Alþýðublaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.01.1977, Blaðsíða 3
bSaSið1' Föstudagur 21. janúar 1977. 3 Þarf nokkurn að undra þótt kjötið sé dýrt? ÞAÐ KOSTAÐI LIÐLEGA 2,2 MILLJARÐA KRÓNA AÐ SLATRA 934 ÞÚSUND FJAR A S.L. ÁRI Bóndi fékk 600 krónur fyrir folaldaskinn - það kostaði 14 þúsund krónur út úr búð. Hvert rennur mismunurinn? Blaðinu hefur borizt sundurliðun á slátrunar- kostnaði sem framleiðsluráð landbúnaðarins sendi sláturleyfihöfum á liðnu hausti, þar sem nákvæmlega er sundurliðað hve mikið fer i hvern af 22 liðum, sem taldir eru upp í þessu hirðisbréfi. Þess skal getið, að hér er um að ræða samþykkt sex manna nefndarinnar á áætiuðum kostnaði. Við höfum, almenningi til fróðleiks, dregið saman heildarkostnaðinn á landinu, miðað við tölu og fallþunga sláturfjár á þessu hausti, eftir þvi sem bezt er vitað um þá hluti. Þó tölurnar séu ekki hárnákvæmar, vegna þessa skakkar það ekki neinu teljandi, að okkar og upplýsenda dómi. Sláturkostnaður 139 kr. á kiló. Þess má geta, að áætlað sláturkostnaðarverð á hvert kjötkg er kr. 139.00, en slátur- kostnaður á kg af gærum er áætlað kr. 100. A liðnu hausti telst hafa verið slátrað hér á landi 858580 dilk- um og fullorðnu fé 75960, eða samtals 934540 fjár alls. Enn- fremur er skylt að geta þess, að reiknað er með að meðaltals- þungi gæru sé 3 kg hver. Mun það fara afar nálægt lagi, svo ekki verði unnt að komast nær i heildarútreikn- ingi. Heildarkostnaður En litum nú á heildarkostnað- inn á hverjum hinna 22ja liða um kjöt. slátrunarkostnaðar á kjöti i Sundurliðun heild: 1) Laun og launatengd gjöld 2) Fæðiskostnaður..... 3) Rafmagn............ 4) Oliaoghiti......... 5) Umbúðir............ 6) Aðrar rekstrarvörur 7) Skoðun og stimplun . 8) Flutningskostnaður. 9) Frysting........... 10) Tryggingar........ 11) Skrifstofukostnaður 12) Launá skrifstofu... 13) önnur rekstrargjöld 14) Heildsölukostnaður 15) Rýrnun............ 16) Opinbergjöld...... 17) Viðhald........... 18) Afskriftir........ 19) Húsaleiga 20) Vextir og bankakostnaður . 85 21) Verðjöfnunargjald........34 22) Tekju- og eignarskattar .... 4 Samtals....................1942 . 559 ...58 ...20 ...13 ...81 ...55 ...13 ...80 ..184 ...36 ...13 . .164 ....6 ..300 ...98 ...13 ...57 ...55 .3 118.960 kr. .707.490 kr. .407.842 kr. ,418.855 kr. .910.927 kr. .073.217 kr. .977.974 kr. .093.791 kr. .509.250 kr. .901.851 kr. 139.295 kr. .241.190 kr. .150.308 kr. .246.880 kr. .544.716 kr. 979.974 kr. .309.693 kr. 911.896 kr. 494.473 kr. 964.540 kr. .944.935 kr. .892.290 kr. .938.386 kr. Svo koma gærurnar. Þetta var nú um kjötiö. En þegar teknar eru inn i dæmið 934530 gærur sinnum 300 kr., samkvæmt framansögðu bætast við þessa upphæð kr... 280.362.000 og kostnaður samtals verður ....2223.300.386.00 Þegar allt kemur til alls þarf engan að furða á, þótt kjötverð sé býnsa hátt þegar það kostar yfir 2300 kr. að slátra einum lambkettl- ingi! Ekki ofhaidnir Upplýst er, að sláturleyfishaf- ar munu ekki telja sig neitt of- haldna af sinum hlut og skal ekki lagður á það neinn Salómonsdómur. Mörgum verð- ur tfðrætt. um vinnulaunakostn- aö. Én þegar alls er gáð, eru tveir fyrstu liðirnir i þessari processiu, laun launatengd gjöld og fæðiskostnaður lauslega reiknaðir um 26%. 13 milljónir fyrir blý- anta og pappir. Hinsvegar er athyglisvert, að skrifstofukostnaöur, sem lik- lega eru blýantar og pappir, máske einhver tölvuleiga eða reikningsvélakostnaöur röskar 13 milljónir! Já, mikið er skrif- að! Skrifstofulaun eru talin rösk- ar 164 milljónir. Nú er þess að geta, aö slátrun stendur yfir sem næst 5 vikum. Og ef við reiknum með, aö skrifstofumaður hafi um 100 þúsund krónur i laun á mánuði, eða hver samtals um þessar fimm vikur, sem atið stendur 125 þús. krónur, kemur út úr þvi dæmi að rösklea 1300 manns þurfi til þess að annast skrift- irnar og útreikningana. Engin furða þó þetta sé blýanta- og pappfrsfrekt. Sitthvað fleira væri umræöu- vert, þó ekki verði, i bili, farið fleiri orðum um kjötliðinn. Skinnaiðnaðurinn Málið vandast meir þegar til gæranna kemur. Nú er á tvennt að lita. 1 fyrsta lagi er skinna- iðnaðurinn búinn aö vera f öllum áróöri alveg sérstök skrautfjöð- ur i höttum þeirra, sem þá iöju stunda. Og i öðru lagi má óhætt fullyrða, að þeir, sem þá iðju stunda.gera það fyrst og fremst á vegum samtaka bændanna. Sá háttur er siður en svo ámælis- verður, miklu heldur hið gagn- stæða. En ef þetta er svona mikil bú- bót, hversvegna er þá ekki gerð gangskör að þvi, að greiða þetta dýrmæta (?) hráefni sómasam- legu verði? Neytandinn blæðir. Vitað er, að með þvi að knýja niður sláturkostnaðinn á hvert færukg. þurfti að hækka hvert kjötkg um sem næst 10 kr. Það er að visu ekki mikill peningur. En þess ber að gæta, að þetta er i frumverði. Það er nefnilega orðið drjúgum meira, þegar bú- ið er að leggja ofan á heildsölu- kostnað, smásölukostnað og söluskatt! Allt ber þetta aö ein- um og sama brunni. Það eru innlendir neytendur, sem hér Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.