Alþýðublaðið - 02.11.1976, Side 4

Alþýðublaðið - 02.11.1976, Side 4
Þriðjudagur 2. nóvember 1976. j Grein mln, Skiptir sannleikur- inn ekki máli? (Athugasemd vegna skrifa um Chile),sem birt- ist I AlþýBublaöinu 8. okt., hefur oröiö tveimur mönnum tilefni til svargreina hér I blaöinu. t þeim skrifum gætir annars vegar nokk- urra stóryröa og rakalausra ályktana, sem ungur vinstrimaö- ur hyggur geta oröiö mér til áfell- isdóms, en hins vegar furöulegrar tregöu hjá greindarpresti hér I bæ til aö geta viöurkennt augljós sannindi i heild sinni, en ekki aö- eins veigaminnsta þátt þeirra. Þar sem báöar þessar greinar gefa lesendum vægast sagt ófull- komna hugmynd um efniö, sem fjallaö er um, þá hef ég séö mig tilneyddan til aö hjálpa upp á sak- irnar meö sannleiksleitina hjá höfundunum og bæta úr þvi, sem ýmist er ofsagt eöa vansagt i máli þeirra. Sumum kann aö þykja þessi eltingaleikur minn viö grunn- færnislegar, en almennt tíökaöar rangtúlkanir I dagblöðunum vera oröinn nokkuö smásmugulegur. En þaö er einmitt vegna þess, aö sannleikurinn skiptir mig máli, sem ég er aö eyöa tima minum I leiöréttingar á þrálátri afbökun oröa minna á siöum þessa blaös. Ég vil ekki una þvi, að á mig séu bornar upplognar sakir, og hlýt að andmæla þvi, þegar menn, sem jafnvel viröast mér vinsam- legir, geta ekki látiö mig nljóta sannmælis. Þaö er rétt aö nota tækilærio til aö leiörétta villu, sem ég tók eftir i fyrri grein minni. 1 12. línu i 2. dálki stendur „frá 3. valdaráni herforingjanna,” en átti auövitaö að vera valdaári. Aö ööru leyti þakka ég óvenjugóöan prófarka- lestur, sem þetta blaö hefur um- fram flest önnur dagblöö. Um óréttmætar ásakanir i tengslum við réttmæta leiðréttingu. Mér þykir fyrir þvi aö hafa sært rithöfundarstolt Einars Más Jónssonar meö fljótfærnislegri villu i grein minni hér i blaöinu 8. okt. Sú missögn, aö greinaflokkur hans um Chile i Þjóöviljanum haustiö 1974 hafi verið „upphaf- lega kominn úr danska blaöinu Information,” felur vissulega i sér þá merkingu, aö Einar Már Jónsson sé ekki frumhöfundur nefndra greina. Hitt er annaö mál og mun alvarlegra, þegar Einár út- leggur þetta sem beinar „full- yrðingar um ritstuld,” eins og hann gerir i grein sinni I Alþbl. 14. okt. Þaö vakti aldrei fyrir mér aö gera litiö úr þeirri vinnu, sem hann lagði í þennan greinaflokk. En á þeirri stundu, þegar ég féstí þessi orö min á blaö, vissi ég ekki betur en ég væri aö segja satt og rétt frá — og heföi þaö m .a .s. eftir þeim trúveröuga heimildarmanni Einari Má Jónssyni! Þóttist ég hafa lesiö það meö minum eigin augum, þegar ég var aö semja greinina i Alþýöublaðiö, aö Einar Már hafi látið þess getiö viö 1. grein sina um Chile, aö efniviöur- inn væri sóttur i greinabálk i „Information”. Þaö kom mér þvi algerlega á óvart, þegar ég frétti, aö Einar Már Jónsson heföi skrifaö grein I Alþýöublaöiö, þar sem hann lýsti mig ósannindamann og rógbera vegna þessara ummæla. Ég varö þó ekki fyllilega sannfæröur um, aö mér hefði oröiö á I messunni, fyrr en ég haföi lesið allar hans 5 greinar yfir og hvergi séö þar minnzt á blaðiö Inormation. Þar meö varö mér ljóst, aö greina- flokkurinn var alls ekki þaöan kominn, þvi aö sú ætlun min var alfariö byggð á þeirri hugmynd, aö Einar Már heföi sjálfur sagt þaö I greinunum. Samt sem áöur var ég ekki sáttur viö þá niöur- stöðu, aö orö min væru staölausir stafir, þvi aö tilvitnunin I Infor- mation sem aðalheimild var svo ljóslifandi I minni minu, aö ein- hver veruleiki hlaut aö liggja þar aö baki. Það tók mig drjúgan tima aö finna orsök þessarar skekkju hjá Jón Valur Jensson, guðfræðinemi: SANNLEIKANN ALLAN OG EKKERT UMFRAM HANN mér. En skýringin kom aö lokum, þegar ég haföi flett i gegnum margar blaöagreinar um Chile. 