Alþýðublaðið - 13.11.1976, Qupperneq 10
14 i LISTIR/MENNING
La uga rdagurl 3. nóvember 1976 y|»iad»ö
Leikfélag Reykjavíkur vill stytta okkur skammdegisstundirnar og sýnir:
KJARNORKU OG KVENHYLLI
Leikritið er sýnt til styrktar Húsbyggingarsjóði Leikfélagsins
Leikfélag Reykjavlk-
ur frumsýnir gaman-
leikinn Kjarnorku og
kvenhylli eftir Agnar
Þórðarson i Austur-
bæjarbiói á laugar-
dagskvöld. Sýning
þessi er sett á svið
vegna húsbyggingar-
sjóðs Leikfélagsins.
En framkvæmdir eru
núhafnarvið byggingu
Borgarleikhúss, sem
kunnugt er.
Skemmtanir þær, sem Leik-
félagið hefur sett upp i Austur-
bæjarbiói fyrir húsbygg-
ingarsjóð sinn hafa jafna notið
mikilla vinsælda, enda hafa þar
ætiö verið á ferðinni gamanmál,
til þess hugsuð fyrst og fremst,
að stytta Reykvikingum og nær-
sveitarfólki skammdegisstund-
imar. Má þar minna á Húrra
krakka, sem var á fjölum biós-
ins i fyrra, Spanskfluguna, en
hún flaug raunar um allt land
við miklar vinsældir og svo
reviuþættina: Þegar amma var
ung og fleira. Að þessu sinni
varð islenskur gamanleikur
fyrir valinu, enda leikár Leik-
félagsins fyrst og fremst helgað
islenskri leikritun að þessu
sinni.
Kjarnorka og kvenhylli var á
árum áður eitt farsælasta verk-
efni Leikfélagsins. Það var
frumsýnt i Iðnó 1955 og var sýnt
þar alls 71 sinni, sem þótti eins-
dæmi þá. Leikstjóri var Gunnar
R. Hansen, en hann áttidrjúgan
þátt i listrænum árangri og vel-
gengni félagsins á þeim árum.
— Kjarnorka og kvenhylli fjall-
ar meðal annars um misvitra
stjórnmálamenn, ástamál og
úraniumdrauma, sem eiga um
sumt skylt viö stóriðjudraum-
sýnir nútimans. Eftir að verkið
leit dagsins ljós i Iðnó, hafa all-
mörg áhugafélög glimt við það.
— Þetta er barn sins tima, en
býr eigi að siður yfir notalegri
og þö háðskri gamansemi, sem
ætti að höfða til manna nú sem
endranær.
Leikstjóri verksins nú er Sig-
riður Hagalin, en þessi reyndi
leikari fæst nú i fyrsta sinn við
leikstjórn. Leikmynd gerði Jón
Þórisson.
Þorleif alþingismann leikur
Guðmundur Pálsson, Karitas
konu hans Margrét ólafsdóttir,
Sigrúnu leikur Ragnheiður
Steindórsdóttir, Sigmund, Jón
Sigurbjörnsson Dr. Alfreös leik-
ur Kjartan Ragnarsson,
Kristinu vinnukonu Valgerður
Dan, Valdimar stjórnmálaleið-
toga GIsli Halldórsson, Elias
sjómann Jón Hjartarson.
Frúrnar þrjár leika Margrét
Helga Jóhannsdóttir, Aróra
Halldórsdóttir og Hrönn Stein-
grimsdóttir. Bóas þingvörð leik-
ur Karl Guömundsson, Epihara,
prófessor Klemens Jónsson og
blaðsöludreng Hrafnhildur
Guðmundsdóttir.
Aformaðar eru aðeins örfáar-
miðnætursýningar á leiknum
fram að jólum.
Næsta verkefni Leikfélagsins
er Makbeð I þýðingu Helga
Hálfdánarsonar, en þessi magn-
þrungni harmleikur Shake-
speares verður afmælisverkefni
félagsins á 80 ára afmælinu 11.
janúar n.k. Þá verður tekið til
við nýtt verk eftir Kjartan
Ragnarsson, leikara, sem gat
sér gott orð sem leikritahöfund-
ur með Saumastofunni, en hún
hefur nú verið sýnd 100 sinnum
á einu ári. Þetta nýja verk hans
nefnist Týnda teskeiöin.
Elías sjóari ryðst fullur inn I frúaselskap (Margrét Helga, Aróra, Jón Hjartarson, Hrönn og Margrét
ólafsdóttir I hlutverkum sinum).
Nýjar bækur:
Mannkynssagan frá nýju sjónar-
horni: Mannkynssöguna er hægt
að skoða frá mörgum sjónarhorn-
um. Eitt þeirra er könnunarsaga
veraldarinnar.
Bókaútgáfan örn og örlygur
hefur jnt frá sér fjórðu bókina i
stórum og fallegum bókaflokki,
sem fjallar um könnunarsögu
jarðarinnar og ber samheitið
LÖND OG LANDKÖNNUN.
Fjóröa bindið sem nú er komið út
fjallar um KÖNNUN
KYRRAHAFSINS, en hinar þrjár
fyrri nefndust FRUMHERJAR I
LANDALEIT, HANDAN VIÐ
SJÓNDEILD ARHRING og
LANDAFUNDIRNIR MIKLU.
