Alþýðublaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 02.11.1976, Blaðsíða 10
10. . _____________________________________________________________________________ Áhugi fyr- ir klass- ísku m gítarleik Félag áhugamanna um klass- iska gitartónlisthefur nú starfað i u.þ .b. þrjú ár. Starfsemi félagsins hefur legið niðri um skeið, en fé- lagið hefur fengið loforð um að- stöðu i kjallara Tónabæjar hálfs- mánaðarlega i vetur. í félaginu voru við siðustu talningu eitthvað yfir 50 manns. Jtlassiskur gitarleikur er nú kenndur i velflestum tónlistar- skólum landsins. 1 samtali við blaðið sagði Kjart- an Eggertsson áhuga fólks fyrir klassiskum gitarleik fara vax- andi. Fólk hefur fram til þessa ekki haft tækifæri til að kynnast tónlist af þessu tagi, en allt horfir nú fram til batnaðar í þeim efn- um. — Klassisk tónlist er góð tónlist og verður alltaf sigild. Alveg sama hvaða tegund tónlistar er, sagði Kjartan Eggertsson. Fróðleiks- Nýtt málverkasafn f Moskvu MOSKVU (APN). Málverkasafn rikisins, sem nú er verið að reisa i grennd við miðbik höfuðborgar- innar, verður stærsta málverka- safn i heimi. Sýningarsalirnir verða alls 25 þúsund fermetrar að gólffleti, en það er meira rými heldur en þrjú stærstu málverka- söfn i Moskvu eiga nú yfir að ráða til samans. Málverkasafnið er i 30 hektara garði niðri við Moskvufljót. Þarna verða til sýnis bestu verk frá timanum eftir byltinguna 1917 eftir málara úr öllum sambands- lýðveldunum. Verk rússneskra málara frá þvi fyrir byltinguna verður eftir sem áður að finna i Tretjakovsafninu. Fyrsti hluti þessa nýja safns verður væntanlega vigður eftir um það bil eitt ár. Þar verður þá sett upp hátiðasýning i tilefni af 60 ára afmæli byltingarinnar. Mammútafundur á Norðurslóð LENINGRAD (APN). Sovéskur heimskautaleiðangur hefur fundið höggtennur og fleiri tennur úr mammút á einni af eyjunum i Severnaja Semljaeyjaklasanum. Mammúttennur hafa ekki áður fundist á svo norðlægum slóðum og kollvarpar þessi fundur kenningunni um að þessi risadýr hafi einungis lifað á megin- landinu. Hinn eiginlegi tilgangur leiðangursins var að rannsaka landafræði eyjaklasans og skrið- jöklamyndanir þar. Geislamælingar og borkjarnar allt niður á 1000 metra dýpi á þeim slóðum, þar sem mammút- urinn fannst, munu vafalaust varpa ljósi á breytingar sem orðið hafa á hitastigi, loftslagi og veðurskilyrðum i heimskauta- svæðinu á mörg þúsund ára tima- bili. Nýbyggingar líffæra- f lutningastofnunarinnar MOSKVU (APN): Nú er verið að reisa nýjar byggingar fyrir liffæraflutningastofnunina i Moskvu. Starfsemi stofnunar- innar nær yfir vitt svið. A þessu ári hafa verið framkvæmdar 111 nýrnaigræðslur og nú er verið að gera tilraunir með lifrarflutninga Gerðar hafa verið velheppnaðar aðgerðir á hjarta og slagæðum. Annað starfssvið stofnunarinnar varðar geymslu liffæra og smiöi gerviliffæra, fyrst og fremst gervihjarta. molar Trésmiðir - Trésmiðir Kaupaukanámskeið Námskeið i notkun véla, rafmagnshand- verkfæra og yfirborðsmeðferðar viðar, hefst i Iðnskólanum mánudaginn 8. nóvember 1976, og stendur i 3 vikur. Kennsla fer fram mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga kl. 17 til 21 og laugardaga kl. 14 til 18. Þátttaka tilkynn- ist fyrir 4. nóvember til skrifstofu Tré- smiðafélags Keykjavikur, Hallveigarstig 1, simi 27600. Þátttökugjald er krónur 10.000. Trésmiðafélag Reykjavikur Meistarafélag húsasmiða. Iðja, félag Verksmiðjufólks Félagsfundur Verðurhaldinn miðvikudaginn3. nóv. n.k. kl. 20.30, i fundarsal Hótel Esju. Dagskrá: 1. Stefnuyfirlýsing A.S.í. 2. Breytingar á vinnulöggjöfinni. 