Alþýðublaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 6
6 USTMR RfiEMBUaftlG Þriðjudagur 15. marz 1977 ný íslenzk kvikmynd... „Morðsaga” ný íslenzk kvikmynd... „Morðsaga” ný íslenzk kvikmynd Kvikmynd sem kemur rækilega á óvart tslenzk litkvikmynd, 90 minútur, höfundur og stjórnandi Reynir Oddsson, frumsýnd 1977. Morösaga kemur þægilega og rækilega á óvart. Þaö eru aöal- lega tveir hlutir sem maöur hefur ekki biiizt viö svo góöum sem raun ber vitni. Sá fyrri er tæknihliöin sem er meö ágætum þótt hún sé ekki gallalaus sökum bilunar i kvikmynda- tökuvél. Hinn hluturinn sem maður undrast yfir er leikurinn. Maöur hefur vanizt of sterkum leik á hvita tjaldinu hjá leik- urunum okkar sem er skilj- anlegt þar sem þeir eyöa mestum hluta leikferils sins á leiksviði. Ég var næstum viss um aö leikurinn i Morösögu væri þar af leiöandi stundum of sterkur og vantaöi heildarsvip. Sú varö þó ekki raunin á. Leikurinn er hreint út sagt frábær. Það er skemmtileg hrynjandi i leiknum og mátuleg spenna. Þaö er vafasamt aö vera aö draga fólk i dilka en ég get ekki látiö hjá liöa aö minnast á nokkra sem skiluöu sinum hlut- verkum sérstaklega vel. Steindór Hjörleifsson sem Róbert var mjög sannfærandi og kraftmikill i túlkun sinni á þessum veikgeðja manni sem meö hörku og ruddaskap reynir aö breiöa yfir þær finu taugar sem hann hefur. Róbert hefur greinilega orðiö aö vera haröur I viöskiptalifinu og smámsaman gerir hann ekki greinarmun á þvi hvar harkan lendir, hann gengur sjálf- viljugur inn i hlutverk harö- stjórans án þess aö gera sér þaö ljóst og þaö lendir á konu hans og dóttir sem er svo kannski ekki dóttir hans þegar allt kemur til alls. Guörún Ásmundsdóttir sannar svo að ekki veröur um villzt aö hún er sjálfsagt bezta kvikmyndaleikkona sem viö eigum. Guörún kemur persónu, Margrétar, konu Róberts, svo vel tilskilaaö engu skeikar. Þaö er hreint lygilegt hversu nákvæm hún er i túlkun sinni á Margréti sem á yfirborðinu virðist kúguö og undirgefin en fer sinu fram eins og hún getur, a.m.k. þegar Róbert er ekki heima. En Margrét er á flótta og sem meðal notar hún alkóhól og svefnpillur. Það koma þó timar sem hún hættiraö flýja og stendur upp og segir sina meiningu, sbr. matarboðiö og eftirleik þess. En húnkoönar þó fijótt niöur gagn- vart hörku Róberts þar sem húij hefur engar beinar sannanir fyrir framhjáhaldi hans. „Ég veit þú heldur framhjá mér þótt ég geti ekkert sannað,” segir húnviðRóbert og hann hálfpart- inn hlær að henni. Þóra Sigurþórsdóttir leikur dótturina og kemur vel út. Þóra er nýgræöingur og var uppgötvuö meö hálfgeröum Hollýwood stil sitjandi uppi á búöarboröi I tfzkuverzlun. Hún er virkilega skemmtileg í hlut- verki önnu og ekki sizt fyrir þá sök að hún hefur þann fersk- leika til aö bera sem nauðsyn- legur er fyrir hlutverkiö. Einnig hefur hún mjög myndrænt og svipbrigðarikt andlit sem hjálp- ar henni mikið viö aö koma persónu önnu til skila á sann- færandi hátt. Þaö veröur erfitt fyrir Þóru aö koma meö annaö hlutverk á svipuöu gæöastigi ef hún heldur áfram á leiklistar- brautinni. Gallinn er sá aö ef hún fer aö læra leiklist, þá er hætt viö aö hún missi fersk- leikann sem gerir framlag hennar svo athyglisvert og minningarvert. Aörirleikarar standa sig meö mestu prýði og má þar nefna t.d. Guörúnu Stephensen, Ró- bert Arnfinnsson sem roskin hjón sem eru sérstaklega sjálfum sér samkvæm, Pétur Einarsson og Sigrúnu Björns- dóttur sem nýrik og einstaklega athyglisverð ung hjón. Einnig Elvu Gisladóttur sem leikur vinkonu önnu og viröist töluvert lifsreynd, en hefur alla slna vizku frá vinkonunum. Handrit myndarinnar er gott og greinilegt er að Reynir hefur næmt eyra fyrir dialóg þvi allar samræöur virka mjög eölilegar og hvergi ber á stiröleika sem er oft svo einkennandi fyrir dramatisk