Alþýðublaðið - 02.11.1976, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 02.11.1976, Qupperneq 5
b!a£fð Þriðjudagur 2. nóvember 1976. VIÐHORF 5 Lýst eftir sönnunum. Vert er að leiðrétta hér eina missögn, sem kom fram hjá Einari i þessu sambandi. Hann talar þar um góðar heimildir, sem hann hafi haft við ritun greinabálksins, af þeim uppljóstrunum, sem „sönnuðu hlut Bandarikjamanna i valda- ráninu i Chile”. Ef hér er átt við beina hlutdeild i valdaráninu sjálfu, eins og orðalagið bendir til, þá verð ég að hryggja Einar með þeirri staðreynd, að i hans mikla greinaflokki fyrirfinnst engin sönnun fyrir aðild Banda- rikjamanna að byltingunni eða hinum skipulagða og meðvitaða undirbUningi þeirrar tilteknu uppreisnar. Úr þessu hygg ég að hann eigi enn eftir að bæta, þvi að varla skortir hann til þess vilj- ann. Þetta er ekki sagt hér Banda- rikjamönnum til neinnar afsök- unar, þvi að samskipti þeirra við herforingjastjórnina eru á marga lund ámælisverð og einmitt ekki sizt á þessu ári, þegar kúgunin hefur þó magnazt til mikilla muna. Hins vegar bið ég enn eftir þvi að sjá skýrar sannanir fyrir hlut þeirra i valdaráninu 1973. Merkileg þögn. Það er i sjálfu sér mun athyglisverðara, hvað EMJ sleppir að gagnrýna i grein minni hér i blaðinu heldur en það smá- vægilega atriði, sem hann gerir veður út af. En ég vék m.a. að grein, sem birtist eftir hann i Þ jv. 11. sept. sl., og fór um hana þeim orðum, að hún hafi verið ,,að visu nokkuð góð, en úrelt i nokkrum atriðum og ónákvæm, enda var ekki einu sinni haft fyrir þvi að geta um aðalheimild hennar”. Þessu lætur Einar Már alveg ósvarað og virðist þvi sætta sig mætavel við slikan dóm. Þykir mér sá óbeini vitnisburður hans um gæði blaðamennsku sinnar ekki til marks, að menn geti tekið hvert hans orð sem óvéfengjan- legan sannleika. Um óhlutvendni ,, goðsagnarsmiðanna ’ ’ Ég ætla ekki að ræða hér þær dylgjur, sem Einar endar grein sina með, varðandi það fyrsta, sem eftir mig birtist á prenti um vandamál Chile (greinina Sigur lýðræðisins). Athugasemd hans er ekki á þvi málefnalega plani, að henni verði svarað (nánar er vikið að skrifum minum 1973 i siðara hluta þessarar greinar). En að baki loðnum glósum Einars býr hins vegar ákveðin hugsun, sem rétt er að vara menn við. Það er alkunnugt orðið, að vinstri menn hafa lagt sérstaka rækt við að upphefja sem mest þeir mega stjórn Alþýðueiningar- innar, sem rikti i ChÚe undir for- sæti Allendes. Til þess beita þeir einhæfum og markvissum áróðri, sem miðar að þvi að sannfæra menn um,að stjórn hans hafi ver- ið landi og þjóð til blessunar og hafi æfinleg virt leikreglur hins lýðræðislega réttarrikis, — and- stætt þvi, sem staðreyndir sög- unnar sanna. Það var auðskiljan- legt, að þessir „goðsagnasmiöir” snerust harkalega gegn greinum minum haustið 1973, þar sem ég fagnaði þvi, að vilji meirihlutans hefði loks borið sigurorð af óstjórn Marxista, sem voru að leiða landið til glötunar. Það var ekki einkaskyssa min aðtreysta þvi, að herforingjarnir hefðu hrifsað völdin af hreinni nauðsyn og með velvilja til þjóðar sinnar, þvi að margir ábyrgir aðilar töldu byltingu þeirra rétt- lætanlega fyrst i stað. Og það verður að segjast eins og er, að afstaða sumra þeirra, sem snerust strax gegn byltingunni