Alþýðublaðið - 27.01.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.01.1977, Blaðsíða 7
saar Miðvikudagur 26. janúar 1977 VETTVANGUR 7 ast vegna ýmissa áhrif „á leiöinni” og eru oft mjög ólikar upprunalegri hugmynd, þegar þær eru fullakveðnar. Akvarðanirnar mótast mjög af stjórnmálaflokkunum, sem hafa áhrif á þingmenn og stjórnstofnanir og sem eiga i mörgum tilfellum „sina menn” á réttum stöðum i rikisstjórn- sýslunni. Flokkarnir hafa einnig mikil óbein áhrif á ákvarðana- tekt, með yfirlýsingum og þrýstingi á valdhafa. Akvarðanir mótast einnig af aðgerðum sérfélaga, sem stofnuð eru i þvi skyni að vernda sérhagsmuni. Þær mótast einnig af umræðu i dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi og af yfir- lýsingum funda. Siðast en ekki sist hafa einstaklingar oft afar mikil áhrif á ákvarðanatekt yfirvalda. Samkvæmt laganna bókstaf er ferli ákvörðunarinnar i stjórnkerfinu ofur einfalt og augljóst,en raunveruleikinn segir, að málið er talsvert flókn- ara. Stjórnmálaöflin Stjórnmálafræðingar hafa lengi skipt stjórnmálaöflum i 3 meginflokka: stjórnmála- flokka, þrýstihópa og fjölmiðla. Eftir stendur einstaklingurinn en áhrif hans geta verið mjög mikil á ákvarðanatöku. S t jór n m á I a f 1 okk a rj. Max Weber skilgreindi stjórnmála flokka á þennan hátt: a) Þeir eru sérfélog sem byggjast á frjálsri aðild, a.m.k. að formi til. b) Tilgangur þeirra er að afla leiðtogum sinum valda innan ákveðins sérfélags. c) Markmið þessa valds er að gefa virkum þátttakendum i flokknum tækifæri til að ná ein- hverjum málefnalegum tak- mörkum eða afla einstaklings- bundinna forréttinda, eða þá hvort tveggja. Meginhlutverk stjórnmála- flokka i margflokkakerfi er það að vera kosningasamtök. Að auki stunda þeir viðtækt áróðurs- og fræðslustarf, hvers kyns stjórnmálaaðgerðir utan þingsins, útgáf ustarfsemi, menningarstarfsemi og fleira. Einnig geta komið inn i mynd- ina forsetakosningar, bæjar- og sveitarstjórnakosningar, þátt- taka i þjóðaratkvæðagreiðslu, kosning embættismanna rikis- ins og fleira. f islensku stjórnarskránni er ekkert sérákvæði um stjórn- málaflokka og staða þeirra er ekki beinlinis ákveðin með lög- um. 1 sumum löndum eru slik ákvæði i stjórnarskrám. 21. gr. vestur-þýsku stjórnarskrárinn- ar hljóðar til dæmis þannig: „Stjórnmálaflokkarnir taka þátt i myndun stjórnmála- skoðana fólksins. öllum er heimilt að stofna flokk. Þó verður innri uppbygging hans að vera I lýöræðislegum anda. Hann verður að gera opin- berlega grein fyrir hvaða tekjur hans koma.” Nú er það svo í reynd, að stjórnvöld á hverjum tima túlka slikar agaklásúlur á alla lund, til dæmis hafa vest- ur-þýsk yfirvöld lagt þann skiln- ing i fyrrgreint ákvæði, að þeir flokkar einir teljist vera „upp- byggðir í lýðræðislegum anda” sem styðja þjóðskipulag Vest- ur-Þýskalands óbreytt. Þar með eru þeir stimplaðir „hættulegir rikinu” sem á einhvern hátt geta talist bendlaðir við sósfal- isma. Hafa stjórnvöld i Vest- ur-Þýskalandi aukið mjög póli- tiskar gjaldrabrennur á siðustu árum,sérstaklega erfylgstnáiö með pólitisku atferli starfs- manna rikisins. Eru mörg dæmi til um brottrekstur manna úr kennarastööum i landinu undn- farið sem mörg hver gefa nokkra visbendingu um þróun- ina þar i landi. Einn var rekinn úr kennarastarfi fyrir það að heyrst haföi aö veifað hefði verið rauðum fána á stöng út um glugga á ibúð hans annar var rekinn vegna þess að hann tók þátt i göngu til stuðnings brottreknum starfsbróður sin- um, sá þriðji var rekinn vegna gruns um þátttöku foreldra hans iþjóðhættulegum samtgök- um i stiðinu (þ.e. kommúnista- flokknum) Þannig mætti sjálf- sagt lengi telja. Þrýstihóparnir Mikið er rætt um starfsemi svonefndra þrýstihópa, en i augum almennings hefur það hugtak fremur neikvæða merk- ingu, þar sem stjórnvöldum á hverjum tima er tamt