1 upphafi einnar þeirra.sem Ami Bergmann tók saman og birt var i Þjóðviljanum 13. april 1975 (Chile — stöönun og hnignun), segir svo: „Samantektin er aö mestu byggö á spánnýjum greínabálki Suöurameríkufréttaritara Information...” Hef ég sýnilega ruglaö saman úrklippu minni af þessari grein og greinum Einars Más (sem báru likt yfirbragö) og taliö mig vera aö visa til hans eigin oröa, þegar ég gat um upp- runa greinaflokksins. Ég á auövelt meö að skilja gremju Einars Más Jónssonar vegna þessara mistaka og get ekki annaö en beöizt velviröingar á þeim. Þaö er I sjálfu sér ánægjulegt, aö Einar hefur leiö- rétt svo meinlega villu I grein minni, þvi aö ekki vil ég veröa til þess, aö sjálfstæö viöleitni manna til aö afla sér heimilda og taka saman fróöleik um þýöingarmikil málefni sé ekki viöurkennd og metin sem vert er. — Hins vegar hlýt ég aö visa til fööurhúsanna þeim ómerkilegu aödróttunum, sem hann lætur fylgja meö sinni réttmætu leiöréttingu. Hann skýt- ur langt yfir markiö, þegar hann fer aö skálda i eyöurnar og lýsa einhverjum sérstökum ásetningi með ranghermi minu. Segir hann, aö „fullyröing” min hafi verið „algerlega tilhæfulaus og gerö i þeim tilgangi einum aö ófrægja þá, sem eru á öðru máli en hann (þ.e.a.s. ég, JVJ) og gefa i skyn, aö þeir geti ekki kynnt sér málin á sjálfstæöan hátt.” Meö þessum oröum er EMJ aö eigna mér siölaust athæfi meö skrifum minum, sem sé að ljúga visvitandi upp á hann ritstuldi (þvi aö augljóst er, aö ég gæti ekki haft þann „tilgang” að „ófrægja” Einar meö þessari „fullyröingu” minni, nema ég væri mér meövitandi um þá staö- reynd, aö þetta væri ósönn full- yröing sjálfs min). Rugl úr sjálfs hans kolli Alyktun EMJ um „tilganginn” með missögn minni er ekkert annað en hans eigin hugarórar. Grein hans upplýsir lesendur ekki vitund um tilgang minn meö um- ræddum oröum, þvert á móti ber hann á borö sleggjudóm, sem reynist vera rakaláus áburö- ur. Slikir dómar segja jafnan meira um þann, sem slær þeim fram, en hinn, sem fyrir þeim veröur. Meö ummælum minum ætlaöi ég aldrei aö gefa i skyn neinn rit- stuld, enda þurftu þau alls ekki aö skiljast á þann veg, aö EMJ heföi gerzt sekur um aö „birta undir eigin nafni greinar úr öörum blööum”. 1 grein minni sagöi ég hvergi, aö EMJ heföi skrifaö greinarnar I eigin nafni, heldur einungis, aö hann heföi birtþær I Þjóðviljanum. Meiningin i oröum minum var aö sjálfsögöu sú, aö Einar hafi séö um þýöingu eöa endur sögn á greinabálki úr Information. Þar er ekki einu sinni ýjaö aö þvl, aö Einar hafi viljað slá sig til riddara meö þvi aö lýsa sjálfan sig frumhöfund greinanna, þótt hann væri þaö ekki I raun. Um virðingu blaða- mannsstarfsins EMJ segir i grein sinni, aö til blaöamanna séu ekki geröar „kröfur um neinn áérstakan frumleika, heldur er þaö hlutverk þeirra að koma á framfæri þeim upplýsingum, sem þeir vita rétt- astar”. Ég er alveg sammála þessu, en get á hinn bóginn ekki skilið, hvers vegna Einar, sem hefur þessa skoðun, þarf samt sem áöur aö túlka ranghermi mitt sem hnjóðsyröi um sig. Þessi sak- lausu orö min voru honum ekki til hnjóðs, eins og þau voru sögö, heldur miklu fremur til sæmdar. Þaö getur bæöi veriö vandasamt verk og fullkomlega viröingar- vertaö aö þýöa og endursegja er- lendar greinar, svo aö vel sé. Og þýöing fimm greina flokks, sem heföi fjallaö af hlutlægni um mál- efni Chile, hefði mátt álita sér- staklega lofsvert framtak, svo mjög sem atburöir þar I landi snerta samvizku heimsins. Túlk- un Einars á þessum ummælum