Alþýðublaðið - 17.11.1976, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 17.11.1976, Qupperneq 1
MIÐVIKUDAGUR I7.NOVEMBER : í i Áskriftar- síminn er 14-900 Reikningar vegna veizluhalda flugmálastjórnar tilbúnir Blaðamannafundur væntanlega haldinn . á næstunni Svo sem kunnugt er, var hald- inn i Reykjavik Evrópufundur flugmálastjóra dagana 2.-6. ágúst sl. og var það flugmálastjórn sem hafði allan veg og vanda af funda- höldunum._ Þann tima • er fundargestir dvöldu hér, sátu þeir dýrlega fagnaði, bæði i boði flugmála- stjórnar, a.m.k. eins ráðuneytis, svo og forseta. Auk þess var farið með flugmálastjórana evrópsku i flugferðir til hinna ýmsu staða á landinu, svo sem til Akureyrar, þarsem þeir snæddu i boði bæjar- stjórnar og upp i Borgarfjörð. Einnig þáðu þeir morgungjafir og ferðuðust með lögreglufylgd, þá er þeir brugðu sér milli staða. Nokkru eftir að fundinum lauk, fóru að heyrast raddir um að þarna hefði átt sér stað gengdar- leg sóun á almannafé. Dagblöðin skárust i leikinn og kröfðu flug- málastjóra Agnar Kofoed Han- sen um reikninga fyrir veizlu- kostnað. Alþýðublaðið hafði með- al annarra samband við hann vegna þessa. Kvaðst hann þá ný- kominn heim Ur sumarleyfi, og myndihalda blaðamannafund um málið jafnskjótt og timi ynnist til þess. Sömu svör fengu blaðamenn annarra blaða. Hins vegar hefur engin grein verið gerð fyrir þessu máli og enginn blaðamannafund- ur verið haldinn, þegar þetta er ritað. Ýmsir málsmetandi menn, sem þekkja nokkuð til málsins, hafa tjáð Alþýðublaðinu, að nokkuð sé liðið frá þvi reikningar fyrir veizlukostnaði lágu fyrir. Hins vegar hafa þeir hvergi komið fram, og virðist svo sem nokkur leyndhvili yfir fundahöldum flug- málastjórnar. Þess má geta að Alþýðublaðið hefur undanfarið reynt að ná sambandi við flug- málastjóra, til að fá nánari fregn- ir af væntanlegum blaðamanna- fundi, en án árangurs. —JSS Heimsókn í Sædýrasafnið: Mikið starf óunnið við rannsókn á gjaldþroti Air Viking Skuldirnar40 milljónir! Svo sem kunnugt er, hefur gjaldþrotamál flugfélagsins Air Viking verið til meðferðar hjá Borgarfógetaembættinu nU um nokkurtskeið. Nokkuð er síðan að frestur til að skila kröfum i bUið rann út og voru heildarkröfur i þrotabUið taldar nema um 330 milljónum islenzkra króna. Þess ber þó að geta að ekki er vist að það sé hin endanlega tala, þvi gerðar hafa verið athuga- semdir við nokkrar af þeim kröf- um sem fram hafa komið. I viðtali við Unnstein Beck, borgarfógeta, kom fram að enn er mikið starf óunnið við rannsókn þessa máls, en um þessar mundir eru til meðferðar ágreiningsmál Ut af nokkrum kröfum, sem gerð- ar hafa verið i þrotabUið, þá er bókhaldsuppfærslu enn ekki lok- ið. Sagði Unnsteinn að ekki hefði verið fallið frá neinni kröfu i þrotabúið, en hins vegar héfðu orðið nokkrar breytingar á kröfu- skrá frá þvi að hUn var upphaf- lega lögð fram. Við nánari könn- un á kröfulýsingum hefði komið fram að i nokkrum tilfellum hefði verið um tvilýsingar að ræða. Þessar tvilýsingar stöfuðu af þvi að i nokkrum