Alþýðublaðið - 07.01.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.01.1977, Blaðsíða 2
2 STJÚRNMÁL Föstudagur 7. janúar 1977 •SSSr alþýöu- Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — gimi 14906. Askriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. Rannsókjiamefnd Alþingis er nauðsyn Nýlega var til lykta leitt með dómi sakamál, sem veriö hefur í rann- sókn í nokkra mánuði. Þessu ber að fagna, þótt hörmuleg séu örlög þess unga fólks, sem við málið reyndist ríðið. — Þá hef ur því nú verið lofað að ann- að yfirgripsmikið saka- mál verði leyst innan fárra vikna. Það mun einnig létta þungu fargi ofan af þeirri dyngju sakamála, sem hrúga.st hefur upp undanfarna mánuði. Væntanlega verður hér framhald á, enda fátt nauðsynlegra en að hreinsa sakamálaóvær- una af þjóðinni. íslenzku dagblöðin hafa átt sinn þátt í því að hnykkja á um þessi þrif, þótt með mis- jöfnum hætti sé. Ýmsir segja, að þáttur dagblað- anna á þessu sviði, sem meðal annars hefur mót- ast af aukinni sam- keppni, hafi fært íslenzka blaðamennsku á nýtt stig í neikvæðri merkingu. Rétt er, að upplýsinga- öflun islenzku dagblað- anna eru takmörk sett, og á sakamálasviðinu hefur viljað brenna við að get- sakir hafi tekið við þar sem staðreyndum lauk. — Það er þó mun lakara, þegar starfsaðferðir em- bætta, sem um sakamál fjalla, verða með slíkum eindæmum að enginn veit hvað snýr upp og hvað niður. Þannig hafa mál æxlast í framhaldi af handtöku fyrrverandi leigubílstjóra á Suður- nesjum fyrir nokkru. Svo virðist að það sé ekki lengur aðalatriðið að rannsaka þær sakir, sem á hann hafa verið bornar. Hitt virðist skipta meira máli hvort formsatriði handtökunnar voru rétt eða röng. í þessu máli, eins og raunar ávísanamálinu mikla og fleiri málum, hafa kvarnir sögusagna byrjað að mala áður en nokkur botn hef ur fengizt í rannsókn. Saklausir menn eru sakfelldir og jafnvel sekir sýknaðir. Oft koma við sögu valda- miklir menn í opinberri stjórnsýslu og viðskipta- lifi. Vegna þess hve traust almennings á lögreglu og dómstólum hefur minnk- að í umróti síðustu mán- aða, og þá ekki sízt vegna meðferðar máls fyrr- nefnds og fyrrverandi leigubílstjóra, hefði verið æskilegt að fyrir hendi væri rannsóknarnef nd, þar sem tryggt væri að engu yrði skotið undan, til dæmis af pólitiskum ástæðum. Hér er vísað til þeirrar tillögu, sem Sighvatur Björgvinsson hefur lagt fram á Alþingi um rann- sóknarnefnd, sem skipuð yrði fulltrúum stjórn- málaflokkanna, og hefði víðtækt vald til að rann- saka hverskonar mál. Slíkar rannsóknar- nefndir þinga starfa í fjölmörgum löndum og hafa náð verulegum ár- angri. Má í þessu sam- bandi benda á rann- sóknarnefndir Banda- ríkjaþings, sem leyst hafa hin flóknustu mál, einkum þegar stjórnkerfi landsins hefur verið hætta búin af spillingu eða ímyndaðri spillingu. Það yrði mikið fram- faraspor í átt til betra réttarfars ef þessi tillaga næði fram að ganga, þeg- ar þing kemur saman á ný. Slík nefnd gæti unnið hratt og örugglega, og meðal annars komið í veg fyrir að lítt grundaðar ákvarðanir embættis- manna dragi mál á lang- inn og f jölgi gróusögum og getsökum. AG— EIN- DÁLKURINN Ár þrýstihópanna Sjaldan eða aldrei hefur orðið þrýstihópur einsoft borið á góma sem á siðastliðnuári. Það er engu likara en að menn hafi allt i einu uppgötvað einhver ný sannindi, einhverja nýja stétt manna, sem hafi ráðist til atlögu gegn þeim, sem með valdið fara i þjóðfélag- inu. Hugtakið á sér áratuga gamla hliðstæðu i enskri tungu, þar sem er orðið pressure group.1 orða- bókum Webster’s er orðið skil- greint, sem hver sá hópur sem leitast við að „þrýsta á þing- menn” og almenningsálitið með persónulegum áhrifum og áróðri, o.s.frv. til þess að hafa áhrif á þingmenn eða stefnur.” Eitthvað hljómar skilgreining- in kunnuglega, og munu flestir sammála um að þrýstihópar hafa verið til á íslandi löngu áður enn orðið sjálft var uppgötvað. Hitt er svo annað mál, að þrýstihópar hafa aldrei verið jafn virkir, hvorki hér á landi né viða annars staðar, heldur en einmitt nú allra siðustu árin. Og hér á ts- landi var siðastliðið ár sannkallað ár þrýstihópanna. Áhrif verkalýðs- hreyfingarinnar