að stimpla margar kröfur og gagn- rýni sem „dæmigerðar aðferðir v þrýstihópa” (Matthias Bjarna- son i umræðum um Geðdeild Landspitalans á Alþingi). Þrýstihópurer sérhver hópur, skipulagur eða óskipulagður, sem reynir að hafa áhrif á ákvarðanir yfirvalda, án þess þó að setja sér sem beint tak- mark að ná tökum á rikisvald- inu (likt og yfirlýst markmið Oft myndast hópar sem um stundarsakir efna til mótmælaaögeröa og þrýstings á yfirvöld til að „koma einhverjum sérhagsmunamálum I gegn.” Námsmenn á tslandi hafa þannig vakið athygii á málum sln- um undanfariö með margs konar aðgerðum. stjórnmálaflokkanna er). Þiýstihóparnir eru af ótal ólik- um gerðum, sumir timabundnir enaörir varanlegir. Hagsmuna- samtök, svo sem verkalýðsfélög og atvinnurekendasamtök eru varanleg og fastmótaðir þrýsti- hópar. Trúarsöfnuðir, katta- vinafélög, samtök hjólhýsaeig- enda, húseigendafélög o.s.frv. eru einnig þrýstihópan Oti- fundir og kröfugöngur eru þrýstihópar en afar laustengdir. 4 meginflokkar Prófessor Jan-Magnus Jans- son skiptir þrýstihópum i fjóra meginflokka: þrýstistofnanir, formleg þrýstisérfélög, óform- leg þrýstisérfélög og skyndi- hópa. Þrýstistofnanireru opinberar stofnanir sem oft starfa á veg- um rikisins t.d. herinn, kirkjar. háskólar, ráðuneyti og undir- deildir þeirra. Nú gæti virst svo sem þetta væri þversögn, sé miðað við skilgreininguna á hugtakinu þrýstihópur. Jan- Magnus segir hins vegar að menn verði að gera sér grein fyrir þvi að stjórnvöld geti gripið inn i stjórnmálin á tvo vegu, annars vegar með lög- boðnum verkefnum sinum, en hins vegar með þvi að þrýsta á önnur yfirvöld. Gott dæmi um þrýstistofnun er her i einhverju landi. Yfirlýst hlutverk hers er það að verja landið ytri óvinum og halda uppi lögum og rétti innanlands og lýtur hann yfir- leitt boöi óbreyttra stjórnmála- yfirvalda. Herinn beitir hins vegar oft áhrifum sinum, ef ástand er „óstöðugt” innan- landsog leiðir það oft til þessað löglega kjörnum (eða ólögleg um) yfirvöldum er steypt úr valdastóli og stofnuð er stjórn herforingja. Oformlegir þrýstihópareru til dæmis kynflokkar, þjóðabrot, þjóðfélagsstéttir, ættarsam- félög f jölskylduhópar fl.: hóp ar sem eru ekki formleg sér- félög i venjulegum skilningi en hafa engu að siður áhrif i stjórn- málalifinu. Oft eru þessir hópar lika kallaðir þrýstihóparnir á bak viö þrýstihópana, þar sem þeir þurfa venjulega stjórn- málaflokk, formleg sérfélög eða fjölmiðil til að koma þrýstingi sínum i framkvæmd og fýlgja honum eftir. Erfitt er að bera þessa hópa saman innbyrðis og meta áhrif þeirra, en ljóst er að t.d. kynþættir og þjóðabrot hafa mikil áhrif i þjóðfélögum. Skyndihópar hafa veruleg áhrif á stjórnmálalegar ákvarðanir. Þetta eru hópar sem myndast um stundarsakir ogefna til mótmælaaðgerða eða uppþota. Námsmenn eru dæmi um skyndihóp, stuðningsmenn mjólkurbúðanna i Reykjavfk og fleiri. Fjölmiðlar Fjölmiðlar eru tiltölulega ný fyrirbæri I þjóðlifi og eru á ýms an hátt frábrugðnir stjórnmála- flokkum og þrýstihópum. Venjulega er litið á fjölmiðlana sem ópersónuleg félagsleg öfl, en þeir eru i raun tæki sem notuð eru til þess að dreifa boð- skap. Útvarp og sjónvarp eru venjulega i eigu rikisins i flest- um löndum. Blöð i okkar þjóðfélagi eru hins vegar i einkaeign, eign ákveöins stjórnmálaflokks eöa hóps fjármálamanna. Við slikar aðstæður eru blöðin greinilega „óháð” rikisvaldinu og öðrum stjórnmálaöflum. Jan Magnus segir, að fjölmiðlar séu þrýstistofnanir sem hafi meiri eða minni áhrif á stjórnmálalif- ið auk þess sem þeir veiti ýmsa almenna þjónustu. —ARH „Maðurinn á götunni” —einstaklingurinn — getur haft og hefur mikil bein og óbein áhrif áákvarðanatöku. Algengaster þóað áhrifamáttur einstaklinga komi fram með samtökum margra um ákveðið málefni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.