Alþýðublaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 2
2 STJÚRNMÁL Föstudagur 21. janúar 1977. alþýðu- blaðíö Útgefa.idi: AlþýOuHokkurinn. Rekstur: Rcykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. Sambúð Aiþingis og þjóðar Alþingi kemur saman á mánudag að loknu jóla- leyfi. Fjölmörg mál bíða úrlausnar þingsins, og líklega getur vinnudagur orðið langur hjá þing- mönnum fram á vor. Þess er að vænta, að þingmenn hafi notað leyf ið til að kynna sér og lesa um mál, sem nú eru til meðferðar á þingi. í umræðum um Alþingi að undanförnu hef ur tals- vert borið á þeim stað- hæfingum, að virðing þingsins meðal alþjóðar hafi farið þverrandi. Þetta er að nokkru leyti rétt. Af ýmsum ástæðum hefur dregið úr áhrifum þingsins á gang þjóðmál- anna. Völd þess hafa komizt í hendur em- bættismanna og stofn- ana, og þingið hefur litið gert til að f ylgjast með og fylgja eftir málum, sem það hefur afgreitt. Ástæðurnar fyrir þessu eru margvíslegar. Þjóð- félagið hefur-tekið á sig nýja og flóknari mynd. AAeira og meira er leitað til embættismanna og sérfræðinga við frágang frumvarpa og fram- kvæmd laga eftir að þau hafa verið afgreidd frá þinginu. Þá hefur því einnig verið kennt um, að á síðustu árum hafi úr röðum þingmanna horfið margir stjórnmálaskör- ungar, og vandfyllt hafi verið í þeirra skörð. Alþingi hefur tekið á sig mynd afgreiðslu- stofnunar. Fjárlög eru afgreidd á skömmum tíma, og þau eru orðin svo umfangsmikil og flókin, að ekki er unnt fyrir ein- staka þingmenn að kynna sér þau til hlítar. Þannig eru samþykktir milljarð- ar króna til ráðuneyta og stofnana þeirra, án þess að nokkur athugasemd sé gerð við einstaka liði. Enginn spyr: Hvers vegna þarf viðkomandi stofnun þessa fjárhæð til kaupa á tækjabúnaði eða húsnæði. Áætlanir stofn- unarinnar eru teknar góðar og gildar. Þar með lýkur afskiptum þingsins, punktur og basta. Það er þó annar þáttur í störfum þingsins, sem ekki er siður mikilvægur, en hefur orðið hornreka. Þar er átt við samskipti þingsins við almenning. Á sama tíma og þingið hef- ur orðið að afgreiðslu- stofnun hefur það einnig verið fyrirgreiðslustofn- un. Þingmenn hafa átt annríkt við að sinna hátt- virtum kjósendum úr heimakjördæmum. Þetta hef ur gengið svo langt, að þingsalir hafa verið tóm- ir og erfitt að ná þing- mönnum saman til at- kvæðagreiðslu. Þingfor- setar tóku á sig rögg f yrr í vetur og bönnuðu að þingmenn væru truflaðir á reglulegum fundartim- um, nema þeir gæfu sér- stök fyrirmæli þar um. En það eru ekki sam- skiptin við einstaka hátt- virta kjósendur, sem koma þingmönnum og þinginu sjálfu í samband við almenning. Þar þarf meira að koma til. Nauð- synlegt væri, að skólafólk gæti heimsótt þingsali undir stjórn þingmanna, eða annarra, sem fróðir væru um þingsöguna. Fyrir þeim þyrfti að út- skýra skipulag og störf Alþingis og segja sögu þess. Aðrir hópar í þjóð- félaginu þyrftu einnig að geta átt kost á slíkum f ræðsluf erðum. Þetta gæti aukið skilning á störf um Alþingis og dreg- ið úr þeim sleggjudóm- um, sem stundum eru kveðnir upp að tilefnis- lausu. I gær heimsótti hópur manna Alþingi, og voru það nokkur tímamót. Þingmaður