Alþýðublaðið - 17.11.1976, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 17.11.1976, Qupperneq 6
6SJÖNARMH) Miðvikudagur 17. nóvember 1976 íiíjfa- Kaupmaðurinn og krónan Það er óneitanlega dálitið einkennilegt að hugsa til þess, að á sama tima og afbrotum alls konar fer sifjölgandi hér eru þeir sem hafa sérmenntað sig til að vinna gegn sllkri meinsemd i þjóðfélaginu vlðast litnir horn- auga. Menn ýmist hrista höf- uðin eða brosa góðlátlega ef minnzt er á afbrotafræðinga, eða félagsfræðinga, eins og ver- ið sé að ræða um einhver skop- leg fyrirbæri, sem engan skipta máli. Víst er, að þeir sem gengið hafa þessa braut á vit mennta- gyðjunnar hafa vissulega orðið að gjalda fyrir þá rótgrónu ihaldssemi og hræðslu við hið nýja, sem einkennir mörland- ann öðru fremur. Það hefur reynzt ákaflega erfitt, fram til þessa, fyrir fólk með þessa menntun að fá starf við hæfi, svo ekki sé minnzt á viðunandi starfsaðstöðu. „Þessi himpigimpi ganga með einhverjar nýtizku grillur um hvernig koma megi i veg fyrir afbrot. Þessar hugmyndir eiga ekki heima hér og senni- lega hvergi, segja menn. Nei, megum við þá heldur biöja um gömlu góðu aðferðirnar.” Hverjir eiga sökina — kaupmennirnir eða innbrotsþ jófa rnir ? Það muna eflaust margir eftir grein um afbrotamál sem Hildi- gunnur ólafsdóttir afbrota- fræðingur ritaði i Þjóðviljann og vakti nokkra athygli og um- ræðu. Þar lýsti Hildigunnur þeirri skoðun sinni, aö i sumum tilfellum teldi hún kaupmenn eiga nokkra sök á, ef brotizt væri inn hjá þeim. Þeir stilltu hinum gimilegustu vörum út i glugga verzlana, og hvetti það fremur til innbrota heldur en hitt. Af þessu spunnust nokkrar umræður og eins og fyrr sagði og súrnaði mörgum kaupmann- inum i augum yfir þvi, að þess- ari mergsognu stétt skyldi kennt um, þó einhverjir óprúttnir steliþjófar væru á ferð um nætur. Ein i fötum — önnur ber. A fundi sem laganemar héldu um afbrotamál, siðastliðinn vetur, var þessi skoðun Hildi- gunnar einmitt tekin til um- ræðu. Þeir spekingar sem sátu þennan fund, drógu mjög i efa að hún hefði við nokkur rök að styðjast og voru málin rædd af nokkurri vandlætingu um stund. Þegar þátttakendurvoru bún- irað tala sjálfa sig og aðra inn á þá skoðun, að sýkna bæri kaupmenn af hlutdeild þeirra i innbrotum, heyröist allt i einu mjóróma rödd aftan úr sal, sem kvaðst vilja bera fram fyrir- spurn. Varhún eitthvað á þessa leið: ,,Ef einhver ykkar væri á gangi niður Laugaveginn að kvöldi til, i þungum þönkum um lifið og tilveruna. Nú mætir sá hinn sami föngulegri stúlku sem er léttklædd i meira lagi, og annarri sem erdúðuð fráökla til eyra. Ef það hvarflaði allt i einu að ykkur að gerast ágengir og fitla örlitið við aðra stúlku- kindina á afviknum stað, hvora 'mynduð þið velja? Og ef þið velduð þá léttklæddu, mynduð þið ekki telja að hún ætti þar einhverja sök með klæðnaði sin- um? ” Þó viðhafðir væru einhverjir tilburðir til að lýsa svipnum sem kom á andlit margra af hinu „sterkara” kyni, yrði aldrei nema hálf sagan sögð. Eftir mikið humm og ha, féllust menn á, að liklega yrði sú léttklædda