Alþýðublaðið - 13.11.1976, Síða 2

Alþýðublaðið - 13.11.1976, Síða 2
2 STJðRMMÁL Laugardagur 13. nóvember 1976 blaffið alþýöu- blaöið btgefandi: Alþýöiiflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Árni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aösetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, slmi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. .Áskriftarslmi 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur I lausasölu. Skipulagsmál og lýðræði Að undanförnu hefur Birgir Islei^ur Gunnars- son, borgarstjóri, haldið svonefnda hverfafundi þar sem hann hef ur maett íbúum hvers borgarhluta, hlýtt á fyrirspurnir þeirra og sjónarmið og svarað erindurp fundar- manna. Vissulega er það .fagnaðarefni þegar em- bættismenn og forsvars- menn byggðarstjórna stefna inn á þá braut að efla beint samband við almenning og ef la þannig þátttöku hins almenna kjósanda, sem er frum- skilyrði fyrir lýðræði á borði. Það er því einungis sanngirni að túlka kjós- endafundi borgarstjóra sem hrósverða viðleitni. Hitt er svo annað mál að fundir af þessu tagi bera jafnan nokkurn f lokkspólitískan svip. Þeir eru skipulagðir líkt og fundir hverfasamtaka Sjálfstæðisf lokksins, auglýstir í málgögnum Sjálfstæðisf lokksins og bera allan svip kosninga- funda D listans. Ekki verður dregið í efa að borgarstjóri hefði sjálfur kosið að hafa annan hátt á og mæta á fundi þessa sem æðsti forsvarsmaður Reykjavíkurborgar fremur en efsti maður á lista Sjálfstæðisf lokks- ins. En óhjákvæmilega hlýtur hann að vera undir töluverðum þrýstingi frá f lokksvaldinu, sem vill skipuleggja slíka fundi embættismannsins og al- mennings innan vébanda flokksins. Þarna er lýð- ræðinu misboðið. Á fundum sínum hefur borgarstjóri greint frá því að næsta fyrirhugaða stórbyggð rísi í landi Keldnaholts og á Gufu- nesi. Þar verða reist af- mörkuð fimm þúsund manna byggðarlög, nægi- lega stór til að geta veitt ibúum alla nauðsVnlega þjónustu en ekki það stór að veruleg hætta sé á til- teknum. félagslegum vandamálum. Hin góða reynsla sem fengizt hefur af Skipu- lagningu nýjustu byggðar í Breiðholtshverfi, Selja- hverfis, verður væntan- lega lögð til grundvallar skipulagningu næstu hverfa. Þar var leitað til starfshóps sérfróðra manna i byggingarlist um tillögur að skipulagi. ( þeim tilögum var farið inn á nýjar brautir og lagt til að íbúðarhverfi verði í framtíðinni hönnuð með tilliti til þess fólks sem í hverfinu lifir og starfar en forðast að byggja fleiri „svefnbæi". Hverf in verði gædd líf i og iðni, og innan þeirra verði að f inna starfandi fólk og félagslega aðstöðu. í skipulagstillögum •starfshópsins var einnig hvatt til að hverf i borgar- innar verði „blönduð" hverf i þar sem búi fólk á öllum aldri, fámennar fjölskyldur og stórar, efnameiri og efnaminni. AAeð því móti fæst meira jafnvægi í byggð borgar- innar, félagslega séð, og þannfg komið i veg fyrir- að myndist andstæðuf skiptra hverfa íefnaðs fólks annars vegar, en barnaf jölsky Idna og efnaminni hins vegar. En mest um vert er að ibúarnir sjálfir fái að kynnast þessum hug- myndum, skoða þær og ræða og taka sjálfir