Alþýðublaðið - 17.11.1976, Page 2

Alþýðublaðið - 17.11.1976, Page 2
2 STJðRIWMÁL AAiðvikudagur 17. nóvember 1976 SlaSið1 alþýóU' blaöiö TUtgefandi: Alþýðiiflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aösetur ritstjórnar er I Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Aiþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftarsími 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverö: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur iiausasölu. Maður er manns gaman Undanfarin tvö ár hafa íslenzkir drykkjusjúkl- ingar átt þess kost að leita sér lækninga í Freeport-sjúkrahúsinu í Nevv York og fara til enðurhæf ingar í Veritas Villa stofnunina í sömu borg. Þessar lækninga- ferðir hafa gefið mjög góða raun. Forstöðumenn Veritas Villa eru bandarísk hjón Sue og James S. Cusack. Þau eru nú í heimsókn hérá landi, og munu ræða við fjölda fólks, sem áhuga hefur á þessum málum. Eftir skamma dvöl hér á landi hafa þau hjón komizt að þeirri niðurstöðu, að einn helzti munurinn að íslenzkum og bandarískum drykkju- sjúklingum sé sá, að ís- lendingar drekki meira í einrúmi. Þeir loki sig inni, fela drykkju sína, og því komi mjög oft á óvart þegar uppgötvast að til- teknir menn eru helteknir drykkjusýki, jafnvel menn, sem fæstir hefðu látið sér detta í hug að drykkju óeðlilega mikið. Þetta leiðir hugann að skapgerð íslendinga, oft þungri lund og erfiðleik- um þeirra á því að tjá sig í öllum mannlegum sam- skiptum. Eða hverjir kannast ekki við ferðir með strætisvögnum þar sem sama fólkíð sést mánuð eftir mánuð og jafnvel ár eftir ár, án þess að því detti í hug að taka tal saman. Hverjir kannast ekki við biðstof- ur lækna þar sem menn gjóa augunum hvorir á aðra, og sá þykir næsta skrýtinn, sem bryddar upp á einhverju umræðu- efni við sessunautinn. Það er rétt eins og allir reyni að komast af með sem fæst orð, og menn verða vart hressir f yrr en eftir nokkur glös af sterku í veitingahúsum eða samkvæmum. Þá verða andstæðurnat; slík- ar að vart er friður fyrir talglöðu fólki og vináttu- þelið brýzt fram í ýktri mynd. AAannleg samskipti á fslandi eru oft bágborin. Það er eftirtektarvert hve lítið er um bros og hlýleg svör. Þetta á sinn þátt í því að einstaklíngar einangrast meira en góðu hóf i gegnir, og kemur það ekki síður fram í drykkjusiðum þeirra. Á fundum og mannamótum eiga þeir erfitt með að standa upp og segja hug sinn. Þá skortir mjög þann léttleika i fasi, sem margir Islendingar hafa til dæmis kynnzt meðal Suðurlandabúa á undan- förnum árum. Auðvitað er skapgerðin önnur, en eitthvað skortir. I skólum hefur frjáls tjániag nemenda ekki verið nægilega ástunduð, en þar er vettvangur til að byrja. — Hlýleg mann- leg samskipti geta læknað marga kvilla, og þessu þætti mannlífs á íslandi hefur alltof lítill gaumur verið gefinn. Það hefur löngum verið talið til mannkosta að fara dult með tilfinningar sínar, a.m.k. verður þessa sjónarmiðs mjög vart í minningargreinum. Þá hefur það veríð brýnt fyrir litlum drengjum að það væri skömm að því að gráta. Allt eru þetta kórvillurog þjóna engum öðrum tilgangi en þeim að gera menn innhverfa og ófæra um að létta á til- f inningabyrðunum. í sívaxandi borgarsam- félagi eins og Reykjavík, þar sem hættan á ein- angrun einstaklingsins eykst stöðugt, verður að taka meira tillit en nú er gert til þessara