fyrir valinu, ef hún væri ekki andskotanum ljótari. Og ástæðan — jú, menn sækjast frekareftir þeim krásunum sem sjáanlegar eru. Kaupmennirnir og börnin En hvort sem það er satt og rétt eður ei, að kaupmenn eigi nokkra sök á þeim innbrotum sem framin eru, þá er það öruggt mál að þeir egna ræki- lega á öðrum miðum og afla eft- ir þvi. Það er nánast orðið sama hvar komið er, alls staðar blasa við leikföng og sælgæti, sem freista minnstu borgaranna. Flestir foreidrar þekkja þá bar- áttusem á sér stað við kassana i kjörbúðunum, þar sem sælgæti blasir við i stórum hrúgum, þannig að ekki verður komizt hjá þvi að reka augun i það. Þó keyrir fyrst um þverbak, þegar húsgagnaverzlanir og aðrar sem verzia með alls óskylda vöru, eru farnar aö hafa leikföng ogsælgætiá boðstólum. Ég varð þeirrar einstöku „ánægju” aðnjótandi að hafa samskipti við eina slika fyrir skömmu. Hið fyrsta sem varð á vegi viðskipavinanna, var litill bás, þar sem finna mátti alls konar leikföng, og þau ekki af ódýrari gerðinni. Og þarf ekki að orðlengja að þangað fóru börnin, og ekki lengra. Þegar foreldrarnir höfðu skoðað nægju sina og verzlað eftir atvikum, hófst striðið i leikf angakompunni. Undan- tekningarlitið lyktaði því á þann veg, að leikfangið, sem barnið var búið að taka tryggð við, var keypt. Þarna er ábyrgðin tvimæla- laust á herðum kaupmannanna, þvi þeir gripa til þess ráðs að egna fyrir óvitana, ef hinir full- orðnu eru ekki ginnkeyptir fyrir vörunni. Reyndar er þarna á ferðinni mál, sem Neytendasamtökin ættu að taka til meðferðar og fyrirbyggja að þessir gróða- klækirséu látnir viðgangast öllu lengur. OR vivisurvi ATTUM Seðlabanka- boðskapurinn Rætt hefur verið i gamni um að i islenzku stjórnkerfi riki fjórskipting valdsins: Lög- gjafarvald, dómsvald, fram- kvæmdavald og bankavald. Nokkur alvara fylgir þó öllu gamni, og ef litið er á máiin þessum augum þá fer ekki hjá þvi að svo virðist vera. Að um- búnaði til ætti jafnvel röðin að vera öfug, þ.e. bankavaldið nefnt fyrst. Þvi meðan löggjaf- inn verður að notast við leigu- húsnæði og margskipta starf- semi sinni um miöborgina, dómsvaldið fær ekki nægilegt fé til að ráða við vaxandi misferli — og ráðuneyti rikisstjórnar- innar eiga vart þak yfir höfuð sér, þá ris hver bankahöllin á fætur annarri. Meira að segja var hafizt handa um gerð nýrr- ar seðlabankabyggingar áður en fundinn var staður nýju stjórnarráðshúsi, áður en fé hafði verið veitt til nýs gæzlu- fangelsis og meðan landhelgis- gæzlunni var synjað um heimild til að byggja nægjanlega um starfsemi sina. En þetta er aöeins hin ytri mynd, — þær hallir sem ber fyrir augu landsmanna. Valdið sjálft, ef maður leitast við að staðsetja það á stjórnar- farslegu fandakorti, virðist liggjatilhliðar og ofan við fram- kvæmdavaldið nokkurn veginn til jafns við löggjafarvaldið. Sjálf valdsuppbygging banka- kerfisins er hins vegar i stil við piramiða faraóanna, með Seöabankann á toppnum, yfir ókunnum hvelfingum banka- leyndarinnar. Fjórða valdið Bankavaldið, undir forystu og föðurlegri umsjá Seðlabanka- stjórnar er óháð