Alþýðublaðið - 23.12.1976, Qupperneq 29

Alþýðublaðið - 23.12.1976, Qupperneq 29
Jólablað Alþýðublaðsins Fimmtudagur 23. desember 1976 29 ARNAR Sakamálamyndaflokkurinn „Brúöan” er á dagskrá sjón- varpsins klukkan 21.00 þriöju- daginn 28. desember. Mynda- flokkur þessi er brezkur og byggöur á sögu eftir Francis Dur- bridge. Fyrsti þátturinn var sýndur 21. desember og var hann mjög spennandi. Efni hans var i stuttu máii á þessa leiö: Peter Matty, auöugur bókaút- gefandi, er á leiö heim til Lundúna frá Genf, þar sem hann hefurhlýttá pianótónleika bróöur sins. A flugvellinum kynnist hann ungri, glæsilegri ekkju. Phyllis Du Salle. Góö kynni takast meö þeim, og hún segir honum, hvernig dauöa eiginmanns henn- ar bar aö höndum. Hann safnaöi brúöum. Phyllis hyggst hitta Sir Arnold Wyatt, lögfræðing sinn og Matty lánar henni bifreið sfna. Hann ætlar aö hitta hana siðar, en hún kemur ekki. Þegar hann kemur vonsvikinn heim til sin, er brúöa á floti i baðkarinu. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja sendir öllum félögum sinum beztu óskir um GLEÐILEG JÓL og gæfu og gengi á komandi ári, með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að liða. Aö venju mun sjónvarpiö skemmta landsmönnum meö áramótaskaupi. 1 ár hefur skaup- iö hlotiö nafnið „Undraland ára- mótaskaup 1976”. Þaö er Flosi ólafsson sem er höfundur og leikstjóri skaupsins. Meðal leikenda eru Lilja Þóris- dóttir, Róbert Arnfinnsson, Sig- riöur Þorvaldsdóttir, Þórunn M. Magnúsdóttir, Gisli Alfreðsson, Karl Guömundsson, Randver Þorláksson og Þórhallur Sigurös- son. Þaö er ljóst aö ekki þarf aö kviöa þvi aö skaupið valdi mönn- um vonbrigöum, höfundurinn margreyndur sprellikarl og sér- lega leikinn i þvi ab ná fram brosi á stirðum andlitum iandsmanna og ekki er heldur i kot visað meö leikendurna. Þaö er þvi full ástæöa til aö hvetja fólk til aö gera hlé á gamlársgleði sinni til þess aö fylgjast meö þeim atburö- um sem fram fara I sjónvarpssal klukkan 21.00-22.25 á gamlárs- kvöld. Grænn varstu dalur (How green was my walley) heitir fyrsta bíómyndin sem sjónvarpið býöur áhorfendum sinum upp á á árinu 1977. Mynd þessi var gerö i Banda- rikjunum áriö 1941 eftir sögu Ric- hards Llewlyns. Saga þessi kom út á islenzku áriö 1949 og var ný- lega lesin i útvarp og ætti þvi myndin aö vera þeim kærkomin sem þekkja söguna. Sagan gerist i námubæ i Wales á Bretlandi. Gwilym Morgan og synir hans eru kolanámumenn, nema Hug litli. Hann er enn of ungur. Eigendur kolanámanna ákveöa aö lækka laun verka- mannanna, en þá er friöur dalsins úti. Verkamennirnir fara i verk- fall. Aöalhlutverk myndarinnar eru i höndum Walter Pidgeon, Mau- reen O’Hara, Donald Crisp og Roddy McDoval. Leikstjóri er John Ford. RÍKISÚTVARPIÐ óskar öllum landsmönnum gleöilegra jóla og farsældar á komandi ári

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.