Alþýðublaðið - 23.12.1976, Síða 20

Alþýðublaðið - 23.12.1976, Síða 20
20 Fimmtudagur 23. desember 1976 Jólablað Alþýðublaðsins Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýárs þökkum árið sem er að líða Sínaðarfélag íslands HREIFI hf. HAFNARFIRÐI Óskum öllu starfsfólki voru og öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnu ÞAÐ ER HAGKVÆMT AÐ SKIPTA VIÐ HAGPRENT Hagprent h.f. Brautarholti 26 — Reykjavik — Simi 21650. Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Bólstrarinn Hverfisgötu 76. Simi 15102. BREIÐHOLT H/F Við óskum starfsfólki okkar, við- skiptavinum og öðrum lands- mönnum gleðilegra jóla og far- sæls komandi árs Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda Reykjavik Frjáls samtök islenzkra , saltfiskframleiðenda, sem hafa með höndum sölu á framleiðslu félagsmanna. Simnefni: UNION REYKJAVÍK. Gleðileg jól! Farsælt komandi ár Óskum öllu starfsfólki okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs þökkum gott samstarf á árinu. BÆJARÚTGERÐ HAFNARFJARÐAR Netagerð Thorbergs Einarssonar h.f. beztu jólakveðjur með ósk um farsælt nýtt ár Grein þessi birtist á forsíðu Alþýðu» blaðsins á aðfangadag jóla árið 1933. þá var Finnbogi Rútur Valdimarsson ritstjóri blaðsins, en blaðamenn þeir Vilhjálmur S. Vilhjálmsson og Magnús Asgeirsson Meðal hinna elztu safnaða kristninnar var hver dagur talinn hátið. En áður en langt um leið, fundu menn til þeirrar þarfar, að gera ýmsa daga sérstaklega að helgidögum, sem allir héldu i sameiningu hátiðlega, og þegar á öndverðum dögum postulanna virðist fyrsti dagur vikunnar hafa verið haldinn hátiðlegur sem drottinsdagur. Hann var siðar nefndur sunnudagur. En jafn- framt var sabbatsdagurinn (laugardagurinn) hátiðlegur haldinn meðal kristinna Gyðinga, samkvæmt þriðja boðorðinu. Það var fyrst löngu siðar, að sunnu- dagurinn varð almennur helgi- dagur. Miðvikudagur og föstu- dagur voru einnig haldnir hátið- legir með sameiginlegri bæn og föstu. Það var gert til minningar um svik Júdasar og kross- festinguna. Auk þessara vikulegu hátíðis- daga voru i fornkirkjunni hátið- legir haldnir páskar og hvita- sunna og á milli þeirra var upp- stigningardagurinn. Alt tíma- bilið milli páska og hvitasunnu var hátiðistimi. En á undan páskunum för sorgartiminn og fastan. Þessir hátiðisdagar voru meira og minna tengdir hátiða- höldum Gyðinga. Óháð þessum helgidögum var aftur á móti Epifani-hátiðin, sem haldin var 6. janúar. Hún var haldin til minn- ingar um skírnKrists i Jórdan þvi að þá trúðu menn, að Kristur hefði opinberað sig mannkyninu i skiminni, en ekki I fæðingunni. A fjórðu öldinni gerði kirkjan hin heiðnu jól að kristilegum hátiðis- degi og á undan þeim fór aðvent- an. Þar með voru kirkju- hátíðarnar komnar fyrst um sinn á fastan fót. Þá var byrjað að reikna kirkju árið frá jólaföstu á Vesturlöndum, en áður hafði það verið látið hefjast páskum. Griska kirkjuárið byrjaði þar á móti 14. september. Á sjöttu öldinni tók helgidögum kirkjunnar mjög að fjölga. Þá hófst trinitatistiminn með Mariu- dögum Jónsmessum, postuladög- um,engladögum, krosshátiðum, pislarvottadögum, helgramanna- dögum os.frv. Auk þessara al- mennu hátiðisdaga hafði hvert kirkjuhérað sina sérstöku helgi- daga. Hátiðunum var skift i tvo flokka. í fyrra flokknum voru hin- ir vikulegu helgidagar, t.d. sunnudagar. Til siðara flokksins töldust árshátiðirnar. Þær greindust aftur i minni deildir. Meðal þeirra voru fyrst stór- hátíðirnar til þeirra heyrðu jólin, páskar og hvitasunna. Þá komu hinar minni háttar hátlðir. Enn- fremur greindust hátiðirnar i hreyfanlegar og óhreyfanlegar hátiðir. Hreyfanlegar voru þær hátlðir kallaðar, sem árlega ber upp á fasta vikudaga, en óákveðna mánaðardaga, t.d. páskar og allir helgidagar, er taldir eru frá þeim. Óhreyfan- legar nefndu menn þær hátíðir, sem allt af ber upp á sama mánaðardag t.d. jól, Mariudagar og helgramannadagar. Loks var hátiðunum skift I fullhelga og hálfhelga daga. Fullhelgir voru þeir dagar, þegar flutt var guðs- þjónusta bæði fyrir og eftir hádegi. En væri guðsþjónustan að eins ein, voru dagarnir kallaðir hálfhelgir, t.d. postuladagar og skirdagur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.