Alþýðublaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 256. tbl. — 1976 — 57. árg. Áskriftar- síminn er 14-900 Frá Alþýðusambandsþingi í gær: Vinnustaðurinn í brennidepli Viö björgum ykkur ekki, viö viljum vera ykkur samsíöa sagði Aðalheiður Bjarnfreösdóttir á 1. des. fundistúdenta i gær. Sjá frásögn á bls. 4. Krafo um fullkomið öryggi og bætta hollustuhætti Kjaramálin voru i brenni- depli i umræðunum á Aiþýðu- sambandsþingi i gær. Þar var alger samstaða og alger for- dæming á stjórnleysi þeirrar rikisstjórnar, sem nú situr við völd á islandi. Fulltrúar úr röðum stjórnarsinna tóku undir þessa stefnu, að visu ekki með stórum orðum, ,,en reyndu þó að púa undir”, eins og Guð- mundur J. Guðmundsson, for- maður Verkamannasam- bandsins, orðaði það þegar blaðamaður Alþýðublaðsins hitti hann seint i gærkvöldi ,,Þetta var mikill og góður vinnudagur,” sagði Þórunn Valdimarsdóttir. ,,Og á morgun verður tekið til við nefndarálit hinna ýmsu nefnda.” Þar er um að ræða sjönefndir: Stefnuskrárnefnd, Allsherjarnefnd, Fjárhags- nefnd, Laganefnd, Kjara- og atvinnumálanefnd, Vinnu- verndar- trygginga- og öryggismálanefnd, og Fræðslu- og menningarmála- nefnd. Þeir Tryggvi Þór Aðal- steinsson hjá MFA og Gunnar Hákonarson, Dagsbrún, voru sammála um að umræðurnar i gær hefðu verið góðar og kröftugar. Sama má einnig segja um umræðurnar um fræðslumál og öryggis- og heilbrigðismál. Ahugi og skilningur manna á fræðslu- starfi verkalýðshreyf- ingarinnar er áberandi og báru umræður um þau mál þvi glöggt vitni. Þá var einnig áberandi i umræðunum á Alþýðubanda- lagsþingi i gær, að sjálfur vinnustaðurinn er kominn i brennidepil. Fólk er farið að krefjast þess, að allur aðbúnaður á vinnustað sé viðunandi og hollustuhættir og öryggi i fullkomnu lagi. Það eru þessi sjónarmið sem settu mestan svip á störf þingsins i gær. ri. Starfsfólk Kopavogshælis: KÖPAVOGSHÆLI Á AÐ VERA MEÐFERÐARSTOFNUN - en ekki geymslustofnun - Niðurskurður á fjárveitingum Segja má að málefni Kópavogshælis séu i kuldanum hjá fjár- veitingavaldinu, en i fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráö fyrir niðurskurði á fjárveitingum tii hæiisins. A fundi sem starfsfólk Kópa- vogshælis hélt fyrir skömmu var samþykkt ályktun sem segir, að þrátt fyrir góð áform, sé enn langt langt frá þvi að Kópavogshæli sé nægilega vel búin stofnun til að gegna með- ferðarhlutverki sem stofnuninni sé ætlað. Þá segir i ályktuninni, að á undanförnum árum hafi verið hafizt handa við að gera breyt- ingar á starfsemi hælisins sem miði að virkari meðferö en áður. Það sé vilji starfsfólks að Kópavogshæli sé meðferðar- stofnun en ekki geymslustofnun, en til þess að hægt sé að reka hælið sem meðferðarstofnun þurfi aukinn mannafla og tækjabúnað. Auk þess þurfi að fækka sjúklingum á þeim deildum sem við mest þrengsli búa. En brýnast sé að starfs- fólki verði fjölgað til að annast og þjálfa sjúklingana. I ályktun starfsfólksins er bent á, að allt það sem gera þurfi til úrbóta i málefnum - Baráttunni um Stúdentafélagið ekki lokið: LÖGBANN SETT Á AUGLÝSTAN AÐALFUND í GÆR! Kópavogshælis hafi i för með sér aukna þörf á fjármagni. Þvi vekur starfsfólkið athygli á, að samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár, er gert ráð fyrir niðurskurði á fjárveitingum til Kópavogshælis. Með skertum hlut 1 fjár- veitingum hljóti að siga á ógæfuhliðina i starfsemi hælis- ins og hætt við að það verði ein- ungis geymslustofnun. Skorar starfsfólk Kópavogshælis á f jár- veitingavaldið að tryggja stofnuninni nægilegt fjármagn til að rækja megi það meðf erðarhlutverk sem stofnuninni er ætlað. Að lokum vekur starfsfólkið athygli á þeirri staðreynd, að vilji stjórnvalda komi betur fram i fjárveitingum en fögrum fyrirheitum. —GEK í gær klukkan hálf þrjú boðuðu ihaldsmenn i Há- skólanum til framhalds- aðalfundar i hinu marg- fræga Stúdentaf élagi, sem deilur hafa staðið um síðustu mánuðina. Ekki hafa þó fundarboðendur ætlast til þess að setinn yrði Svarfaðardalur á fundi þessum, þar eð hann var auglýstur eiga að hefjast hálfri klukkustund eftiraðsamkoma stúdenta i Há- skólabiói, i tilefni 1. desember, hófst! Garðar Mýrdal formaður Stúdentafélagsins sagði i sam- tali við blaðið,að i gær hafi verið efnt til samskota meðal manna og safnað fé til þess að leggja fram sem tryggingu og láta setja lögbann á fundinn. Mætti Garðar i Lögberg, hús laga- deildar, fyrir auglýstan fundar- tima, ásamt Inga R. Helgasyni lögmanni vinstri manna i þessu máli og einnig var þar mættur fulltrúi borgarfógeta. Var sett dómþing á staðnum og lögðu báðir aðila fram gögn sjónar- miðum sinum til stuðnings. Garðar sagði, að eftir að full- trúi fógeta hafði dregið sig i hlé til þess að vinna úr gögnum, hafi verið ætlun ihalds- mannanna, undir forystu Kjart- ans Gunnarssonar stúdents i lögvisindum, að hespa fundinn af! Garðar kvaðst þá hafa geng- ið i pontu og flutt all-langa tölu, en tekið fram að það bæri ekki að túlka það sem viðurkenningu á fundinum, heldur væri ætlunin að lengja timann dálitið, þannig að fulltrúa fógeta gæfist timi til að ljúka starfi sinu fyrir fundar- lok. Úrskurður fógeta var á þá leið, að lögbann var sett á þenn-1 an auglýsta aðalfund oglögbann var sett á það að ihalds- í mennirnir störfuðu i nafni stjórnar Stúdentafélagsins. Vár i ákveðið að 100 þúsund krónur j skyldu lagðar fram sem trygg- ing, en fulltrúar ihaldsins kröfð- ust þess að tryggingarupphæðin j næmi einni milljón króna! Þar með voru endalok tundar-1 ins ráðin. Blaðið reyndi að ná sambandi | við Kjartan Gunnarsson vegna máls þessa, en árangurslaust. I —ARH| Myndir og viðtöl frá ASI-þinginu eru a bls. 8 Ritstjórn Sföúmúla II -

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.