tilfellum hefði verið um sömu kröfurnar að ræða frá mismunandi aðilum. Að sögn Unnsteins var hér ekki um verulegar breytingar að ræða. övist er um afdrif einnar kröfu i þrotabU Air Vikings og er þar um að ræða kröfu frá flugfé- lagi þvi sem seldi Air Viking flug- vélarnar. Setti félagið fram kröfu i þrotabUið upp á 27 milljónir is- lenzkar krónur, en þeirri kröfu var mótmælt. Sagði Unnsteinn. Beck, að fé- laginu væri fullkunnugt um að kröfu þess hefði verið mótmælt, en samt sem áður hefur það ekki skilað greinargerð um kröfuna. Þvi gæti alveg eins verið að félag- ið hyggðist ekki halda kröfunni til streitu. —GEK — Við höfum verið að berjast þettaáfram með reksturinn, ' þrátt fyrir tap, i þeirri trú, að rikið taki þessa starfsemi yf- ir einn góðan veðurdag. Þegar við byrjuðum bjuggumst við við því, að það yrði fljótlega, en sú hefur ekki orðið á raunin." Þetta var, efnislega, meðal þess sem stjórnarformaður og •forstöðumaður Sædýrasafns- ins tjáðu blaðamanni Alþýðu- blaðsins, þegar hann heim- sótti safnið á dogunum, i framhaldi af skrifum hans um málefni þess. Stjórnarmenn ábyrgir - 2 milljónir vantar til að endar nái saman á síðasta ári Meðal annars, sem fram kom, var sú merkilega stað- reynd, að með þvi að færa stöðugt út kviarnar i rekstrin- um, fjölga dýrum, auka fram- kvæmdir, hefur verið safnað skuldum sem nema hvorki meira né minna en 40 milljón- um króna! Og það sem meira er: Það eru stjórnarmenn safnsins sem eru ábyrgir fyrir þessari upphæð m'eð uppá- skriftum á vixla. Þetta þýðir að ef safnið hættir rekstri sin- um, eiga þessir menn á hættu að missa eignir sinar, ef ein- hverjar eru. Rekstur safnsins kostar um 14,6 milljónii á ári og lætur nærri að um 2-3 milljónir vanti á siðasta reikningsári, til að endar nái saman. Um þetta, meðferð dýranna, uppbyggingu safnsins og önn- ur málefni þess, má lesa á bls. 4 og 5. —hm - Sjá bls. 4 og 5 Gögn Sakadóms vegna varðhaldsúrskurðarins verða væntanlega: TILBÚIN TIL SENDINGAR í Siðdegis i gær, sneri Alþýðu- blaðið sér til Arnar Höskulds- sonar fulltrúa við Sakadóm og spurði hann hvenær vænta mætti að gögn vegna varðhalds- úrskurðar þess, sem kærður hefur verið til Hæstaréttar, verði send Hæstarétti. Sagðist örn búast við að um- rædd gögn yrðu tilbúin i dag (þ.e.a.s. miðvikudag). Sagði hann að miðað við hve umfangs- mikið verk það væri að undir- búa gögn i hendur Hæstaréttar, væri sá timi, sem verk þetta hefur tekið að hans mati, eðli- legur. Alþýðublaðið bað Örn að stað- festa frétt þá er birtist i Þjóð- viljanum i gær, en þar er haft eftir honum, að fleiri varðhalds- úrskurðir gætu allt eins fylgt i kjölfar þess sem kveðinn var upp um helgina, sagði hann að sú frétt væri á misskilningi byggð. Að loknu samtalinu við örn Höskuldsson, sneri blaðið sér til! ritara Hæstaréttar og innti hannl eftir þvi hvort einhver gögnj hefðu borizt frá réttargæzlu-1 manni þess handtekna og kvaðl Björn Helgason, ritari, svo ekkif vera. —GEK Ritstjórn Sfðumúla II - Sfmi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.