Alþýðublaðið - 07.01.1977, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.01.1977, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Á Föstudagur 7. janúar 1977 alþýðu* blaðiö Viltu eignast þak yfir höfuðið á skjótan hátt? EININGAHÚS FRA SIGLUFIRDI RÍSA Á ÓTRÚLEGA SKÖMMUM TÍMA Þannig lítur hús ómars Haukssonar út. Það var reist á tveim dögum af starfsmönnum Byggingafélags- ins Bérgs hf. á SiglufirOi. Fréttamönnum var gefinn kostur á þvi í gær að kynnast örlitið starfsemi fyrirtækisins Húseiningar h/f á Siglufirði á fundi sem Matthias Sveinsson framkvæmdastjóri boðaði til. Ungt fyrirtæki HUseiningar h/f á Siglufirði er ungt fyrirtæki, en það hefur sér- hæft sig i framleiðslu staðlaðra eininga til byggingar, einbýlis- húsa, sumarhúsa, geymsluhús- næðis, skóla- og hótelhúsnæðis og raunar alls kyns húsa. Fyrsta húsið frá Húseiningum h/f var reist i október 1974 fyrir Siglufjarðarkaupstað en fram- leiðsla komst ekki i fullan gang fyrr en vorið 1974 og hafa nú verið framleidd alls um 40 hús, sem risið hafa viðs vegar um landið. Með byggingu einingarhús- anna hefur verið mögulegt að stytta byggingartima húsa verulega og má ætla að heildar- byggingartimi einbýlishúss af meðalstærð sé 3-4 mánuðir, i stað 1-2 ára með hefðbundnum ferðum. Sem dæmi um ótrUleg- an hraða við byggingu einbýlis- húss frá Húseiningum má nefna eitt nýlegt frá Siglufirði. Þar var á dögunum reist á fáeinum dögum 150 ferm. ibúðarhús og voru þar að verki starfsmenn Byggingafélagsins Berg s/f á Siglufirði. HUsið teiknaði Viðar Olsen tæknifræðingur i Reykja- vik, en eigandi þess er Ómar Hauksson. Gengið hafði verið frá sökklinum undir húsinu og gólfplötunni fyrr i vetur, en áður en tókst að reisa sjálft húsið gerðihriðarveðurá Siglufirðiog var þvi ekkert að gert. Húseig- andinn gerði sér litlar vonir um að fá hús sitt upp fyrr en i vor, fyrst veðurguðirnir gerðu hon- um þennan grikk, en svo fór að veður urðu mildari og var þá hafizt handa um mokstur metersþykks snjólags af gólfplötunni. Siðan var hUsið reist i miklu hasti og var orðið ibúðarhæft að fáum dögum liðn- um! Glæsilegt starfs- mannahús við Kröflu bá reisti fyrirtækið 370 ferm. starfsmannahús við Kröflu i sumar og tók það verk aðeins 2 mánuði. Húsinu var skilað full- frágengnu teppalögðu með öllum húsgögnum og tækjum. t þvi eru 12 tveggja manna svefn- herbergi, setustofa, borðstofa fyrir 30 til 40 manns, eldhús, kælir, snyrtingar, böð, geymsl- ur og ibúð fyrir forstöðukonu. Er það mál manna að hUsið sér hið vandaðasta og glæsilegasta i alla staði. Mörg hús i pöntun Matthias Sveinsson fram- kvæmdastjóri sagði að hjá HUs- einingum væri nU búið að panta á milli 20 og 30 hús sem verið væriað hefja framleiðslu á og er áætlað að fyrstu húsin verði 'til- búin til afgreiðslu frá verk- smiðjunni i febrúar, marz. Sagði hann að margir væru á þeirri skoðun að einingar hUs séu einhæf að gerð og útliti og nánast öll eins. Hann sagði þetta þó vera mikinn misskilning, þar sem möguleikar með slikum húsbyggingum séu nánast ótak- markaðir, hvað stærð og fyrir- komulag jafnt utan húss sem innan varðar. Auk þess sem Húseiningar framleiða einingar i nánast hverskonar hús sem vera skal, svo sem fyrr sagði, framleiðir fyrirtækið einstaka húshluta, svo sem innveggi, kraftsperrur og þakeiningar, sem ætti að geta verið i mörgum tilfellum mjög hagstætt fyrir húsbyggj- endur, hvort sem þeir kjósa heldur að byggja úr steini eða timbri. Tviborga söluskatt af sömu þáttunum Samkvæmt verðútreikningum sem gerðir voru i gær á fram- leiðslu HUseininga h/f. kostar pr. rúmmetri i húsum fyrir- tækisins kr. 22.580. Til saman- bufðar skal tekið visitöluhúsið, en það er ibúð i 10 ibúða stiga- húsi i blokk. bar er verð á hverjum rúmmetra