sagði gestum í stuttu máli sögu þings- hússins og greindi frá helztu þáttum í störfum þingsins. Hann svaraði spurningum, sem urðu fjölmargar. Allir héldu fróðari á bortt. Þetta mun vera í fyrsta skipti að skipulögð er slík skoðunarferð um þing- húsið fyrir hóp íslend- inga, en nokkrir hópar út- lendinga hafa verið boðn- ir. Vonandi getur þetta orðið upphaf þess, að nánara samband skapist milli þings og þjóðar. Þetta ætti að verða reglu- legur þáttur í störfum þingsins, rétt eins og í öll- um nágrannalöndum okkar. Þeir, sem heim- sóttu Alþingi í gær urðu að minnsta kosti þess vís- ari, að á hyrningarstein Alþingishússins er klöpp- uð þessi setning: ,,Sann- leikurinn mun gera yður f rjálsa." —ÁG— Er unnt að kaupa vísindaheiður Kröflusérfræðinganna fyrir íslenzk ar álkrónur? Eftirfarandi hugleið- ingar sendi Jöhá blað- inu, og er ekki fjarri þvi, að þær lýsi þeim hug, sem almenningur ber til þeirra manna, er semja nú Kröflu-ævin- týrið. — Noröur viö Kröflu á litla þjóö- in viö yzta haf yfir höföi sér ein- hverjar þyngstu búsifjar af mannavöldum, er sögur fara af. Hafisar og eldgos eru gamlir og kunnir vágestir, sem Islend- ingar hafa oröiö að þola möglunarlaust, enda þar við störan aö deila. En höfuöskepn- urnar veröa ekki sóttar til saka vegna Kröfluplágunnar, jafnvel þótt jaröeldur veröi þar laus og jafni svo rækilega yfir glópsk- una, aö hún fyrirfinnist aöeins á spjöldum sögunnar og á þeim milljaröa - vixlum, sem þjóöin á eftir aö borga i framtiöinni. Á sér enga hliðstæðu Venjulegt fólk, sem ennþá hefur þá skoöun, aö hver heil- vita maður eigi aö vera ábyrgur geröa sinna og hlutverki sinu trúr, starir á Kröflufjárglæfr- ana orölaus af undrun. Liggur viö borö, aö mönnum finnist sem blindar og óviöráöanlegar höfuöskepnur hafi þar frá upp- hafi einar ráöiö feröinni, allt frá kokkteilveizlunni, þegar ten- ingunum var kastaö, og túr- binuævintýrinu til þessa dags. Er furöa þótt landslýöur sé gáttaöur? Ráösmennskan viö Kröflu á sér engar hliöstæöur á Islandi og þótt viöar væri leitaö. Rikisstjórninöll og Kröflunefnd leikur sér þar meö risafjárhæöir láglaunaþjóöar svo aö jafngildir herkostnaöi mestu hervelda heims, ef jafnaö er viö þjóöar- tekjur. Sérfræðingar Orku- stofnunar Um þessa ráösmennsku ráö- villtra og ábyrgðarlausra ráösmanna hefur mikiö veriö rætt og ritaö um langt skeiö og skal þvi ekki fjölyrt hér frekar um þann þátt aö sinni. En fleiri eru leikendur i þess- ari Kröflutragediu en rikis- stjórn og Kröflunefnd. Um þá hefur veriö minna rætt og ritaö en efni standa til. Hér er átt viö þá sérfræöinga Orkustofnunar og aöra vfsinda- menn og verkfræðinga, sem Kröflunefnd viröist hafa herleitt möglunarlaust út i Kröflukvik- syndiö. Er visindaheiöur og sérfræöi- menntun þessara manna svo billeg, að unnt sé fyrir pólitfska spekúlanta aö kaupa hvort tveggja, ekki fyrir 30 silfurpen- inga, heldur aöeins fyrir Islenzkar álkrónur, sem fljóta á vatni? Hér er spurt i alvöru um mik- iö alvörumál. Taka visinda- menn okkar og tæknisérfræö- ingar þátt i glæfralegu fyrir- hyggjuleysi á borö viö Kröflu- virkjun, aöeins ef þeir fá greitt fyrir ómakiö? Láta þeir stjórn- völd, sem