tilfinn- ingalegu þátta. Viðræður í strætisvagni, hlýleg orðaskipti og smábros geta létt mörgum lífið, sem eru þjakaðir af því alagi, er malbiks- og steinsteypuþjóðfélagið leggur á þá. AAaðurinn er ekki ennþá orðin tilfinn- ingasljó maskína. Ennþá er maður manns gaman, og gamlar kreddur um mannkosti, er koma i veg fyrir eðlilega tilfinninga- lega útrás, verða að víkja. — Eða hvers vegna neyta islendíngar áfengis eins og þeir gera og af hverju drekka menn í ein- rúmi? —ÁG— EIN- DALKURINN ‘Að bjóða fjölmiðlum bak- dyrnar. Frá þvi er skýrt i Dagblaðinu i gær að forstjóri ATVR hafi tekið við spurningum Halldórs Halldórssonar fréttamanns, er hann leitaði upplýsinga vegna greinar um álagningu á einka- söluvörum stofnunarinnar, og i stað þess að svara þeim til fyrir- spyrjanda hafi hann boðað blaða- mannafund, þar sem öllum fjöl- miðlum voru veittar þessar upp- lýsingar. Þeim sem við fjölmiðla starfa þykja þetta ekki góð vinnubrögð. Það er algild regla, ekki aðeins hér, heldur i öllum rikjum frjálsrar blaðamennsku, að þegar fjölmiðlar leita upplýsinga hjá félögum, fyrirtækjum eða stofn- unum, þá séu þær veittar fyrir- spyrjanda fyrstum. Siðar kunna svo sömu aðilar að gefa þessar upplýsingar út i sínum almennu fréttabréfum. Þessum sið fylgja vel flestar stofnanir hér á landi, og allflest stærri fyrirtæki. Þó henda undantekningar. Þegar fréttamenn leita á sann- gjarnastan hátt til fyrirtækja og virða allar óskir forráðamanna þeirra um að veittar upplýsingar séu frá þeim komnar, skriflega og þeim þvi manna kunnugast um hvað sagt verði og hvað ekki, þá er það ekki nema sanngirniskrafa að komið sé heiðarlega fram við slika fréttamenn. Forstöðumenn rikisstofnana og fyrirtækja og opinberra embætta ættu að vera mann þakklátastir fyrir að leitað skuli til þeirra beint um upplýs- ingar. Að komið sé til þeirra for- dyramegin. Bregðistþeir sliku trausti bjóða þeir fjölmiðlum bakdyrnar, og þá eykst hættan á þvi að aðrar upp- lýsingar birtist en þær, sem þeir hefðu sjalfir sent frá sér. Æskilegt væri að talsmenn fél- aga og stofnana kynntu sér hvaða umgengnisreglur gilda i sam- skiptum við fjölmiðla. Gott væri ef Stjórnunarfélag tslands eða annar aðili annaðist útgáfu hand- bóka um almannatengsl. Þvi til viðbótar þyrftu svo að koma lög- boðnar reglur um upplýsingagjöf og upplýsingaskyldu stjórnvalda og jafnframt um ábyrgð blaða- manna og skyldur. — Bi Meirihlu titin hros tinn: Hvað gerist á Patreksfirði? \ Meirihluti Sjálfstæðis- flokksins og óháðra á Patreksfirði er nú ekki lengur fyrir hendi. Hinn 1. nóvember síðastliðinn rituðu fulltrúar H-list- ans bréf til oddvita Pat- rekshrepps, Hilmars Jónssonar, og tjáðu hon- um að samstarf það sem stofnað hafði verið til eftir siðustu kosningar væri brostið. Ekkert samstarf Bréfið til oddvitans er á þessa leið: Til oddvita Patrekshrepps, Patreksfirði, 1. nóvember 1976 Hilmars Jónssonar, Bjarkargötú 1, Patreksfirði Þar sem okkur undirrituðum er þegar ljóst aö ýmsar hrepps- nefndarsamþykktir eru nú ekki lengur að neinu hafðar teljum við okkur ekki bundna af þvi sam- starfi, sem stofnað var til i upp- hafi þessa kjörtimabils. Frá ykkar hendi virðist auka- atriði að leita álits samstarfsaðila um umdeild og veigamikil mál. Framvegis munum við styðja öll góð mál er kunna að verða til heilla I sveitarfélagi okkar, hvort sem