Alþýðublaðið - 27.01.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.01.1977, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 27. janúar 1977 tSSSSó hús og byggðajöfnun Gömul t sjónvarpsþætti fyrir nokkru voru teknar til meöferöar at- hyglisveröar staöreyndir um ibúahreyfingu i Reykjavik. Þar kom fram, aö siöustu árin hefur oröiö siik stökkbreyting á meö- alaldri i eldri og grónari hverf- um borgarinnar, aö gamlir og grónir skólar eru vansettir á meöan skólar nýrri hverfa eru tvi- og þrisettir. Meöalaldur eldri hverfanna fer sifellt hækk- andi en ungt fólk sem er aö stofna heimili flykkist i Breiö- holtiö og önnur nýrri hverfi. Munur á fyrirgreiðslu Þetta er i sjálfu sér ekki undarlegt. En þaö er óneitan- lega fáránleg þróun, aö I staö þess aö aöstoöa ungt fólk til að festa kaup á eldri ibúöum i grónum borgarhverfum, skuli öll áherzla vera lögö á aö fá þaö til aö byggja sér nýjar ibúöir, með þvi aö beina allri fyrir- greiöslu i þann farveg. Þannig fær þaöfólksem vill kaupa sér gamla ibúö aöeins lánaöar 450 þúsund krónur hjá Húsnæöis- málastjórn á meöan sá sem kaupir sér ibúö i byggingu fær 2,3 milljónir. Þannig er fyrir- greiöslan i þágu þeirra sem hafa i sér þor til að leggja á sig áratuga skuldaklafa fyrir skdffu i stórri steinsteypu- kommóöu. Hressilegar afborganir Samkvæmt þvi sem starfs- stúlka á Veödeild Landsbank- ans sagöi mér i gær, er há- markslán Húsnæöismálastjórn ar, 2.3 milljónir eins og áöur sagöi, með 8,75% vöxtum á ári sem samkvæmt vasatölvunni minni þýöir um 201.000 krónur á ári. En auk þessa eru lán þessi visitölutryggö aö hluta, 40% af hækkun byggingarvisitölu frá lántöku. Þetta þýöir, ef viö gef- um okkur aö visitala byggingar- kostnaðar hafi hækkað á fyrsta ári um 19%, aö fyrsta afborgun af þessu láni eru 246,925 krónur. Þetta er býsna hressileg upp- hæö. Ekki sizt þegar til þess er hugsað aö þetta unga fólk þarf einnig aö greiöa af lifeyris- sjóösláni, sennilega um milljón með hæstu leyfilegum vöxtum. Þegarlitiöerá þann mun sem er á lánaupphæöunum eftir þvi hvort keypt er gamalt eða nýtt húsnæöi er hluti verösins yfir- leitt lánaöur til nokkurra ára, auk þess sem iöulega tekur kaupandi viö gömlum áhvilandi lánum. Og kaupandi fær lif- eyrissjóöslán. Þannig kann aö vera, aö i raun séu lánamögu- leikar kaupandans tiltöiulega svipaöir, þótt eftir öðrum leiö- um séu. Hvað um Byggingasjóð Reykjavikur? Þaö breytir þó ekki þeirri staöreynd, aö nauösynlegt er aö gera eldri hverfin girnilegri fyr- ir þá sem eru að stofna heimili. Þaö er nefnilega sannfæring min, aö straumurinn í Breiö- holtiö sé ekki af einskærri ást á stórum steypukössum, heldur sé þar um aö ræöa illa nauösyn. Fólk telur sig ekki geta klofiö kaup á eldra húsnæöi, þótt áhugi þess beinist i þá átt. Og sliku þarf að breyta. Hér kemur manni i hug sjóöur á vegum Reykjavikurborgar, Byggingarsjóöur Reykjavikur. Hann lánar aö mig minnir einu sinni á ári smáupphæöir, 200.000 krónur til ibúðakaupa. Væri þessi sjóöur efldur, kjör hans gerö hagstæö og vel viöráöan- leg, er ég ekki i neinum vafa um að straumurinn i nýju