Alþýðublaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 11
£!£$&** Föstudagur 21. janúar 1977. ÚTLðNDll LÍKUR A AD MIKILL HLUTIJAPANSKA FISKI- FLOTANS FARI í BROTAJARN OG ELDSNEYTI „Kolumbus fann Ameriku, en við höfum fundið fengsælustu fiskimið veraldarinnar”, er haft eftir japönskum framámanni. „Forfeður okkar hættu lifinu til að leita fiskjar á ókunnum og hættuleg- um hafslóðum. Það er hvorki sanngirni né vit i, að svipta okkur möguleikum til að fiska á miðum, sem við fiindum fyrstir og höfum siðan hagnýtt”. Þrátt fyrir þessa „röksemda- færslu” eru fremur litlar llkur til að risaveldin verði sérlega tagltæk I fiskimálavanda Japana. Sovétrikin missa um 60% af aflamagni sinu á kom- andi yfirráðasvæðum annarra landa eftir að 200 milna lögsag- an tekur gildi almennt. Þau verða þvi að freista að bæta sér það upp með þvi að gjörnýta miðin við austurströnd Siberiu og í Beringshafinu. Hvað viðvikur Bandarikjun- um er vert að geta þess, að það munu verða yfirvöld hinna ein- stöku fylkja, sem taka ákvarð- anir um fiskveiðiheimildir til erlendra eftir að þeirra eigin þegnar hafa fengið sinn kvóta. Þar kemur alrikisstjórnin ekki til að fjalla um. Margt bendir til, að heimildir Sovétmanna til Japana tak- markist við 200 þús. tonna afla. En það er álika afli og Rússar hafa hirt úr Japanshafi fram að þessu og allt upp að þriggja milna landhelgismörkum, sem enn gijda i Jaðan, Japönum til sárrar hrellingar. Þetta hefur i för með sér, að stóru fiskihafnarborgirnar á Hokkaido verða að draugaborg- um. Kushiro, sem hefur á að skipa 245 verksmiðjum i fiskiðn- aði og hefur fram til þessa feng- ið til vinnslu árlega um 850 þúsund tonn af fiski, missir sennilega um 70% af þessum afla. Landhelgisstrið við Rússa er fyrirfram dauðadæmt, og á nokkrum árum hafa Rússar tekið rösklega 1800 fiskibáta, japanska og um 20 þúsund japanskir fiskimenn hafa verið settir timabundið i rússneskar fangabúðir! Krafa fiskimanna á norðlæg- ari eyjum Japans er, að rikis- stjórnin færi tafarlaust út fisk- veiðilögsöguna i 200 milur! En af skiljanlegum ástæðum er stjórnin ekki sérlega fikin i það eins og nú standa sakir. Fangaráðið virðist vera að kaupa með allskonar efnahags- legri hjálp, fiskveiðiréttindi i ýmsum vanþróuðum rikjum. Þrjár sendinefndir eru nú á ferð og flugi milli um 40 slikra rikja i þessum erindagerðum. Þar eru stóru fiskveiðihringarnir að verki. Talsmenn þeirra láta I ljós þá skoðun, að hagkvæmir samningar fyrir Japan mun nást á þessum grundvelli. Fjölþjóða fiskveiðihringar okkar munu hirða meginhlut- ann af þvi, sem útfærsla fisk- veiðilögsögu þróunarlandanna færir þeim, segja Japanir og þetta mun þýða, að fiskveiöa- veldi okkar stækkar! Tiu stærstu fiskveiðifélög Japana hafa haft I slnum hönd- um 75% af heildarafla landsins, en um 200 þúsund hinna smærri hafa aðeins haft um 15%. Úthafsveiðin hefur gefið æfin- týralegan hagnað og hefur skapað sterka auðstétt fiski- manna á sama tima og kjör grunnsævaríiskimanna við strendurnar hafa sifellt orðið lakari. Fjöldi báta- og skipaeig- enda hafa neyðzt til að selja at- vinnutæki sin, unga fólkið héfur dustað ryk átthaganna af fótum sér og flutt burtu úr smástöðun- um. Vekja má athygli á, að hlut- deild fiskveiða I rikisaðstoð er aðeins fimmtungur þess, sem landbúnaðurinn fær. Othafsveiðarnar hafa svo leitt til þess, að vanrækt hefur verið að leggja nokkra verulega rækt með stórhættu fyrir nálæg lifrlki náttúrunnar. Afrennsli frá verksmiðjunum hafa raunar breytt Kyrrahafs- ströndinni i allsherjar safnfor og matfiskur, sem Japanar neyta nú frá Afriku ströndum eða frá ströndum Mexikó i stað- inn fyrir að áður var hann veiddur á heimamiðum. HDÍiSHU o r.'