Alþýðublaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 5
blaSiö1 Föstudagur 21. janúar 1977. Frá SUJ Sambandi ungra jafnaðarmanna Umsjón: Tryggvi Jónsson, Bjarni P. Magnússon, Guðmundur Árni Stefánsson, Óðinn Jónsson Meðal markmiða jafnaðarstefnunnar er takmarkið, að gera einstaklinginn sjálfstæðan, tryggja öryggi hans og möguleika til þroska, án þess þó að það verði á kostnað heildarinnar. Jafnaðar- stefnan mótast af virðingu fyrír ein staklingnum og viljanum til þess aö skapa jafna möguleika fyrir alla. Það verður þó aðeins gert að tryggt sé með tjáningar-, prent-, funda- og fé- lagafrelsi, réttinum til þess að mót- mæla, frjálsum samningsrétti, jafnrétti fyrir lögum, með virkri stjórnsýslu, beinum og leynilegum kosningum og þingræði. — ÞESS VEGNA ER ALÞÝÐU- FLOKKURINN LÝÐRÆÐISFLOKK- UR. En lýðræðið er ófullkomið, ef mikil- vægar efnahagslegar ákvarðanir eru teknar án lýðræðislegs aðhalds. Alþýðu flokkurinn mótar afstöðu sina til sósial- isma, m.a. i hinni nýju stefnuskrá með þvi að krefjast aukins lýðræðis i efna- hagslifinu, þannig að stefnt sé að sem almennastri eign á framleiðslutækjun- um. — ÞESS VEGNA ER ALÞÝÐU- FLOKKURINN SÓSÍALISKUR FLOKKUR. Jafnaðarstefnan vill að sérhver ein- staklingur fái notið sinna hæfileika. Ekki á kostnað annarra heldur 1 sam vinnu með öðrum. Að vinna að þvi að aðrir þroskist og njóti sin stuðlar að eig- in þroska og velliðan. B.P.M. ÍHALDSBULL-ÞJÓÐARKJAFTÆÐI Siðari grein i lei&ara Morgun- blaösinsþriðjudaginn 10. janúar s.l. var opinberun á stefnuleysi — rökleysi og hugmyndavand- ræðum Sjálfstæðisflokksins og þjdðarinnar.Segjamáað aðeins á einum stað hafi ihaldið i grein- inni opinberað stefnu sina, að öðru leyti var hún slikt þrugl að vonlaust er að fá heila brú i samhengið. Greinin fjallaði um rauntekjur, — samanburð milli Islands og Sviþjóðar. Sú opin- berun og samkvæmni sem var i greininni og með stefnu Ihalds- ins er i raun kjarni mismunar stefnu frjálshyggjumanna (Sjálf stæðism anna ) og jafnaðarmanna. Kjarni felst i þeirri afstöðu Mogga að benda á það sem neikvæðan hlut að lág- launafólk i Sviþjóð hafi það örugglega betra en láglaunafólk á Islandi en og hér kemur hið stóra EN hátekjumenn sem islenzki læknirinn í Sviþjóð, sem vitnað er til, hafi það sennilega alls ekkert betra en hátekju- menn á Islandi. Ef til vill ætlar Moggi með slikum röksemdum að sanna fyrir Islendingum að jafnaðarmönnum hafi mistekizt hlutverk sitt. Til þess að skýra nánar hvernig aðalágreinings- efni jafnaðarmanna og ihalds kristallast i þessari lýsingu Mogga vil ég segja frá öðrum islenzkum lækni i Svlþjóð.Hann segir: ,,það skiptir mig ekki máli þótt sorphreinsunar maðurinn hafi eftir skatt og uppbætur aðeins tugþúsund isl. kr. minni ráðstöfunartekjur en ég, svo fremi sem ég hef þann pening að ég telji mig ánægðan.” Með öðrum orðum meðan ég lifi góðu lifi er ég ekki að amast við þvi þótt aðrir geri það lika. Samkeppni — samhugur Jafnaðarmenn — Alþýðu- flokksmenn hafa alltaf og vilja enn stuðla að heilbrigðu athafnalifi mótuðu á flestum sömu forsendum og þeim er Ihaldið hefur i orði viöhaft. En i stað þess að ala á samkeppnis- hugmyndinni — ala á öfund — niði og jafnvel hatri, viljum við forðast samkeppnina á þvi stigi (þ.e. milli einstaklinganna innan heildarinnar) við viljum rækta samhug og samstSiu — þróa bræðralag. Ekki það sem Ihaldiö vill og gegnsýrir okkar þjóðfélag — eða það að náung- inn hafi það gott og jafnvel þótt ég hafi það lika gott verö ég að hafa það betra. Við þekkjum þetta dæmi úr kjarabaráttu siðustu ára — sorglegt að Moggi skuli enn ala á slikum hug- myndum þegar þjóðarnauðsyn krefst þess að bættar