minum gekk þvi ekki aðeins langt fram yfir þaö, sem fyrirliggjandi rök gáfu honum heimild til, held- ur ætlar hann mér einnig aö hafa aðhyllzt sjónarmið (varöandi) þýddar greinar), sem ég er öld- ungis ósammála. Annars er þaö óhófleg viökvæmni, þegar hann telu,r mig hafa vænt sig um skort á sjálfstæörí rithæfni. Þaö heföi engu breytt fyrir álit mitt á greinaflokknum, hvort EMJ var höf. hans eöa einhver annar, þvi aö ég treysti honum ekkert siöur en dönskum blaöamönnum til aö geta skrifað vel eöa illa um mál- efni Chile. ,,Svo sem þér dæmið...” Fullyröingar Einars um, aö ég hafi borið á hann ritstuld, eru al- gerlega út i hött, og væri honum sæmst aö draga þær til baka. Þaö er hægöarleikur aö bera hvers kyns vammir og skammir á pólitiskan andstæöing, sem menn þurfa ekki aö styöja mál sitt hlut- lægum rökum, en þar fyrir veröur þaö ekki lofsamlegt. Einar kvart- ar sjálfur yfir þvi, aö með hinum tilfæröu oröum minum hafi ég ekki unnaö honum sannmælis. Nú er hins vegar ljóst, aö hann hefur sjálfur miklu frekar gert mér rangt til meö þvi að fordæma svo afdráttarlaust „fullyröingu” mina, án þess aö nokkur afgerandi rök til þess væru fyrir hendi. Þar meö hefur hann boriö mér á brýn athæfi, sem i 1. lagi væri ósiölegt og óverjandi, en i 2, lagi dæmafá einfeldni, þvi aö eng- um nema heimskum skálki gæti dottiö I hug aö beita svo fávisleg- um fölsunum. Umkvörtunarefni EMJ var fjarri þvi aö vera sam- bærilegt viö þessar ósvifnu sakargiftir á mig, þvi aö marg- umrædd „fullyrðing” mln var ekki meint honum til ámælis og þurfti engan veginn aö skiljast þannig. Hitt leynir sér ekki, aö EMJ er beinlinis aö gera sem allra mest úr þeim „.áviröing- um”, sem hann gengir missögn minni, svo aö úr veröur ljótur vitnisburöur um heiöarleika minn. 1 grein sinni talar EMJ af mikilli „réttlætiskennd” um þau rangindi, sem hann hafi orðiö fyrir af minni hendi. Ot frá hinum sama mælikvaröa hlyti hans eigiö framferöi aö veröskulda miklu haröari fordæmingu. Heimatil- búnar rangfærslur hans geta ekki flokkazt undir annað en tilhæfu- laust persónuniö, sem er aöeins honum sjálfum til áfellisdóms. EfEMJ hefur ætlazt til þess, aö ég bæöist velviröingar vegna mismæla minna, hef ég þegar gert það — að þvi leyti, sem eöli- legt var. Ég vænti þess, aö hann viröi þá kurteisi, sem ég hef sýnt honum óverðugum, og reynist þaö karlmenni aö geta tekiö aftur ummæli sin. Nauðsyn traustra heimilda Sú lltilfjörlega aukasetning, sem fól I sér ranghermi mitt, var þýöingarlaus fyrir málflutning greinar minnar, og af samhengi setningarinnar er ljóst, að henni var ekki stefnt gegn Einari Má Jónssyni. 1 Alþýöublaösgreininni kom vissulega fram gagnrýni á grein blaöamanns, sem haföi bein og mikil not af ákveönum greina- flokki, án þess aö getið væri um þaö. En þar var þolandi gagnrýni minnar ekki EMJ.heldur Haukur Már Haraldsson (sbr. grein hans i Alþbl. 11 sept.). Reyndar er ekki óliklegt, aö Haukur hafi fengiö leyfi til að nota greinaflokk Einars, enda fyrrverandi blaöa- maöur á Þjóöviljanum. En ég tel þaö samt enga goögá aö ætlast til þess, aö getiö sé um heimildir, þegar fjallað er um jafnmikilvæg mál eins og atburöina i Chile. Menn treysta þvi jafnan bezt, sem góöar heimildir eru fyrir, en siður hinu, sem enginn veit, hvaöan komiö er. Hvorugur þeirra Hauks eöa Einars geröi grein fyrir aöalheimildum slnum (Einar vitnaöi þó i Le Monde dipl. um fáein atriöi). Ef þeir töldu sig hafa áreiðanlegar, áttu þeir ekki aö þurfa aöþegja um, hverjar þær voru. Það var ekki seinna vænna, aö Einar tilgreindi þær i grein sinni gegn mér.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.