Alþýðublaðið - 08.02.1977, Side 3
YÞriðjudagur 8. febrúar 1977
VETTVANGUR 3
Alþýðublaðið á ferð í Hveragerði:
Jar&skjálftarnir komu eltthvaö illa viö þennan hver, sem er viö ána ekki langt frá Hverhamri. Hvera-
vatniö var mórautt aölit og hverinn var f alla staöióaölaöandl tilfrekari kynna. Alþýöublaösmenn nálg-
uöust hann þvi meö varúö.
t einu horni stofunnar aö Þelamörk 74 gaf aö lfta sprungu sem náöi
frá gólfi upp undir loft.
SKEMMDIR í VEGGJUM
TVEGGJA HÚSA AF VÖLD-
UM jarðskjAlftanna
Margir Hvergerðingar
vöknuðu við það á laugar-
dagsmorguninn að snarp-
ir jarðskjálftakippir
skóku rekkjur þeirra# en í
þeim stærstu , kl. 8.13 og
9.25, komu sprungur í
veggi nokkurra húsa,
hlutir féllu úr hillum og
sitt hvað fór úr skorðum
innan húsa i þorpinu.
Alþýðublaðsmenn
komu til Hveragerðis um
hádegisbilið á laugardag-
inn og var þá harðast að
skjálftahrinan um garð
gengin, en þó fundust 2
mjög greinilegir kippir
milli kl. 13 og 14, en þeir
mældust um 2 stig á
Richter-kvarða.
Að Þelamörk 74 er nýlegt og
glæsilegt einbýlishús, byggt úr
steini, en þaö hús viröist hafa
skemmzt hvaö mest i þessum-
skjálftum. Sjá mátti miklar
sprungur i veggjum inni i hús-
inu, bæöi i stofu, eldhúsi, baöi og
einu herbergi og voru sumar
þeirra i gegn um veggina.
Eigandi hússins að Þelamörk
er Jónasina Guönadóttir og
sagðist hún hafa vaknaö viö
kippinn sem kom laust eftir kl.
8, en siöan heföi mátt finna
marga stóra og smáa kippi
næstu 2 klukkutimana. t stærstu
kippunum sópaðist flest lauslegt
niöur úr hillum i einu herbergj-
anna og einnig hrundu munir úr
hillum I stofu. Einnig skekktust
myndir á veggjum.
Engar skemmdir virtust
sjáanlegar utan á húsinu aö
Þelamörk 74 og ekki kvaöst
Jónasina Guönadóttir vita til
þess aö veggir hafi sprungiö i
þeim húsum sem næst eru.
Þá hittum viö Sigþór Einars-
son, sem býr i Hverhamri, en
þaö hús er ofarlega i þorpinu og
stendur niöur undir ánni sem
rennur i gegn um Hveragerði.
Sigþór sagöi að margar sprung-
ur heföu myndazt i veggi húss-
ins i jarðskjálftunum, og sumar
gamlar sprungur hefliu gleikk-
aö.
Engar fréttir hafa borizt um
umtalsverðar sprungur i fleiri
húsum i Hverageröi, en þessum
tveimur og ekki er vitaö til þess
aö annars konar skemmdir hafi
hlotizt af jarðskjálftunum. Þá
var okkur tjáö aö hverir virtust
ekki hafa breytt sér aö marki
viö titringinn, en þó virtist einn
hverinn hafa tekið kippina nær
sér en aörir og var vatniö I hon-
um brúnleitt.
—ARH
Hér stendur Sigþór Einarsson viö myndariega sprungu viö dyrnar
á Hverhamri. Sprunga þessi er gömul, en hún vikkaöi til muna i
jaröskjálftunum.
Jónasina Guönadóttir byr aö Þelamörk 74ásamt sonum sinum, þeim Guömundi Ragnari og Niröi. Hér
er hún ásamt Guömundi Ragnari.