ytri aðstæður verði notaðar til þess að treysta efnahag landsins — en eina forsenda þess að slikt geti gerzt er að bæta hag þeirra verst settu á kostnaö hinna sem betur mega sin — aðeins þannig er það hægt — aöeins þannig verður þaö þolað. — Moggi er greinilega annarrar skoðunar. Ráðstöfunartekjur Endaleysa — rökleysa — og þrugl Mogga er hinsvegar aðal- iiinihald greinarinnar hvernig eðlilegast — skynsamlegast og raunhæfast sé að bera saman laun á Islandi og i Sviþjóð. Morgunblaðiö segir að eðli- legast sé að bera saman ráðstöfunartekjur heimilanna. Með ráðstöfunartekjum (Akv. hugtak i hagfræði) á Moggi við tekjur eftir skatt — Athugist eftir skatt. Skynvillan I röksemdarfærslu Mogga er sú að hann reynir ekki að skilgreina hvað eru skattar og hvað ekki. Þegar Sviinn notar sinar ráðstöfunar tekjur þá hefur meðalskattur verið innheimtur um það bil 50%. A Islandi hefur hið opinbera hin- svegar aðeins fengið um 10% sinna tekna þegar til kasta landans kemur að „ráöstafa” sinum tekjum. Mismunurinn liggur i þvi að flestar neyzlu vörur Svians eru mjög mikið ódýrari en Islendingsins vegna þess að afskipti þess opinbera erulangtum minni þar-lendis en hérlendis. Verð á eldavélum húsgögnum, sjónvörpum frysti- kistum þ.e. iðnaðarvörur alls- konar er allt að þvi helmingur þess sem það er hér. Hins vegar er þessi rökleysa Mogga ekki dýpsta gröfin —dýpsta gröfin er SKynvillan kjarni þess sem jafnaöarmenn hafa alltaf reynt að fletta ofan af og siðast með flutningi þingsályktunartillögu um rannsókn á þvi hvers vegna laun væru svo mikið lægri hér en i nágrannalöndum. Máttarstólpar þjóðfélagsins Aðalatriðið er ekki hvernig og hve mikið tekið er i skatt af ein- staklingum þegar um er að ræða skilgreiningu á heilbrigðu og þróttmiklu atvinnulifi. Aðal- atriðið er hvernig geta grunn- einingarnar — máttarstólparnir — atvinnufyrirtækin starfað á áhrifarikan og þróttmikinn hátt. Atvinnufyrirtækin endurspegla rekstur þjóðarbúsins — stjórn efnahagsmála og ef það er ekki lengur mottó Mogga sem jafnvel má draga i efa að hafi nokkurn tima verið að atvinnu- fyrirtækin séu máttarstólpar þjóðarinnar þá hefur stór hluti hennar verið blekktur. En er það annars nokkur furöa þótt illa gangi að fóta sig á svelli islenskra efnahagsmála. Höfum við íslenzkirkjósendur vitaö svo gjörla um hvert valið var — örugglega ekki siðustu ár — enda stefnuákvöröun íhalds og Alþýðubandalags beinlínis viðurkenning á nauðsyn þess að svo verði ekki og þarf ekki annað en að benda á hvernig kosningabarátta þessara tveggja ihaldsafla þjóðfélagsins hefur snúizt um herinn og aftur herinn. I stað þess að einbeita sér að þvi að gera kjósendum grein fyrir þvi hvernig bæta skuli efnahag þjóðarinnar — hvað þá heldur aö benda á hver markmiðin i efnahagsmálum i heild væru og eru, um hvað er aö velja — að hverju skal stefnt. Markmið efnahagsstefnu Höfuðmarkmið efnahagsmál- anna eru fjögur: 1. Næg atvinna. 2. Jafnvægi i efnahagslifinu. 3. Hagvöxtur. 4. Jöfn tekjuskipting. Innbyrðis samsvörun þessara fjögurra markmiða er sú að hægt er að stefna samtimis að þvi að uppfylla þau nema ef vera skyldi fyrstu tvö þ.e efna- hagslegt jafnvægi og næga atvinnu. Markvissar aðgerðir orka þó að auðvelda m jög að ná megi að uppfylla óskir og kröfur um framkvæmd þessara beggja átta samtimis, það er að viðhalda fullri atvinnu án þess að veruleg verðbólga sigli i kjölfarið. Allir flokkarnir hafa i verki sýnt vilja sinn til þess að viöhalda nægri atvinnu. Varðandi jafnvægi i efna- hagslifinu er það einungis Alþýðuflokkurinn sem hefur sannað hug sinn til raunhæfra aðgerða. Er viðreisnarstjórnin dæmi þar um þó segja megi að töluvert