks frá verka- lýðshreyfingunni, til þess að rétta hag og álit bankans.” „Hvernig undirtektir hefur útboðið um hlutaf járaukn- inguna fengið”. „Við höfum fengið mjög jákvæðar undirtektir, einkum ’hjá aðstandendum Sparisjóðs Alþýðu sem var fyrirrennari bankans, eins og kunnugt er. Fundurinn um daginn, þann 25. okt. var ágætlega sóttur og þar rikti fullur einhugur um eflingu bankans.” „En hvað svo frekar um lausaf járstöðuna? ” „Við höfum unnið aö þvi, að auka tryggingar fyrir þeim lán- um, sem vantryggð voru. Okkur hefur orðið þar talsvert ágengt, en þaö hefur aftur kostað að þurfa að lengja upphaflegan lánstima. Þetta er auðvitað al- gert lifsspursmál aö tryggingar fyrir lánunum séu nægar á hverjum tima þó það kosti örðugri lausafjárstöðu i bili.” „Hvað um viðskipti bankans úti á landi?” „Þau þurfum við að auka og eigum að geta þaö, þó það sé a 11- miklum erfiðleikum bundið. Hugmyndir hafa komið fram um samvinnu við sparisjóðina, sem við viljum reyna að koma á. Um það hefur verið rætt, aö senda menn út á land i þeim tvi- þætta tilgangi, að kynna starf- semi bankans fyrir verkalýðs- félögunum og freista að ná sam- bandi við sparisjóöina.” „Hvernig yrði þvi sambandi háttað?” „Verkalýðsfélögin eiga sina sjóði, sem þau auðvitað geyma i sþarisjóðunum, a.m.k. þar sem bankaútibú eru ekki starfrækt. Reiðufé sparisjóðanna er auö- vitað notað að hluta til þess að efla og tryggja atvinnumögu- leika og sitthvaö annaö, sem svæðisbúar bera fyrir brjósti. Þar ættum við aö geta komið inn i myndina og með gagnkvæmri samvinnu gætu báðir haft hag af. Við teljum enn ekki nægan skilning á þvi, hvaö fjárhags- lega sterkur áhrifaaöili, eins og bankinn á að verða, getur stutt hina faglegu hreyfingu. Þennan skilning þarf aö auka.” „Þú munt hafa látið I það skína, að til væru þeir aðilar, sem gráta myndu þurrum tár- um þó rekstur Alþýðubankans gengi ekki of vel. Attirðu við einhverja sérstaka?” „Ekki sem ég sé ástæöu til að nafngreina. Hitt má vera vitan- legt, að verkalýðshreyfingin, sem er eigandi bankans m.a. á sina andstæðinga. Þeim hinum sömu er auðvitað ljóst, að þvi öflugri sem bankinn yrði þvi meiri hlyti sóknarmáttur hreyfingarinnar að vera. Þetta leiðir af sjálfu sér.” „Munt þú sem bankastjóri fylgja einhverri sérstakri stefnu i lánamálum, og þá hverri?” „Ég tel, að hlutverk bankans sé og hafi raunar alltaf átt að vera, að styðja viö smærri láns- aöila, sem aðstoöar þurfa. Það eru eins og er aðallega skamm- timalán, og þar er eftirsókn mikil.” „En hvað virðist þér um framtið bankans?” „Ég tel að við séum á öruggri leið. Framtiðin og þaðhve hratt stigst, byggist vitanlega á þvi, hvað fast eigendur standa bak- við bankann. Við hljótum að vænta þess, að verkalýðs- hreyfingin láti okkur, ekki siður en aðrar lánastofnanir, njóta nokkurs af sjóöaeignum sinum. Þar er um að ræða stóreignir m.a. i reiðufé, sjóöir sem lltið eru hreyfðir, s.s. lifeyrissjóðir, sjúkrasjóöir og verkfallssjóöir, þó auðvitað sé nokkuö bundið verðtryggðum skuldabréfum.” Nokkurraróánægju mun hafa gætt hjá ykkur, stjórn bankans, vegna blaðaskrifa um vandræði hans. Viltu segja eitthvað þar um?” „Já. Það er rétt, að við höfum talið, að of mikiö væri gert aö þvi að gera þetta æsifréttamál. Hér var af okkar hálfu aöeins - rætt við Stefán M. Gunnarsson, bankastjóra Alþýðubankans verið aö leiðrétta hörmuleg mistök, sem gerzt höföu. 1 raun og veru var verið að kippa þvi i lag, sem aflaga haföi fariö og gat, jafnvel hlaut, aö rýra traust bankans. Þetta var ekkert laumuspil, og þjónaði engum tilgangi aö ausa út um það alls- kyns fréttaburði, stundum miöur vingjarnlegum.” „Hafa einhverjar breytingar á starfsháttum verið gerðar, eða fyrirhugaöar?” „Já. Við höfum unnið að þvi að styrkja innviði bankans, ef svo mætti segja, það er með auknu aðhaldi og eftirliti, tiðari endurskoðun m.a. og dálitilli breytingu á starfsliöi, þar má nefna fækkun bankastjóra, svo eitthvað sé talið”, sagði Stefán M. Gunnarsson, bankastjóri að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.