virk- an þátt í mótun og þróun þess umhverfis sem þeir munu búa í daga sína. Það er rétt að Reykvík- ingar geri sér Ijóst, að borgarstjórn Reykjavík- ur stendur ekki í neinum skipulagstengslum við Sjálfstæðisf lokkinn. Skoðanir ráðandi hópa þess flokks eru heldur ekki hinar sömu og skoð- anir meginþorra launa- fólks. Þess vegna væri óskandi að borgarstjóri færði viðleitni sína til aukins lýðræðis út fyrir flokksramma Sjálf- stæðisf lokksins. —BS EIN- DÁLKURINN Bjarnargreiði við málstaðinn? Barátta námsmanna fyrir mannsæmandi kjörum og jafnri aöstööu allra til framhaldsnáms hefur mætt litlum skilningi meöal helztu forvigismanna mennta- mála. Námsmönnum er þörf á þvi aö málstaöur þeirra sé kynntur á sannan og réttan hátt, svo hann mæti frekar skilningi almennings og ráöamanna. En ógæfu námsmanna verður sitthvað að liði. Málflutningur þeirra, sem gefa út Stúdentablað- ið er til dæmis á þann veg aö hann hlýtur að teljast bjarnar- greiði við málstaðinn. Þar er á hverri siðu að finna ritsmiðar sem auglýsa fátt annað en þroska þeirra einstaklinga, sem sitja i forsvari fyrir stúdentum sem hagsmunahópi i réttindabaráttu. Eftirfarandi skopskyn er valið af handahófi úr Stúdentablaðinu. Eyvindur: Gættu að 1. Morgunblaöið er eitur! Rétt er að hafa cftirfarandi meginatriði i huga: 1. 1 Morgunblaöinu er mjög óhrifamikiö eitur, sem heitir fasismi. Viö lestur fer hann um sjóntaugarnar til heilans og berst þar út til allra heilastööva. Sá, sem les morgunblaöiö aö staöaldri, hefur eitriö stööugt f hugsanakerfi sinu. 2. Þegar áróöur morgunblaösins er meö- tekiö myndast efni, sem getur valdiö of- stæki. Stórhættulcg fáfræöi og magnaö pólitiskt ofstæki er ellefu sinnum al- gengara meöal morgunblaöslesenda en þeirra, sem ekki lesa morgunblaöiö. OtbreiÖBla morgunblaösins hefur stöö- ugt fariö i vöxt á undanfömum óra- tugum, og pólitiskheimska og ofstæki fer stööugt I vöxt. Þröngsýni, tillitsleysi og fyrirlitning á lýöræöi er lika algengara meöal lesenda morgunblaösins en ann- arra. 3. Morgunblaöslestur leiöir smóm saman til skilningsskorts, ósanngirni, skertrar tilfinninganæmi, lélegs smekks, lág- kúru, dindilmennsku og skriödýrs- hóttar. Miklu fleiri morgunblaösles- endur veröa aö bráö styrjaldardýrkun, kynþáttahatri og fööurlandssvikum en menn sem ekki lesa morgunblaöiö. 4. Morgunblaöslestur er hættulegastur bömum og unglingum. Ymislegt þykir benda til þess, aö böm og unglingar, sem lesa morgunblaöiö, þroskist seinna bæöi andlega og siöferöilega. 5. MorgunblaÖslestur er mikill sóöa- skapur. Allur þessi pappir mengar, og lesturinn sjálfur spillir gjörvöllu þjóö- llfinu og andlegri liöan bæöi lesendanna sjálfra og annarra. Éyvindur: Gættu að 2. „Lelö er lygaþveUa”. 