fjárveitingar- valdi Alþingis og leikmenn fá ekki komið auga á það hvernig það kann i reynd að heyra undir viðskiptaráðuneytið og viðskiptaráðherra. Þvert á móti er engu lfkara en aðalbanka- stjóri Seðlabankans segi ráð- herrum fyrir verkum. óbeint með þvi að móta frá degi til dags stefnu islenzka rikisins i fjármálaviðskiptum við útlönd, en á tyllidögum með stefnu- markandi hugvekjum i riti bankans, Fjármálatiðindum. í þvi riti birtast jafnan at- hyglisverðar greinar um efna- hagsmál, en það hefst á ávarpi aðalbankastjórans og lýkur svo á yfirliti um störf löggjafar- valdsins. Fjórða valdið er i eðli sinu ihaldssamt, enda er það á minnstan hátt tengt lýðræði I landinu, heldur embættisvald með ævilangri skipan ráða- manna. Það er þvi likast konungsveldi innan lýöveldis- ins, nema hvað erfðir eru und- anskildar, nema ef nefna mætti erfðarétt stjórnmálaflokkanna til embætta innan þess vald- kerfis. Efnahagspólitískar tilskipanir Eins og gefur að skilja vekja ávörp bankastjórans jafnan nokkra athygli. Fjölmiðlar gera þeim góð skil, enda er þarna um að ræða eins konar efnahags- pólitiskar tilskipanir til stjórn- valda um hvaöa stefnu skuli fylgt. Borgarablöðin beita siðan orðum hans eftir þörfum sem svipu á ráðamenn, likt og sjá má i leiðara Visis i gær. Þar er fyrst kvartað undan þvi að vinstri stjórnin hafi ekki sinnt nægilega Ieiðsögn fjórða valds- ins, og núverandi ihaldsstjórn hafi enn ekki gert svo heldur sem skyldi. t lokin segir orðrétt i forystugreininni: „Akvarðanir Alþingis um opinber útgjöld og framkvæmd- irá næsta ári verða prófsteinn á vilja stjórnmálamanna i þess- um efnum. Þeir mættu þvi gjarnan hafa I huga Seðla- bankaboðskapinn um aðhald á þessu sviði til þess að koma stööu þjóöarbúsins i viðunandi horf á nýjan leik.” Það kann að vera að betur hefði til tekizt i efnahagsmálum þjóðarinnar ef fylgt hefði verið á hverjum tima leiðsögn Seðla- bankaboðskaparins. Það kynni lika að hafa leitt til upplausnar- ástands, sem þó hefur tekizt að forðast. Á það verður enginn dómur lagður hér. Holl ráð en ekki musteri En i grundvallaratriðum verður ekki hægt að fallast á að nokkur grein embættisvaldsins fái að vaxa svo að umfangi og mætti, að slikt vald sé henni sjálfgefið. Óski menn þess að búa við „styrka einræðisstjórn” og afsala sér allri þátttöku i og ábyrgö á stjórn landsins, þá er þetta án efa ákjósanleg leið. En hún samrýmist ekki hugmynd- um okkar um lýðræðislegt stjórnarfar. Bankarnir þurfa á vissu sjálf- stæði að halda og möguleika á valdi til að geta beitt sveigjan- legri stefnu, einkum i utanrikis- viðskiptum. Sem ráðgefandi sérfræðiaðilum ber þeim að veita kjörnum stjórnendum lands og þjóðar upplýsingar og álit. Sem betur fer er kenningin um „fjórða valdið” enn aðeins framtiðarhrollvekja, en það hefur stefnt i þá átt. Það sanna dæmin um sjálfstætt fjárveit- ingavald bankakerfisins. Oftar en ekki má draga lær- dóm af Seðlabankaboðskapn- um, en það á ekki að lita á hann sem bók bókanna. Eða á pýra- mida bankavaldsins sem must- eri. —BS

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.