.jés 2ro Main fiCEds ———• Proj»ctf?c( *» --—>— Mair. Sa'J.vyays---------- A svæðisem nú mun falla undir rússneska fiskveiðilögsögu, veiddu Japanir 1,8 milljón tonna á liðnu ári. við grunnsævisútgerð við strendurnar. Hér við bætist, að iðnaðurinn hefur hremmt til sin og fyrir starfsemi sina mörg áður mikilvæg strandsvæði. Talið er að þurrkaðir hafi verið upp 100 þúsund hektarar undir allskyns verksmiðjurekstur Nýr fiskur mun verða „lúxusmatur” i Japan. En hvað er helzt til ráða? Ekkert annað en sársaukafullur uppskurður getur bjargað okk- ur, segir i Ashi Shimbun fiskimálablaði þeirra. Þar er viðurkennt, að útfærsla i 200 milna fiskveiðilögsögu hafi i för með sér hrun hins stórbrotna verksmiðjukerfis i fiskiðnaði. Þá verður ekki lengur kostur ævintýralegra uppgripa og stór hluti fiskiflotans mun hljóta sömu örlög og hvalveiðiflotinn áður — fara I brotajárn og elds- neyti —ef ekki finnast ný feng- sæl mið. Fiskiðnaðurinn verður að draga stórlega saman seglin og endurskipuleggjast. Það verða aðeins tiltölulega fá af hinum 18 þúsund úthafsveiðiskipum, sem fá verkefni á heimaslóðum. Þetta mun þýða gifurlega verðhækkuná fiski og fiskiðnaö- arvörum og fjöldi tegunda mun hverfa af markaðnum. Auðvitað bitnar þetta harðast á láglauna- fólkinu! Það verða bara rikis- bubbarnir, sem hafa efni á að kaupa fisk, fátæklingarnir verða að láta sér nægja niður- suðuvörur er haft eftir einum verkalýðsleiðtoga! Einna erfiðast verður að breyta matarvenjum fólks og sætta það við að borða fiskteg- undir, sem fram til þessa hafa aðeins verið notaðar sem skepnufóður eöa jafnvel til áburöar. Hér kann allskyns niðursuða að verða áhrifarik- ust, einnig geta skapað tals- verða atvinnu. Timi sóunar er liðinn, segir einn af talsmönnum Japana. Nú þegar verðum við að flytja inn allt að þriðjung af matvælum okkar. Ef við eigum að neyta ástralsks kjöts I stað fisksins kostar það okkur 14 milljaröa i erlendum gjaldeyri og við höf- um alls ekki efni á þvi að verða einnig háðir öðrum þjóðum um fisk. Þjóðhagsfræðingar I Tokyo eru sammála um, að þýðingar- mesta skrefið I þessum vanda, sé að endurreisa fiskveiðar á heimamiðum. ,,En það verður ekki hrist fram úr erminni”, segja þeir. Fasteignaverð f Danmörku hefur hækkað um 85% Fæðingatala lækk- ar ört í Danmörku síðan 1973 Eignamarkaðurinn I Dan- mörku hefur verið i örri þróun undanfarið, bæði hvað snertir stærð og verðlag segir I danska blaðinu Pólitikken. Er bent á að verðið á húseignum á almennum markaði hafi hækkað um hvorki meira né minna en 85% siðan 1973. Tölur þessar eru sóttar i opin- bert yfirlit á fyrri hluta siðasta árs, og sýna þær jafnframt að verð á sumarbústöðum hefur hækkað um 72%. A fyrstu sex mánuöum siðasta árs voru seldar ibúðir fyrir alls 10.8 milljarða danskra króna, eða 3.3 milljörðum meira en á sama tima 1975. Sala á lóðum hefur einnig aukizt mjög, þvi á fyrri hluta árs 1975 voru seldar lóöir fyrir 85 milljónir danskra króna, en á sama tima i fyrra fyrir 150 milljónir danskra króna. Fjöldi fæðinga i Danmörku árið 1976 reyndist vera ná- lægt 65.000/ og er það lægsta fæðingartala í land- inu um 40 ára skeið. Skv. frétt i danska blaðinu Politiken verður að leita allt aft ur til ársins 1933 til að finna sam- bærilegan fjölda fæöinga. Þá rikti mikið atvinnuleysi i landinu og fæðingar á árinu urðu samtals 62.800 . íbúafjöldinn var þá 3.5 milljónir, en ú eru ibúar i Dan- mörku alls 5 milljónir. Ekki hafa fundizt neinar skýr- ingar á, þessari miklu fækkun fæöingatölu, en fæðingar eru 7.000 færri en áriö 1975. Ef þessi þróun heldur áfram um ókomin ár, þá liður ekki á löngu þar til ibúúm i —JSS | Auglýsið í Alþýðublaði nu Danmörku tekur að fækka svo um munar. Afleiðingin verður einnig sú, að eldra fóikið verður hlut- fallslega miklu fjölmennara en unglingarnir. Samfara þvi verður að leggja áherzlu á fleiri og betri’ sjúkrahús, en draga úr uppbygg- ingu skóla og kennslu segir loks i Politikken. GULLHÚSIÐ FRAKKASTÍG 7 REYKJAVÍK SÍMI 28519 Gull- og silfurskartgripir í úrvali. Handunnið íslenskt víravirki. Gull- og silfurviðgerðir. - Gyllum og hreinsum gull- og silfurskartgripi. *-r-Fvi Þrœðum perlufestar. Afgreiðum viðgerðir samdœgurs ef óskað er. K0STAB0Ð á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 7 12(11» — 7 1201 P0STSENDUM TRULOFUNARHRINGA 3oli.nmt5 líni55on TLniia.il)rgi 30 é'imi 10 200 DÚÚA Síðumúla 23 /ími 84200 Heimiliseldavélar. 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Simai 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 onnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.