verk. Kvikmynda- taka ersæmileg þótt ekki sé hún gallalaus. Gallarnir munu þó mest stafa af bilun I kvik- myndatökuvél og mesta furöa er aö þeir skuli þó ekki vera meira áberandi en raun ber vitni viö stækkun upp I 35 mm úr 16 mm. Hljóövinnsla er þvi miöur ekki góö þar sem maöur er á stöku staö I vandræðum meö aö heyra þaö, sem fram fer en þaö stafar af einhverju leyti af fjár- skorti og tækjaskorti. Æskilegast heföi veriö aö fara Mæögurnar: Þóra Sigurþórsdóttir, og Guörún Asmundsdóttir. Reynir Oddsson kvikmyndagerðarmaður í viðtali við Alþýðublaðið: ÉG ER ENGINN KVIKMVNDAJÖFUR ; ■ ■ ; Reynir Oddsson kvikmyndageröarmaöur Reynir býr i ieigu- íbúð i austurbænum, þar sem hann, þrátt fyrir miklar annir samfara frumsýningu, gaf sér tima til þess að rabba við mig. „Jæja, þaö væri kannske ekki úr vegi aö spyrja fyrst hvaö fyrirbæriö Morösaga hafi kostaö?” „Ég veit þaö satt aö segja ekki nákvæmlega, en ég reikna meö ef allt er taliö þá megi reikna meö svona á aö giska 50 miljónir. Þetta er náttúrlega há upphæö og ég er búinn aö vera aö slá lán og aöra fyrirgreiðslu hjá vinum og kunningjum sem hafa reynst mér mjög vel. En þetta er auövitaö bundiö i myndinni ennþá og þaö liöur einhver timiþartilmaöur fer aö sjá pening og geta borgaö skuld- irnar, en ég er aö vonast til aö geta borgaö myndina niöur á þremur árum. Þaö veltur aö sjálfsögöu allt á almenningi sem ég vona aö komi til aö sjá myndina en þaö má gjarnan koma fram aö miöaverö sem sumum finnst nokkuð hátt er mjög svipaö og á noröurlöndum, Bandarikjunum og Bretlandi. Reyndar má segja þaö aö erfiöleikar númer eitthaifi veriö peningaleysi og myndin ber þess nokkur merkisérstaklega i sambandi við eftirvinnslu hljóösins, en æskilegast heföi veriö aö geta talaö inn á hana alla upp á nýtt. Nú aörir erfiöleikar voru t.d. veörið o.fl. Þaö voru ýmis vandamál sem komu upp og þaö tókst misjafn- lega aö yfirstiga þau eins og gengur og gerist. En ég vil taka þaö fram aö þaö voru sérstak- lega þau Liney Friöleifsdóttir, bræöurnir Höröur og Benedikt Torfasynir og Rune Eirikson sem mestogbesthafa hvatt mig og liðsinnt og án þeirra hjálpar heföi Morösaga ekki oröiö til.” „Hvað viltu segja um setn- inguna i endann. Af hverju settir þú hana? Hún virkar á mig eins og nokkurskonar afsökun fyrir moröinu.” „Þaö voru töluvert miklar umræöur um þaö mál og niöur- staöan varö sú aö setningin bTeytti ekki neinu til eöa frá og auk þess vil ég alls ekki aö myndin afsaki þá athöfn aö taka líf nokkurs manns. Sama hvern- ig hann er innrættur. Þaö er alltaf eitthvaö gott i ölium ef grannt er aö gáö. Einnig haföi morðiö á Miklubraut mikil áhrif á mig og ég hugsa aö þaö hafi kannske gert útslagiö um setninguna.” „Nú finnst mér tónlistin nokkuö sundurlaus. Var þaö meö vilja gert? „Já. Ég vildi ná þessari hvunndagsstemmingu sem maöur sjálfur upplifir á hverjum degi. Þaö gengur enginn gegnum heilan dag og heyrir alla tónlist I heillegu samhengi. Það var tekin sú ákvöröun aö nota vinsæl popp- lög sem allir kannast viö sem mótvægi viö klassikina og útfararsálminn. Þaö veröa svo aörir aö dæma um hvortaö þaö hefur tekist aö ná fram hvunn- dagsstemmingunni sem ég var að leita eftir. Músikkin er mjög sundurlaus.” „Hvaö viltu tjá þig um islenzka kvikmyndagerö? „Aö minum dómi er varla hægt aö tala um islenska kvik- myndagerö. Þaö er held ég aöallega vegna þess aö kvik- myndageröarm enn hér vantar hvatningu sem aftur leiðir svo til þess aö þeir veröa hræddari viö aö taka áhættu og hafa ekkert allt of mikla trú á sjálfum sér. Nú sér maður ekkert frá þessum mönnum sem kalla sig kvikmyndageröarmenn sem heitið getur, þótt þeir séu flestir á ffnum bllum og eiga annaö tveggja ibúöir eöa einbýlishús. Frá frumsýningu myndarinnur Morösögu i Stjörnubiói.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.