mikil A siðastliðnu ári voru sextiu ár liðin frá stofnun Alþýðusambands Islands. Þau timamót gáfu tilefni til að lita um öxl og vega og meta þá baráttu sem verkalýðs- hreyfingin hefur háð fram á þennan dag. Þegar málefni verkalýðs- hreyfingarinnar og ASÍ bera á góma er mönnum gjarnt að hugsa .til stéttabaráttunnar, baráttu verkafólks og annarra launþega fyrir bættum kjörum. En það er margt fleira sem verkalýðshreyfingin hefur áunnið, en það sem flokka má undir stéttabaráttu eða kjarabar- áttu. Verkalýðshreyfingin, undir for- ystu Alþýðusambandsins, er i dag kraftmikið menningarlegt afl, sem hefur viðtæk áhrif á hátterni og lifsviðhorf almennings. —BJ BÆNDUR, ELLIN 0G JflRÐfl- SJÓÐUR RfKISINS Fyrir nokkru var þess getið i Alþýðublaðinu, að hreyft hefði verið athyglisverðu máli i Heimilispóstinum fréttablaði, sem Gisli Sigurbjörnsson i Ási, gefur út fyrir starfsfólk og sjúklinga. — Þar var fjallað um möguleika bænda á þvi að komast á elliheimili, þegar heilsa ogorka kæmu i veg íyrir að þeir gætu stundað bú- skap áfram og ekkert horn væri hjá börnum eða ættingjum til að skjótast i. 1 þessar grein sagði meðal annars: „Jörðina hafa þau setið marga áratugi. Búið hefur veriö stækkað, túniö allt véltækt og öll aðstaöa gjörbreytt frá þvi' áður var. Þá var hægt að fá vinnufólk, nú er það mjög erfitt, næstum ókleift. Svo eru það vinnulaunin, þau hafa hækkað meira en flest annað og þess vegna er það ekki neinn gróðavegur að vera bóndi á ts- landi i dag. En þau hafa ekki verið að hugsa um neinn sér- stakan gróða, þau eru ánægð með sitt og það er fyrir mestu. Þannig liðu árin og nú var Elli kerling farin aö gera vart við sig. Börnin voru öll farin fyrir löngu, og þau voru ein eftir. Ekkert barnanna kærði sig um að taka við jöröinni, það er oft þægilegra og fyrirhafnarminna að vera á mölinni i henni Reykjavik”. Siöan segir: „Nú er úr vöndu að ráöa. Hvað veröur um jörðina okkar? Hver vill kaupa? Hún liggur frekar afskekkt og margar næstu jarðir farnar I eyði — verður það ekki sama sagan um jörðina þeirra. Enginn fæst til aö kaupa hana, enda þótt hún sé vel hýst og geti veitt sæmilega lifs- afkomu duglegu fólki. Hún er ævistarf þeirra og nú veröur þetta allt verðlaust með öllu — enginn fæst kaupandinn.” Ábending landbúnaðar- ráðuneytisins. í þessari grein er á það bent, að jörð og ævistarf bóndans og konu hans, nægi ekki til að tryggja öryggi ellinni, þótt allt væri selt. — tþessu sambandi sakarekki að geta þess, að samtök sjómanna hafa reist elliheimili. Hins vegar hafa samtök bænda litið gert á þessu sviði. En vegna fyrrnefndrar greinar hefur landbúnaðarráðuneytið sent Alþýðublaðinu iög um jarða- sjóð. Þar segir, að við jarðadeild landbúnaðarráöuneytisins skuli starfrækja sjóð, sem nefnist Jarðasjóður rikisins. Hlutverk sjóðsins er, samkvæmt nánari á- kvörðun laganna, að aðstoða sveitarfélög og bændur við eigendaskipti að jörðum og stuðla að þvi með lánveitingum og framlögum, að búseta á jörðum og nýting lands verði i sem mestu samræmi við hagsmuni við- komandi sveitarfélags. 31. grein laganna kemur mjög við sögu þess máls, sem að framan hefur veriö rættog birtist hún hér: 31. gr. «■< " ■" '' ’ Jarðasjóði ríkisins er heirailt að katipa jarðir, sem svo er ástatt um er hér greinir, enda liafi sveitarstjórn hafnað forkaupsrétti. 1. Jarðir, sem ekki seljast með eðlilcgum hretli, en eigandi þeirra verður að ha'tta húskap vegna aldurs eða vanheilsu. Jarðir, sem hafa óhagstæð búskaparskilyrði. Jarðir, sem ckki njóla framlaga og lána, sem veitt eru til umbóla á lögbýlum, sbr. jarðra'ktarlög, nr. 79/1972. Jarðir, sem eru afskekklar og liggja illa við samgönguni. Jarðir, sem eigendur hafa ekki tök á að sitja lengur vegna áhvílandi skulda, enda sitji seljendur jarðirnar áfram. •Tarðir, sem hreppsnefndir hafa liafnað forkaupsrétli á, en jarðanefnd viðkom- andi sýslu mælir með, að Jarðasjóður kaupi. Jarðir, scin lilunnindi eða önnur sérstök verðmæti fvlgja eða eru þýðingar- miklar fyrir sveitarfélög tii að koiua hetra skipulagi á byggð. Jnrðir, sem heppilegar teljast til almennra útilifsnota.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.