Alþýðublaðið - 02.11.1976, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 02.11.1976, Qupperneq 7
I ÍÞRÖTTIR 7 bSa^fö* Þriðjudagur 2. nóvember 1976. Víkingsliðinu tókst loks að krækja sér í stig Tveir leikir voru háðir i fyrstu deild tslandsmótsins i hand- knattleik um helgina. Áttust við Þróttur og ÍR annars vegar og Vikingur og Grótta hins vegar. Báðir leikirnir voru háðir I Laugardalshöllinni. Þróttur — i R: 25-25 Leikurinn var nokkuð jafn allan timann. Aldrei munaði meira en þremur mörkum, siðast 20-17 fyrir tR. t hálfleik var staðan 12-11 1R i vil. 1 seinni hálfleik ná IR-ingar siðan þriggja marka forystu, sem þeir halda nokkuð lengi. Þegar staðan var 20-17 og aðeins niu minútur eftir af leiktiman- um, var Agúst Svavarsson klæddur i yfirfrakka, i liki Konráðs Jónssonar. Hafði þetta slæm áhrif á leik IR-inga og náðu Þróttarar nú að jafna á skömmum tima, 22-22. Komast þeir siðan i tveggja marka for- ystu 25-23, en Hörður Hákonarson skorar þá tvö mörk i röð fyrir IR-inga. Lauk leik- timanum, og var staðan enn 25- 25, en Þróttarar áttu eftir að taka vitakast. Halldór Bragason klúðraði þvi. Slæm mistök hjá Halldóri, en það er ekki auðvelt að standa á vitapunkti, eftir að leik er lokið, vitandi það, að þetta eina skot þýðir heilt stig. Víkingur— Grótta: 26-21. Vikingsliðinu tókst loksins að sigra, er það mætti Gróttulið- inu, sem var trekar slakt. Meö allan þennan mannskap, sem Vikingur hefur innanborðs, ættu þeir að ná miklu meira út úr spili sinu, en ef til vill hafa þeir of mörg „stór nöfn” i liöinu. Vikingar höfðu lengst af for- ystu i fyrri hálfleiknum, aldrei þó meiri forystu en fjögur mörk. 1 hálfleik var staðan 13-11 Vikingum i vil. 1 seinni hálfleik snerist dæmið alveg við. Grótta náði fljótlega að jafna og komast yfir. Aldrei munaði þó miklu. Það var fyrst og fremst bráðlæti Gróttu- manna, sem varð þeim að falli. Þeir héldu boltanum ekki nógu mikið, skotið var i öllum mögu- legum og ómögulegum færum. Á stuttum tima tókst Viking þannig að komast úr 19-19 i 24-20 og gerði það út um leikinn. Sem fyrr segir lauk leiknum með sigri Vikinga, 26-21. 21 valinn til lands- liðsæfinga í körfu Mikið um að vera hjá körfuknattleiksmönnum Ýmislegt er á döfinni hjá Körf uknattleiks- sambandinu í vetur og verður hér sagt frá því helzta, en samt stiklað á stóru. islandsmótið Islandsmótið hefst að þessu sinni 6. nóvember og því lýkur 26. marz. Alls senda 23 félög lið til keppni í 80 flokkum og verður leikið á 12 stöðum víðs vegar um landið. Landsleikir. Þegar hafa verið ákveðnir 2 landsleikir við Norðmenn, eins og frá segir annars staðar á siðunni. Eru Norðmenn á leið i keppnisferð vestur um haf og hafa hér tveggja daga viðdvöl. Lið Norðmanna er að miklu leyti skipað ungum leikmönnum að þessu sinni, á aldrinum 20- 25 ára, en innan um eru gamal- reyndir landsliðsmenn. Þá hefur einnig verið ákveðið að senda landsliðið til Danmerkur i fjögurra landa keppni 7.-9. janúar næsta ár. Hafa Danir boðið Islendingum sérstaklega til þessa móts, en auk okkar og Dana munu liklega Finnar og Pólverjar taka þátt i mótinu. Mótið veröur haldið i Kaupmannahöfn. Þá mun Island taka þátt i riðli i Evrópukeppninni, i Engiandi 7.