hverfin myndi minnka. Vitaskuld aldrei hverfa meö öllu, en veröa minni. Slikt myndi aftur koma á jafnvægi Ibúafjölda i Reykja- vik, betri nýtingu á félagslegum stofnunum borgarinnar, svo sem skólum. Þegar reglustrikan kom til sögunnar. Auk þess hags sem sveitar- félagið sem slikt heföi af þessu, veröur ekki hjá þvi komizt aö taka einnig tillit til þeirra um- hverfislegu kosta sem hún heföi Iför meö sér fyrir fbúana sjálfa. Staðreyndin er nefnilega, að sá kostur sem eldri ibúöahverfi hafa umfram þau nýju er per- sónuleikinn. Svipurinn. Hér á ég ekki aöeins viö gömul tréhús. Einhvern veginn viröist arki- tektum á fyrstu tugum aldar- innar hafa verið þaö mun betur gefiö aö teikna falleg hús og tignarleg. Gilti einu hvort tré var notaö eöa steinsteypa. Hins vegar er eins og arkitektar hafi beinlinis tekiö ástfóstri við reglustrikuna eftir aö fimmta áratugnum lauk. Beina linan blivur. Litum til dæmis á Foss- voginn, minnismerki ljótleikans I islenzkum arkitektúr. Gömul hús og sósial- ismi Nýlega varö blaöamanni á Þjóöviljanum þaö á I grein i blaöinu, aö gagnrýna borgar- yfirvöld fyrir aö rifa niöur Odd- geirsbæ við Framnesveg til aö byggja blokk á lóöinni. Hélt blaöamaöurinn þvi fram i grein sinni að Oddgeirsbær væri fall- egur en blokkin tilvonandi ljót, eins og raunar flest handverk umrædds arkitekts væru. Þessi greinarstúfur varö til þess aö einn af verkalýðsleiötogum þjóöarinnar rauk upp til handa og fóta. Hellti sér yfir blaöa- mannshróiö meö stóryröum. Oddgeirsbær væri ljótur, teikn- ingar arkitektsins upp til hópa fallegar og helzt skildist manni að varðveizla gamalla húsa og nýting þeirra væri tilræði við sósialismann. Nú ber vissuiega aö viðurkenna að hugtök eins og ljótleiki og fegurö eru vissulega umdeilanleg, enda afstæö hug- tök og persónubundin. En á hvern hátt nýting og þá um leið varöveizla gamalla húsa getur verið I óþökk sósialismans, þaö er mér hulin ráðgáta. Þegar Torfan var mái- uð Menn hafa vissulega leyfi til aö vera á öndveröum meiöi um útlitog fegurð gamalla húsa. Og það er lika ljóst að viðhald húsa sem komin eru til ára sinna kostarsitt. En það ætti varla aö vera ástæöa til aö rífast yfir nauösyn þessara húsa, svo auö- sæ sem hún er. Oll eru þau hluti af menningu borgarinnar og kostnaöur viö aö halda þeim viö er einfaldlega þaö verö sem viö veröum að greiða fyrir þennan menningararf. Allir vita til dæmis aö Bemhöftstorfuhúsin eru illa farin og meira aö segja voru þau ljót i útliti vegna elli- marka áöur en nokkrir áhuga- menn tdku sig saman i andlitinu og máluöu þau. Þá skiptu lika margir um skoöun, sem áöur höföu viljaö aö þessi hús færu veg allrar veraldar. Þá sást hvaö hægt er aö gera. Haukur Már OB YIWISUIW flTTIIBft ’•*■' r"“” •“**'"*' *ð hreinsa andrúmsloftið h _ . **^i..