hafi á skort undir það siðasta en það var fyrst og fremst vegna tregðu á notkun markvissra aðgerða. Fram- sóknarflokkurinn hefur setið við völd síðustu 5 árin, mestu verð- bólgu ár þjóðarinnar frá upphafi. Sjálfstæðisflokkurinn rúmar einna helzt þá sem hagnast af þeirri tilfærslu fjár- magns sem á sér stað á verö- bólgutimum, enda stjórnarþátt- taka þeirra sannað það. Um Alþýðubandaiagið vita allir að sé möguleiki á þvi að efna til verðbólguveizlu þá er þeim einna helzt trúandi til þess. — Varðandi hagvöxt er Alþýðuflokkurinn eini flokkur islenzkra stjórnmálaflokka sem barist hefur fyrir raunhæfum aðgerðum i þá átt aö auka hag- vöxt. Alþýðuflokkurinn einn allra flokka vill hætta þeirri hættu- leguog óhagkvæmu stefnu sem allir hinir flokkarnir standa að i land búnaðarm álum. Iðnaðurinn er sú atvinnugrein sem lengst hefur verið vanrækt — sennilega vegna þess aö þar er hægt að setja fjármagn og vinnuafl og fá mestan af- rakstur. Fiskveiöistefna stjórnarinnar getur verið afgerandi fyrir möguleika á hagvexti i framtiðinni þar eö sú ofveiði sem stefnt er að getur orsakað það að stofninn verði tiltölulega lengur að stækka og þar að leiö- andi lengra i það að hafið — mesta auðlindin skili okkur þvi sem hún getur. Krafla er dæmi þar sem allir flokkarnir nema Alþýðuflokk- urinn vilja endalaust halda áfram með milljarða fyrirtæki sem er i alla staði óhagkvæmt og nánar óframkvæmanlegt. — Að jafnri tekjuskiptingu stefnir aðeins Alþýðuflokk- urinn, ég held að auðveldast sé að skýra þetta með þvi aö sýna hvers vegna Alþýðubandalagiö gerir það ekki og þar með sé enn augljósara með Framsókn og Ihaldið. Það er ekki nóg að hrópa á réttlæti i skattamálum i þeim tilgangi að jafna tekjur, ekki heldur duga aðgerðir i félagsmálum. Til þess að jöfn tekjuskipting sé þarf i fyrsta lagi að rikja jafnvægi i efna- hagslifi, enginn hinna þriggja flokkanna vill það i raun. En það er meira, það þarf einnig að stefna að auknum hagvexti með þvi að færa vinnuafl og fjár- magn úr óarðbærum atvinnu- rekstri sbr. landbúnað og sjávarútveg. Tekjujöfnun verður við það að möguleiki skapast til þess að greiða bónd- anum hærra kaup við önnur hagkvæmari störf. Þaö má lengi halda áfram við upptalninguna, en læt ég hér staðar numið i bili. Að beina fjármagni og vinnuafli Ihaldsbulli Sjálfstæðis — Framsóknar og Alþýðubanda- lags eru bezt gerð skil með þvi að greina frá þvi hvernig Sviar (mætti allt eins taka Þjóðverja en leiöari Mogga gefur tilefni til þess að hafa Svia áfram) gera atvinnufyrirtækjunum kleift að greiða há laun og fullnægja þeim fjórum markmiðum sem að framan greinir. Til þess nota þeirmarkvissar aðgerðir. Sviar fara með meira en 10% af rikis- útgjöldunum i atvinnumarkaðs- mál, þ.e. að koma á fót nýjum atvinnugreinum, að endur- mennta starfsfólk — endur- þjálfa starfsfólk til þess að taka þátt i a'rðbærari framleiðslu. I stað þess aö fara slika leið, ausum við fjármagni i land- búnað og sjávarútveg (byggðarstefnan) til þess að halda byggðarlögum gangandi. Báðir atvinnuvegirnir eru þar af leiðandi reknir með stóru tapi. Væri fjármagni ekki betur varið til þess aö byggja upp varanlegan og hagkvæman atvinnuveg eins og t.d. iðnaö? Með þvi að fjárfesta i menntun og þjáifun fólks sem og aö stuðla að uppbyggingu iðnaðar í stað þess sem nú er, slikt verður þvi aðeins hægt að viöurkenning fáist fyrir réttmæti stefnu Alþýöuflokksins á' skipu- lagningu atvinnulifsins með hin fjögur megin markmið að leiðarljósi og þá viðurkenningu þess að það verður ekki gert nema með markvissum aðgerðum. Eða býður Moggi upp á aðra betri lausn?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.