Alþýðublaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.12.1976, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. desember 1976 VETTVANGUR 5 Getraunaspá Alþýðublaðsins TOPPLIÐIN MÆTAST ISLENZKAR SyN(S'í GETRAUNIR PóslhóK 884 IþróttamlSstöSlnnl .....-.....................•••••■...........*....... „ ., _ Nafn Rsykjavlk ........................ Heimlii ........ 15 ............. * ** HóraB Kr 800 Skri,lB orelnllega nafn og helmlllafang © Tho Football Leaguo Lelklr 4. des. 1976 Arsenal - Newcastle .. Aátón Vllló - Tottenham Brlatol City - Leeda .... Everton - Norwlch ....; Ipswich - Liverpool .... Leicester - Blrmlngham . Man. Clty - Derby ...... Q.P.R. - Man. Utd.' .... Stoke - Coventry ....... Sunderland - W.B.A.. . West Ham - Mlddlesbro Burnley - Cardlff ...... P- K 'Mt KERFI 16 RAÐA . 4 leikir meS tveim merkjum i| 8 leikir meS einu merki Í! 11 ir Heldur fóru leikirnir i ensku fyrstu deildinni illa með getraunaþátt- inn okkar um siðustu helgi. tJrslit sumra leikjanna voru furðuleg og er manni skapi næst að halda, að sterkari liðin hafi tapað fyrir lé- legri liðunum af ráðn- um hug, aðeins til að skaprauna okkur. Til að hefna okkar, ætlum við að þessu sinni að krækja okkur i vinning. Arsenal-Newcastle Þetta ereinn af erfiðu leikjun- um. Lið Arsenal hefur verið sigursælt á Highbury i vetur. Liðið er ofarlega i deildinni um þessar mundir. Newcastle hins vegar er komið i toppbaráttuna, hefur unnið mikið á að undan- förnu. Liklegustu úrslitin eru jafntefli, en heimasigur til vara (Fyrsti tvöfaldi leikurinn) Aston Villa-Tottenham. AstonVilla tapar varla stigi á heimavelli og tæplega verður Tottenham-liðið til stórræðanna á Villa Park. Heimasigur. Itriston City-Leeds. Bristol City hefur náð sér að- eins á strik i undanförnum leikj- um. Að visu töpuðu þeir fyrir Liverpool um siðustu helgi. Leikurinn gæti sem sagt orðið skemmtilegur, en spáin er sú að Leeds nái að sigra. Everton- Nowich. Evertonættiaó sigra Norwich án teljandi erfiðleika. Ipswich-Liverpool. Ef Liverpool sigrar i leiknum á laugardaginn, verða þeir komnir með mjög sannfærandi forystu i deildinni. Stigin verða hins vegar ekki auðsótt fyrir þá gegn Ipswich. Þetta er leikur vikunnar og endar hann sjálf- sagt með jafntefli, til vara heimasigur (Annar tvöfaldi leikurinn) Leicester-Birmingham. Skemmtilegtlið Leicester ætti að geta krijað út sigur á heima- velli gegn Birmingham, en auð- velt verður það ekki. Man City-Derby. Samkvæmt okkar kokkabók- um ætti liðið frá Manchester að vinna auðveldan sigur á laugar- daginn. QPR-Man. Utd. United hefur nú ekki unnið leik á annan mánuð, nú siðast töpuðu þeirfyrir West Ham, og það á heimavelli. Það er greini- lega eitthvað að, meðan þeir ekki lagfæra það, er ekki á góðu von. Heimasigur. Stoke-Coventry. Jafnteflislegur leikur og spáin er sú, að hann endi með jafn- tefli. Til vara heimasigur (þriðji tvöfaldi leikurinn) West Ham-MIDDLESBROC Þrátt fyrir góðan sigur yfir' Man.Utd. á laugardaginn ,situr West Ham enn á botninum. Spá min er sú, að liðið haldi áfram setu þar enn um hrið. Burnley-Cardiff. Jafntefli, en til vara útisigur (fjórði tvöfaldi leikurinn) —ATA Auglýsið í Alþýðublaðinu Endurbætur á umhverfi Gullfoss: AÐSTAÐA FYRIR NEÐAN ALLAR HELLUR - segir Ferðamálaráð Mikill áhugi er nú fyrir því i Ferðamálaráði og Umhverfisnefnd að gera endurbætur á útliti við Gullfoss og koma þar upp almennilegri snyrtiaðstöðu og þess háttar. i viðtali við Alþýðu- blaðið sagði Heimir Hannesson mál þetta hafa verið töluvert mikið rætt siðastliðna mánuði. Hefur það verið kynnt stjórn- völdum og fengið jákvæðar undirtektir. Heimir sagði brýnasta verkefnið að fjarlægja skúr þann sem stæði rétt við fossbrúnina og væri það fyrsta sem ferðafólk kæmi auga á. Setti hann heldur ó- fagran svip á umhverfið allt. Fyrirhugað er aö koma upp að- stöðu á öðrum stað þar sem hún yrði ekki eins hrópandi umhverfislýti. Mestar vonir eru bundnar við staö öllu ofar og hafa verið gerðar bráðabirgðaskyssur um tilhögun þar. I framtlðinni er ætlunin að koma upp aðstöðu i áföngum og verður það snyrtiaðstaða, að- staða fyrir gæzlumann og einnig eru vonir bundnar við að hægt verði aö reka litla veitingasölu, þó ekki með stóru sniði heldur að- eins einhverskonar kaffi- aöstöðu. En Heimir sagði ekki timabært að ræða frekar um þessa aðstöðu ennþá. Sem fyrr segir hefur mál þetta verið kynnt rikisstjórn og stjórn- völdum og kvaðst Heimir vonast til að framkvæmdir gætu hafist strax næsta vor. Töluverð vinna hefur verið lögð i teiknivinnu um útlit og gerð að- stöðu og næsta skref er umræður um fjármagn og rekstur. — Það yrði mjög slæmt ef næsta ár liði án þess að nokkuð vrði að gert. Aðstaða við Gullfoss er fyrir neðan allar hellur, sagði Heimir Hannesson hjá Ferða- málaráði að lokum. — AB BANKAStRÆTI, SÍMI 2 83 50 Sendum I póstkröfu um land allt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.