Alþýðublaðið - 13.11.1976, Page 12
Reykinga-
námskeiðið:
LAUGARDAGUR
13. NÓVEMBER 1976
Nýlokið er hér i
Reykjavík námskeiði
fyrir þá sem vilja hætta
að reykja. Þetta nám-
skeið er hið sjöunda, sem
haldið er hér, en auk þess
hafa verið haldin fjöl-
mörg námskeið úti á
landsbyggðinni fyrir
reykingamenn.
islenzka bindindisfé-
lagið stóð fyrir þessu
námskeiði, sem hinutn
fyrri, og Sigurður
Bjarnason veitti því for-
stöðu.
Að sögn Sigurðar náðist mjög
góður árangur þessa fimm daga
sem námskeiðið stóð, og við lok
námskeiðsins voru 78 af þeim 92
sem mættu i upphafi, alvee
Sigurður Bjarnason ásamt aðstoðarfólki á námskeiðinu.
Einn var búinn að
a í 43 ár
reykj
búnir að yfirvinna tóbakslöng-
unina. Hópurinn hafði i upphafi
reykt daglega 2065 sigarettur og
nálgaðist kostnaðurinn 23 þús-
und krónur. Sá sem mest reykti
eyddi 660 kr. á dag i tóbak og
annar hafði reykt samfellt i 43
ár.
Siðasta daginn höfðu þátttak-
endur reykt samtals 11 siga-
rettur, að verðmæti rúmlega 100
krónur.
Siðasta kvöldið mættu 84
þeirra 92 sem byrjað höfðu, og
sagði Sigurður, að af þvi yrði að
draga þá ályktun, að þeir 8 sem
hefðu hætt, meðan á námskeið-
inu stóð, hafi guggnað á bind-
indinu, þó auðvitað gæti alltaf
eitthvað komið fyrir sem gerði
það að verkum, að fólk hefi ekki
möguleika á að mæta.
Uppbygging námskeið-
anna
Uppbyggingu námskeiðanna
er þannig háttað, að á hverju
kvöldi eru flutt tvö erindi.
Annað fjallar um sálfræðilega
hlið mála, þ.e. viljastyrk og
fleiri þætti sem á reynir. Hið
siðara er ætlað til að sýna fólki
fram á hversu skaðlegar reyk-
ingar eru fyrir likamann, og eru_
þá jafnframt sýndar myndir.
Siðasta kvöldið er svo tekið fyrir
efni, sem veldur flestum þeim
er hyggjast hætta að reykja
miklum áhyggjum, og það er
aukinn likamsþungi. Eru þátt-
takendum látnar i té ráðlegg-
ingar varðandi mataræði og
fleira sem að gagni má koma.
Þeim sem vilja hætta að
reykja, er fyrst og fremst ráð-
lagt, að drekka mikið vatn og
hreinsa þannig nikótinið úr lik-
amanum. Þá þarf að gæta þess,
að hafa hreint loft i hýbýlum og
sofa við opinn glugga. Ef iöng-
unin fer að segja til sin, þá er
áhrifarikt að fara út undir bert
loft og draga andann djúpt að
sér.
Einnig er fólki ráðlagt að
forðast allt sem eykur tóbaks-
löngun, svo sem kaffi, áfengi og
kryddaðan mat.
Kvöldið sem námskeiðið
hefst, er komið á svokölluðu
simvinasambandi Eru þátttak-
endur þá hvattir til að hringja
hver i annan og tala saman.
Sagði Sigurður, að þetta veiti
fólki mikla hvatningu og hjálp
til að komast yfir versta
hjallann og væru dæmi til þess,
— annar
reykti þrjá
pakka á dag
að varanlegur kunningsskapur
hefði tekizt með fólki á þennan
hátt.
Sumir koma aftur
1 samtalinu við Sigurð kom
enn fremur fram, að ekki eru til
marktækar tölur hér um þann
árangur sem náðst hefur með
námskeiðum. Hins vegar sýnir
könnun sem gerð var i Banda-
rikjunum, að 60% þeirra sem
námskeiðin sækja hafa hætt að
reykja fyrir fullt og allt.
Fátitt er að þeir sem sótt hafa
námskeið af þessari tegund
komi aftur. Þó sagði Sigurður
að 1 eða 2 sem sóttu siðasta
námskeið hefðu komið áður.
Hann sagði jafnframt, að það
kæmi jafnoft fyrir að fólk sem
hefði tekizt að hætta, vildi samt
sém áður koma og fylgjast með.
Segði það þá gjarna frá eigin
reynslu af baráttunni við
tóbakslöngunina og væri það
þátttakendum mikil hvatning.
Fræðsla nauðsynleg.
Mjög er einstaklingsbundið
hvaða þættir námskeiðanna
hjálpa þátttakendum til að yfir-
vinna tóbakslöngunina. Er hóp-
lækning t.d. talin mjög vænleg
til að ná árangri. Einnig hafa
myndasýningar og fræðsla um
skaðsemi tóbaks mikiðað segja.
Kvaðst Sigurður álita, að meiri
almennrar fræðslu væri þörf til
að fólk gæti áttað sig á, hvilikt
likamlegt tjón hlytist af þvi að
reykja. Það hefði komið fram á
námskeiðunum, að fólk hefur
aðeins óljósa hugmynd um þann
skaða sem reykingar geta
valdið og yrði steini lostið þegar
það kæmist að hinu sanna og sæi
myndirnar.
Aðspurður um fyrirhugað
námskeið af þessari tegund,
sagði Sigurður, að næsta vor
yrði haldið annað námskeið hér
i Reykjavik. Mikill áhugi væri
einnig rikjandi úti á landi, en
liklega yrði ekkert um nám-
skeiðahald þar fyrr en eftir ára-
mót og þá i Vestmannaeyjum.