1 rás timans hafa þessi orö fengið nýja og viötækari merkingu. Ollum ætti aö vera ljóst aö lygaþvæla morgunblaösins veldur alvarlegri mengun en önnur þvæla. Sannaö hefur veriö, aö morgunblaöslestur getur valdiö Ufshættulegum sálarmeinum svo sem fáfræöi, rótgrónum fordómum og fasisma. Besta róöiö til þess aö komast hjá þessari hættu er aö byrja aldrei aö lesa morgunblaöiö, en ef þú ert vanur aö lesa þaö, ættiröu aö hætta þvi feigöarflani sem fyrst. Rannsóknir sýna, aö hjó fólki sem hættir morgunblaöslestri—minnka jafnt og þétt likumar á þvi, aö þaö veröi varanlegum fordómum aö bráö. L Hrafrí Bragason, borgardómari: DÓMSTÓLASKIPUNIN FJ0RÐI HLUTI væri eins niðurreyrð og hinar tvær. Dómstig væru tvö: Hér- aðsdómur og Hæstiréttur, en hjá sýsiumönnum og bæjar- fógetum væri skilið eftir úr- skurðarvald i minni háttar mál- um og sérstökum málaflokkum og núverandi dómstólar i Reykjavik látnir halda sér aö mestu. Meöferð þessara mála væri einhvers konar gerðar- meðferð. Lög væru sett um þá meðferð. Hluta þessara mála væri svo heimilt aö leggja fyrir héraðsdóm, þ.e. mál, sem ná á- kveðinni upphæð eða varða ann- ars tilteknum hagsmunum. Nýr héraösdómur færi með önnur mál á fyrsta dómstigi og dóma i stærri sakamálum. Héraösdómur verði aðeins einn fy.rir landið i heild, en dóm- þinghár i samræmi við það, sem áður er sagt. Aðstaða verði sköpuð i hverri þannig fundinni dómþinghá fyrir héraðsdóm. Má t.d. i minni umdæmum hafa not af sama húsnæði og viðkom- andi sýslumanns- og bæjar- fógetaembætti. Dómarar starfi og setjist að, þar sem næg verk- efni eru fyrir þá. baö mundi þannig i reynd verða aöallega á Faxaflóasvæðinu og við Eyja- fjörð, en finndust næg verkefni, einnig i öðrum umdæmum. Reglan sé, að aðeins fari einn dómari meö mál, en heimild sé til þess aö þrir sitji i dómi. Kostir þessarar skipunar eru þeir, að slikt dómstólakerfi svarar betur en aðrar lausnir þvi kalli timans, aö meöferð mála verði hröð. Sýslumanns- og bæjarfógetaembættin og samsvarandi embætti i Reykja- vik ryddu frá smærri málum, sem hraða meðferð mega hljóta, en héraösdómur fær til meðferðar vandasamari mál, þar sem allrar aögæzlu er þörf. Tima héraðsdómstólsins er ekki eytt i auöleyst mál, og þannig skipaður dómstóll léttir einnig af Hæstarétti einhverjum verk- efnum, t.d. ætti ekki að vera mögulegt að áfrýja þeim mál- um til Hæstaréttar, sem úr- skurðarvald sýslumanna og bæjarfógeta næði til. Sú regla, að aðeins einn dóm- ari fari með mál, sparar venju- lega kostnaö og hraðar máls- meðferð, en heimildin til þess að þrir sitji i dómi tryggir, að svo verði, þegar stærstu mál þarfnast úrlausnar. A þennan hátt er komið á móts við óskir stjórnmála- manna um þjónustu viö kjör- dæmin eins og við lausn þrjú án þess að það þurfi að hafa þau á- hrif, að einhver dómari verði verkefnalitill eða verkefnalaus. Þetta kerfi er einnig þaþ opið, að það getur ætið lagaö sig að breyttum aðstæðum. II. 2. Þá er rétt að koma að þeim þætti málsins, sem varðar verkefnaskiptingu mismunandi stofnana, eða annars vegar hreins dómstóls, en hins vegar framkvæmdavaldsstofnunar, sem þó hefði eitthvert úrskurð- arvald. Hér verður á það að lita, að það fer nokkuð eftir, hver umdæmaskiptingin verður, hvernig best er aö koma verk- efnunum fyrir i smáatriöum. Fyrst verður fjallað um A). hugsanlega framtiðarverkefna- skiptingu verði lausn II. 1.3. val- in, en siðan B.ieflausn II.1.4. verður valin og að siðustu C.) verði lausn II. 1. 5. valin. Þetta verður þó aðeins gert i stórum dráttum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.