þau verða borin fram af nú- verandi meirihluta eða minni- hluta i hreppsnefnd. Þetta tilkynnist hér með. Virðingarfyllst, f.h. H-listans, Sigurgeir Magnússon (sign) Karl Jónsson (sign) Við siðustu sveitarstjórnar- kosningar fengu Sjálfstæöismenn 3 menn kjörna, óháðir, þ.e. H-list- inn, 1 mann og sameiginlegur listi Alþýðuflokksins, Framsóknar- flokksins og Samtakanna fékk 3 menn kjörna. Eftir kosningarnar mynduðu Sjálfstæðismenn og óháðir meiri- hiuta. Oddviti var kjörinn Hilmar Jónsson, sem er Sjálfstæðismað- ur og varaoddviti var kjörinn Sigurgeir Magnússon, aðalmaður óháðra. t kosningunum þar á undan hafði Framsóknarflokkurinn haft tvomenn ogSjálfstæðisflokkurinn tvo. Þeir mynduöu þá saman meirihluta. Rafveitumálið undirrótin Út af þvi sem nú hefur gerzt á Patreksfirði hafði Alþýðublaðið samband við Sigurgeir Magnús- son. Sigurgeir sagði að efni bréfs- ins talaði sinu máli. Að visu hefði mál Rafveitunnar verið undirrót- in og komið illindum af stað. En þar með væri ekki allt talið. Sigurgeir sagði að fuiltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu alger- lega sniðgengið samstarfsflokk- inn og hefðu farið sinu fram eins og Sjálfstæðisflokkurinn væri þarna einn i meirihluta. Sigurgeir sagðist ekki geta sagt hvaða afleiðingar þessir hlutir gætu haft i för með sér. Það væri ekki búið að boða til fundar i hreppsnefndinniútaf málinu enn. Hilmar Jónsson sagði að sam- kvæmt sveitarstjórnarlögum væri oddviti og varaoddviti kjör- inn til starfa út kjörtimabilið. >,Eg geri ráð fyrir að svo verði einnig hér,” sagði Hilmar. ,,Ef ósk kemur fram um að ræða þetta mál sérstaklega mun ég ekki standa I vegi fyrir að það veröi gert utan dagskrá. Hins vegar vilég vekja athygli á þvi að samvinna hefur verið mjög góð i hreppsnefndinni milli meirihlut- ans og minnihlutans,” sagði Hilmar. Hann sagðist ekki vera kominn til með að sjá að starfhæfur meirihluti væri brostinn þótt H- listamenn hefðu skrifað þeim bréf og firrt sig allri ábyrgð. Það verður haldinn fundur í hreppsnefndinni ,,Mér finnst furðulega að þessu staðið, að gefa þessa yfirlýsingu án nokkurs fyrirvara: Mér finnst þetta of hörð aðgerð af ekki meira tilefni,” sagði Hilmar. Hann sagðist ekki betur sjá en að eitthvað fleira en Rafveitu- málið lægi hér til grundvallar. Sagði hann að það mál væri draugur, sem þeir væru búnir að fást við allt frá fyrra kjörtimabili og væri ekki enn niður kveðinn. Að lokum sagði Hilmar, að hann gerði ráð fyrir að boða fund i hreppsnefndinni á næstunni til að ræða almennt um málefni hreppsins. Þar hefði mikið verið gert undanfarið. Oliumöl hefði verið lögð fyrir um 30 milljónir. „Þeir geta ekki ásakað okkur Sjálfstæðismenn fyrir athafna- leysi. Það hlýtur að vera eitthvað annað en það,” sagði Hilmar Jónsson oddviti á Patreksfirði. Þá sneri blaðið sér til Agústs H. Péturssonar, en hann hefur setið i hreppsnefnd Patrekshrepps i 25 ár. Agúst sagði að Rafveitumálið hefði án efa komið þessu af stað. Auk þess væri ljóst að einstakir menn hefðu sýnt meiri einræðis- kennd en þeir væru almennt vanir á Patreksfirði. ,,Að sjálfsögðu verður þetta rætt á næsta hreppsnefndarfundi og þá mun væntanlega koma fram eitthvaö nýtt i málinu,” sagði Agúst H. Pétursson. —BJ Ritstjórn Alþýðublaðsins er í Síðumúla 11 - Sími 81866

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.