skortir alla sérfræöi- þekkingu, leika meö sig eins og tindáta, þó aö kunnátta þeirra og jafnvel heilbrigö skynsemi hrópi varnaöarorö f eyru þeirra? Leysið frá skjöðunni Hvaö segja læknarnir? Myndu þeir kannski vinna eftir fyrirmælum Gunnars Thorodd- sen og Jóns Sólness, ef þessir stjórnmálamenn væru orönir eins konar yfirlæknar á Lands- spítala og Borgarsjúkrahúsi? Þaö er fyrir lögnu timabært, aö sérfræöingar Kröfluvirkjun- ar leysi frá skjóöunni og segi bjóöinni afdráttarlausan sann- leikann i stað þess aö þegja þunnu hljóöi eöa svara öllum spurningum meö óræöum vifi- EIN- DÁLKURINN Batamerki íhaldsins léttvæg Undanfarna daga hef- ur mátt lesa i Morgun- blaðinu. hvern leiðarann á fætur öðrum, þar sem reynt er af veikum mætti að klóra yfir getu- leysi ríkisstjórnarinnar i efnahagsmálum og botnlausa óreiðu í rikis- fjármálum. Þessi rikisstjórn íhalds og Framsóknar hóf starfsferil sinn með stórum orðum um raun- hæfar aðgerðir i efna- hagsmálum. Fijótlega þögnuðu þessar raddir, verðbólgan magnaðist meira en dæmi voru til um, °8 fjármálaóreiða rikisins fylgdi eftir, samkvæmt hefðbundn- um venjum steingelds embættismannakerfis. A þessari þróun hefur engin breyting oröið hvað mikið sem Morgunblaðið hamast við að sannfæra landsmenn um bata- merki f efnahagsmálum. En nú fer senn að lföa að kosningum. Rikisstjórnin stendur uppi i miöri verðbólgunni og heimtar lagfæringar. Rikis- ktjórnin heimtar að fjármálaráð- herra skili pappirum sem sýni bata. Fjármálaráðherra gefur út dagskipan um að nú skuli gert hreint I rábuneytinu, ekki bara I fjármálaráðuneytinu, heldur I öllum ráöuneytum og stofnunum rlkisins. Minna má þaö ekki vera. Svo koma pappirarnir fram fyrir alþjóö þegar búiö er aö millifæra hæfilega mikið á stóru skýrslu rlkisfjármálanna. Þá er rööin komin að Morgun- blaðinu. „Athyglisverö bata- merki komu i ljós f flestum þátt- um efnahagsmála þjóöarinnar á liönu ári,” segir Morgunblaöið i leiöara sl. miðvikudag. Siöan eru batamerkin talin upp: (1) halla- laus rlkisbúskapur, (2) stöövun á skuldaaukningu rikissjóös, (3) stöövun á vexti rikisútgjalda, (4) hjöðnun á viðskiptahalla, (5) minnkun veröbólguvaxtar, (6) batnandi gjaldeyrisstaöa, sem þó er aö visu neikvæði. Þótt ástandið sé aö visu alvar- legt i efnahagsmálum þjóöar- innar fer varla hjá þvi aö mönn- um stökkvi bros viö slikan lestur. Eins og áöur segir fer nú óöum aö styttast til kosninga. Astandiö i efnahagsmálunum er skugga- legra en nokkru sinni fyrr, verö- bólgan heldur áfram og almenn- ingur kvartar sáran undan ofur- þunga skatta og annarra út- gjalda. Rikisstjórninni er þvi nauðsyn- legt að grlpa til allra tiltækra ráða til aö sannfæra almenning um batnandi horfur. Yfirklór Morgunblaösins dugar ekki til að sannfæra almenning. Nú hefur varalið ihaldsins, dag- blaöiö Visir, sjálfstætt, vandaö og hressilegt, aö eigin sögn, lfka hlaupiö til hjálpar. 1 leiöara þess blaðs I gær segir aö rfkisstjórninn sé nú I endur- reisnarham og aö eyöslustefnan veröi lögö til hliöar. Þar er lögö áherzla á aöhaldsráöstafanir fjármálaráðuneytisins og fjár- málaspeki Morgunblaösins Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.