3. Félagsmál. Félagsstjórnin Norræna menningar- málaskrifstofan T Kaupmannahöfn Norræna menningarmálaskrifstofan i Kaupmannahöfn (Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde) er skrif- stofa Ráðherranefndar Norðurlanda, þar sem fjallað er um samstarf á sviði vísinda, fræöslumála, lista og ann- arra menningarmála á grundvelli norræna menningar- sáttmálans frá 15. mars 1971. 1 skrifstofunni eru lausar til umsóknar 3 stöður fulltrúa. Ein staðanerný ogauglýstm'eöfyrirvaraumaöendan- leg heimild fyrir henni fáist. Starfið er fyrst og fremst á sviði almennra menningarmála en það er skilyrði að starfsmaðurinn geti einnig fjallað um mál á sviði fræðslu- mála og visinda. Starfið verður veitt frá 1. janúar 1977. Umsóknarfrestur er til 12. nóvember 1976. Hinar stöðurnar eru tengdar norrænu samhæfingarstarfi á sviðiskólamála. Þvi starfi er stjórnaö af sérstakri nefnd sem i eiga sæti fulltrúar fræðsluyfirvalda á Norður- löndum. Báðar þessar stööur veröa veittar frá 1. ágúst 1977. Um- sóknarfrestur er til 15. desember 1976. Stöðurnar eru veittar til 2-4 ára. Launagreiöslur eru i samræmi við kjarasamninga danskra rikisstarfsmanna. Umsóknir skulu stilaðar til Nordisk Ministerraad og sendar til Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde Snaregade 10, 1205 Köbenhavn K. Menntamálaráðuneytið 29. október 1976. UTB0Ð Tilboð óskast I byggingu nýrrar stiflu við Elliðavatn I Reykjavlk, fýrir Rafmagnsveitu Reykjavikur. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Frikikjuvegi 3, gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stáð þriöjudaginn 7. desember 1976 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR Fríkirlcjuv«gi 3 — Sími 2S800 Þriðjudagur 2. nóvember 1976. Auglýsing til hunda- eigenda á Suðurnesjum Hundahreinsun og böðun fer fram á Suðurnesjum eins og hér segir: Hundar úr Vogum og Vatnsleysuströnd mæti miðvikudaginn 3. nóvember kl. 10. Hundar úr Grindavik, Njarðvik og Höfnum mæti fimmtudaginn 4. nóvember kl. 10. Hundar úr Miðneshreppi og Gerðahreppi mæti föstudaginn 5. nóvember kl. 10. Hundar úr Keflavik mæti laugardaginn 6. nóvember kl. 10. Komið sé með hunda að gamla samkomu- húsinu að Vatnsleysuströnd. Gjald kr. 2.500 greiðist á staðnum. Svelta þarf hundana i sólarhring fyrir meðferð svo fullkominn árangur náist. Áriðandi er að allir hundar á Suðurnesjum séu færðir á staðinn, þar sem annars má búast við að lóga þurfi dýrunum sem ekki er komið með. Heilbrigðisfulltrúinn. Akranes Slökkvilið Akraness Leiðbeinir kaupendum reykskynjara og slökkvitækja um staðsetningu og upp- setningu tækjanna. Beiðnir þurfa að berast i sima 2221 milli kl. 11-12 dagana 1.-5. nóvember. Slökkviliðsstjóri Lausar stöður Vegna fjölgunar starfsmanna eru stöður fjögurra fulltrúa við embætti rikisskatt- stjóra, rannsóknardeild, hér með auglýstar lausar til umsóknar frá 1. janúar n.k. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Endurskoðunarmenntun, viðskiptafræði- menntun eða staðgóð þekking og reynsla i bókhaldi, reikningsskilum og skatta- málum nauðsvnleg. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist rann- sóknardeild rikisskattstjóra, Skúlagötu 57, Reykjavik, fyrir 10. desember n.k. Reykjavik 1. nóvember 1976 Skattrannsóknarstjóri Akraneskaupstaður Starf bæjargjaldkera er hér með auglýst laust til umsóknar, með umsóknarfresti til 22. nóvember n.k. Umsóknir er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum berist undirrituðum, er veitir allar nánari upplýsingar um starfið. Akranesi 1. nóvember 1976 Bæjarritarinn á Akranesi Ásgeir Gunnarsson Ritstjórn Alþýðublaðsins er í Síðumúla 11 i - Sími 81866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.