«iokksins stóö upp utan dag- KJ* '0*,„ */# Ar»i £ i;(lokksin5 st66 upp baö forsætisráöherra ^-*amstar«iö og efna li aö meta 'andí '*** RÍKISSTJÓRN- IN HEFUR GEF- IZT UPP EN HELDUR SAMT AFRAM Fyrsti þingfundur Aiþingis á þessu ári mun lengi i minnum hafður. Á þessum fundi i Sameinuðu þingi kvaddi formaður þing- flokks Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gislason sér hljóðs utan dagskrár, og fór fram á að for- sætisráðherra beitti þingrofsheimild sinni og stjórnin segði af sér. Ekki þar aö segja landsmönn- um hvers vegna þingmenn Alþýðuflokksins sáu ástæöu til aöflytja þetta mál. 011 þjóöin er þess svo átakanlega meövit- andi, að þessi rikisstjórn hefur gefizt upp. Hún getur ekki meir. Þaö er einmitt þess vegna, sem þingflokkur Alþýöuflokksins fór fram á aö forsætisráöherra beitti þingrofsheimild sinni, og stjórnin færi frá. Þaö skiptir engu máli þótt Ólafur Jóhannesson kalli þetta bænaskrá. Bænaskrár hafa ver- ið sendar valdsmönnum fyrr, bæöi her á landi og annarsstaö- ar. 1 lýðræöisriki ætti ekki aö vera þörf á sliku. Þessi rikis- stjórn ætti aö vera búin aö segja af sér fyrir löngu. En hún hefur hangiö, og samkvæmt yfirlýs- ingum Geirs Hallgrimssonar og Ólafs Jóhannessonar bendir allt til þess aö hún muni hanga áfram. Þaö er harmafregn, sem islenzk alþýöa veröur að bera áfram. Morgunblaöið hefur undan- fama daga lagt sig i lima viö aö sannfæra þjóöina um batnandi horfur 1 efnahagsmálum. Dag eftir dag hefur mátt lesa i leiö- urum Morgunblaðsins öfug- mælapistil um efnahagsbata, aöhaldsaögeröir I fjármálum, hagkvæmari rikisbúskap mink- andi skuldasöfnun, hjaönandi viöskiptahalla, minnkandi verö- bólgu og svo aö sjálfsögöu næga atvinnu. Fólkiö I landinu þarf ekki aö lesa Morgunblaöiö til þess aö komast aö þeirri niöurstööu aö þessi afrekaskrá blaösins er helber blekking. Fólk getur fariö út á götu, inn I búðirnar, inn á innheimtu- skrifstofurnar, hjá rikinu eöa öörum. Þaö er þarna sem fólk rekur sig á sannleikann. Þaö var þess vegna gild ástæða til þess, aö rikisstjórnin færi frá og efnt yröi til nýrra kosninga. Geir Hallgrimsson. Geir Hallgrimsson segir aö þaö sé fráleitt aö rjúfa þingiö þegar allt er komiö 1 strand. Hann viöurkennir aö sjálfsögöu vandann, en gleymir aöalatriö- inu, aö rikisstjórnin hefur gefizt upp. Og það skiptir engu hve mikiö Geir Hallgrimsson ætlar aö láta þingmenn vinna. Vand- inn veröur ekki leystur meö þessari rikisstjórn. Geir Hallgrimsson á aö vita, aö þessi rikisstjórn er illa sam- sett. Spor þessarar rikisstjórn- Fjölskylda Dialdsins. ar, allt frá fæöingu hafa veriö þung spor. Það er ekki sagtút i bláinn, aö þetta sé óvinsæl stjórn. Enda virðist flest ætla aö veröa þess- ari fjölmennustu rikisstjórn sem setiö hefur aö völdum á Is- landi, til ógæfu. Siöan er það al- þýöa þessa lands sem þarf aö súpa seyöiö af gjörðum þessara manna. Morgunblaöið talar digur- barkalega I leiðara I gær. Þar er gefiö til kynna, aö litill stjórn- málaflokkur, sem Alþýöu- flokkurinn, hafi ekki efni á þvi, aö lýsa vantrausti á rikisstjórn- ina. Þetta sjónarmiö „stór- blaösins” talar sinu máli. Hitt er svo annaö mál, aö reynslan af þeirri stjórnmála- umræöu, sem fariö hefur fram undanfarna mánuöi undirstrik- ar þörfina á þvi, aö efla Alþýöu- flokkinn þannig aö hann veröi þaö áhrifaafl i islenzku þjóölifi sem honum ber. —BJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.