Alþýðublaðið - 02.11.1976, Síða 14

Alþýðublaðið - 02.11.1976, Síða 14
14 LISTIR/MENNING Þriðjudagur 2. nóvember 1976. ;SS«Sm>* Hvers vegna eru bókasöfn svo lágt skrifuð? Bókasafnib, timarit útgefiö af Bókavaröafélagi tslands, Bóka- fulltrúa rikisins og Félagi bóka- safnsfræöinga, 1. tbl. 3. árg. er nú komið út. 1 ritnefnd eru Else Mia Einarsdóttir, Hilmar Jónsson, Hrafn Harbarson og Sigrún Klara Hannesdóttir. 1 leiðara segir m.a.: „Hvers vegna eru bókasöfn svona lágt skrifuð?” Þetta er einmitt spurn- ing sem brennur á vörum allra bókavarða i landinu i dag. Hvers vegna eru skipulögð stórhverfi i sjálfri höfuöborginni án þess aö þar sé gert ráð fyrir bókasafni? Hvers vegna veitir rikið fé til danshúsabyggingar en forsmáir stofnanirsem dreifa bókum til al- mennings? Hafa valdamenn á tslandi aldrei komiö á bókasöfn á Norurlöndum, þar sem þau skipa veglegan sess i menntakerfi viðkomandi landa sem alhliða menningarstofnanir? t ritinu eru fréttir og greinar um bókasafnsmál, viðtal við Jón úr Vör, tölur yfir ibúafjölda, tekj- ur, keyptar bækur og útlán bæjar- og héraðsbókasafna (1975), o.fl. Blaðið er 32 siður að stærö, offsetprentað i Fjarðarprenti i Hafnarfirði. Listlánadeild Norræna hússins: HEFUR LÁNAÐ 420 MYNDIR FRÁOPNUN Á vegum listlánadeildar Norræna hússins hafa verið lán- aðar rúmlega 420 myndir frá þvi útlán hófust, en það var hinn 8. marz siðast liðinn. Fjöldi mynda i eigu sagnsins mun vera 183 , og eru þær allar nema þrjár gjöf frá Norræna grafikbandalaginu. t stuttu viðtali við Þórdisi Þorvaldsdóttur, en hún hefur umsjón meö útlánum safnsins, kom fram aö lang stærstur hluti útlánanna fer til einstaklinga. Þá hafa nokkrar stofnanir notfært sér þessa þjónustu auk þess sem sendar hafa veriö myndir út á land. Hafa til dæmis verið settar upp sýningar á verkum safnsins bæði á tsafirði og Selfossi. Útlánatimi hverrar myndar er einn mánuður, og sagði Þórdis að nokkur misbrestur vildi verða á að menn skiluðu myndunum á til- skildum tima og væru það aðal- lega stofnanir sem erfiðar væru i þvi sambandi. Einnig sagði Þórdis, að á þeim rúmum sjö mánuðum sem út- lánadeildin hefði starfað, hefði hver einasta mynd borist óskemmd aö láni loknu. —GEK Kiwanis- bingó Kivanisklúbburinn Eldborg i Hafnarfirði mun nú i vetur, eins ogáður, halda bingó til f járöflun- ar og styrktar þeim liknarmál- um, er klúbburinn vinnur að. Klúbburinn hefur á undan- förnum árum lagt ýmsum góðum málum lið, en þó sérstaklega unn- ið að málefnum aldraðra. A sl. sumri var m.a. farið með eldriborgara i skemmtiferð. Ekiö var til Skálholts, þar sem dvaliö var um hriö og staðurinn skoð- aður. Þaðan var haldið að Brautarholti á Skeiðum, þar sem eiginkonur Kiwanisfélaga báru fram veitingar. Ferð þessi heppn- aðist mjög vel, enda veðrið eitt hiö fegursta og má segja, aö þar hafi bæði ungir og aldnir átt ánægjulega samverustund. Fyrsta bingó vetrarins verður haldið i Skiphóli þriöjudaginn 2. nóvember og hefst kl. 20.30. Að venju veröa vinningar mjög glæsilegir og fjölbreyttir, m.a. sólarlandaferð. Það er von Eldborgarfélaga, aö Hafnfirðingar fjölmenni á bingóið ogeigiþar ánægjulega stund, um leið og þeir eiga möguleika á glæsilegum vinningum. Diabolus In Musica: Hana- stél á Jóns- messu- nótt Hljómplötuútgáfan Steinar hf. hefur nú sent frá sér plötu með hljömsveitinni Diabolus In Musica. Þessi fyrsta plata hljóm- sveitarinnar ber nafnið „Hana- stél á jónsmessunótt” og segir nafniö nokkuð til um innihaldið. Sagterfrá Jófriði Bjarnason og veizlu nokkurri sem sú góða kona fer i, hugleiðingum hennar, ástarfari og tilurð sonar hennar og Péturs Jónatanssonar, Hjálmars. Ellefu lög skýra hlust- endum frá veizlunni, allt frá þvi öndin sem étin er i samkvæminu er skotin, reytt og sviðin til þess er þau Jófriður og Pétur laumast úr samkvæminu og halda „á foldar fund” á jónsmessunótt og til verður Hjálmar Pétursson. Lögin heita Andlát, 17 gr. C, Rúmba i baöi, Templarasyrpa (tileinkuð stórstúkunni af þvi aö hún missti af hanastélinu), Dinn- erinn, Kaffilagið, Heima er bezt. Eftir nokkra dansa skimar Pétur Jónatansson yfir dansgólfið og kemur auga á Jófriði, Astriðu- saungur, Gaggógæi. Hljómsveitina Diaboius In Musica skipa þau Aagot Vigdis Oskarsdóttir, Guðmundur Thoroddsen, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Jón Sigurpálsson, Jóna Dóra óskarsdóttir og Páll Þrlr músfkára, Jón Sigurpálsson, Torfi önundarson. Torfi önundarson. Auk þeirra spila þeir Reynir Sigurðsson og Björn R. Einarsson. Platan er tekin upp i hljóðrita i Hafnarfiröi og annaðist Jónas R. Jónsson hljóðstjórnina. Þessi plata diabólusanna er mjög óvenjuleg, skemmtilega óvenjuleg, og á áreiðanlega eftir að vekja athygli. Lögin eru létt og Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Páll leikandi, hljóðfæraleikur mjög góður og söngur sömuleiðis skin- andi. Textar eru hins vegar hreinasti leir, eins og raunar er tekið fram á plötuumslagi, en þeir og lögin eru eftir hljóm- sveitarlimina utanGaggógæi, sem Björn Jónasson ber ábyrgö á. Það er full ástæða til að mæla með þessari plötu. —hm. I þessari viku: Geimnýlendur 1. Tækni/V ísindi 1. Hugmyndir prófessors Gerards O’Neills um risa- geimstöðvar, sem hýst gætu milljónir manna vekja nú æ meiri athygli visindamanna um heim allan. 2. Astæðan fyrir þvi að hug- myndir O’Neills vekja slika athygli eru sú að hann hefur bent á leiðir til þess að byggja slikar stöðvar, allt að 32 km langar og 13 km breiðar. 3.Hugmyndin er sú að stöðvar þessar veröi staðsettar á þeim staðmilli jarðar og tungls þar sem aðdráttarkraftar plánetnanna upphefji hver annan. 4. Sem fyrr segir virka litlir sem engir aðdráttar kraftar á þeim stað sem fyrirhugað er að geimstöðinni verði komiö fyrir. Hún helst þvi á stöðugri braut umhverfis jörðu en heldur sig 1 nánd við tunglið.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.