Hér er i rauninni mannkynssagan
sögö með nýjum hætti eins og hún
blasir við af sjónarhóli landkönn-
uðanna. Þróunarsaga mannkyns-
ins er samofin sifelldri leit þess
• að löndum og leiðum og hver nýr
áfangi að baki þeirra er gerðust
frömuðir landafunda er merkur
kafli 1 mannkynssögunni. I hinum
nýja bókaflokki er saga mannsins
þvi rakin frá nýju og spennandi
sjónarhorni.
Bækurnar eru prentaðar er-
lendis og prýða litmyndir hverja
einustu siðu. Myndirnar eru vald-
ar af sérfræðingum og eru þær
nátengdar efni bókanna. Mynda-
textarnir eru mjög itarlegir, svo
aö lesandinn fær mjög góöa yfir-
sýn yfir efni bókanna, þótt hann
jafnvel tileinki sér eingöngu þann
fróðleik sem myndirnar og
myndatextarnir geyma.
í bókinni KÖNNUN
KYRRAHAFSINS segir frá
Vasco Núnez de Balbao sem
fyrstur Evrópumanna leit Kyrra-
hafið augum, fyrstu landnemum
á Kyrrahafseyjunum, Leyndar-
dómum Pólýnesiu, nýju land-
námi, krossinum og sverðinu,
hinni nýju Jerúsalem Spánar,
Hollendingar koma til sögunnar,
vikingum á Kyrrahafi, siöasta
Kyrrahafsleiðangri Hollendinga,
Hnattsiglingum, feröum James
Cooks um Kyrrahaf og Kyrrahafi
nútimans.
Þýðandi bókarinnar er Steindór
Steindórsson frá Hlöðum, en um-
sjón með útgáfunni önnuöust þeir
örnólfur Thorlacius og Hákon
Tryggvason.
Úr kvikmyndahúsunum:
SERPICO 0G WATERGATE
Ein af athyglisverð-
ari kvikmyndum bió-
húsa borgarinnar i dag
er sagan af Frank Ser-
pico, italskættaða lög-
regluþjóninum, sem
átti sér hugsjónir og
gekk i lögreglulið New
York borgar.
Eflaust hafa ýmsir farið i
Stjörnubiói þeim tilgangi að sjá
hressilega og nokkuð raunveru-
lega hasarmynd úr lifi lögregl-
unnar i stórborginni, en það er
hreint ekki vist að þeir sömu
hafi orðið fyrir nokkrum von-
brigöum, þótt myndin væri ööru
visi en þeir ætluðu.
Sagan af Serpico er glettilega
lik sögu tveggja . blaðamanna,
við Washington Post, sem
reyndu aö koma upp um spill-
ingu, sem þeir töldu sig hafa
sannanir fyrir að viðgengist við
æðsta embætti þjóðarinnar.
Serpico, sem leikinn er af A1
Pacino, var lögreglumaður i
New York fyrir nokkrum árum,
og myndin sýnir okkur ná-
kvæmlega það sem hann reyndi.
Aö visu ekki allt, þvi þótt mútu-
þægni og linkind sé alltof vfða að
finna i lögregluliöi ameriskrá
stórborgða, þá er hin rétta
mynd þess nokkuð önnur. En
ætlunin er að sýna okkur við-
skipti Serpicos við „kerfið” og
hugsunarháttinn, sem verndaði
spillinguna meö afskiptaleysi.
Það tekst vel.
Það má segja að Serpico sé
eins konar fyrri hluti myndar-
innar „All The Presidents Men”
— sem hingað kemur væntan-
lega á næsta ári. Að skyldleika
efnis og að samhengi. En hvor
myndin er sjálfstæð og gerð án
tengsla við hina. Serpico vann
sigur aö vissu leyti. Hann kost-
aði heilsu sinni og starfi, en
hann komst lika að þvi, að þegar
kerfið getur afgreitt sin spilling-
armál i kyrrþey, þá er aðein^
einn umboðsmaður fjöldans,
sem hægt er að leita til: Dag-
blöðin.
Serpico lét af störfum 15. júni
árið 1972 og fluttist úr landi.
Tveim dögum siðar braúst hóp-
ur manna inn i byggingu demó-
krataflokksins i Washington,
Watergate-bygginguna... —BS.
Tækni/Vísindi
í þessari viku: Virkjun bylgjuorku 5.
Of er á milli efri og neðri
hluta. I opinu er litill rafall,
sem knúinn er af vatns-
streyminu, þegar neöri hluti
tækisins tæmist og vatnið
streymir niður úr þeim efri.
Russels „gegnumrennslis-
virkjunin” er eitt þeirra tækja
sem rannsökuð hafa verið með
tilliti til virkjunar bylgjuorku.
Bylgjutoppar þrýsta sjó inn i
efri hluta tækisins og þegar
tækiö kemur i öldudal sogast
yc>c>-£ Vatnsknúinn
rafall
Japönsk tækni nýtir sér samaj
lögmál um upp- og niður-
hreyfingu bylgjanna. Vatns-
súla I tækinu fylgir bylgju-
hreyfingunum upp og niður.
Efst á tækinu er op og i þvi lit-
Rafall
úft þrýstist út
Vatnssúla,
Oldustefna
ill rafall. Þegar sjórinn þrýst-
ist upp þrýstir hann löfti út um
opið, sama á sér en þegar
sjórinn sogast niður Þessi
. lofthreyfing knýr rafalinn.
Breskir visindamenn álíta að'
innan 10 ára verði hafin gerö
10 megawatta ölduvirkjunar,
sem muni gera kleift að beizla
þá gifurlegu orku sem nýtan-
leg er úti fyrir ströndum Bret-
lands.