og fordæmdu hana afdráttarlaust, . var ekki endilega byggð á einber- um og fullnægjandi rökum — s.s. þegar gengið var fram hjá ýms- um þýðingarmiklum atriðum (stjórnarskrárbrotum Allendes og fréttum af byltingarundirbún- ingi flokksmanna hans) eða reynt að skapa falska mynd af ástandi mála i Chile (forsetanum t.a.m. lýst sem friðsamlegum umbóta- manni, sem hafi verið staöráðinn i að fara æfinlega að lögum og lýöræðislegum reglum, en fortið hersins lýst á mjög neikvæðan hátt, sbr. Alþýðubl. 11. sept. sl.). Þeim, sem þannig hafa tekið þátt i að mynda óraunsæja goðsögu um Alþýðueininguna og ágæti hennar, ferst sizt af öllum að gagnrýna mig fyrir að hafa skjátlazt um nokkur veigamikil atriði, sem áttu sér þó flest eðli- legar skýringar (t.d. sú megin- forsenda min, að herforingjarnir lýstu þvi yfir við valdaránið, að þeir hygðust endurreisa lýðræðis- skipulagið). Þessir sömu menn, sem sjá sér einhvern hag i þvi að lýsa stjórn Allendes sem ágætri, löghlýðinni umbótastjórn og reyna jafnóðum að kveða. niður öll mótrök gegn þeirri marxisku „söguskoðun”, þeir vila ekki fyrir sér að rang- túlka og fordæma málflutning minn i heild eins og einhvern fasiskan afturhaldsboðskap. Þeir velja sér hina auðveldustu leið að varpa rýrð á afstöðu mina með þvi að draga fram vissa galla á greinum minum, þannig geta þeir „afgreitt” röksemdir mótherja sins með þvi að hafna þeim öllum jafnt án málefnalegrar rökræðu, en beita óspart fölsunum og róg- burði til að fylla i eyðurnar. Sannleikurinn skiptir þar ekki máli, heldur hvað gagnar bezt i baráttunni fyrir söguskoðun hinn- ar marxisku efnishyggju? — Það er spurning, hvort hin siðlausu meðöl þessara Marxista upplýsi ekki meira en ætlun þeirra var um sannleiksgildi málstaðar þeirra i heild. (Slðari hluti greinarinnar birtist á morgun). Aa&)'ý3endar! AUGLYSINGASlM! BLADSINS ER 14906 GERRÆÐISLEG VINNUBRÖGÐ — segir stjórn Stúdentaráðs um hinar nýju reglur um úthlutun námslána Eins og kunnugt er af skrifum fjölmiðla, hafa nýjar reglur um úthlutun námslána tekið gildi. Þessar nýju úthlutunarreglur, sem voru samdar af fulltrúum rikisvaldsins i stjórn Lánasjóðs- ins, eru i flestum atriðum afar gallaðar og virðast beinlinis samdar með það fyrir augum að hrekja vissan hóp manna frá námi og minnka þannig útgjöld rikisins veena námsmanna. Það er vert I þessu sambandi að benda á þau vinnubrögð sem menntamálaráðherra virðist hafa tileinkað sér i skiptum sin- um við námsfólk, og berlega komu i ljós við samþykkt úthlut- unarreglanna. Flestir muna enn hvernig hann sveikst aftan að námsmönnum, þegar samning hinna illræmdu lánalaga stóð yf- ir. Þá var sérstakri nefnd falið að semja drög að frumvarpi til nýrra laga um námslán, og þar áttu námsmenn fulltrúa ásamt Alþingi og ráðuneytum. Siðar kom i ljós, að sú nefnd þjónaði einungis þeim tilgangi að draga námsmenn á asnaeyrum, þvi þegar frumvarpsgerðin var kom in á lokastig, var nefndin látin hætta störfum, og menntamála- ráðherra lagði sjálfur fram nýtt frumvarp, gjörólikt frumvarpi nefndarinnar. Svipuðum vinnu- brögðum var beitt við samþykkt hinna nýju úthlutunarreglna. Þær voru keyrðar i gegnum stjórn Lánasjóðsins á mjög stuttum tima, i trássi við vilja allra fulltrúa námsmanna. Handbendi menntamálaráð- herra i stjórn