-9. april á næsta ári, það er um páskana. Auk Islands og Englands verða einnig Skotar, Danir, Austurrikismenn og Luxemburgarar með i þessum riðli. Þar sem Island á inni heimboð frá Portúgal, siðan þeir heimsóttu okkur siðastliðiö vor, er jafnvel fyrirhugað að sameina ferð þangað feröinni til Englands. Standa yfir samningar við Portúgali um að fá nokkra landsleiki þar áður en haldið verður til Englands. Þjálfaramálin. Júgóslavneski þjálfarinn, Marcovich, sem UMFN hefur fengið til liðs við sig með fullu samþykki KKÍ, mun verða landsliðinu innan handar ef KKl óskar eftir þvi og þá jafnframt setja upp stutt námskeið fyrir körfuknattleiksþjálfara. Stewart, þjálfari af kana- diskum ættum, hefur mikinn áhuga á þvi að komast til tslands til að þjálfa og jafn- framt vinna hér, en hann er viðskiptafræðingur að mennt. Hefur hann þjálfaö mörg af sterkustu liðum Kanadamanna með mjög góðum árangri. Er verið að vinna að þvi aö finna handa honum starf við hæfi ásamt þjálfuninni. Mál þetta er enn á athugunarstigi, en stjórn KKl hefur mikinn áhuga á þvi að nýta sér starfskrafta þessa manns. Grunnskóli KKI. Þriggja manna tækninefnd, skipuð þeim Anton Bjarnasyni, Guttormi ólafssyni og Guðmundi Þorsteinssyni, vinnur nú aö þvi að gefa út námsefni A og B stigs Grunnskóla KKl. Er miðað við að þvi verki verði lokið fyrir næsta vor. Árshappdrætti KKI Nú fljótlega verður hleypt af stokkunum Arshappdrætti KKl og veröur dregið i þvi i desember næstkomandi. Aðal- vinningur verður litasjónvarp, að verðmæti 300.000 kr., auk smærri vinninga, svo sem utanlandsferðar og heimilis- tækja. Að venju munu félögin sjá aö mestu um sölú happdrættismiða, en eitthvað mun verða sent út til fyrirtækja. Leikreglnabreytingar. Allmiklar breytingar voru gerðar á leikreglum I körfu- knattleik á þingi FIBA i Hua formaður Montreal i sumar. Verður dæmt eftir þessum nýju leikreglum i Islandsmótinu I vetur, en þar sem ekki hefur gefizt timi til að gefa út nýja leikreglnabók, þá hafa breytingarnarsjálfar verið gefnar út og munu verða sendar til allra aðila, sem i hlut eiga. Unglingalandsliðið. Verkefni unglingalandsiiðsins i vetur verður fyrst og fremst Polar Cup unglinga, sem fer fram I Noregi dagana 7.-9. janúar næstkomandi. Einnig mun fyrirhugað að leika i þeirri ferð nokkra aukaleiki viö Norð- menn og Dani. Þá hefur enska sambandið og boðið unglinga- liðinu i heimsókn og er það i alhugun. A vegum Unglinganefndar KKl hefur veriö gefin út bók, sem inniheldur úrslit leikja i Islandsmótum 1952-1976 og Reykjavikurmótum 1957-1976, ásamt ýmsum tölulegum upp- lýsingum. Bókin er aðeins gefin út i 50 eintökum og er fyrir- hugað aö gefa öllum félögum kost á að eignast hana og þá jafnframt einstaklingum, sem þess óska. Bókin, sem tekin er saman af Gunnari Gunnarssyni, er eflaust einstök i sinni röð og er þar að finna geysilegan tölulegan fróðleik um körfu- knattleik á Islandi frá upphafi. herra eftir fall Teng-Hsiao ping. Valdaferill Hua er ekki aðeins athyglisverður, heldur hvernig hann hefur að völdunum komizt. Gætum að þvi, að einungis mánuði eftir dauða „guðsins” er ekkja Maos komin I fangelsi ásamt þrem öðrum róttækum valdamönnum, sem flestir bjugg- ust við að myndu koma til álita að erfa rikið! Þessir róttæku fjór- menningar höfðu blessun sjálfs Maos I baráttunni gegn Teng Hsiao ping, sem lauk