Þess má geta að fólk getur
sótt þessi námskeið sér að
kostnaðarlausu, nema að kaupa
þarf eina bók. Hins vegar hafa
margir velunnarar starfsem-
innar lagt fram fé, sem hefur
verið notað til að endurnýja
filmusafn. —JSS
Líf og fjör á fyrstu
fjölskyldutónleikum
Sinfóníuhljómsveitar
Sinfóniuhljómsveit tslands,
heldur slna fyrstu fjölskyldu-
tónleika á vetrinum Idag, laugar-
daginn 13. nóvember.
Tónleikarnir hefjast kl. 14, og
eru að venju ætlaöir börnum á
skólaskvldualdri I fylgd með for-
eldrum sinum.
A tónleikunum verða flutt verk
eftir Tsjaikovsky, Strauss og
Dukas. Einnig leikur Jónas Sen
einleik á pianó i verki eftir
Chopin.
Stjórnandi tónleikanna er
Karsten Andersen, en kynnir er
Þorgerður Ingólfsdóttir.
Við náðum tali af Jónasi Sen á
æfingu með Sinfónfuhljómsveit-
onni i gær.
Jónas sagðist vera 14 ára gam-
all, og vera búinn að læra á pianó
i 5 ár. Siðastliðin 3 ár hefur hann
stundað nám i Tónlistarskólanum
undir leiðsögn Arna Kristjáns-
sonar.
Þettaeri fyrsta sinn sem Jónas
kemur fram með hljómsveit en
áður hefur hann spilað á vortón-
leikum Tónlistarskólans.
Við spurðum Jónas hvort ekki
væri erfitt að koma svona fram
fyrir fjölda fólks.
— Jú, það er svolitið erfitt, en
þetta getur lika verið góð æfing.
Hann sagöist vera dálitið
spenntur, en kveið greinilega
ekkert fyrir.
Jónas ætlar að leika verk eftir
eitt af uppáhaldstónskáldum
sinum, Chopin. Hann sagðist
hlusta nær eingöngu á klassiska
tónlist, og hafa litinn áhuga á
annarri.
Þegar Jónas settist við pianóið
var auðsýnilegt að hann átti ekki
mjög erfitt með að leika. Fing-
urnir léku fimlega eftir pianó-
borðinu, svo fimlega, að fyrir
ólærðan áhorfanda, var sem sér-
fræðingur léki. Það er þvi kannski
engin furða þó Jónas Sen sé ekki
kviöinn, þó hann eigi að leika
14 áro
einleikori í
einu verkonno
fyrir fullu Háskólabiói.
Oll verkinn sem Sinfóniuhljóm-
sveitin leikur á þessum fjöl-
skyldutónleikum, eru létt og
skemmtileg, jafnt fyrir börn sem
fullorðna. Það er alltaf eitthvað
að gerast, hjá einhverju hljóðfær-
anna, sem vekur áhuga barn-
anna.
—AB
alþýðu
blaðiö
SÉÐ: 1 forystugrein Jó-
hannesar Nordals seðla-
bankastjóra, i nýútkomnu
Fjármála tiðindum, að
hægur bati hafi orðið á við-
skiptakjörum á fyrri helm-
ingi þessa árs, og hariri létti
tslendingum róðurinn i
efnahagsmálum.
Enn sem komið er er þó
batinn aðeins fólginn i
minni viðskiptahalla, en á
fyrstu þrem ársfjórð-
ungum þessa árs varð hall-
inn á viöskiptum okkar við
útlönd aðeins einn fjórði
þess sem hann varð á sama
tima i fyrra, séu báðar töl-
urnar reiknaðar á meðal-
gengi þessa árs.
o
HEYRT: Að nú sé hafinn
undirbúningur að næstu
stóru vörusýningu i
Laugardalshöll. Það verðr
sýningin Heimilið 77, sem
Kaupstefnan i Reykjavik
stendur fyrir. Fjögur ár
verða frá siðustu slikri sýn-
ingu þegar þessi verður
opnuð siðla ágúst næsta ár,
en þá sýningu sóttu 57 þús-
und gestir.
o
HEYRT: Að margir
smærri prentsmiðjur hér á
landi séu nú að festa kaup á
eða hafi þegar fest kaup á
hálf-tölvubúnum Ijóssetn-
ingarvélum fyrir offset-
prentun. Þessar vélar
kosta allt frá einni og hálfri
milljón króna og upp i 20
milljónir, þær dýrustu sem
tilgreina kemur að notaðar
verði hér á landi. A næsta
ári munu þvi margar
prentsmiðjur kveðja blýið
að mestu leyti, eða að firilu
og öllu.
o
SEÐ: 1 dálkum flestra dag-
blaðanna, að upplagstölur
blaðanna eru enn feimnis-
mál. Heyrt, séð og hlerað
stingur þvi upp á þvi að
embætti skattrannsóknar-
stjóra kynni sér mála-
vöxtu, enda ætti samhengi
að vera milliseldra eintaka
og tekna blaðanna. Siðan
mætti gefa út fréttatilkynn-
ingu um málið, og yrði þá
mikið leiðinda- og við-
kvæmnismál úr sögunni.
o
KVARTAÐ UNDAN:
Misræmi á lokunartimum
verzlana fyrir helgar.
Verzlunum er ýmist lokað
klukkan 6,7 eða 10 siðdegis,
og engin regla gildir um
hvort verzlanir eru opnar á
laugardagsmorgnum.
.
’ s < '>• *