Lánasjóðsins höfðu fullyrt að reglurnar myndu sæta nákvæmri og timafrekri rannsókn i ráðu- neytunum, þannig að samtök n- amsmanna fengju tima til að athuga þær og koma ábending- um sinum á framfæri við ráð- herra. En fram til þessa hafa það þótt eðlileg vinnubrögð, að hagsmunasamtök fengju ráð- rúm til að koma á framfæri skoðunum sinum og athuga- semdum við þau lög og reglur er varða meðlimi þeirra, áðir en slikt tekur gildi. Þvi er þó ekki að heilsa þegar námsmenn er annars vegar, að dómi mennta- málaráðherra. Reglurnar voru samþykktar frá stjórn LÍN á laugardaginn 16. október. Daginn áður hafði ráðherra i viðtali við tvo full- trúa námsmanna lofað að beita sér f yrir þvi að úthlutað yrði enn um sinn samkvæmt gömlu út- hlutunarreglunum, þvi nauð- synlegt myndi að athuga regl- umar rækilega, og kanna áhrif þeirra. Nýju reglurnar komu svo i hendur ráðherra á mánu- daginn þar á eftir, og á þriðju- degi undirritaði hann þær og staðfesti þar með gildistöku þeirra. Þannig voru nú efndir hans á loforðum sinum. Þetta eru dæmafá vinnubrögð. Af þessari hröðu afgreiðslu er ljóst, að Vilhjálmur mennta- málaráðherra hefur ekki getað kynnt sér reglurnar til hlitar á þessum skamma tima, og þvi skrifað undir reglur sem hann tæpast veit til fullnustu hvað þýða. Ennfremur er það ein- muna virðingarleysi af honum gagnvart nokkrum hagsmuna- samtökum, að skeröa sjálfsagð- an rétt þeirra til að fjalla um þau mál, sem varða lifskjör og framtiðarmöguleika félaga sinna. Veit Vilhjálmur t.d. að þessar reglur gera ekki ráð fyr- ir þvi, að námsfólk fái lánsvið- bót vegna barna þess? Veit hann að afleiðingar þess hljóta að verða að barnafólk frá al- þýðuheimiium hrekst unnvörp- um frá námi? Það er sorglegt að verða vitni að hinni harkalegu kjaraskerð- ingarstefnu sem nú er rekin af offorsi gegn alþýðu manna. Má þar minna á stórfellda minnkun á kaupmætti launa undangengin ár, hin ósvifnu bráðabirgðalög sem svipta sjómenn sjálfsögð- um rétti þeirra til frjálsra samninga og verkfalla, svo og hinna nýju vinnulöggjöf sem mun að engu gera þá áfanga, sem alþýða landsins hefur náð með áratugabaráttu. Sú kjara- skerðing, sem námsmenn sæta nú, er einungis eitt birtingar- form þessarar stefnu. Það er sjálfsögð krafa, að Vil- hjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra veiti hagsmuna- samtökum námsmanna svig- rúm til að fjalla um reglurnar, og dragi þvi annað tveggja stað- festingu sina til baka, eða taki óskir námsmanna um breyting- ar, til greina á annan hátt. Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Islands. Sölufólk! Hringið til okkar og pantið föst hverfi til að selja blaðið í Alþýðublaðið - afgreiðsla sími 14900 Breytt símanúmer SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA Frá og með mánudeginum 1. nóvember verður simanúmer SKRIFSTOFU RÍKISSPÍTALANNA 24160. Gjaldkeri, launadeild og innkaupastjóri verða þó áfram með sima 11765. Tillcynning: Flugffralrt frö London Við höfum skipt um þjónustuaðila í London, og bjóðum nú betri þjónustu á flugfrakt þaðan en áður. Farmsöludeild okkar veitir allar nánari upplýsingar í síma 8 48 22. FLUGFÉLAC íSLAJVDS LOFTLEIDIR frakt Pélög sem leggfa áherslu á tiraöa og hagkvœma þjonustu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.