með útskúf- un hans. Hvernig á að skilja þetta? Næst götunni liggur, að álykta, að hinir hófsamari, sem leggja meira kapp á aukinn aga og aukna framleiðni, hafi unnið tafl- ið gegn róttæklingunum, sem höfðu stöðugar umbyltingar fyrir mark og mið. En til þess að tryggja völd sin, hefur Hua orðið að ná á sitt band yfirstjórn hersins. Þaö er þekkt Sem kunnugt er munu Islend- ingar leika tvo landsleiki við Norðmenn um næstu mánaða- mót. Fyrri leikurinn verður 30.11. og hinn siðari 1.12. Landsliðsnefnd hefur valiö eftir- talda leikmenn til landsliðsæfinga fyrir þessa leiki: Armann: Jón Sigurðsson, Björn Magnússon, Simon Ólafsson. KR: Kolbeinn Pálsson, Bjarni Jóhannsson, Einar Bollason, Birgir Guðbjörnsson. Valur: Þórir Magnússon, Torfi Magnússon, Rikharður Hrafn- kelsson. UMFN : Gunnar Þorvarðsson, Kári Marisson, Brynjar Sig- mundsson, Jónas Jóhannesson. ÍS: Bjarni Gunnar Sveinsson, Ingi Stefánsson. Fram: Guðmundur Böðvarsson. ÍR: Kristinn Jörundsson, Jón Jörundsson, Kolbeinn Kristins- son, Þorsteinn Hallgrimsson. Æft verður aö minnsta kosti einu sinni i viku fram að leikjun- um við Norðmenn og siðan reglu- lega það sem eftir er vetrar á sunnudögum fyrir landsleikina i Kaupmannahöfn I janúar og Evrópukeppnina i Englandi um páskana. Hinn júgóslavneski þjálfari UMFN, Vladan Marcovich, mun þjálfa liðið á sunnudagsæfingum þess og stjórna því i landsleikjun- um sem framundan eru. Gerir hann þetta svo framarlega sem það bitnar ekki á æfingum þess félags, sem hann er ráðinn hjá. stærð, að jafnvel I hinu kommún- iska Kina, eru hershöföingjarnir ekki sérlega spenntir fyrir sifelld- um óeirðum innanlands, sem beinast að ráðandi stjórnvöldum. Telja má vist, að Hua hafi einnig lofað að uppfylla óskadraum allra hershöfðingja, að útvega betri og áhrifameiri vopn. Finna má likur fyrir þvi, að fremur litlir kærleik- ar séu milli hins róttæka arms og helztu ráðamanna hersins, sem sannarlega urðu fyrir barðinu á þeim fyrrnefndu á timum menn- ingarby ltingarinnar. Enginn vafi leikur á, að hin friðsama og iðjusama kinverska þjóð, sem að auki býr aö árþús- unda hámenningu, er ekki ginnkeypt fyrir sifelldum óróa og ærslum i þjóðfélaginu. Þannig hefur hinn nýi formað- ur, Hua Kuo feng unniö sér traust hins þögula skara, sem skrifar ekki á veggspjöld að sið æsinga- manna. (JTLÖND Átökin - Orsakir og Völd Hua Kuo fengs, sem æðsta manns Kfnverja, eru nú óum- deilanleg, þar sem hann er nú setztur I sæti Maos formanns. Þetta er ekki samkvæmt spá erlendra „sérfræðinga” I kin- verskum stjórnmálum, sem töldu yfirleitt, að sæti Maos yrði ekki skipaö, en aðeins notað nafn hans sem einingartákn þjóðarinnar. En Hua er ekki einungis formaður flokksins. Hann er þar- meö æðsti maður lögreglunnar, einnig var hann um nokkurt skeið í Kína afleiðingar forsætisráðherra. Yfirmaður herráðsins er hann og stjórnandi bóka- og skjalasafns Maos og opinber túlkandi heimspekikerfis hans. Þetta er vissulega veglegur listi um völd Huas og áhrif, ekki sizt þegar þess er gætt, að hann — sveitamaðurinn — kom ekki inn i æðstu stjórn lýðveldisins fyrr en 1969 og fyrst 1973 i lögregluráðið. Það var raunar á liðnu ári, sem hann varð þekktur utan Kina, þegar hann varð forsætisráð-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.