kr. 22.553. eða þvi sem næst hið sama og verð rúmmetrans i siglfiraku einbýlishúsunum. Heildarverð lOOferm. einbýlishúss frá verk- smiðjunniá Siglufirði er kr. 4.8 milljónir, sem er nálægt þvi að vera 60% heildarbyggingar- kostnaðar. Af þessari upphæð fara hvoki meira né minna en 800 þúsund krónur i rikiskass- ann. Nefndi Magnús það til dæmis um afstöðu rikisvaldsins til þessarar starfsemi, að 12% tollur væriinnheimtur af húsum sem framleidd væru erlendis og flutt inn, en hins vegar væri inn- heimtur 25.5% tollur af timbi sem flutterinn tilvinnslu hér og byggingu húsa. bá sagði Magnús að fyrirtækið þyrfti að skila 20% söluskatta til rikis- sjóðs af heildarsöluverðmæti hvers húss, en áður hefði fyrir- tækið greitt söluskatt af ein- staka kostnaðarþáttum vegna hússins, til dæis vegna simnota ferða og margs fleira. Það væri þvi i raun innheimtur sölus- kattur i tvigang af sömu kostnaðarþáttunum i húsbygg- ingunni! Allar helztu upplýsing- ar inn um bréfarifuna HUseiningar h/f hafa látið út- búa smekklega bréfamöppu sem hefur að geyma upplýsing- ar um framleiðsluna, um fyrir- tækið sjálft,aukþesssem þarer að finna margar teikningar af húsum. Þeir sem eru i bygg- ingarhugleiðingum eða hafa áhuga á að kynna sér fram- leiðslu fyrirtækisins geta haft samband við skrifstofu þess beint, eða söludeildina iReykja- vik, Verkfræðiþjónustu Guð- mundar Óskarssonar, Skipholti 19 i Reykjavik. Mun þeim sem þess óska verða send mappa þar sem menn geta kynnt sér hug- myndir fyrirtækisins og borið þær saman við eigin hugmynd- ir. Stjómarformaður Húseininga h/f er Þórarinn Vilbergsson og framkvæmdastjóri Matthias Sveinsson, svo sem fyrr sagði. —ARH Eigandi hússins, Ómar Hauksson, var aö vonum lukkulegur meöþað aö fá hús sitt reist á svo skömmum tima. Hann er hér á milli þeirra Matthlasar Sveinssonar framkvæmdastjóra (t.v.) og Þórarins Vil- bergssonar stjórnarformanns Húseininga hf. Meö á myndinni er einnig sonur ómars. Iðja á Akureyri harmar pólitískar árásir á SÍS Jón Ingimarsson, formaður stjórnar Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, hefur sent blaðinu stutta yfirlýs- ingu vegna umræðna i fjölmiðlum um sölu á gærum til Loðskinns h.f. á Sauðárkróki. Þar er harmað, að SÍS skuli hafa orðið fyrir pólitisk- um árásum vegna þessa máls og lýst stuðningi við gerðir þess. Yfirlýs- ingin fer hér á eftir: Akureyri 27.12 1976. Undanfarið hafaáttsérstaö, all illvíg blaðaskrif i sambandi við verksmiðjuna Loðskinn h/f á Sauðárkröki, vegna skiptingu hráefnis á milli verksmiðjunnar annars vegar og Sútunarverk- smiðju Sambandsins á Akureyri hins vegar, og sölu á söltuðum gærum, til erlendra aðila. Að verulegu leyti má reka málsat- vik til þess, að minna magn af gærum kom nú fram en áætlað var og gaf þvi ekki ástæðu til pólitiskra árásaskrifa á Samband islenzkra samvinnufélaga eins og raun varð á. Að hinu leitinu vill stjórn Iðju, félags verksm iðjufólks á Akureyri,aðþaðkomi skýrt fram, að hún telur það með öllu eðlilegt að Sútunarverksmiðjunni á Akureyri séu tryggð hráefni, til fullvinnslu á skinnavöru, sem veitir ca. 130 manns vinnu i verk- smiðjusal og um 120 manns á saumastofum. Verksmijan hafði tilvinnsluá s.l. árium 260þúsund gærur en Loðskinn h/f 272 þúsund, en hefur aðeins 20 manns Framhald á bls. 10 Gætið að 1000 marka seðlunum Hinn 14. desember s.l. var framið mannrán i V-Þýskalandi og krafist lausnargjalds. Mannræningjarnir komust undan með lausnargjaldið, 21. milljón þýzkra marka og hefur ekkert af þviféennkomisti umferð svo vit- að sé. Eru þetta allt 1000 marka seðlar. Interpol hefur sent númer þess- araseðla tilislenzkra stjórnvalda ef vera kynni að þeirra yrði vart hér á landi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.